Núna er rétti tíminn til að panta útihúsgögn fyrir sumarið!

Núna er rétti tíminn til að leggja inn pöntun fyrir útihúsgögnum þar sem styttist í hið íslenska sumar þar sem við njótum veðurblíðunnar í garðinum eða á pallinum.

Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line en einnig bjóðum við upp á nútímaleg gæðahúsgögn frá vinsæla danska hönnunarmerkinu HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda ásamt umhverfisvænum útihúsgögnum frá Mater. Þú finnur einnig úrval af fallegum smávörum fyrir garðinn og pallinn í Epal.

 

Skagerak

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfi, ábyrgð og gagnsæi og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína. Útihúsgögnin eru í klassískum skandinavískum stíl og má þar nefna Drachmann línuna sem er sérstaklega falleg.

 

Caneline

Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.

Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg.

 

HAY

Palissade er lína af útihúsgögnum hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni. Húsgögnin eru sterk án þess að vera fyrirferðamikil og elegant án þess að vera viðkvæm.

Frekari upplýsingar varðandi pöntun er hægt að fá í verslun okkar í Epal Skeifunni, eða með því að senda póst á starfsfólk okkar í húsgagnadeild.

String 

String býður nú upp á klassískar hillur úr galvaníseruðu stáli sem henta vel utandyra, og þá sérstaklega á yfirbyggðar svalir. Hillurnar eru sérsniðnar þínum þörfum og henta jafnt á litlar sem stórar svalir.

 

Mater 

Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.

Haf eftir Nönnu Ditzel táknar sjálfbæra og nýstárlega hugsun og hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper fyrr á árinu. Einn stóll notar 960 g af úrgangsplastefni sjávar.

Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf.

 

Verið velkomin í verslun okkar, Skeifunni 6 og fáðu ráðgjöf við valið á gæða útihúsgögnum.

30% afsláttur af klassískum Svanasófa eftir Arne Jacobsen

Við kynnum frábært tilboð á Svanasófanum sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1958 –

Arne Jacobsen hannaði Svaninn (ásamt Egginu) upphaflega fyrir móttöku og setustofu Royal Hotel í Kaupmannahöfn í lok fimmta áratugarins. Svanurinn er einstaklega formfagur stóll og hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi. Svana-sófinn var hinsvegar aðeins í framleiðslu til ársins 1974, en var aftur settur í framleiðslu af Fritz Hansen árið 2000 vegna mikillar eftirspurnar.

Tilboðið gildir frá 1. apríl – 31. júlí.

Tilboð á Montana TV einingum til 31. mars

Við kynnum frábært tilboð á Montana Furniture TV einingum sem gildir til 31. mars.
 
Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen og fer öll framleiðsla fram í Danmörku. Montana hannar og framleiðir hillukerfi sem hægt er að sérsníða að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra.

Þrír sérfræðingar í Epal Skeifunni – Montana, Auping og Carl Hansen

Þrír sérfræðingar verða í verslun okkar Epal Skeifunni fimmtudag, föstudag og laugardag, 5. – 7. mars. Í tilefni þess bjóðum við upp á góða afslætti af vörum frá þessum framleiðendum ásamt því að halda veglegt hönnunarhappdrætti sem enginn vill missa af!

Sérfræðingarnarnir koma frá Montana, Auping og Carl Hansen & søn sem Epal er stoltur söluaðili fyrir.

Montana

Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen og fer öll framleiðsla fram í Danmörku. Montana hannar og framleiðir hillukerfi sem hægt er að sérsníða að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og hægt er að fá hillurnar í yfir 30 ólíkum litum.

Montana hillurnar eru klassísk dönsk hönnun eins og hún gerist best. Við bjóðum upp á 15% afslátt af öllum Montana vörum ásamt 20% afslætti af Montana TV einingum. 

 

Carl Hansen & Søn

Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun. Þau framleiða hönnun á heimsmælikvarða eftir nokkra þekktustu hönnuði húsgagnasögunnar, þar má nefna Hans J. Wegner ásamt Arne Jacobsen, Børge Mogensen, Ole Wanscher, Kaare Klint, Poul Kjærholm, Mogens Koch, Bodil Kjær og Tadao Ando.

Áttu gamalt húsgagn frá Carl Hansen en vantar ráðleggingar um umhirðu og viðhald? Sérfræðingur Carl Hansen getur svarað öllum spurningum sem koma að nýjum og gömlum húsgögnum frá Carl Hansen og hvetjum við ykkur til að koma við og fræðast um þennan framúrskarandi húsgagnaframleiðanda, einstaka hönnunina og viðhald húsgagna frá þeim.

Við bjóðum upp á 15% afslátt af öllum vörum frá Carl Hansen ásamt 20% afslætti af Colonial Chair og CH25. 

 

Auping

Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða, fullkomin svefnþægindi og fallega, nútímalega hönnun. Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Við bjóðum upp á 20% afslátt af öllum vörum frá Auping. 

 

Sérfræðingur frá Auping rúmum í heimsókn dagana 5. – 7. mars og 20% afsláttur

Sérfræðingur frá Auping rúmum verður staddur í Epal dagana 5. – 7. mars og veitir ráðgjöf við val á réttu rúmi. Í tilefni heimsóknarinnar veitum við 20% afslátt af öllum rúmum og fylgihlutum frá Auping. 

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.

Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða, fullkomin svefnþægindi og fallega, nútímalega hönnun.

Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun.

 

Frá vöggu til grafar / Cradle to Cradle

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Auping trúir því staðfastlega að gæði svefns megi alltaf bæta. Það er þessvegna sem að dag eftir dag vinnur Auping að því að bæta svefnþægindi morgundagsins með ástríðu og forvitni að leiðarljósi. Auping telur einnig að sjálfbær tengsl okkar við umhverfið og fólkið sé mikilvægur hlekkur af ferlinu.

Sjálfbært, þýðingarmikið og meðvitað: Auping er tilbúið að taka á móti ábyrgðinni.

„Við viljum geta sofið með hugarró í framtíðinni. Fyrirtækið fjárfestir í grundvallaratriðum í sjálfbærni og hefur mikinn metnað að skipurleggja allra rekstrarferla, vörur og þjónustu að fullu í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle / frá vöggu til grafar (C2C) fyrir árið 2020.“

Bestu þægindi á hæsta stigi. Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi

Við snúum okkar að meðaltali 30 sinnum yfir nóttina á meðan við sofum. Og við losum um 350 ml af svita. Til að tryggja hámarks svefnþægindi er mikilvægt að rúmið styðji við líkamann og sé með góða loftöndun.

Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróuninni, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig.