Tilboð á Montana TV einingum til 31. mars

Við kynnum frábært tilboð á Montana Furniture TV einingum sem gildir til 31. mars.
 
Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen og fer öll framleiðsla fram í Danmörku. Montana hannar og framleiðir hillukerfi sem hægt er að sérsníða að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra.

Þrír sérfræðingar í Epal Skeifunni – Montana, Auping og Carl Hansen

Þrír sérfræðingar verða í verslun okkar Epal Skeifunni fimmtudag, föstudag og laugardag, 5. – 7. mars. Í tilefni þess bjóðum við upp á góða afslætti af vörum frá þessum framleiðendum ásamt því að halda veglegt hönnunarhappdrætti sem enginn vill missa af!

Sérfræðingarnarnir koma frá Montana, Auping og Carl Hansen & søn sem Epal er stoltur söluaðili fyrir.

Montana

Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen og fer öll framleiðsla fram í Danmörku. Montana hannar og framleiðir hillukerfi sem hægt er að sérsníða að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og hægt er að fá hillurnar í yfir 30 ólíkum litum.

Montana hillurnar eru klassísk dönsk hönnun eins og hún gerist best. Við bjóðum upp á 15% afslátt af öllum Montana vörum ásamt 20% afslætti af Montana TV einingum. 

 

Carl Hansen & Søn

Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun. Þau framleiða hönnun á heimsmælikvarða eftir nokkra þekktustu hönnuði húsgagnasögunnar, þar má nefna Hans J. Wegner ásamt Arne Jacobsen, Børge Mogensen, Ole Wanscher, Kaare Klint, Poul Kjærholm, Mogens Koch, Bodil Kjær og Tadao Ando.

Áttu gamalt húsgagn frá Carl Hansen en vantar ráðleggingar um umhirðu og viðhald? Sérfræðingur Carl Hansen getur svarað öllum spurningum sem koma að nýjum og gömlum húsgögnum frá Carl Hansen og hvetjum við ykkur til að koma við og fræðast um þennan framúrskarandi húsgagnaframleiðanda, einstaka hönnunina og viðhald húsgagna frá þeim.

Við bjóðum upp á 15% afslátt af öllum vörum frá Carl Hansen ásamt 20% afslætti af Colonial Chair og CH25. 

 

Auping

Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða, fullkomin svefnþægindi og fallega, nútímalega hönnun. Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Við bjóðum upp á 20% afslátt af öllum vörum frá Auping. 

 

Sérfræðingur frá Auping rúmum í heimsókn dagana 5. – 7. mars og 20% afsláttur

Sérfræðingur frá Auping rúmum verður staddur í Epal dagana 5. – 7. mars og veitir ráðgjöf við val á réttu rúmi. Í tilefni heimsóknarinnar veitum við 20% afslátt af öllum rúmum og fylgihlutum frá Auping. 

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.

Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða, fullkomin svefnþægindi og fallega, nútímalega hönnun.

Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun.

 

Frá vöggu til grafar / Cradle to Cradle

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Auping trúir því staðfastlega að gæði svefns megi alltaf bæta. Það er þessvegna sem að dag eftir dag vinnur Auping að því að bæta svefnþægindi morgundagsins með ástríðu og forvitni að leiðarljósi. Auping telur einnig að sjálfbær tengsl okkar við umhverfið og fólkið sé mikilvægur hlekkur af ferlinu.

Sjálfbært, þýðingarmikið og meðvitað: Auping er tilbúið að taka á móti ábyrgðinni.

„Við viljum geta sofið með hugarró í framtíðinni. Fyrirtækið fjárfestir í grundvallaratriðum í sjálfbærni og hefur mikinn metnað að skipurleggja allra rekstrarferla, vörur og þjónustu að fullu í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle / frá vöggu til grafar (C2C) fyrir árið 2020.“

Bestu þægindi á hæsta stigi. Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi

Við snúum okkar að meðaltali 30 sinnum yfir nóttina á meðan við sofum. Og við losum um 350 ml af svita. Til að tryggja hámarks svefnþægindi er mikilvægt að rúmið styðji við líkamann og sé með góða loftöndun.

Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróuninni, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Swoon Lounge Petit hægindarstóll frá Fredericia á tilboði

Við kynnum nýtt og spennandi tilboð á glæsilegum Swoon Lounge Petit hægindarstól sem hannaður er af Space Copenhagen fyrir Fredericia. Bólstraður stóllinn er einstaklega þægilegur og hægt er að velja úr úrvali af áklæðum og sérsníða stólinn þannig þínu heimili. Stóllinn hentar einnig vel fyrir opinber rými svosem hótel, bar eða skrifstofurými.

Hægt er að velja um Swoon Lounge Petit stól með viðarfótum eða á snúningsfæti. Fætur: Eik/olía – eik/sápa – hnota. Gildistími tilboðs er frá 1. febrúar – 30. apríl 2020.

 

 

 

 

Glæsilegt stækkanlegt borð frá Carl Hansen & søn

SH900 stækkanlegt borð hannað af hönnunartvíeikinu Strand + Hvass árið 2007 fyrir Carl Hansen & søn.

Stílhreint borð sem býður upp á djarfa blöndu af nýjum efnum og nýrri virkni.

Borðið inniheldur einfalda lausn til stækkunar, með auðvelt aðgengi að falinni samanbrjótanlegri stækkun með nútímalegri svartri áferð.

Falleg hönnun borðsins tryggir hámarks þægindi og sveigjanleika fyrir allskonar rými og mismunandi notkunarmöguleika. Efni: Eik, sápa.

Kynntu þér borðið nánar í verslun okkar í Epal Skeifunni.