Nýtt í Epal! Umhverfisvæn LED kerti

Uyuni kertin eru logalaus LED vaxkerti frá danska merkinu Piffany Copenhagen. Uyuni kertin skapa sama notalega andrúmsloftið og hefðbundin logandi kerti gera, án þess að skaðleg eiturefni komist í andrúmsloftið. Uyuni kertin eru dimmanleg, ilmefnalaus og með innbyggðum tímaskynjara: 6 klst.

Farstýring er seld sér og er þá hægt að stilla kertin á 4, 6, 8, og 10 klst. ( Batterí fylgja ekki með kertum. )

Skoðaðu úrvalið í vefverslun Epal –

Nýtt í Epal – gullfallegar barnavörur frá NoFred

Danska hönnunarmerkið NoFred skapar falleg og vönduð húsgögn og smávörur fyrir börn sem hvetja til samveru fjölskyldunnar. Hver vara er hönnuð með það í huga að heilla jafnt fullorðna sem börn og hefur þann eiginleika að falla vel að innréttingum heimilisins – og gerir það að verkum að vörurnar fá sín notið í fleiri rýmum en barnaherberginu einu. Með tímalausa hönnun, óaðfinnanleg gæði og framúrskarandi handverk munu NoFred vörurnar fara kynslóða á milli.

NoFred fæst í Epal Skeifunni.

 

Nomi – eftirsóttur og margverðlaunaður barnastóll

Eftirsótti Nomi stóllinn er hannaður af engum öðrum en Peter Opsvik sem þekktastur er fyrir hönnun sína á einum þekktasta barnastól í heiminum í dag, Tripp Trapp.

Tripp Trapp stólinn hannaði Opsvik fyrir dóttur sína árið 1972 en Nomi stólinn hannaði hann hinsvegar fyrir barnabarn sitt og byggði þá á áratuga reynslu, þekkingu og prófunum á Tripp Trapp með það í huga að hanna besta og öruggasta barnastól í heimi, jafnt í útliti sem notagildi. Svo virðist sem ætlun hans hafi tekist því Nomi stóllinn er dásamaður af öllum sem hann prófa og hefur stóllinn hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, m.a. sem besti barnastóllinn í Noregi 2019.

Nomi stólinn er hægt að nota strax frá fæðingu barns með sérstöku ungbarnasæti sem dugar til ca. 6 mánaða aldurs. Því er síðan skipt út fyrir barnasæti þar til barnið er orðið nægilega stórt að það þurfi ekki auka stuðning og geti klifrað í og úr stólnum án hjálpar. Nomi stóllinn hentar án aukahluta fyrir barnið fram yfir unglingsárin.

Nomi hefur verið prófaður samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og kemur best út af öllum öðrum barnastólum. Viðurinn í stólnum er samkvæmt alþjóðlegum FSC stöðlum á meðan að plast partarnir eru gerðir úr endurunnu plasti (polypropylene) án parabena og þala sem talin eru geta verið skaðleg ungum börnum.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal – 

Margverðlaunaður stóll

Nomi hefur m.a. hlotið virtu RED DOT hönnunarverðlaunin í flokknum „Best of the best“. Niðurstöðu dómara má lesa hér að neðan, en stóllinn hefur einnig rakað inn alþjóðlegum verðlaunum fyrir framúrskarandi hönnun og öryggi.

»In the world of children’s furniture, Nomi is an exception. The simplicity and aesthetic appeal of this high chair are impressive. It demonstrates a completely new use of form, free of the usual clichés of shape. Based on a well thought-out functional concept, this chair is easy to adjust and grows along with the children. In addition to its thorough flexibility it also offers a high level of safety

 

Foreldravænn stóll

Nomi er einnig mjög jákvæður fyrir foreldra! Stóllinn er léttur og vegur ekki nema 5 kg sem gerir auðvelt fyrir að færa hann til um heimilið. Eða hengja hann á borðið þegar gólfið er þrifið. Litlir gúmmí hnappar undir stólnum koma í veg fyrir að borðið rispist og það er einfalt og fljótlegt að þrífa Nomi með rökum klút.

Hægt er að hanna þinn stól frá grunni, – velja úr mörgum litum fyrir bak og sessu, uppistöðu er hægt að fá svarta, hvíta, natur og hnotu, ásamt því að bæta við ungbarnasæti, bólstri, bakka og beisli. Allt til að Nomi stóllinn passi vel við heimilið og henti stíl fjölskyldunnar.

 

Nýtt frá String 2020 : klassísk hönnun fyrir öll heimili

Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.

String kynnti á dögunum spennandi nýjungar og má þar nefna String Pocket hillur úr málmi sem koma í þremur litum; neon appelsínugulum, grábrúnum og klassískum hvítum. Hægt er að bæta við aukahlutum við String málmhillur, svosem krókum og hengi.

Klassíska String hillukerfið var einnig kynnt í nýjum litum, hlýlegum brúnum sem fer vel saman við hillurnar sérstaklega eikarhillurnar. Nýjir aukahlutir voru kynntir til sögunnar eins og hnífastatíf sem hengt er á hillurnar

Við eigum til mikið úrval af String hillum á lager og einnig er hægt að panta allar nýjungar sem nefndar eru hér að ofan. Verið hjartanlega velkomin í verslun okkar, Epal Skeifunni og kynntu þér betur String hillukerfið sem hentar öllum heimilum.

Sjá brot af vöruúrvalinu í vefverslun Epal –

Frederik Bagger er mættur í Epal!

Við kynnum með stolti nýtt vörumerki í Epal, Frederik Bagger sem býður upp á úrval af vönduðum kristals borðbúnaði. Frederik Bagger sem er sonur heimsþekkta danska hönnuðsins Erik Bagger stofnaði hönnunarfyrirtæki sitt árið 2014 sem hefur síðan þá notið gífurlegrar velgengni.

Þú finnur Frederik Bagger – á besta verðinu hjá okkur í Epal. Fleiri vörur eru væntanlegar!
https://www.epal.is/vorumerki/frederik-bagger/

 

Glæsileg Safnútgáfa : Liljan eftir Arne Jacobsen

Liljan klædd PURE leðri er glæsileg safnútgáfu af stólnum sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1970.
Liljan var upphaflega hönnuð af Arne Jacobsen árið 1970 fyrir Danska Landsbankann. Einstakt lag stólsins er afrakstur af mjög flóknu mótunarferli en stóllinn er mótaður úr mörgum lögum af formbeygðum spón. Liljan var sett í endurframleiðslu árið 2007 og hefur síðan þá fengið verðskuldaða athygli eftir langt hlé.
Liljan er léttur og þægilegur stóll sem nú er kynntur í fyrsta sinn klædd einstöku Pure leðri sem mun öðlast sinn persónuleika með tímanum.
Aðeins voru framleidd 200 eintök á heimsvísu og því er um að ræða einstaka safnútgáfu.

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Hanna Ingibjörg Arnardóttir

Hanna Ingibjörg Arnardóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 18. – 31. desember.

Hanna Ingibjörg ritstýrir tímaritunum Húsum og Híbýlum ásamt Gestgjafanum en hefur hún starfað í 14 ár sem blaðamaður og ritstjóri hjá útgáfufélaginu Birtíngi. Hanna Ingibjörg er mikill fagurkeri og kann vel að meta góða hönnun og nýtur þess að ferðast reglulega ásamt því að njóta góðrar matagerðar.

Við þökkum Hönnu Ingibjörgu fyrir fallega skreytt jólaborð dekkað vörum úr Epal.

 

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Karitas Sveinsdóttir

Innanhússarkitektinn Karitas Sveindsóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 12. – 18. desember.  

Karitas lauk námi í innanhússarkitektúr frá IED í Mílanó og rekur í dag ásamt eiginmanni sínum, hönnuðinum Hafsteini Júlíussyni, hönnunarstofuna HAF Studio ásamt versluninni HAF Store og hafa þau vakið verðskulduga eftirtekt jafnt innanlands sem og erlendis fyrir hönnun sína. 

Ásamt því að hanna veitingarstaði, einkaheimili og hótel hefur Karitas einnig tekið að sér persónulega innanhússráðgjöf. 

Karitas og Hafsteinn hönnuðu í ár Jólaóróann fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Gáttaþef sem seldur er m.a. í verslunum Epal dagana 7. – 21. desember. 

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Þórunn Árnadóttir

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 5. – 11. desember. Þórunn lauk námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í mastersnám í Royal College of Arts í London. Þórunn er hvað þekktust fyrir hönnunarvörumerki sitt 54Celsius sem framleiðir Pyropet dýrakertin sem hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár og víða hérlendis og erlendis. Verk hennar hafa verið sýnd í galleríum víða um heim, og má þar nefna V&A safnið í London, Triennale í Mílanó ásamt Spark Design space í Reykjavík.

Þórunn hefur undanfarin ár einnig vakið mikla athygli fyrir hönnun á jólagluggum verslana Geysis í miðbænum og hlotið fyrir það viðurkenningu borgarinnar fyrir fallegasta gluggann. Þórunn Árnadóttir hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. árið 2013 var hún kosin af Times Magazines sem ein af 50 einstaklingum sem skapa framtíðina og árið 2015 var hún kosin af Formex Nova sem “Nordic Designer of the Year”.

 

Borðið er skreytt hönnun Þórunnar, Pyropet kertum í nýjum lit sem mynda aðventukrans, borðstellið er frá iittala og heitir Teema, ásamt Essence glösum frá iittala og iittala jólakúlur eru notaðar sem skraut á diskana. Hnífapörin eru frá HAY, vatnsglösin eru Ripple frá Ferm living og bleiku skilaboðakertin eru einnig hönnun Þórunnar Árnadóttur frá Pyropet.