Jólaopnun í verslunum Epal er eftirfarandi –
Jólaopnun í verslunum Epal er eftirfarandi –
Innanhússarkitektinn Karitas Sveindsóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 12. – 18. desember.
Karitas lauk námi í innanhússarkitektúr frá IED í Mílanó og rekur í dag ásamt eiginmanni sínum, hönnuðinum Hafsteini Júlíussyni, hönnunarstofuna HAF Studio ásamt versluninni HAF Store og hafa þau vakið verðskulduga eftirtekt jafnt innanlands sem og erlendis fyrir hönnun sína.
Ásamt því að hanna veitingarstaði, einkaheimili og hótel hefur Karitas einnig tekið að sér persónulega innanhússráðgjöf.
Karitas og Hafsteinn hönnuðu í ár Jólaóróann fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Gáttaþef sem seldur er m.a. í verslunum Epal dagana 7. – 21. desember.
Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 5. – 11. desember. Þórunn lauk námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í mastersnám í Royal College of Arts í London. Þórunn er hvað þekktust fyrir hönnunarvörumerki sitt 54Celsius sem framleiðir Pyropet dýrakertin sem hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár og víða hérlendis og erlendis. Verk hennar hafa verið sýnd í galleríum víða um heim, og má þar nefna V&A safnið í London, Triennale í Mílanó ásamt Spark Design space í Reykjavík.
Þórunn hefur undanfarin ár einnig vakið mikla athygli fyrir hönnun á jólagluggum verslana Geysis í miðbænum og hlotið fyrir það viðurkenningu borgarinnar fyrir fallegasta gluggann. Þórunn Árnadóttir hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. árið 2013 var hún kosin af Times Magazines sem ein af 50 einstaklingum sem skapa framtíðina og árið 2015 var hún kosin af Formex Nova sem “Nordic Designer of the Year”.
Borðið er skreytt hönnun Þórunnar, Pyropet kertum í nýjum lit sem mynda aðventukrans, borðstellið er frá iittala og heitir Teema, ásamt Essence glösum frá iittala og iittala jólakúlur eru notaðar sem skraut á diskana. Hnífapörin eru frá HAY, vatnsglösin eru Ripple frá Ferm living og bleiku skilaboðakertin eru einnig hönnun Þórunnar Árnadóttur frá Pyropet.
Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 28. nóvember – 4. desember er glæsilegt.
Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir eru hönnuðirnir á bak við Reykjavík Trading Co. Þau sérhæfa sig í handgerðum gæðavörum fyrir heimilið og vinna aðallega með náttúruleg efni eins og leður, við og ull. Náttúran er helsti innblástur þeirra og jarðlitir eru ríkjandi í allri þeirra hönnun. Anthony og Ýr hafa hannað fyrir Dill, Kex og Skál ásamt því að hafa unnið með mörgum öðrum veitingastöðum, hótelum og kaffihúsum. Þau hjónin reka litla búð sem kallast The Shed (Skúrinn) en þar eru þau einnig með vinnuaðstöðu.
Fyrir jólaborðið völdu þau að stilla upp kaffiboði þar sem þau erum bæði miklir sælkerar og finnst fátt betra en að gæða sér á ljúffengum kökum og ilmandi kaffi í góðum félagsskap. Kaffiboð eru að þeirra mati ómissandi hluti af aðventunni og góð leið til að eiga gæðastund með fjölskyldu og vinum.
Litlu kopar rammarnir á borðinu sem sýna hvar hver og einn situr má nálgast í The Shed. Rammarnir eru gerðir til þess að hengja upp á vegg en í hverjum ramma eru þurrkuð laufblöð sem þau hafa safnað á ferðalögum sínum. Ljósaserían gefur hátíðlegt yfirbragð en hana má einnig finna í The Shed.
www.reykjaviktrading.com
@rvktradingco
Aðventan í Epal Skeifunni.
Föstudaginn 29. nóvember verður hjá okkur góður gestur í VIPP eldhúsinu.
Oddrún Helga Símonardóttir öðru nafni Heilsumamman mun halda kynningu og kennslu á lakkrís heilsunammi með vörum frá LAKRIDS BY BÜLOW.
Ljúffengt smakk og uppskriftir fyrir gesti og gangandi.
Hönnuðirnir Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir hjá Reykjavík Trading Co. hafa dekkað hátíðlegt jólaborð sem fær að standa í heila viku og gefur góðar hugmyndir og innblástur fyrir jólin.
Verið velkomin í Epal Skeifuna í notalega aðventustemmingu.
Ragnhildur Fjeldsted, blómaskreytir mun í dag halda sýnikennslu í að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna, sem skemmtilegt er að tvinna saman með fallegum kertastjökum og blómavösum hjá okkur í Epal Skeifunni.
Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér. Hún hefur í fjölmörg ár séð um allar sviðsskreytingar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt því að skreyta fyrir fyrirtæki, stofnanir, hótel og veitingastaði.
Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 14 – 18 föstudaginn 22. nóvember.
Verið hjartanlega velkomin.
Nettilboð!
Núna um helgina föstudag, laugardag og sunnudag, 22.-24. nóvember 15% afsláttur af allri gjafavöru og enn betri afsláttur af völdum vörum*
*tilboðin gilda aðeins í vefverslun epal.
Verið hjartanlega velkomin á sýninguna VELTIBOLLAR Í 30 ÁR þar sem nýjasta lína Ingu Elínar verður kynnt. Viðburðurinn verður haldinn í Epal Skeifunni, föstudaginn 15. nóvember á milli kl. 15 – 18.
Léttar veitingar og ljúf stemming! Kaffi og kokteilasérfræðingar töfra fram drykki og 15% afsláttur verður veittur af Veltibollum og servíettur í kaupauka.
“Verið hjartanlega velkomin á sýninguna VELTIBOLLAR Í 30 ÁR sem nýjastu línu Ingu Elínar, en veltibollar hennar hafa vakið mikla athygli að undanförnu bæði hér heima og erlendis.
Inga Elín hélt sína fyrstu einkasýningu hjá Eyjólfi í Epal árið 1989 þegar hún kom úr námi frá Danish Design School í Kaupmannahöfn. Við erum afar þakklát fyrir stuðninginn sem Epal hefur sýnt íslenskri hönnun í gegnum árin og því vel við hæfi að halda viðburðinn þar.
Á viðburðinum viljum við sýna margvísleg notagildi bollana, sem hafa aðallega verið notaðir sem kaffibollar fram að þessu. Nýlega voru bollarnir kynntir á viðburði Soho House í New York þar sem var boðið upp á kokteila í þeim og vakti það mikla lukku gesta.
Okkur til aðstoðar á viðburðinum verða:
Vala Stef
Kaffisérfræðingur, sem mun bjóða gestum upp á ýmsar gerðir af kaffi frá Kaffi Kvörn.
Hlynur Björnsson Maple
Kokteilasérfræðingur og umsjónamaður World Class kokteilakeppnanna á Íslandi og mun hann bjóða upp á Espresso Martini.
Við bjóðum einnig upp á léttar veitingar á viðburðinum sem verður haldinn í Epal Skeifunni næsta Föstudag frá 15 til 18.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Bestu kveðjur,
Kristinn & Inga Elín.
“
Við kynnum frábært tilboð á Egginu ásamt skammel – kaupir þú Egg fylgir skammel frítt með*.
Eggið er ein þekktasta hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu þar sem skammel fylgir frítt með kaupunum.
*Gildir um öll áklæði og leður Egg. Gildistími er 1. – 30. nóvember.