Ragnhildur Fjeldsted blómaskreytir í Epal föstudaginn 22. nóvember

Ragnhildur Fjeldsted, blómaskreytir mun í dag halda sýnikennslu í að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna, sem skemmtilegt er að tvinna saman með fallegum kertastjökum og blómavösum hjá okkur í Epal Skeifunni.

Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér. Hún hefur í fjölmörg ár séð um allar sviðsskreytingar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt því að skreyta fyrir fyrirtæki, stofnanir, hótel og veitingastaði.

Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 14 – 18 föstudaginn 22. nóvember.

Verið hjartanlega velkomin.

Veltibollar í 30 ár – 15. nóvember í Epal Skeifunni

Verið hjartanlega velkomin á sýninguna VELTIBOLLAR Í 30 ÁR þar sem nýjasta lína Ingu Elínar verður kynnt. Viðburðurinn verður haldinn í Epal Skeifunni, föstudaginn 15. nóvember á milli kl. 15 – 18.

Léttar veitingar og ljúf stemming! Kaffi og kokteilasérfræðingar töfra fram drykki og 15% afsláttur verður veittur af Veltibollum og servíettur í kaupauka.

“Verið hjartanlega velkomin á sýninguna VELTIBOLLAR Í 30 ÁR sem nýjastu línu Ingu Elínar, en veltibollar hennar hafa vakið mikla athygli að undanförnu bæði hér heima og erlendis.

Inga Elín hélt sína fyrstu einkasýningu hjá Eyjólfi í Epal árið 1989 þegar hún kom úr námi frá Danish Design School í Kaupmannahöfn. Við erum afar þakklát fyrir stuðninginn sem Epal hefur sýnt íslenskri hönnun í gegnum árin og því vel við hæfi að halda viðburðinn þar.

Á viðburðinum viljum við sýna margvísleg notagildi bollana, sem hafa aðallega verið notaðir sem kaffibollar fram að þessu. Nýlega voru bollarnir kynntir á viðburði Soho House í New York þar sem var boðið upp á kokteila í þeim og vakti það mikla lukku gesta.

Okkur til aðstoðar á viðburðinum verða:

Vala Stef
Kaffisérfræðingur, sem mun bjóða gestum upp á ýmsar gerðir af kaffi frá Kaffi Kvörn.

Hlynur Björnsson Maple
Kokteilasérfræðingur og umsjónamaður World Class kokteilakeppnanna á Íslandi og mun hann bjóða upp á Espresso Martini.

Við bjóðum einnig upp á léttar veitingar á viðburðinum sem verður haldinn í Epal Skeifunni næsta Föstudag frá 15 til 18.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Bestu kveðjur,
Kristinn & Inga Elín.

75 ára afmælisútgáfa J16 í hnotu – einstakur safngripur

Í tilefni 75 ára afmælis J16 ruggustóls Hans J. Wegner kynnir Fredericia þessa klassísku hönnun í fyrsta sinn úr gegnheilli hnotu.
J16 ruggustóllinn er talinn fyrirmynd klassískrar danskrar húsgagnahönnunar. Fyrsta framleiðsla afmælisútgáfu J16 verður áletruð með afmælistexta ásamt undirskrift Hans J. Wegner. 
Aðeins til sölu frá 1. – 15. nóvember.

Tilboð: Kaupir þú Egg fylgir skammel frítt með

Við kynnum frábært tilboð á Egginu ásamt skammel – kaupir þú Egg fylgir skammel frítt með*.

Eggið er ein þekktasta hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu þar sem skammel fylgir frítt með kaupunum.

*Gildir um öll áklæði og leður Egg. Gildistími er 1. – 30. nóvember.

Louis Poulsen 3/2 “The Water Pump” í takmörkuðu upplagi

Louis Poulsen kynnir PH 3/2 standlampann “The Water Pump”. Framleiddur í takmörkuðu upplagi og var upphaflega hannaður á sjötta áratugnum. Skermurinn er gerður úr munnblásnu ítölsku gulu gleri, hann stendur á fallegum messing fæti og er áletraður.

Lampinn verður aðeins í sölu í þrjá mánuði, frá 1. október til 31. desember 2019 og því um sannkallaðann safngrip að ræða.

Uxinn ásamt skammel á tilboði – Hans J. Wegner

Við kynnum tilboðsverð á Uxanum ásamt skammel frá Erik Jørgensen hannaður af Hans J. Wegner árið 1960.

Wegner var hugfanginn af Picasso og sótti innblástur til hans við hönnun á þessum kraftmikla og skúlptúríska stól. Framleiðsla á stólnum hætti aðeins tveimur árum síðar, árið 1962 því hann þótti of framúrstefnulegur fyrir þann tíma. Uxinn fór svo aftur í framleiðslu árið 1985 með nýrri tækni en þó haldið í upprunalegt útlit og glæsileika. Uxinn hefur unnið til margra verðlauna og verið sýndur um allan heim. “Uxinn er kjarni karlmennskunnar” segir í lýsingu á stólnum hjá framleiðandanum Erik Jørgensen. Wegner tókst að hanna stól sem er fullkominn hægindarstóll og þykir í dag ómissandi af klassískum húsgögnum. Veldu leður fyrir sígilt útlit eða textíl fyrir meiri hlýju.

Ódauðleg hönnun sem hentar hverju tímabili –

Nýtt í Epal! Bookman – vertu sjáanleg/ur í myrkrinu

Bookman er nýtt og spennandi vörumerki í Epal sem hentar fyrir alla sem vilja sjá og sjást í myrkri!

Bookman hannar smart endurskinsvörur fyrir hjólreiðafólk, göngufólk, hlaupara og aðra sem kunna vel að meta útivist og vilja sjást í myrkrinu. Með mikla áherslu á smáatriði, gæði og öryggi hefur Bookman eitt markmið: Að láta alla sjást í umferðinni og koma í veg fyrir slys. 

“Öryggi þarf ekki að vera óspennandi. Við erum með það markmið að bjarga lífum og gera alla sjáanlega í umferðinni. Og til þess að takast það, þurfum við að hanna vörur sem fólk elskar að nota.”

Bookman er sænskt vörumerki og dregur innblástur sinn m.a. frá minimalískri sænskri hönnun og nýstárlegri tækni. Komandi frá landi þar sem myrkur er allan sólahringinn hluta úr ári, þarf hver vara að uppfylla hæðstu gæðastaðla.

Kynntu þér úrval Bookman í Epal! Frábær verð – frá 950 kr. ! 

 

Heimsókn : Sérfræðingur frá Jensen rúmum í Epal dagana 24. – 26. október

Sérfræðingur frá Jensen Beds verður hjá okkur dagana 24. – 26. október.
Í tilefni þess verður veittur 10% afsláttur af öllum pöntunum. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér!

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.