Louis Poulsen 3/2 “The Water Pump” í takmörkuðu upplagi

Louis Poulsen kynnir PH 3/2 standlampann “The Water Pump”. Framleiddur í takmörkuðu upplagi og var upphaflega hannaður á sjötta áratugnum. Skermurinn er gerður úr munnblásnu ítölsku gulu gleri, hann stendur á fallegum messing fæti og er áletraður.

Lampinn verður aðeins í sölu í þrjá mánuði, frá 1. október til 31. desember 2019 og því um sannkallaðann safngrip að ræða.

Uxinn ásamt skammel á tilboði – Hans J. Wegner

Við kynnum tilboðsverð á Uxanum ásamt skammel frá Erik Jørgensen hannaður af Hans J. Wegner árið 1960.

Wegner var hugfanginn af Picasso og sótti innblástur til hans við hönnun á þessum kraftmikla og skúlptúríska stól. Framleiðsla á stólnum hætti aðeins tveimur árum síðar, árið 1962 því hann þótti of framúrstefnulegur fyrir þann tíma. Uxinn fór svo aftur í framleiðslu árið 1985 með nýrri tækni en þó haldið í upprunalegt útlit og glæsileika. Uxinn hefur unnið til margra verðlauna og verið sýndur um allan heim. “Uxinn er kjarni karlmennskunnar” segir í lýsingu á stólnum hjá framleiðandanum Erik Jørgensen. Wegner tókst að hanna stól sem er fullkominn hægindarstóll og þykir í dag ómissandi af klassískum húsgögnum. Veldu leður fyrir sígilt útlit eða textíl fyrir meiri hlýju.

Ódauðleg hönnun sem hentar hverju tímabili –

Nýtt í Epal! Bookman – vertu sjáanleg/ur í myrkrinu

Bookman er nýtt og spennandi vörumerki í Epal sem hentar fyrir alla sem vilja sjá og sjást í myrkri!

Bookman hannar smart endurskinsvörur fyrir hjólreiðafólk, göngufólk, hlaupara og aðra sem kunna vel að meta útivist og vilja sjást í myrkrinu. Með mikla áherslu á smáatriði, gæði og öryggi hefur Bookman eitt markmið: Að láta alla sjást í umferðinni og koma í veg fyrir slys. 

“Öryggi þarf ekki að vera óspennandi. Við erum með það markmið að bjarga lífum og gera alla sjáanlega í umferðinni. Og til þess að takast það, þurfum við að hanna vörur sem fólk elskar að nota.”

Bookman er sænskt vörumerki og dregur innblástur sinn m.a. frá minimalískri sænskri hönnun og nýstárlegri tækni. Komandi frá landi þar sem myrkur er allan sólahringinn hluta úr ári, þarf hver vara að uppfylla hæðstu gæðastaðla.

Kynntu þér úrval Bookman í Epal! Frábær verð – frá 950 kr. ! 

 

Heimsókn : Sérfræðingur frá Jensen rúmum í Epal dagana 24. – 26. október

Sérfræðingur frá Jensen Beds verður hjá okkur dagana 24. – 26. október.
Í tilefni þess verður veittur 10% afsláttur af öllum pöntunum. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér!

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

 

 

Námskeið um innanhússhönnun í Epal Skeifunni – taktu þátt!

INNANHÚSSHÖNNUN / NÁMSKEIР

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður kemur til okkar í Epal Skeifunni þann 22. október og heldur námskeið um innanhússhönnun sem notið hefur gífulegra vinsælda meðal þeirra sem áhugasamir eru um innanhússhönnun og falleg híbýli.

NÁMSKEIÐ Í INNANHÚSSHÖNNUN er fyrir áhugasama, byrjendur, lengra komna og alla hina, sem vilja ná meiri færni og öryggi í að vinna með eigið umhverfi eða skapa áhugaverða umgjörð innanhúss.

“Hvernig gerum við heimilið okkar persónulegt og einstakt í okkar huga – sjálfstæð hugsun, öryggi og gleði skipta máli og við förum yfir það ásamt svo ótalmörgu öðru…”

Skráðu þig í pottinn og þú gætir unnið námskeið um innanhússhönnun sem haldið verður í Epal Skeifunni þann 22. október kl. 18:00. 

15 heppnir einstaklingar verða dregnir út og verður þeim boðið í notalega kvöldstund ásamt léttum veitingum með Höllu Bára í Epal Skeifunni.

Skráðu þig til þátttöku með því að koma við í VIPP eldhúsinu Epal Skeifunni og skildu eftir nafn ásamt símanúmeri, dagana 10. – 17. október.

Halla Bára er með meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Einnig hefur hún haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem hafa slegið í gegn.

 

Heimsókn frá Fredericia Furniture og 15% afsláttur dagana 10. – 12. október

Sérfræðingur frá Fredericia Furniture er í heimsókn í Epal Skeifunni og í tilefni þess bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Fredericia dagana 10. – 12. október. Kíkið við og gerið góð kaup!

Fredericia Furniture er danskur húsgagnaframleiðandi með sögu sem nær aftur til ársins 1911. Fredericia framleiðir hágæða húsgögn með áherslu á handverk og þá fagurfræði sem dönsk húsgagnahönnun er þekktust fyrir. Þekktust eru húsgögn hönnuð af Børge Mogensen þar má m.a. nefna J39 stólinn og Spánska stólinn sem eru á meðal þekktustu stóla sem hannaðir hafa verið í sögu húsgagnahönnunar.

 

 

Nýtt í barnaherbergið : Wildlife frá Sebra

Wildlife er ný og dásamlega falleg vörulína fyrir barnaherbergið frá Sebra sem innblásin er af nokkrum fallegustu litum haustsins. Wildlife línan inniheldur m.a. silkimjúka bangsa, rúmföt, stuðkant og ýmislegt skemmtilegt fyrir matartímann.

Sebra Interior er danskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi. Fyrirtækið var stofnað af Miu Dela árið 2004. Í dag eru alls 14 hönnuðir sem hanna fyrir Sebra en samtals eiga þau 26 börn, því er hægt að segja að þau séu með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hönnun fyrir börn.

Jóladagatalið frá Wally & Whiz – forsalan er hafin

Forsalan er hafin á dásamlegu jóladagatali frá Wally & Whiz sem er fyllt með handgerðu dönsku víngúmmíi. Dagatalið er ævintýri fyrir bragðlaukana með ljúffengum bragðsamsetningum og jólaívafi. Hafðu það gott um jólin með Wally & Whiz.

Wally & Whiz framleiðir ómótstæðilega gott víngúmmí úr fersku og náttúrulegu gæða hráefni sem er án allra aukaefna, dýraafurða og glútens.

Smelltu hér til að panta dagatalið í forsölu

„Við höfum skapað það sem við teljum vera besta víngúmmí í heiminum úr mestu gæðunum, sem selt er í fleiri en 30 löndum og aðeins í verslunum sem leggur áherslur á gæðavörur.“ 

Ekkert rugl: Vegan, glútenlaust, laktósafrítt, engin ónáttúrleg litarefni og bragðefni.

Það er erfitt að standast þetta ljúffenga sælgæti sem hentar öllum!

Verð 4.455 kr. í forsölu. 

 

Þú finnur m.a. í dagatalinu þessi brögð: APPLE WITH GOOSBERRY, APPLE WITH YUZU, MANGO WITH RASPBERRIES, MANGO WITH PASSION FRUIT, BLACKCURRANT WITH SALTYLIQUORICE, BLACKCURRANT WITH STRAWBERRY, ELDERFLOWER WITH CHERRY, ELDERFLOWER WITH GINGER, PEACH WITH PEAR, LIME WITH ORANGE, LIQURICE WITH SEA BUCKHORN, LIQURICE WITH COFFEE

Delphi sófar frá Erik Jørgensen á 20% afslætti

Við kynnum frábært tilboð á klassískum Delphi sófum frá Erik Jørgensen.

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari. Hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra.