Vefarinn frá Carl Hansen kemur í Epal & 15% afsláttur

Við erum stolt að geta kynnt ykkur fyrir „Muhamad the Weaver“ sem er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Muhamad þykir vera framúrskarandi vefari og verður hann staddur í Epal Skeifunni frá föstudegi til laugardags 20. – 21. september og sýnir okkur ótrúlegu tæknina sem er að baki þess að vefa sæti í Y-stólinn fræga. Hægt verður að kaupa þá stóla sem ofnir verða á staðnum og fá þá áritaða.

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

Við bjóðum Muhamad velkominn í Epal frá 20. – 21. september. Muhamad starfar hjá Carl Hansen og sérhæfir sig eingöngu í að vefa sæti í Y-stóla og tekur það hann ekki nema um klukkustund að klára einn stól. Muhamad kemur til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal og mun vera hægt að kaupa þá stóla.

Sjón er sögu ríkari!

Ásamt Muhamad verða hjá okkur staddir sérfræðingar frá Auping og Carl Hansen og verður veittur 15% afsláttur af þeirra vörum í tilefni þess.

Happdrætti á meðan heimsókninni stendur og geta heppnir þátttakendur unnið Y stól ásamt dúnmjúkum koddum frá Auping.

Hér að neðan má sjá áhugavert video þar sem sýnt er frá aðferðinni að vefa Y stól.

 

Pandabjörn Kay Bojesen í forsölu með 15% afslætti

Núna er hægt að versla Pandabjörninn eftir Kay Bojesen í forsölu á 15% afslætti.

Pandabjörninn eftir Kay Bojesen er dásamleg og tímalaus tréfígúra sem getur ekki annað en vakið fram bros.

Pandan er innblásin af tveimur pöndum sem fluttu í Kaupmannahafnar Dýragarðinn í apríl 2019. Hluti af ágóðanum fer til WWF – World Wildlife Fund sem eru helstu samtökin í heiminum sem sjá um varðveitingu dýra.

Árið 1952 skapaði Kay Bojesen vinalega björninn Ursula, sem var innblásin af litlum birni sem stjórnandi dýragarðins í Kaupmannahöfn annaðist. Núna, meira en 65 árum síðar er rétti tíminn fyrir Kay Bojesen Denmark að fá innblástur frá sama dýragarði, í ljósi þess að Panda húsið opnaði í Kaupmannahöfn fyrr á árinu.

Athugið að Pandan er seld í forsölu og áætluð afhending er 12. september. 15% afsláttur í forsölu.

Pöndurnar eru gerðar úr FSC* vottuðu beyki. 

Í FSC vottuðum skógi (Forest Stewarship Council) eru engin tré felld nema skógurinn ráði við að framleiða sama magn. Þar að auki tryggir FSC að annar gróður hljóti ekki skaða af ásamt því að fólkið sem starfar í skóginum er tryggt menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org

Smellið hér til að skoða Pönduna í vefverslun.

Urban Nomad hillur frá Fólk Reykjavík á 20% afslætti dagana 16.-23. ágúst.

Í tilefni þess að FÓLK Reykjavík er að hefja sölu á vörunum sínum erlendis ætlum við að bjóða íslenskum viðskiptavinum 20% afslátt af fallegu Urban Nomad hillum fyrirtækisins dagana 16.-23. ágúst. EPAL hefur selt vörur fyrirtækisins frá upphafi en FÓLK þróar og framleiðir íslenska hönnun í samstarfi við íslenska hönnuði.

Hillurnar eru mínímalískar með ótrúlega fjölbreytt notagildi og henta í öll herbergi heimilisins. 

Fullt verð er frá 24.500 kr. 

 

Umhverfisvænn verðlaunastóll frá Mater unninn úr endurnýttum fiskinetum

Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.

Haf eftir Nönnu Ditzel táknar sjálfbæra og nýstárlega hugsun og hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper fyrr á árinu. Einn stóll notar 960 g af úrgangsplastefni sjávar.

Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf.

“Plánetan okkar er í krísu, og það hefur aldrei verið jafn augljóst að við verðum að grípa til aðgerða til að bæta umhverfið. Við hjá Mater viljum leggja okkar að mörkum að hafa áhrif og eru skuldbindingar okkar í framleiðsluferlinu nú í takt við alþjóðleg markmið Sameinuðu þjóðanna. Eitt af lykilmarkmiðum þeirra er að vernda “Líf undir vatni”, og til að skilja hvernig við gætum stuðlað að því markmiði gengum við til liðs við eina fyrirtækið í heiminum sem endurvinnur fiskinet, sem á ótrúlega hentugan hátt er svo staðsett við vesturströnd Danmerkur. Nýstárlegt viðskiptamódel sem hvetur sjómenn um allan heim að senda notuð fiskinet til verksmiðjunnar, borga þeim sanngjarnt gjald fyrir þetta notaða hráefni, í stað þess að henda notuðum fiskinetum í hafið.”

’Ímyndum okkar að Haf línan slái í gegn – og einn daginn klárast öll úrgangsfiskinetin til að nota! Það væri eitthvað’. – Henrik Marstrand, stofnandi Mater.

Ocean línan frá Mater er fáanleg í Epal.

 

 

Tulipop gleði í Epal Skeifunni og 20% afsláttur

TULIPOP gleði í Epal Skeifunni og 20 % afsláttur!

Einstaklega litríkir og skemmtilegir keramík bollar með Tulipop karakterum Fred, Gloomy, Miss Maddy og Bubble verða kynntir í Epal Skeifunni, laugardaginn 10. ágúst frá 11-16. Í tilefni þess verður boðið upp á 20% afslátt af öllum Tulipop vörum.

Blöðrur, litabækur og sleikjó í boði fyrir káta krakka.

Ævintýraheimur Tulipop er svo sannarlega skemmtilegur og börn á öllum aldri hrífast af litríkum og sniðugum karakterum sem þar búa. Tulipop hönnunarfyrirtækið var stofnað 2010 með það markmið að búa til skapandi og fallega vörulínu fyrir börn. Vörulínan, sem inniheldur vandað úrval af borðbúnaði, húsbúnaði, ritföngum og fylgihlutum, hefur hlotið lof víða um heim og unnið til alþjóðlegra hönnunarverðlauna. Tulipop fæst í Epal. 

Við hlökkum til að sjá ykkur, laugardaginn 10. ágúst. 

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Puffin Pride í Epal

Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Regnbogafáninn var hannaður árið 1978 í San Francisco. Litirnir áttu að tákna samfélag og fjölbreytileika hinsegin fólks.

Hluti söluverðs lundans rennur til Samtakanna ´78 en samtökin eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi.

Verð á Puffin Pride lundanum er 6.500 kr. – 

108 stóll eftir Finn Juhl á tilboði! Takmarkað magn

Danski arkitektinn Finn Juhl (1912-1989) er einn þekktasti innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður 20. aldar. Finn Juhl hannaði fjölmarga stóla, og er einn sá glæsilegasti 108 stóllinn, hannaður árið 1946.

108 er ekta Finn Juhl húsgagn, með fljótandi sæti og bak sem einkenndi hans stíl og létt og glæsileg hönnun sem kitlar skynfærin. Hann er fallegur að horfa á, mjúkur í snertingu og gott að sitja í.

108 stóllinn er fallegur og fjölnota stóll sem hentar jafnvel við borðstofuborðið, í stofuna eða á skrifstofuna.

Olíuborin eik, fullt verð: 175.000 kr. Tilboðsverð: 131.000 kr. Takmarkað magn.

Frekari upplýsingar fást hjá starfsfólki í húsgagnadeild í Epal Skeifunni.

Skemmtilegt starf í boði í Epal Skeifunni

Erum við að leita að þér? Okkur vantar sölumann í gjafavörudeild Epal Skeifunni.

Vinnutími: klukkan 10-18 mánudaga til föstudaga og aðra hverja helgi.

Skemmtilegt starf í boði.

Við leitum að fagurkerum sem hafa reynslu af afgreiðslustörfum, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, eru skipulagðir, sjálfstæðir og metnaðarfullir í vinnubrögðum.

Vinsamlegast sendið umsókn með starfsferilskrá og upplýsingum um meðmælendur fyrir 7. ágúst til elisabet@epal.is

CH24 stóll Hans J. Wegner – klassísk hönnun

Klassíski CH24 / Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr við og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.