Georg Jensen jólaóróinn 2019

Jólaóróinn í ár frá Georg Jensen er mættur í Epal.

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2019 er kominn í Epal og kostar 6.800 kr. og er hannaður af Sanne Lund Traberg. Óróanum fylgir bæði sérstakur ljósblár borði ásamt klassíska rauða borðanum.

OE Quasi – Ólafur Elíasson & Louis Poulsen

Ólafur Elíasson x Louis Poulsen

Heimsþekkti listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur skapað nýtt stórfenglegt ljós í samstarfi við Louis Poulsen. Með flóknum formum OE Quasi sameinar Ólafur langtíma áhuga sinn á rúmfræði og lýsingu.

Hin flókna rúmfræðilega lögun OE Quasi breytir um lögun eftir því hvar áhorfandinn stendur sem býður upp á endalausar túlkanir og sjónarmið.

OE Quasi fæst í Epal.

 

 

 

 

Sérfræðingur frá Auping rúmum í heimsókn og 15% afsláttur

Sérfræðingur frá Auping rúmum verður staddur í Epal dagana 19. – 21. september og veitir ráðgjöf við val á réttu rúmi. Í tilefni heimsóknarinnar veitum við 15% afslátt af öllum rúmum og fylgihlutum frá Auping. 

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.

Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða, fullkomin svefnþægindi og fallega, nútímalega hönnun.

Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun.

 

Frá vöggu til grafar / Cradle to Cradle

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Auping trúir því staðfastlega að gæði svefns megi alltaf bæta. Það er þessvegna sem að dag eftir dag vinnur Auping að því að bæta svefnþægindi morgundagsins með ástríðu og forvitni að leiðarljósi. Auping telur einnig að sjálfbær tengsl okkar við umhverfið og fólkið sé mikilvægur hlekkur af ferlinu.

Sjálfbært, þýðingarmikið og meðvitað: Auping er tilbúið að taka á móti ábyrgðinni.

„Við viljum geta sofið með hugarró í framtíðinni. Fyrirtækið fjárfestir í grundvallaratriðum í sjálfbærni og hefur mikinn metnað að skipurleggja allra rekstrarferla, vörur og þjónustu að fullu í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle / frá vöggu til grafar (C2C) fyrir árið 2020.“

Bestu þægindi á hæsta stigi. Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi

Við snúum okkar að meðaltali 30 sinnum yfir nóttina á meðan við sofum. Og við losum um 350 ml af svita. Til að tryggja hámarks svefnþægindi er mikilvægt að rúmið styðji við líkamann og sé með góða loftöndun.

Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróuninni, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Vefarinn frá Carl Hansen kemur í Epal & 15% afsláttur

Við erum stolt að geta kynnt ykkur fyrir „Muhamad the Weaver“ sem er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Muhamad þykir vera framúrskarandi vefari og verður hann staddur í Epal Skeifunni frá föstudegi til laugardags 20. – 21. september og sýnir okkur ótrúlegu tæknina sem er að baki þess að vefa sæti í Y-stólinn fræga. Hægt verður að kaupa þá stóla sem ofnir verða á staðnum og fá þá áritaða.

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

Við bjóðum Muhamad velkominn í Epal frá 20. – 21. september. Muhamad starfar hjá Carl Hansen og sérhæfir sig eingöngu í að vefa sæti í Y-stóla og tekur það hann ekki nema um klukkustund að klára einn stól. Muhamad kemur til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal og mun vera hægt að kaupa þá stóla.

Sjón er sögu ríkari!

Ásamt Muhamad verða hjá okkur staddir sérfræðingar frá Auping og Carl Hansen og verður veittur 15% afsláttur af þeirra vörum í tilefni þess.

Happdrætti á meðan heimsókninni stendur og geta heppnir þátttakendur unnið Y stól ásamt dúnmjúkum koddum frá Auping.

Hér að neðan má sjá áhugavert video þar sem sýnt er frá aðferðinni að vefa Y stól.

 

Pandabjörn Kay Bojesen í forsölu með 15% afslætti

Núna er hægt að versla Pandabjörninn eftir Kay Bojesen í forsölu á 15% afslætti.

Pandabjörninn eftir Kay Bojesen er dásamleg og tímalaus tréfígúra sem getur ekki annað en vakið fram bros.

Pandan er innblásin af tveimur pöndum sem fluttu í Kaupmannahafnar Dýragarðinn í apríl 2019. Hluti af ágóðanum fer til WWF – World Wildlife Fund sem eru helstu samtökin í heiminum sem sjá um varðveitingu dýra.

Árið 1952 skapaði Kay Bojesen vinalega björninn Ursula, sem var innblásin af litlum birni sem stjórnandi dýragarðins í Kaupmannahöfn annaðist. Núna, meira en 65 árum síðar er rétti tíminn fyrir Kay Bojesen Denmark að fá innblástur frá sama dýragarði, í ljósi þess að Panda húsið opnaði í Kaupmannahöfn fyrr á árinu.

Athugið að Pandan er seld í forsölu og áætluð afhending er 12. september. 15% afsláttur í forsölu.

Pöndurnar eru gerðar úr FSC* vottuðu beyki. 

Í FSC vottuðum skógi (Forest Stewarship Council) eru engin tré felld nema skógurinn ráði við að framleiða sama magn. Þar að auki tryggir FSC að annar gróður hljóti ekki skaða af ásamt því að fólkið sem starfar í skóginum er tryggt menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org

Smellið hér til að skoða Pönduna í vefverslun.

Urban Nomad hillur frá Fólk Reykjavík á 20% afslætti dagana 16.-23. ágúst.

Í tilefni þess að FÓLK Reykjavík er að hefja sölu á vörunum sínum erlendis ætlum við að bjóða íslenskum viðskiptavinum 20% afslátt af fallegu Urban Nomad hillum fyrirtækisins dagana 16.-23. ágúst. EPAL hefur selt vörur fyrirtækisins frá upphafi en FÓLK þróar og framleiðir íslenska hönnun í samstarfi við íslenska hönnuði.

Hillurnar eru mínímalískar með ótrúlega fjölbreytt notagildi og henta í öll herbergi heimilisins. 

Fullt verð er frá 24.500 kr. 

 

Umhverfisvænn verðlaunastóll frá Mater unninn úr endurnýttum fiskinetum

Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.

Haf eftir Nönnu Ditzel táknar sjálfbæra og nýstárlega hugsun og hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper fyrr á árinu. Einn stóll notar 960 g af úrgangsplastefni sjávar.

Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf.

“Plánetan okkar er í krísu, og það hefur aldrei verið jafn augljóst að við verðum að grípa til aðgerða til að bæta umhverfið. Við hjá Mater viljum leggja okkar að mörkum að hafa áhrif og eru skuldbindingar okkar í framleiðsluferlinu nú í takt við alþjóðleg markmið Sameinuðu þjóðanna. Eitt af lykilmarkmiðum þeirra er að vernda “Líf undir vatni”, og til að skilja hvernig við gætum stuðlað að því markmiði gengum við til liðs við eina fyrirtækið í heiminum sem endurvinnur fiskinet, sem á ótrúlega hentugan hátt er svo staðsett við vesturströnd Danmerkur. Nýstárlegt viðskiptamódel sem hvetur sjómenn um allan heim að senda notuð fiskinet til verksmiðjunnar, borga þeim sanngjarnt gjald fyrir þetta notaða hráefni, í stað þess að henda notuðum fiskinetum í hafið.”

’Ímyndum okkar að Haf línan slái í gegn – og einn daginn klárast öll úrgangsfiskinetin til að nota! Það væri eitthvað’. – Henrik Marstrand, stofnandi Mater.

Ocean línan frá Mater er fáanleg í Epal.

 

 

Tulipop gleði í Epal Skeifunni og 20% afsláttur

TULIPOP gleði í Epal Skeifunni og 20 % afsláttur!

Einstaklega litríkir og skemmtilegir keramík bollar með Tulipop karakterum Fred, Gloomy, Miss Maddy og Bubble verða kynntir í Epal Skeifunni, laugardaginn 10. ágúst frá 11-16. Í tilefni þess verður boðið upp á 20% afslátt af öllum Tulipop vörum.

Blöðrur, litabækur og sleikjó í boði fyrir káta krakka.

Ævintýraheimur Tulipop er svo sannarlega skemmtilegur og börn á öllum aldri hrífast af litríkum og sniðugum karakterum sem þar búa. Tulipop hönnunarfyrirtækið var stofnað 2010 með það markmið að búa til skapandi og fallega vörulínu fyrir börn. Vörulínan, sem inniheldur vandað úrval af borðbúnaði, húsbúnaði, ritföngum og fylgihlutum, hefur hlotið lof víða um heim og unnið til alþjóðlegra hönnunarverðlauna. Tulipop fæst í Epal. 

Við hlökkum til að sjá ykkur, laugardaginn 10. ágúst. 

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Puffin Pride í Epal

Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Regnbogafáninn var hannaður árið 1978 í San Francisco. Litirnir áttu að tákna samfélag og fjölbreytileika hinsegin fólks.

Hluti söluverðs lundans rennur til Samtakanna ´78 en samtökin eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi.

Verð á Puffin Pride lundanum er 6.500 kr. –