Eftir marga ára umfangsmiklar rannsóknir, prótótýpur og prófanir kynnir danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen til sögunnar Mat stólalínuna. Mat stóllinn nýtir á hugvitsamlegan hátt endurnýjanleg og endingargóð efni sem gerð eru úr hampi og þangi (eelgrass) sem er mun betri valkostur en hefðbundin efni sem notuð eru fyrir stóla úr skel.
Í fjöldamörg ár hefur húsgagnaiðnaðurinn séð fjölmargar endurtektir af sömu tegund af stólum, plastskeljastólum. Seint á tíunda áratugnum hóf hinn þekkti danski hönnuður, Peter Hiort-Lorenzen, það sem átti eftir að verða áratuga langt verkefni, að búa til sjálfbærari valkost fyrir plastskeljastólinn.
Frumkvöðlastarf þessarar framleiðslutækni krafðist víðtækra rannsókna, prófana og þróunar, vegna skorts á forþekkingu og fordæma.
Niðurstaðan var Mat, einföld hönnun en með einstakri efnisnálgun. Með því að notast við einfalda og klassíska hönnun með áherslu á þægindi og vinnuvistfræði, inniheldur stólalínan fjölda útfærslna af borðstofu og barstólum.
Skelin á Mat stólnum er framleidd á nýstárlegan hátt úr hamptrefjum. Stólalínan er einnig fáanleg í útgáfu með viðbættu (eelgrass) þangi, sem býður í raun upp á dekkri útgáfu af stólnum sem viðbót við ljósari útgáfuna sem inniheldur aðeins hamp.
Efniviðurinn er kjarni hönnunarinnar og nafnið Mat ’material’ er tilvísun í efnisnýjungina. Efniviðurinn gerir vöruna ekki aðeins sjálfbærari, heldur gegnir hann lykilhlutverki í fagurfræði hönnunarinnar og undirstrikar náttúrulega fegurð og áþreifanlegt efnið.