Heimsókn frá Sedus í Epal, þriðjudaginn 7. maí.

Heimsókn í Epal Skeifunni

Sérfæðingurinn Alex Burma frá Sedus verður í verslun okkar þriðjudaginn 7. maí, frá kl. 10:00 til 17:00. Komdu í heimsókn og fáðu ráðleggingar við val á skrifstofuhúsgögnum. 
Sedus er leiðandi fyrirtæki á skrifstofuhúsgögnum á heimsvísu, stofnað árið 1871. Sedus bíður uppá heildarlausnir fyrir skrifstofuna og er leiðandi framleiðandi á sviði skrifstofuhúsgagna. 

Gæða útihúsgögn fyrir sumarið fást í Epal

Núna er tíminn til að draga fram útihúsgögnin og njóta veðurblíðunnar í garðinum eða á pallinum. Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line.

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfi, ábyrgð og gagnsæi og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína. Útihúsgögnin eru í klassískum skandinavískum stíl og má þar nefna Drachmann línuna sem er sérstaklega falleg.

 

Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.

Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg.

 

Verið velkomin í verslun okkar, Skeifunni 6 og fáðu ráðgjöf við valið á gæða útihúsgögnum.

 

Nýtt í Epal : Raawii litrík og falleg dönsk hönnun

Við erum spennt að kynna fyrir ykkur nýtt uppáhalds merki hjá okkur í Epal, Raawii.

Raawii er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 20017 sem gleður augað og lífgar upp á heimilið með litríkum keramík skálum, vösum og könnum. Falleg hönnun Raawii er tímalaus og nútímaleg, framleidd í Portúgal við bestu aðstæður með virðingu fyrir fólki og samfélaginu að leiðarljósi.

Komdu við og heillastu með okkur af Raawii vörumerkinu. Klassík framtíðarinnar.

 

Svanurinn á frábæru tilboði

Við kynnum frábært tilboð á Svaninum eftir Arne Jacobsen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er framleiddur hjá Fritz Hansen. 

Svanurinn er nú á frábæru tilboði frá 1. maí fram til 1. september í Christianshavn áklæði með möguleika á 26 ólíkum litum.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur Svaninn á tilboði.

Glæsileg safnútgáfa : Liljan eftir Arne Jacobsen

Við kynnum glæsilega safnútgáfu af Liljunni sem hönnuð var af Arne Jacobsen árið 1970.
 
Liljan var upphaflega hönnuð af Arne Jacobsen árið 1970 fyrir Danska Landsbankann. Einstakt lag stólsins er afrakstur af mjög flóknu mótunarferli en stóllinn er mótaður úr mörgum lögum af formbeygðum spón. Liljan var sett í endurframleiðslu árið 2007 og hefur síðan þá fengið verðskuldaða athygli eftir langt hlé.
Liljan er léttur og þægilegur stóll sem nú er kynntur í fyrsta sinn klædd einstöku Pure leðri sem mun öðlast sinn persónuleika með tímanum.
Aðeins voru framleidd 200 eintök á heimsvísu og því er um að ræða einstaka safnútgáfu.

Frábært tilboð á Axel leðursófa frá Montis

Ekki missa af frábæru tilboði á 3,5 og 4 sæta Axel leðursófum frá Montis sem gildir til 1. september 2019.

Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir mikil þægindi og gæði að leiðarljósi í allri hönnun sinni. Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine árið 2005 er glæsilegur sófi sem hentar öllum heimilum. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim. Axel sófinn er fallegur og þægilegur og er nú á frábæru tilboði.

Verið velkomin í verslun okkar Skeifunni og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

Viltu vinna Stacked hillu frá Muuto?

Stacked hillurnar frá Muuto eru ein þekktasta hönnunin þeirra en Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun.

Stacked hillurnar eru hannaðar af Julien De Smedt sem er heimsþekktur arkitekt. Stacked eru bráðsniðugar hillur sem hægt er að raða saman á óteljandi vegu, hillurnar eru klemmdar saman svo auðvelt er að breyta uppröðuninni en hægt er að nota Stacked sem hefðbunda bókahillu, hliðarborð, jafnvel sem millivegg eða annað sem þér dettur í hug!

20% afsláttur er af öllum pöntunum af Stacked hillum frá 15. apríl til 15. júní!

Einnig verður skemmtileg samkeppni þar sem hægt er að vinna Stacked hillu! Raðaðu saman Stacked hillu eftir þinni hugmynd og Epal gefur einum aðila þá uppstillingu í gjöf *. Hægt er að útfæra þína hugmynd www.epal.is/samkeppni.

Sendu svo þína hugmynd á samkeppni@epal.is *ekki þarf að ganga frá pöntun til að taka þátt í samkeppninni.

Hér að neðan má sjá hugmyndir af flottum uppstillingum af Stacked hillunum.

Heimsókn : Sérfræðingur frá Jensen rúmum í Epal

Sérfræðingur frá Jensen Beds verður hjá okkur dagana 11.-13. apríl.
Í tilefni þess verður veittur 10% afsláttur af öllum pöntunum. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér!

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

Einstök afmælisútgáfa CH24 stólsins : Aðeins til sölu 2. apríl

Í tilefni af 105 ára afmælisdegi Hans J. Wegner þann 2. apríl, hefur Carl Hansen & Søn afhjúpað einn þekktasta stól hönnuðarins, glæsilegan CH24 stól í olíuborinni hnotu með rauðu geitaskinni.

Í fyrsta sinn í sögu stólsins er hann kynntur í þessari einstöku útgáfu og verður aðeins til sölu þann 2. apríl í tilefni afmælisdags Hans J. Wegner. 

Í lok tíunda áratugar síðustu aldar vann Hans J. Wegner náið með Carl Hansen & Søn að þróa leðurútgáfu klassíska CH24 stólsins sem færi vel með upprunalega stólnum þar sem sætið er ofið úr sterkum pappírsþræði. Með nýrri tækni og nýjum bólstrunaraðferðum sem þróaðar voru af sérhæfðu handverksfólki Carl Hansen & Søn varð þessi sérstaka takmarkaða útgáfa að raunveruleika.

Hver stóll er merktur með kopar plötu með áritun Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi hans. Sérstakar afmælisútgáfur Y – stólsins eru sérstaklega eftirsóttar hjá söfnurum og hönnunar aðdáendum sem fá nú tækifæri að eignast einstaka áritaða hnotu – leður útgáfu af elegant Y – stól Hans J. Wegner.

Afmælisútgáfan verður eingöngu til sölu 2. apríl.

HönnunarMars : Hring eftir hring

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.

Hring eftir hring er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

” Nafnið Hring eftir hring nær einstaklega vel utanum skartgripina sem við frumsýnum nú á Hönnunarmarsi en þeir eru allir gerðir úr endurnýttu hráefni. Slípaðir náttúrusteinar, kuðungar og skeljar, sjávarperlur, plastkúlur, hraunmolar, málmar, kókos, bein og bambus… Efniviður sem eitt sinn var hluti af hálsfesti eða armbandi ánægðs eiganda en endaði ofan í skúffu eða hjá endurvinnslustöð.

Hráefnið sem við nýtum kemur víða frá, spannar kannski heiminn allan, en á það sameiginlegt að hafa “glatað” fegurð sinni og notagildi, í huga eigandans í það minnst. Okkur langar að reyna að nýta hráefnið aftur, gefa þeim annað líf og lofa því að fara hring eftir hring.

Í versluninni Epal, Skeifunni 6, munum við frumsýna eyrnalokka og hálsfestar sem eru viðbót og framhald við GUÐRÚNAR skartgripalínu okkar, en sú lína er uppsköpuð og framleidd á náttúruvænan máta úr endurnýttu hráefni að öllu leiti, að frátöldum silkiþræðinum og gullhúðuðu eyrnalokkafestingunum.”

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal.