HönnunarMars : Guðmundur Lúðvík

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.

Guðmundur Lúðvík er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Guðmundur Lúðvík hannaði húsgagnalínuna Close sem er sería af margnota borðstofu, skrifborðs og hægindarstólum sem framleiddir eru af hollenska húsgagnaframleiðandanum Arco. Close stóllinn er eins þægilegur og hann lítur út fyrir að vera og kemur í mörgum ólíkum tegundum og litum, bólstraður með textíl eða leðri og er því hægt að sérsníða samsetningu stólsins að þörfum hvers og eins.

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal.

 

HönnunarMars : Dögg Guðmundsdóttir

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.

Dögg Guðmundsdóttir er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Hiti er sería af glæsilegum borð og gólflampa ásamt hangandi ljósum sem innblásin eru af klassískri danskri hönnun en undir nokkrum erlendum áhrifum. Hiti lamparnir eru hannaðir af Philip Bro og Dögg Guðmundsdóttur 2018 og eru fyrstu lamparnir sem danski húsgagnaframleiðandinn FDB Møbler kynnir. Lamparnir eru með sporöskjulaga kúlulaga gleri og fætur eru úr hnotu.

HönnunarMars : Heiðdís Halla

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Heiðdís Halla er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Grafíski hönnuðurinn Heiðdís Halla Bjarnadóttir sýnir hluta verka sinna af sýningunni FORM sem frumsýnd var í Listaskálanum að Brúnum í Eyjafirði í desember 2018.

Verkin voru upphaflega tvívíð tölvugrafíkverk hugsuð sem plaggöt sem síðan þróuðust yfir í handunnin þrívíð veggverk úr tré og textíl. Verkin eiga það sameiginlegt að ganga út á samspil fyrirfram ákveðinna forma og lita og bera engar vísanir, merkingu eða skilaboð. Þrívíðu verkin spretta af sama grunni og þau tvívíðu en uppfylltu löngun starfandi grafísks hönnuðar til að færa sig frá tölvunni og vinna líka með efnið í höndunum. Verkin tvinna á þann hátt saman hönnun, list og handverk og sér Heiðdís mikla möguleika í að þróa þrívíðu verkin áfram í efnisvali, stærð og sem nytjahluti.

Heiðdís Halla er fædd árið 1981 og uppalin á Egillstöðum. Hún hefur numið og starfað í París, Kaupmannahöfn og Reykjavík en er nú búsett á Akureyri þar sem hún á og rekur grafísku hönnunarstofuna DUO. Textíll hefur alltaf vakið áhuga Heiðdísar og nær oft að teygja sig inní hennar verk á einn eða annan hátt. Í hennar eigin verkum hefur hún þróað mjög persónulegan stíl þar sem tvívíddin í grafíkinni er færð yfir í dýpt textílsins.

Sýningin Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd stendur yfir alla helgina í Epal Skeifunni.

HönnunarMars : Hlynur Atla

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Hlynur Atlason er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars en hann rekur hönnunarstofuna ATLASON í SoHo hverfi New York borgar þar sem hann hefur verið búsettur í tæpa tvo áratugi. Nýjasta hönnun hans er húsgagnalínan Von sem hönnuð var fyrir breska húsgagna framleiðandann Ercol.

Von vörulínan samanstendur af mismunandi einingum af sætum og borðum sem hægt er að raða saman til að útbúa sérhannaða samsetningu sem sniðin er að þörfum heimils eða almenningsrýmis og þjónar jafnt hlutverki til slökunar eða samveru. Von húsgagnalínan hefur hlýlegt yfirbragð og er framleidd úr gegnheilum aski eða hnotu og fæst í hinum mismunandi áklæðum og litum.

Von hægindarstóllinn prýðir forsíðu nýjasta Elle Decoration.

HönnunarMars : Sigga Heimis

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Sigga Heimis er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars og sýnir HLYJU sem eru fallegir hjartalagaðir speglar og mun allur ágóði af sölunni renna til Sjónarhóls, – ráðgjafastöð fyrir foreldra með langveik og/eða fötluð börn. 

 

“Ég hef ákveðið að sýna verkefni sem stendur hjarta mínu bókstaflega nær á Hönnunarmars í ár. Ýmislegt kemur þar til:

Ástríða mín fyrir gleri minnkar ekki með árunum, þvert á móti eykst hann því meira sem ég vinn með þetta magnaða efni. Gler er bæði umhverfisvænt og þolið og svo er grunnefni þess kísill sem við eigum nóg af. Tækifæri til að vinna með gler á Íslandi eru takmörkuð en þó einhver. Áhugi minn var vakin að vinna mögulega hluti hérlendis eftir að hafa í áraraðir unnið með erlendum glerblásurum og fyrirtækjum.

Samfélagsleg ábyrgð er mér ofarlega í huga í minni vinnu sem hönnuður og hönnunarstjórnandi. Umhverfisvitund og næmni henni tengdri er einnig grunnur hvers hönnuðar. Öllum ber skylda að tengja framtíðarvörur við þau málefni sem brenna á okkur sem samfélag enda ábyrgðin okkar að skila frá okkur betri heimi en þann sem við komum inn í.

HLYJA er einfalt geómetrískt form sem notandinn getur leikið sér með. Hægt er að raða nokkrum saman og á mismunandi vegu eftir því hvað hver vill og hentar. Ein eining virkar líka ágætlega þar sem það passar. Hægt er að snúa einingunni á mismunandi vegu í 45 gráðu horn og 90. HLYJA er gerð úr reyklituðum/skyggðum spegli kemur í 3 litum; grábleikur, dimmbláum og grágylltum. HLYJA kemur í 3 stærðum.

HLYJA verður kynnt á Hönnunarmars og mun allur ágóði af sölunni renna til Sjónarhóls (http://www.sjonarholl.net) sem er ráðgjafastöð fyrir foreldra með langveik og/eða fötluð börn. Þar er fólk sem styður við og hjálpar foreldrum sem þurfa að rata í gegnum opinbera kerfið þegar áföll dynja á.

Epal (https://www.epal.is) , Íspan (https://www.ispan.is) og undirrituð tókum höndum saman og vildum með þessum viðburði vekja athygli á mikilvægu málefni og íslenskri hönnun og framleiðslu.

HönnunarMars stendur yfir alla helgina í Epal Skeifunni.

HönnunarMars : Pastelpaper

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Pastelpaper er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Linda Jóhannsdóttir er lærður hönnuður frá Listaháskóla Íslands. Linda hefur komið víða við sem blaðamaður og stílisti en síðustu ár hefur hugur hennar og hjarta legið í eigin rekstri. Árið 2014 stofnaði hún merkið Pastelpaper og hannar undir því nafni dásamlegar illustration línur sem prýða myndir og póstkort. Þrívídd messing verk og vatnslitaverk eftir Lindu hafa vakið mikla athygli, en þess má geta að eitt af verkum hennar skreytti nýverið kerti sem selt var til styrktar góðgerðarstarfseminni „Göngum saman“. Pastelpaper er þó þekktast fyrir fallegar fuglamyndir sem fást víða í verslunum. Verk Lindu einkennast af leik af formum og litum ásamt hágæða framleiðslu – en öll framleiðsla fyrir Pastelpaper er íslensk.

B38 er fyrsta húsgagnið sem Linda hannar og er hluti af fyrirhugaðri húsgagna- og heimilislínu. Húsgögn hafa lengi verið á teikniborðinu hjá Lindu og hér heldur hún áfram að vinna með form. Skemmtilegt form borðsins gefur rými þess aukið aðdráttarafl enda rík áhersla lögð á efnisval, einfaldleika og gæði. Hér heldur Linda áfram að senda frá sér íslenska framleiðslu.

Hönnunarmars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars

 

HönnunarMars : IHANNA HOME

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

IHANNA HOME er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman.

GRAVITY

Kertastjaka- og vasasería. Gravity fjallar um efnismassa sem er á ferðalagi í gegnum lítið gat og breytir um lögun á mismunandi tíma og stað í ferlinu. Þetta er þríleikur. Í fyrsta stykkinu, kertastjakanum þá er meirihluti efnismassans fyrir ofan gatið, í öðru stykkinu, vasanum er efnismassinn jafn mikil fyrir ofan og neðan gat, í þriðja stykkinu, vasanum er efnismassinn meiri fyrir neðan gatið.

 

HAILSTORM

Munstrið Hailstorm er hannað fyrir japanskt fyrirtæki sem heitir Scandinavian Pattern Collection. Þar var unnið með hluti sem notaðir eru við japanskt “tea ceremony”, þ.e. bolli, skál og diskur úr Hasahi postulíni, blævængur og Kaishi pappír sem er notaður með sætindunum í te athöfninni. Hlutirnir voru svo sýndir á nokkrum sýningum í Japan og fjöldramleiddir og seldir þar í landi.

 

FEATHERS

mynstrið er nýtt og nýjar vörur sem falla undir það eru viskustykki og servíettur sem verður fáanlegt hvort í sínu lagi en einnig sem gjafasett.

 

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars

HönnunarMars : Heimsfrumsýning á lunda frá Normann Copenhagen

Skemmtilegt viðtal birtist við Eyjólf Pálsson stofnanda Epal á Vísir.is í tengslum við HönnunarMars. Viðtalið tók Þórarinn Þórarinsson og er endurbirt hér að neðan. 

“Eyjólfur Pálsson, Epal sjálfur, leikur venju samkvæmt á als oddi á HönnunarMars. Heimsþekktir íslenskir hönnuðir verða áberandi í Epal og þar heimsfrumsýnir Eyjólfur nýjan fugl, sem Normann Cop­enhagen sérpantaði frá vini hans, Sigurjóni Pálssyni.

Eyjólfur Pálsson, húsgagnahönnuður og stofnandi Epal, er einn þeirra sem ruddu hönnunarvöru braut inn á íslenskan markað þegar hann stofnaði verslunina fyrir 44 árum. Hann er því vitaskuld í essinu sínu í HönnunarMars en þetta er í ellefta sinn sem hann og hans fólk tekur þátt í þeirri hönnunargleði.

Óhætt er að segja að óvenju mikið verði um dýrðir í Epal að þessu sinni en á morgun verður opnað nýtt sýningarrými í versluninni í Skeifunni þar sem verk íslenskra hönnuða sem slegið hafa í gegn á heimsvísu verða í forgrunni.

„Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu,“ segir Eyjólfur og bætir við að í ár hafi verið ákveðið að vekja sérstaka athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun. Ekki síst til þess að draga fram hversu víða hróður íslenskra hönnuða hefur borist.

Mynd af Eyjólfi:  FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Mynd af lunda: Gunnar Sverrisson

Ráðist í brúarbyggingu

Á annan tug íslenskra hönnuða hafa breitt úr sér á 120 fermetrum í Epal þar sem hönnun þeirra verður til sýnis frá og með deginum í dag. „Þetta er eiginlega bara brú á milli tveggja bita hérna yfir versluninni,“ segir Eyjólfur.

„Við vorum svo heppin að við vorum nýbúin að fá þetta samþykkt þegar samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar var sett af stað þannig að þá drifum við bara í því að byggja brú hérna innanhúss.“

Eyjólfur er ekki síst spenntur fyrir því að heimsfrumsýna nýjan lunda eftir vin sinn Sigurjón Pálsson, sem hefur gert stormandi lukku víða um lönd með sínum rómuðu fuglum. „Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundann, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur.

Eyjólfur segir engin bein tengsl milli lundans sem verður afhjúpaður í dag og lundabúðafársins í Reykjavík. Þvert á móti er um sérpöntun frá Normann Copenhagen að ræða.

„Þeir báðu hann um að gera lunda fyrir sig og það er ekki oft sem erlendur framleiðandi biður hönnuði svona sérstaklega um að gera eitthvað,“ segir Eyjólfur og setur vinsældir fugla Sigurjóns í tölulegt samhengi.

„Það er væntanlega búið að selja 250.000 vaðfugla og ég hugsa að verðmæti þeirra í útsölu sé svona einn og hálfur milljarður.“

Eyjólfur neitar því ekki að hann sé spenntur fyrir því að fá loks að afhjúpa lundann sem var fullskapaður fyrir nokkru en ákveðið var að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að sleppa honum lausum.

„Það er nú svolítið síðan ég fékk að sjá hann,“ segir Eyjólfur. „En ég nýt þeirra forréttinda að ég fæ almennt mjög oft að sjá hluti sem ég má bara ekki segja frá. Það er stundum rosalega erfitt þegar hausinn er fullur af einhverju sem maður má ekki tala um.“

Eyjólfur segir það í raun merkilegt hversu margir íslenskir hönnuðir hafa náð langt á vettvangi alþjóða og starfi eða hafi starfað hjá mörgum þekktustu og virtustu hönnunarfyrirtækjum heims.

„Ég get nefnt sem dæmi að Hlynur V. Atlason, sem starfar í New York og hannaði nýverið glæsilega vörulínu fyrir ercol. Feðginin Kolbrún Leósdóttir og Leó Jóhannsson búa í Stokkhólmi og hanna fyrir Skipper Furniture í Danmörku og Guðmundur Lúðvík hannar fyrir Fredericia Furniture í Kaupmannahöfn.“

Að ógleymdri Siggu Heimis sem „nær óþarfi er að kynna en hún hannar núna fallega hjartaspegla og allur ágóði af sölu þeirra fer til Sjónarhóls.“

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal dagana 28. – 31. mars.

 

HönnunarMars : S. Stefánsson & co

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Stefánsson Studios er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Stefánsson Studios er sjálfbært vörumerki hannað af Birtu Ísólfsdóttur. Aðal áhersla merkisins er hinn fágæti íslenski æðardúnn. Hugmyndafræði S. Stefánsson Studios á rætur sínar að rekja 60 ár aftur í tímann þegar hjónin Sæmundur Stefánsson og Úlla Knúdsen hófurækt við æðarfuglinn í Hrísey í Eyjarfirði. Einstakt samband hefur myndast milli manna og villtrar náttúru, í þessu tilfelli æðarfuglsins, þar sem fuglinn sækir í vernd mannsins og fjölgar sér á þeim svæðum þar sem dúnnin er týndur. Leitumst við eftir að auka verðmætasköpun fágætrar landbúnaðarafurðar og varpa um leið ljósi á þá möguleika sem liggja í samstarfi sem hefur gagnkvæman ávinning við villta náttúru.

Lítil vöruþróun hefur fylgt öflun æðardúns á Íslandi sem og annarstaðar og nánast öll uppskera íslenskra bænda er flutt úr landi sem hrávara og nýtt í sængur. Erum við því afar stolt að kynna fágæta vörulínu okkar yfirhafnir og trefla einangraða með íslenskum æðardún, minimalísk hönnun sem leyfir hráefninu að njóta sín til fulls. Allar vörur okkar eru framleiddar á Íslandi.

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars.

HönnunarMars : Morra

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Morra er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars og sýnir nýjar vörur. 

Fyrsta lína Morra kom út fyrir jól og samanstóð af silkislæðum með myndskreytingum úr íslenskri flóru. Hið alþjóðlega „blómaprent“ var heimfært með því að nota íslensk smáblóm í bland við harðeskjulegar jurtir og slæðinga sem mynduðu skrautlega blómasveiga. Fyrir Hönnunarmars í ár verður þetta myndmál þróað áfram í prentverkum í takmörkuðu upplagi sem verða sýnd ásamt slæðunum.

Signý Þórhallsdóttir er hönnuðurinn á bakvið Morra. Signý útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 og hefur síðan þá unnið hjá ýmsum hönnuðum í London, þ.á.m. Vivienne Westwood, þar sem hún starfaði í þrjú ár við að hanna fatnað og munstur. Signý leitast við að starfa á mörkum fata-og prenthönnunar, og vinnur nú að eigin verkefnum á Íslandi, þar sem hún sækir innblástur í mynd- og nytjalist, tískusögu og íslenska náttúru.

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars.