Hljóðdempun – lausnir fyrir heimilið, skrifstofur og opin rými.

Bættu hljóðvist með góðri hönnun.

Ávinningur góðrar hljóðvistar er mikil og hefur áhrif á vellíðan, afkastagetu og einbeitingu.

Góð hljóðvist er samspil margra þátta og lausnirnar því margar. Efnisval og innréttingar með hljóðísogandi efnum bæta almennt hljóðvist rýmisins og draga úr hávaða og bergmáli. Góð hljóðvist er mikils virði því hávaðaáreiti veldur streitu og hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu og dregur verulega úr vinnuafköstum.

Við bjóðum upp á frábært úrval hljóðísogandi lausna fyrir heimilið, skrifstofur og opin rými. Verið velkomin í verslun okkar Skeifunni og fáið aðstoð starfsfólks okkar um góða hljóðvist fyrir heimili þitt eða fyrirtæki. 

Í Epal bjóðum við upp á gott úrval af hljóðdempandi flekum frá Offecct og Kvadrat og íslenskar hljóðísogandi Kúlur fá Bryndísi Bolla. Ásamt hljóðdempandi plötum fyrir Stacked hillur frá Muuto og hljóðdempandi plötur fyrir Montana Free hillur. 

Góð hljóðvist á heimilum og vinnustöðum er mikilvæg og bætta hljóðvist má einnig fá með því að bæta við textíl, með gardínum, gólfmottum og jafnvel púðum – allt sem fæst í Epal.

 

 

Spennandi nýjungar frá String

Fyrir 70 árum síðan voru klassísku String hillurnar kynntar til sögunnar, hannaðar af sænska arkitektnum Nils Strinning og í tilefni þess kynnir String nokkrar spennandi nýjungar.

Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.

Í tilefni af 70 ára afmælisárinu eru String hillurnar kynntar í nýjum litum, beige & blush. Nýju útgáfurnar eru væntanlegar í Epal en ásamt nýju litunum eru einnig væntanlegar String hillur sem henta utandyra.

 

 

Nýtt í Epal: Lorena Canals mottur fyrir barnaherbergi

Við vorum að bæta við úrvalið frábæru merki, Lorena Canals sem framleiðir gæða bómullarmottur fyrir heimilið sem má þvo í þvottavél.

Stofnað árið 1990, Lorena Canars hannar og framleiðir fallegar og stílhreinar mottur með gott notagildi, búnar til úr 100% bómull mæta motturnar nútíma þörfum og má því setja þær í þvottavél.

Þetta hófst allt þegar stofnandinn spurði sjálfa sig: “Afhverju er ekki hægt að þrífa mottur barnanna heima?” Með enga lausn sjáanlega á markaðnum, ákvað hún að fara sjálf í málið. Í dag er Lorena Canals með tvær verksmiðjur í Indlandi ásamt skrifstofum í Barcelona og New York og framleiðir mottur fyrir heimili, bæði sem hentar fullorðnum og börnum.

Lorena Canals motturnar eru gerðar úr miklum gæðum og framleiddar við bestu aðstæður í verksmiðjum sem bera ábyrgð á starfsfólki hvað varðar laun og aðstæður.

Motturnar eru fáanlegar í margskonar útgáfum, litum og stærðum sem gerir þær hentugar fyrir hvaða herbergi sem er.

 

Kíktu við í Epal Skeifunni og sjáðu úrvalið. Einnig er hægt að skoða úrval Lorena Canals á heimasíðu þeirra og hægt að panta allar vörurnar í Epal.

Jólaborðið í Epal : ANNA THORUNN

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og stílista sem dekkuðu jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.  Anna Þórunn vöruhönnuður dekkaði upp jólaborðið í Epal síðustu viku ársins og sjá má skemmtilega notkun af vinsælum Feed Me skálum sem eru ein þekktasta hönnun Önnu Þórunnar.

Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

“Mig langaði til að hafa borðið svolítið öðruvísi þannig að ég ákvað að Feed Me skálin yrði að matardisk sem að í sjálfu sér er alveg raunhæft. Mér finnst gaman að brjóta reglur og upplifa hluti upp á nýtt.” Anna Þórunn Hauksdóttir.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Mjög gott er að byrja að athuga hvað maður á þegar og reyna hugsa hlutina upp á nýtt.t.d hvaða litaþema maður vill nota ásamt hvaða stemmningu maður vill ná fram.

Hvaða hlutir eru á borðinu? Feed Me skálin bæði í svörtu og hvítu en svarta er svo til nýkomin á markað og hefur hún fengið frábærar móttökur. Hay hnífapör, rauðvíns glös frá Rosenthal, Essence vatnsglös frá iittala sem eru svotil nýkomin í þessum litum dökk gráum og dökk grænum ásamt karöflunni úr sömu línu. Prosper blómavasinn er mín hönnun og er í framleiðsluferli. Gylltu kertastjakarnir eru frá Menu en sá svarti fyrir tvö kerti frá Ferm Living. Ég notaði Hay rúmteppi fyrir dúk.

Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ég væri meira en til í að eiga vatnsglösin og karöfluna. Mig vantar mjög mikið að endurnýja hjá mér hnífapörin þannig að Hay hnífapörin eru á óskalistanum. Ég er svo heppin að eiga nú þegar Menu stjakana og viðar jólatrén sem eru á borðinu, og svo á ég auðvitað fjölmargar Feed Me skálar.

Ferðu eftir vissu þema þegar þú skreytir? Mér finnst mjög gott að hugsa um hvaða stemningu mig langar til að ná fram. Það flýtir fyrir, því það getur verið mjög tímafrekt að dekka borð ef maður veit ekki hvað maður vill. Við borðum t.d. alltaf við dúk hversagslega hér heima, hann gefur hýju og rammar inn borðbúnaðinn en ef við fáum gesti þá leita ég inní ískáp eftir ávöxtum eða í einhverjar aðrar hirslur eftir smádóti en útkoman getur orðið mjög skemmtileg og alls ekki formleg!

 

 

 

Jólaopnun í verslunum Epal / 2018

Þú finnur jólagjöfina í Epal! Vertu hjartanlega velkomin til okkar og fáðu góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki. 

Það er opið alla daga fram til jóla í verslunum Epal, sjá nánari upplýsingar um jólaopnanir:

 

 

 

 

 

 

 

Steamery Stockholm – glæsilegt ferðagufutæki og hnökravél

Steamery Stockholm

Steamery var stofnað í Stokkhólmi, Svíþjóð árið 2014 af Martin Lingner og Frej Lewenhaupt. Með því að sameina faglegan bakgrunn í tísku og skandinavíska fagurfræði með hátækni og sjálfbærum gildum að leiðarljósi, stefna þau að því að auðvelda öllum að hugsa vel um fatnaðinn sinn.

“Við viljum gefa tískuáhugafólki loksins aðgang að öllum fataskápnum sínum. Gleymdu krumpuðum og hökruðum flíkum. Fjárfesti í flíkum sem þú elskar og láttu þær endast.”

Þetta byrjaði allt með gufuvél. Afhverju gufu? Gufuvélar hafa í langan tíma verið augljós partur af tískuiðnaðinum og eru jafnframt fyrsti hluturinn sem gripið er til í tískumyndatökum og baksviðs á tískusýningum. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Að gufa fatnað er skemmtilegt, árángursríkt ásamt fjöldan allan af fleiri kostum. Þetta hefur þó hingað til aðeins verið tískuleyndarmál. Þar til núna.

Núna hefur einnig bæst við vöruúrvalið hnökravél fyrir fatnað sem er ómissandi hluti af því að halda flíkum fallegum til lengri tíma, snyrtilegum og hnökralausum.

Glæsilegt ferðagufutæki og hnökravélar. Hver hefur ekki einmitt þurft á þessum græjum að halda rétt áður en haldið er út!

Verð á hnökravél: 5.700 kr.

Gufutæki: 16.900 kr.

Aðventan í Epal Skeifunni : Gestabakari, kaffibarþjónn & jólaborðið // 14. – 16. desember

Jólaandinn svífur yfir í desember í Epal Skeifunni. 

Við fáum til okkar fagurkera sem munu dekka smekkleg jólaborð í hverri viku ásamt því að baka dýrindis sortir í nýja VIPP eldhúsinu okkar. Kíkið við og fáið góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki. Opið alla daga fram að jólum.

Laugardaginn 15. desember verður engin önnur en Linda Ben stödd hjá okkur í VIPP eldhúsinu og mun hún töfra fram eitthvað gómsætt eins og henni er einni lagið og býður gestum og gangandi að smakka. Linda Ben er menntaður lífefnafræðingur en hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir einstaka hæfileika þegar kemur að matargerð og bakstri þar sem hún deilir reglulega uppskriftum og fallegum innblæstri með fylgjendum sínum. Linda er einnig mikill fagurkeri og hefur áhuga á heimilum og hönnun og er því vel við hæfi að bjóða hana velkomna í fallega VIPP eldhúsið okkar í Epal Skeifunni. 

Linda Ben verður hjá okkur í Epal Skeifunni á milli kl. 13-15, laugardaginn 15. desember. 

Hægt er að fylgjast með Lindu Ben á samfélagsmiðlinum Instagram @lindaben ásamt á bloggsíðu hennar Lindaben.is

Það er að sjálfsögðu opið alla helgina, laugardag og sunnudag til 18:00. Jólaborðið sem Fólk Reykjavík dekkaði verður á sínum stað og veitir góðar hugmyndir, ásamt því að okkar margrómaði kaffibarþjónn verður á staðnum. Verið hjartanlega velkomin til okkar í aðventustemmingu.