Sparaðu 20% á Montana hillueiningum til 15. mars, kíktu við í verslun okkar í Skeifunni og sjáðu ótrúlegt úrval af Montana einingum.
Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.
Allar Montana hillueiningar eru sérpantaðar og best er því að koma við í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni eða hafa samband við sölumann í húsgagnadeild varðandi verð og upplýsingar um afhendingartíma.
*Afslátturinn gildir aðeins á 12 mm einingar. Gildir ekki á Panton Wire seríuna, Montana Wardrobe, Montana Bathroom, CO16, Montana Free, Monterey, Skyline – stólar og borð.
Nomi stóllinn hlaut nýlega viðurkenningu sem BESTI barnastóllinn í Noregi árið 2019. Jafnframt verður honum veitt síðar í mánuðinum viðurkenning frá fremstu fjölskyldutímaritum í Skandinavíu sem BESTI barnastóllinn og verður það í fimmta árið í röð sem hann hlýtur þá viðurkenningu. Klassíski Tripp Trapp stóllinn og jafnframt mest seldi barnastóll í heiminum í dag hefur hlotið annað sætið sem besti barnastóllinn fimm ár í röð en báðir stólarnir eru hannaðir af Peter Opsvik.
Tripp Trapp stólinn hannaði Opsvik fyrir dóttur sína árið 1972 en Nomi stólinn hannaði hann hinsvegar fyrir barnabarn sitt og byggði þá á áratuga reynslu, þekkingu og prófunum á Tripp Trapp með það í huga að hanna besta og öruggasta barnastól í heimi, jafnt í útliti sem notagildi. Svo virðist sem ætlun hans hafi tekist því Nomi stóllinn er dásamaður af öllum sem hann prófa og hefur stóllinn hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar.
Nomi stólinn er hægt að nota strax frá fæðingu barns með sérstöku ungbarnasæti sem dugar til ca. 6 mánaða aldurs. Því er síðan skipt út fyrir barnasæti þar til barnið er orðið nægilega stórt að það þurfi ekki auka stuðning og geti klifrað í og úr stólnum án hjálpar. Nomi stóllinn hentar án aukahluta fyrir barnið fram yfir unglingsárin.
Nomi hefur verið prófaður samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og kemur best út af öllum öðrum barnastólum. Viðurinn í stólnum er samkvæmt alþjóðlegum FSC stöðlum á meðan að plast partarnir eru gerðir úr endurunnu plasti (polypropylene) án parabena og þala sem talin eru geta verið skaðleg ungum börnum.
Margverðlaunaður stóll
Nomi hlaut virtu RED DOT hönnunarverðlaunin árið 2014 í flokknum „Best of the best“. Niðurstöðu dómara má lesa hér að neðan, en síðan þá hefur stóllinn rakað inn alþjóðlegum verðlaunum fyrir framúrskarandi hönnun og öryggi.
»In the world of children’s furniture, Nomi is an exception. The simplicity and aesthetic appeal of this high chair are impressive. It demonstrates a completely new use of form, free of the usual clichés of shape. Based on a well thought-out functional concept, this chair is easy to adjust and grows along with the children. In addition to its thorough flexibility it also offers a high level of safety.«
Foreldravænn stóll
Nomi er einnig góðar fréttir fyrir foreldra! Stóllinn er léttur og vegur ekki nema 5 kg sem gerir auðvelt fyrir að færa hann til um heimilið. Eða hengja hann á borðið þegar gólfið er þrifið. Litlir gúmmí hnappar undir stólnum koma í veg fyrir að borðið rispist og það er einfalt og fljótlegt að þrífa Nomi með rökum klút.
Hægt er að hanna þinn stól frá grunni, – velja úr mörgum litum fyrir bak og sessu, uppistöðu er hægt að fá svarta, hvíta, natur og hnotu, ásamt því að bæta við ungbarnasæti, bólstri, bakka og beisli. Allt til að Nomi stóllinn passi vel við heimilið og henti stíl fjölskyldunnar.
Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.
Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun. Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum. Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.
Ávinningur góðrar hljóðvistar er mikilog hefur áhrif á vellíðan, afkastagetu og einbeitingu.
Góð hljóðvist er samspil margra þátta og lausnirnar því margar.Efnisval og innréttingar með hljóðísogandi efnum bæta almennt hljóðvist rýmisins og draga úr hávaða og bergmáli. Góð hljóðvist er mikils virði því hávaðaáreiti veldur streitu og hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu og dregur verulega úr vinnuafköstum.
Við bjóðum upp á frábært úrval hljóðísogandi lausna fyrir heimilið, skrifstofur og opin rými. Verið velkomin í verslun okkar Skeifunni og fáið aðstoð starfsfólks okkar um góða hljóðvist fyrir heimili þitt eða fyrirtæki.
Góð hljóðvist á heimilum og vinnustöðum er mikilvæg og bætta hljóðvist má einnig fá með því að bæta við textíl, með gardínum, gólfmottum og jafnvel púðum – allt sem fæst í Epal.
Fyrir 70 árum síðan voru klassísku String hillurnar kynntar til sögunnar, hannaðar af sænska arkitektnum Nils Strinning og í tilefni þess kynnir String nokkrar spennandi nýjungar.
Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.
Í tilefni af 70 ára afmælisárinu eru String hillurnar kynntar í nýjum litum, beige & blush. Nýju útgáfurnar eru væntanlegar í Epal en ásamt nýju litunum eru einnig væntanlegar String hillur sem henta utandyra.
Við vorum að bæta við úrvalið frábæru merki, Lorena Canals sem framleiðir gæða bómullarmottur fyrir heimilið sem má þvo í þvottavél.
Stofnað árið 1990, Lorena Canars hannar og framleiðir fallegar og stílhreinar mottur með gott notagildi, búnar til úr 100% bómull mæta motturnar nútíma þörfum og má því setja þær í þvottavél.
Þetta hófst allt þegar stofnandinn spurði sjálfa sig: “Afhverju er ekki hægt að þrífa mottur barnanna heima?” Með enga lausn sjáanlega á markaðnum, ákvað hún að fara sjálf í málið. Í dag er Lorena Canals með tvær verksmiðjur í Indlandi ásamt skrifstofum í Barcelona og New York og framleiðir mottur fyrir heimili, bæði sem hentar fullorðnum og börnum.
Lorena Canals motturnar eru gerðar úr miklum gæðum og framleiddar við bestu aðstæður í verksmiðjum sem bera ábyrgð á starfsfólki hvað varðar laun og aðstæður.
Motturnar eru fáanlegar í margskonar útgáfum, litum og stærðum sem gerir þær hentugar fyrir hvaða herbergi sem er.
Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og stílista sem dekkuðu jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Anna Þórunn vöruhönnuður dekkaði upp jólaborðið í Epal síðustu viku ársins og sjá má skemmtilega notkun af vinsælum Feed Me skálum sem eru ein þekktasta hönnun Önnu Þórunnar.
Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.
“Mig langaði til að hafa borðið svolítið öðruvísi þannig að ég ákvað að Feed Me skálin yrði að matardisk sem að í sjálfu sér er alveg raunhæft. Mér finnst gaman að brjóta reglur og upplifa hluti upp á nýtt.” Anna Þórunn Hauksdóttir.
Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Mjög gott er að byrja að athuga hvað maður á þegar og reyna hugsa hlutina upp á nýtt.t.d hvaða litaþema maður vill nota ásamt hvaða stemmningu maður vill ná fram.
Hvaða hlutir eru á borðinu? Feed Me skálin bæði í svörtu og hvítu en svarta er svo til nýkomin á markað og hefur hún fengið frábærar móttökur. Hay hnífapör, rauðvíns glös frá Rosenthal, Essence vatnsglös frá iittala sem eru svotil nýkomin í þessum litum dökk gráum og dökk grænum ásamt karöflunni úr sömu línu. Prosper blómavasinn er mín hönnun og er í framleiðsluferli. Gylltu kertastjakarnir eru frá Menu en sá svarti fyrir tvö kerti frá Ferm Living. Ég notaði Hay rúmteppi fyrir dúk.
Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ég væri meira en til í að eiga vatnsglösin og karöfluna. Mig vantar mjög mikið að endurnýja hjá mér hnífapörin þannig að Hay hnífapörin eru á óskalistanum. Ég er svo heppin að eiga nú þegar Menu stjakana og viðar jólatrén sem eru á borðinu, og svo á ég auðvitað fjölmargar Feed Me skálar.
Ferðu eftir vissu þema þegar þú skreytir? Mér finnst mjög gott að hugsa um hvaða stemningu mig langar til að ná fram. Það flýtir fyrir, því það getur verið mjög tímafrekt að dekka borð ef maður veit ekki hvað maður vill. Við borðum t.d. alltaf við dúk hversagslega hér heima, hann gefur hýju og rammar inn borðbúnaðinn en ef við fáum gesti þá leita ég inní ískáp eftir ávöxtum eða í einhverjar aðrar hirslur eftir smádóti en útkoman getur orðið mjög skemmtileg og alls ekki formleg!