Tivoli frá Normann Copenhagen

Tivoli er ný og glæsileg vörulína úr smiðju Normann Copenhagen, einu ástsælasta hönnunarmerki dana sem innblásin er af Tivoli garðinum í Kaupmannahöfn. Tivoli línan inniheldur yfir 300 vörur, ljós, textílvörur, borðbúnað og skrautmuni fyrir heimilið sem fanga töfrandi heim og menningararf Tivoli. 

Normann Copenhagen og Tivoli sameinast í nýju og spennandi samstarfsverkefni og kynna um þessar mundir um heim allan Tivoli vörulínu.

Væntingarnar eru miklar og gert er ráð fyrir gríðarlegri sölu á fyrsti árunum ef horft er til útflutningsmarkaðs þar sem dönsk hönnun hefur verið gífurlega eftirsótt.

Sem eitt fremsta hönnunarmerki dana hefur Normann Copenhagen markaðsett danska hönnun á alþjóðlegum vettvangi undanfarin 18 ár og hefur yfir 80% af tekjum sínum af útflutningi til yfir 87 landa. Þessi sterka staða Normann Copenhagen er nýtt til að markaðssetja þennan danska menningararf, Tivoli á alþjóðlegum vettvangi. Tivoli fagnar einnig 175 ára afmæli sínu árið 2018.

Normann Copenhagen er sístækkandi vörumerki og er sífellt í leit að nýjum tækifærum. Í samstarfi við Tivoli var þróað nýtt vörumerki frá grunni, nýjar vörur, nýtt útlit, framleiðsla, markaðssetning og alþjóðleg dreifing.

Saga Tivoli, stemmingin, litirnir, mynstrin, einstakur garðurinn, hönnunin og menningin voru innblástur vörulínunnar. Tivoli lína inniheldur fjölmargar vörur svosem, lýsingu, textílvörur, borðbúnað, skrautmunir fyrir heimilið, ilmvörur og gjafavöru.

Vörurnar verða seldar í gegnum Normann Copenhagen og þeirra söluaðila í yfir 3500 hönnunar verslunum, safnbúðum, húsgagnaverslunum og vefverslunum.

“Metnaðarfullt samstarf eins og þetta við alþjóðlegt hönnunarmerki gerir Tivoli kleift að vera til fyrir utan hefðbundin opnunartíma garðsins á öllum árstíðum. Tivoli verður til um allan heim, allt árið um kring mætti segja. Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur, og ég er með miklar væntingar.” segir Lars Liebst, framkvæmdarstjóri Tivoli.

Upphaflega nálgaðist Tivoli, Normann Copenhagen til að fá þá til að hanna nokkrar vörur fyrir safnverslun Tivoli. Normann Copenhagen sá fljótt tækifæri til að stækka samstarfið úr nokkrum vörum yfir í heila vörulínu.

Tivoli vörurnar fást í Epal Skeifunni – sjón er sögu ríkari.

 

Sérfræðingur frá Jensen í Epal Skeifunni

Sofðu vel um jólin í rúmi frá Jensen.

Sérfræðingur frá Jensen verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 1. – 3. nóvember. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér. 10% afsláttur er veittur af pöntunum.

Nú fer hver að verða síðastur til að leggja inn pöntun fyrir nýju hágæðarúmi frá Jensen fyrir þá sem vilja fá afhent fyrir jól, lokadagur til að leggja inn pöntun fyrir jól er 20. nóvember. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur og fá aðstoð sérfræðings.
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.

SPARAÐU 20% Á MONTANA HILLUEININGUM

Sparaðu 20% á völdum Montana hillueiningum til 15. nóvember, hægt er að velja um 26 ólíkar samsetningar og 42 liti.

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

Allar Montana hillueiningar eru sérpantaðar og best er því að koma við í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni eða hafa samband við sölumann í húsgagnadeild varðandi verð og upplýsingar um afhendingartíma.

Ævintýri Tinna með Gísla Marteini í Epal Skeifunni

Gísli Marteinn fjallar um vinsælu teiknimyndabækurnar um ævintýri Tinna í Epal Skeifunni.

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn er talinn vera okkar helsti Tinna-sérfræðingur en þessi sívinsælu ævintýri eftir höfundinn Hergé komu fyrst út á íslensku árið 1971 og fjölmargar bækur fylgdu í kjölfarið. Gísli Marteinn mun fara yfir ýmsar hliðar bókaflokksins Ævintýri Tinna með gestum í Epal Skeifunni, þar má nefna kynjahlutverkin eins og þau birtast í bókunum, stjórnmálaskoðanirnar og þá fordóma sem bækurnar ala á.

Aðdáendur Tinna á Íslandi eru fjölmargir og í Epal Skeifunni má finna gott úrval af Tinna varningi og safngripum.

Verið velkomin í Epal Skeifuna, fimmtudaginn 18. október frá kl. 19:00 – 20.30. Allir velkomnir.

15% afsláttur af öllum Tinna vörum og veglegt Tinna happdrætti.

Kubbadagatal 2019 frá SANÖ Reykjavík

Kubbadagatalið vinsæla frá SANÖ Reykjavík er komið í sölu í Epal Skeifunni og Epal Kringlunni. Yfir 200 ný heilræði frá fyrra ári, eitt heilræði fyrir hvern dag. Dagatalskubburinn kemur sér og er hægt að festa hann á 6 mismunandi bakgrunna sem fylgja með kubbnum. Góð leið til að byrja daginn! Takmarkað upplag!

Verð: 3.900 kr. –

Hönnunarklassík : String hillukerfið

Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.

Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni 6, og sjáðu úrvalið.

 

NÝTT Í EPAL : iLoveEcoEssentials – UMHVERFISVÆNT

Við kynnum nýtt og spennandi merki hjá okkur í Epal sem við eigum von á að muni slá í gegn hjá þeim sem kjósa hreinar vörur fyrir líkamann úr bestu gæðum og eru ásamt því fallega hannaðar! iLoveEcoEssentials framleiðir vörur sem eru umhverfisvænar og skaða ekki umhverfið á nokkurn hátt, og vinna þau hart að því að móta sjálfbæra framtíð. iLoveEcoEssentials eru hágæða vörur fyrir líkamann (unisex) sem ilma vel og veita vellíðan. iLoveEcoEssentials var stofnað af hópi umhverfis”nörda” eins og þeir sjálfir komast svo skemmtilega að orði, sem deila mikilli ástríðu fyrir því að framleiða vörur sem skaða ekki umhverfið og með það að leiðarljósi að velja alltaf umhverfisvæna kosti, án nokkra málamiðlana. Vörulína iLoveEcoEssentials inniheldur líkamskrem, sjampó, næringu, tannbursta, kristal svitalyktareyði, mjúkan baðslopp og fleiri vörur – allar í einstaklega fallegum umbúðum.

UMHVERFISVÆN FRAMLEIÐSLA

Gagnsæi er mikilvæg, bæði varðandi framleiðslu og ferli sem gerir notandanum kleift að treysta því að þeir séu ekki blekktir.
Flöskurnar eru framleiddar í Bretlandi, úr notuðu plasti sem er endurvinnanlegt.
iLoveEcoEssentials vinnur eftir leiðbeiningum ECOCERT sem er eitt fremsta vottunarfyrirtæki í heiminum í dag, sem setur staðalinn fyrir náttúruleg og lífræn snyrtivörumerki, og tryggir sjálfbærni, umhverfisvænt ferli, og að vörurnar séu m.a. framleiddar án GMO, parabena, sílikons, litarefna og annara óæskilegra efna.
  • iLoveEcoEssentials eru með vottun samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ECOCERT – náttúrleg og lífræn efni
  • ECOCERT er stærsti vottunaraðilinn sem vottar snyrtivörur og sannreynir náttúrulegan uppruna.
  • ECOCERT bannar notkun á ónáttúrulegum ilmum, ónáttúrulegum rotvarnarefnum eins og paraben, jarðolíu, própýlenglýkól og önnur tilbúin innihaldsefni.
  • Það eru fleiri en 8 þúsund innihaldsefni notuð í snyrtivörur og með því að kjósa ECOCERT vottaðar vörur getur þú verið fullviss um að fá aðeins vörur sem eru aðeins gerðar úr skaðlausum og vottuðum innihaldsefnum.
  • Notkun innihaldsefna úr endurnýjanlegum auðlindurm, framleidd með umhverfisvænum aðferðum.
  • Allar pakkningar eru endurvinnanlegar eða brotna niður í náttúrunni.
  • 95% of af vörurnni er frá náttúrulegum uppruna.
Lestu meira um ECOCERT hér.

 

FORSALAN ER HAFIN Á JÓLA LAKKRÍSDAGATALINU 2018

Uppáhalds tími okkar allra er framundan og erum við hjá Epal þegar byrjuð að huga að jólunum. Jóladagatalið frá Lakrids by Johan Bülow er tilvalið til að telja niður dagana til jóla og gera smá vel við sig í leiðinni. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð.

Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Þú munt finna súkkulaði, saltkaramellu, kaffi og fleiri brögð sem pöruð hafa verið saman við lakkrís sem er á heimsmælikvarða.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

Forsalan er hafin á lakkrísdagatölunum í vefverslun Epal – tryggðu þér eintak! 10% afsláttur af öllum forpöntunum! 

 

Lakkrís jóladagatal Lakrids by Johan Bülow 2018

Jóladagatalið frá Lakrids by Johan Bülow er tilvalið til að telja niður dagana til jóla og gera smá vel við sig í leiðinni. Dagatalið í ár er fyllt með gourmet lakkrís á heimsmælikvarða. Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Smelltu hér til að forpanta dagatalið, verð 4.950 kr.

Afhendist um miðjan október. 

Fjölskyldu jólalakkrísdagatal Lakrids by Johan Bülow 

Hér færð þú dekur upplifun þar sem einstakt bragð og góð hönnun gera biðina eftir jólunum ennþá sætari.

Nú getur þú forpantað fjölskyldu jóladagatal frá Lakrids by Johan Bülow sem kemur í takmörkuðu upplagi. Í ár er fjölskyldu dagatalið fyllt með gourmet lakkrís og hefur hver gluggi einnig að geyma nægt magn svo hægt er að deila ljúffengum jólalakkrís með vinum eða fjölskyldu.

Smelltu hér til að forpanta lúxusdagatalið, verð 9.900 kr.

Afhendist um miðjan október.