Frábært tilboð á klassískum Racer leðursófum frá One Collection

Við kynnum einstakt tilboð á klassísku Racer leður sófunum frá One Collection sem hannaður var af Søren Holst. Tilboðið gildir á 2ja, 2,5 og 3ja sæta sófum í svörtu leðri. Gildir á meðan birgðir endast.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur Racer sófana og finnið þægindin.

Jólaborðið í Epal : Halla Bára hjá Home & Delicious

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Halla Bára Gestsdóttir dekkaði upp glæsilegt jólaborðið í Epal. Halla Bára er með meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Halla Bára hefur haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem við mælum með að áhugafólk um hönnun og heimili kynni sér nánar.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Ákveða hvaða stemmningu maður sækist eftir og vinna út frá henni. Hversu formlegt eða óformlegt viltu hafa yfirbragðið? Um það snýst málið. 

Hvaða hlutir eru á borðinu?  Þar sem ég hef almennt mjög blandaðan stíl og fell fyrir fallegu og áhugaverðu dóti héðan og þaðan sem og ýmsum stílbrigðum, þá sótti ég í ýmislegt ólíkt dót í Epal til að setja á borðið. Ég valdi dökkbláa Teema diska frá Iittala, sem ég er alltaf mjög hrifin af. Blanda svörtu, einföldu og grófu með í minni diskum og skálum en það finnst mér heillandi sem og ganga við allt. Ég sótti í nýja eldhúsdótið frá Hay, sem mér finnst mjög skemmtilegt, en þar kemur inn ákveðin hversdagsleg klassík og fagurfræði sem hentar mér. Á móti þessum hlutum þykir mér spennandi að sækja í meiri fágun og blanda henni með því sem er grófara. 
Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Í raun alla þessa hluti því að mínu mati eru þeir allir sérlega fallegir. Ég setti mér fyrir löngu síðan það markmið að standa fyrir þann stíl sem ég hef, vinna með og velja eingöngu það sem ég get ánægð sett fram í mínu nafni, og finnst fallegt, heillandi og áhugavert.
Finnst þér best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir? Ég er svo svakalega concept-miðuð að ég vil alltaf vinna að sterkri hugmynd áður en ég framkvæmi, sama hversu lítið eða stórt verkefnið er. Í þessu tilfelli; að leggja á hátíðarborð, þá er það engin undantekning. Ég sæki í stemmningu og vinn með hana, eins og ég nefndi.
Hvernig er stíllinn á borðinu? Stíllinn er líklega frekar hversdagslegur sem hentar mér vel! Ég fékk það mikla hrós um daginn að hafa hversdagslegan stíl og afslappaðan, sem ég er svo ánægð með, og finnst lýsa því vel hvaða yfirbragð heillar mig. Þetta borð er sett fram í þeim anda. Heima hjá okkur fjölskyldunni er sjaldan lagt mjög formlega á borð þótt um glæsilegan mat sé að ræða. Við köllum frekar eftir stemmningunni og setjum á borðið ekki svo ólíkt þessu sem ég var að gera. Stöflum dóti upp, náum ólíkum hæðum á borðið, etjum saman ólíkum hlutum, gömlum og nýjum, notum kerti, gjarnan blóm og greinar. Þá finnst mér líka gaman að elda mat og bera mat á borð sem er eldaður í fallegum pottum, pönnum og fötum og fer beint á borðið. Það er eitthvað svo matarlegt og heillandi við það.

Aðventan í Epal Skeifunni : Gestabakari, kynning & dekkað borð // 7. – 8. desember

Jólaandinn svífur yfir í desember í Epal Skeifunni. 

Við fáum til okkar fagurkera sem munu dekka smekkleg jólaborð í hverri viku ásamt því að baka dýrindis sortir í nýja VIPP eldhúsinu okkar. 

Kíkið við og fáið góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki. 

Föstudaginn 7. desember verður Kristín Björk Þorvaldsdóttir stödd hjá okkur í VIPP eldhúsinu. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Hún er einstaklega fær í eldhúsinu og töfrar fram girnilega rétti og við getum ekki beðið eftir að fylgjast með hvað hún býður okkur upp á á föstudaginn. 

Kristín verður hjá okkur í Epal Skeifunni á milli kl. 14-16. 

Hægt er að fylgjast með Kristínu Björk á samfélagsmiðlinum Instagram @kristinbjork76

Verið hjartanlega velkomin til okkar í aðventustemmingu. 

Halla Bára Gestsdóttir dekkar einnig borð í hátíðarstíl, við hvetjum ykkur til að koma við og fá jólainnblástur. Borðið stendur uppi gestum til ánægju, dagana 7. desember – 12. desember.

Halla Bára er með BA próf í stjórnmálafræði frá HÍ og meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Verkefni sem hún hefur unnið að á síðustu misserum eru endurbætur og innanhússhönnun á Hótel Höfn og innanhússhönnun á íbúðahótelinu The Swan House – Rætur Apartments.

Halla Bára hefur haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem við mælum með að áhugafólk um hönnun og heimili kynni sér nánar.

Laugardaginn 8. desember verður skartgripahönnuðurinn Hlín Reykdal með kynningu í Epal Skeifunni á nýrri skartgripalínu sinni Crown. Hlín verður hjá okkur á milli kl. 13-15 laugardaginn 8. desember. 

Línan er fjölbreytt og falleg, tilvalin í jólapakkana. Allt skartið er handgert á vinnustofu Hlínar og fékk hún innblástur frá kórónum og er línan þessvegna heitið Crown By Hlín Reykdal. Falleg gjöf fyrir þig og þína. 

Laugardaginn 8. desember verður svo stödd hjá okkur engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir sem heldur úti einum vinsælasta matarvef landsins, Gulur, rauður, grænn og salt. 

Berglind er þekkt sem stofnandi og eigandi GRGS en er ásamt því hjúkrunarfræðingur og gædd þeirri lukku að vera fjögurra barna móðir. Maturinn sem hún eldar er litríkur, fjölbreyttur, fallegur, bragðgóður, hollur og næringarríkur, þó svo að hún segist að sjálfsögðu bregða einstaka sinnum útaf vananum og “sukkar smá”.

Berglind verður stödd hjá okkur á milli kl. 13- 15 og töfrar eitthvað ljúffengt fram eins og henni er einni lagið. Við hvetjum ykkur til að kíkja við hjá okkur í aðventugleðina í Epal Skeifunni.

Kærleikskúlan og jólaóróinn 2018 til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra

Kærleikskúlan og jólaóróinn 2018 eru seld í verslunum Epal.

Kærleikskúlan 2018 er seld í aðeins 15 daga í desember á hverju ári og rennur allur ágóði af sölu þess til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

Terella er sextánda Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa lagt félaginu ómetanlegt lið með því að skapa kúluna. Afraksturinn er fjölbreytt safn listaverka sem margir safna.

Kærleikskúlan er orðin hluti af íslenskri jólahefð. Hvert verk gleður augað og vekur fólk til umhugsunar, en að auki rennur allur ágóði af sölu þess til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.

jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fara saman íslenskur menningararfur, íslensk hönnun og ritsnilld ásamt mikilsverðu málefni. Margir fremstu hönnuðir og skáld Íslendinga hafa stutt félagið með túlkun sinni á íslensku jólasveinunum og fjölskyldu þeirra. Allur ágóði af sölu óróanna rennur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur.
Jólaóróinn í ár er Stekkjastaur en það er hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir og rithöfundurinn Dagur Hjartarson sem skapa óróa ársins í sameiningu. Dögg sér um stálið en Dagur um orðin.

Sjáðu glæsilegt Vipp sýningareldhús í Epal Skeifunni

Kíktu við í Epal Skeifunni og sjáðu glæsilegt VIPP sýningareldhús. Þau verða varla mikið fallegri en þessi. VIPP eldhús eru einingareldhús sem þú parar saman fyrir þitt heimili, það eru fjórar gerðir af einingum. Eyja, eyja með sætum, veggeiningar og háar skápaeiningar. VIPP eldhús eru glæsileg, vönduð og klassísk sem endast í heila lífstíð.

Falleg jólaljós frá Le Klint

Jólaljósin frá danska hönnunarframleiðandanum Le Klint koma svo sannarlega með jólaandann inn á heimilið og gefa þau frá sér milda og fallega birtu. Jólaljósin eru sérstaklega falleg og lýsa upp skammdegið og koma þau einstaklega vel út sem jólaskraut í glugga. Við eigum ljósin til í verslun okkar í Epal Skeifunni, kíktu við og sjáðu frábært úrval af fallegum jólavörum.

Jólaborðið í Epal : Linda hjá Pastelpaper

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Linda Jóhannsdóttir hönnuður Pastelpaper dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 28. nóvember – 5. desember.

Linda Jóhannsdóttir hönnuður stofnaði Pastelpaper árið 2014. Undir nafninu Pastelpaper hefur hún meðal annars hannað dásamlegar illustration línur sem innihalda bæði myndir og póstkort, þrívídd messing verk og vatnslitaverk sem vakið hafa mikla athygli. Nýjasta verkefnið hennar er samstarfsverkefni með Urð, Linda myndskreytti kertið Brjóstbirta og gaf út nýja línu sem heitir Brjóst og saman stóð af 30 verkum sem unnin voru í blandaðri tækni með vatnslitum, pastelkrít og blek. Sýningin og kertið sem var partur af bleikum október var unnið fyrir Göngum Saman. Pastelpaper er þó líklega þekktast fyrir fallegu fuglana sem seldir eru víða og þar á meðal hér í Epal.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er best að mynda sér skoðun á því hvað manni langar skapa, það þarf alls ekki að vera flókið að gera fallegt hátíðarborð. Það er oft þægilegt að vinna með einhvern ákveðin stíl og þema, finna til hvað maður á heima og svo bæta kannski við fallegum hlutum sem fullkomnar lookið. Mér finnst oft gaman að finna til hluti sem eiga í raun kannski ekki “heima” á borði en gera eitthvað skemmtilegt og skapa stemningu. Á þessu borði er til dæmis lunda goggarnir frá okkur sem eru gerðir til að hengja á vegg en eru með í að gera ævintýralega stemningu.

Hvaða hlutir eru á borðinu?

Marmara plattar frá Menu, Kähler diskar, HAY hnífapör, messing diskar frá HAY sem eru í raun undirskálar, Holmegaard rauðvínsglös, bleik Iittala vatnsglös, jólaskraut frá meðal annars Ferm Living og Lyngby og svo Johan Bülow lakkrís og The Mallows sykurpúðar til að gera jólaborðið extra girnilegt.

Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu?

Langar helst eiga þetta allt og mun örugglega bara nota mynd af borðinu í stað óskalista þessi jólin en ef ég yrði að velja væru það messing stjakarnir frá Menu þar sem þeir eru búnir að vera á óskalistanum lengi og bleika skálin frá Lyngby.

Finnst þér best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir?

Ég reyni að vera með ákveðin stíl eða þema þegar ég skreyti, hvort sem ég sé að fara skreyta köku, borð, veislu eða heimili, þannig skapast heild og auðveldar líka valið af hlutum. Þema getur til dæmis verið út frá mynd, uppáhalds sögu, lagi eða lit.

Hvernig er stíllinn á borðinu?

Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.

“Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.”

 

Við þökkum Lindu Pastelpaper kærlega fyrir þetta hátíðlega skreytta jólaborð. Verið velkomin til okkar í Epal Skeifuna og fáið hugmyndir að jólagjöfum og jólaskreytingum.

EGGIÐ Á FRÁBÆRU TILBOÐI

60 ár með Egginu – frábært tilboðsverð

Við kynnum frábært tilboð á Egginu, einni þekktustu hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu í Hallindal áklæði sem gildir til 1. desember.

Tivoli frá Normann Copenhagen

Tivoli er ný og glæsileg vörulína úr smiðju Normann Copenhagen, einu ástsælasta hönnunarmerki dana sem innblásin er af Tivoli garðinum í Kaupmannahöfn. Tivoli línan inniheldur yfir 300 vörur, ljós, textílvörur, borðbúnað og skrautmuni fyrir heimilið sem fanga töfrandi heim og menningararf Tivoli. 

Normann Copenhagen og Tivoli sameinast í nýju og spennandi samstarfsverkefni og kynna um þessar mundir um heim allan Tivoli vörulínu.

Væntingarnar eru miklar og gert er ráð fyrir gríðarlegri sölu á fyrsti árunum ef horft er til útflutningsmarkaðs þar sem dönsk hönnun hefur verið gífurlega eftirsótt.

Sem eitt fremsta hönnunarmerki dana hefur Normann Copenhagen markaðsett danska hönnun á alþjóðlegum vettvangi undanfarin 18 ár og hefur yfir 80% af tekjum sínum af útflutningi til yfir 87 landa. Þessi sterka staða Normann Copenhagen er nýtt til að markaðssetja þennan danska menningararf, Tivoli á alþjóðlegum vettvangi. Tivoli fagnar einnig 175 ára afmæli sínu árið 2018.

Normann Copenhagen er sístækkandi vörumerki og er sífellt í leit að nýjum tækifærum. Í samstarfi við Tivoli var þróað nýtt vörumerki frá grunni, nýjar vörur, nýtt útlit, framleiðsla, markaðssetning og alþjóðleg dreifing.

Saga Tivoli, stemmingin, litirnir, mynstrin, einstakur garðurinn, hönnunin og menningin voru innblástur vörulínunnar. Tivoli lína inniheldur fjölmargar vörur svosem, lýsingu, textílvörur, borðbúnað, skrautmunir fyrir heimilið, ilmvörur og gjafavöru.

Vörurnar verða seldar í gegnum Normann Copenhagen og þeirra söluaðila í yfir 3500 hönnunar verslunum, safnbúðum, húsgagnaverslunum og vefverslunum.

“Metnaðarfullt samstarf eins og þetta við alþjóðlegt hönnunarmerki gerir Tivoli kleift að vera til fyrir utan hefðbundin opnunartíma garðsins á öllum árstíðum. Tivoli verður til um allan heim, allt árið um kring mætti segja. Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur, og ég er með miklar væntingar.” segir Lars Liebst, framkvæmdarstjóri Tivoli.

Upphaflega nálgaðist Tivoli, Normann Copenhagen til að fá þá til að hanna nokkrar vörur fyrir safnverslun Tivoli. Normann Copenhagen sá fljótt tækifæri til að stækka samstarfið úr nokkrum vörum yfir í heila vörulínu.

Tivoli vörurnar fást í Epal Skeifunni – sjón er sögu ríkari.

 

Sérfræðingur frá Jensen í Epal Skeifunni

Sofðu vel um jólin í rúmi frá Jensen.

Sérfræðingur frá Jensen verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 1. – 3. nóvember. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér. 10% afsláttur er veittur af pöntunum.

Nú fer hver að verða síðastur til að leggja inn pöntun fyrir nýju hágæðarúmi frá Jensen fyrir þá sem vilja fá afhent fyrir jól, lokadagur til að leggja inn pöntun fyrir jól er 20. nóvember. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur og fá aðstoð sérfræðings.
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.