Er nýr arftaki þekktustu kertastjaka heims fundinn?

Greinin birtist fyrst hjá Framinn.is – skrifuð af Elvu Hrund Ágústsdóttur 

Nýr kertastjaki hefur litið dagsins ljós sem mun án efa fara á „ég verð að eignast“ listann hjá mörgum. Þessi dásemdar stjaki er frá framleiðandanum Gejst og var í undirbúningi í tvö ár, en það er þýski hönnuðurinn Michael Rem sem á heiðurinn að stjakanum.

Kertastjakinn heitir Molekyl og kemur svo sannarlega til með að standast tímans tönn. En margir spegúlantar í Danaveldi velta því fyrir sér hvort stjakinn muni koma til með að taka við af Kubus- og Nagel kertastjökunum sem finnast víða á heimilum í dag og þá er nú mikið sagt.

Molekyl er samsettur úr segul-kúlum, 20 litlum og 20 stórum, sem þú raðar saman að vild, allt eftir þínu höfði. Þú hannar í raun þína útgáfu af stjakanum út frá því hvar og hvernig þú vilt hafa hann. Þú getur auðveldlega raðað nokkrum saman, möguleikarnir eru endalausir – það er einungis hugmyndaflugið sem ræður ferðinni.

Er nýr arftaki þekktustu kertastjaka heims fundinn?

LÚLLA DÚKKAN FÆST Í EPAL SKEIFUNNI

Lúlla dúkkan fræga fæst nú loksins í verslun okkar í Epal Skeifunni.

Lúlla dúkkan er svefnlausn ætluð börnum frá fæðingu. Dúkkan líkir eftir nærveru foreldris í slökun og spilar upptöku af hjartslætti og jóga öndun í 8 klukkustundir. Hönnun Lúllu byggir á rannsóknum sem sýnt hafa að nærvera bætir svefn, vellíðan og öryggi. Lúllu er ætlað að hjálpa börnum að sofa þegar foreldrar geta ekki sofið hjá þeim og hentar bæði fyrir lengri svefn á næturnar og fyrir hvíld á daginn.

Inni í dúkkunni er tæki sem spilar upptöku af hjartslætti og andardrætti móður í slökun.

Hugmyndin að Lúllu er byggð á niðurstöðum fjölmargra rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda. Rannsóknir sýna að andardráttur og hjartsláttur er jafnari þegar ungabörn finna fyrir nærveru foreldra sinna, þeim líður almennt betur, þau hvílast betur og sofa lengur. Þetta verður aftur til þess að allur taugaþroski eflist. Aukin vellíðan barna og betri svefn hefur einnig jákvæð áhrif á móður og föður. Þannig verður til jákvæð hringrás þar sem hver þáttur styður við annan.  Lúlla er ætluð ungbörnum. Við þróun var þó sérstaklega hugsað til fyrirbura og veikra ungbarna sem upplifa skerta nærveru og þurfa að liggja ein yfir nætur á spítala en dúkkan á þá að virka eins og nokkurs konar staðgengill foreldra. Þessi börn eru líka viðkvæmustu einstaklingarnir og þurfa á mestum stuðningi að halda.

 

 

NÝTT FRÁ DESIGN LETTERS: DRINKS

Danska vörumerkið Design Letters nýtur ótrúlegra vinsælda hér á landi og eru þeir þekktastir fyrir fallegar smávörur skreyttar leturgerð Arne Jacobsen. Nú á dögunum bættist við ný vörulína sem kallast Drinks, og eins og nafnið gefur til kynna þá má finna þar vínkæli, kokteilahristara, glös og smart flösku undir drykki. Einnig vorum við að fá glæsileg gler stafrófsglös sem munu án efa rjúka út.

KJARVALSTÓLLINN EFTIR SVEIN KJARVAL

Sveinn Kjarval hannaði Kjarvalsstólinn árið 1963 fyrir Kaffi Tröð sem staðsett var á Austurstræti. Kjarvalsstóllinn var upphaflega framleiddur af Nývirki hf. úr eik með kálfskinni og var þá kallaður Litli borðstofustóllinn. Einum fjörutíu árum eftir að hann var fyrst framleiddur vakti Epal hann til lífsins á nýjan leik árið 2003.

Kjarvalstóllinn er í dag framleiddur af Epal og er gerður úr eik og hægt er að velja um tauáklæði, leður eða kálfskinn. Kjarvalsstóllinn prýðir meðal annars Veröld, hús Vigdísar og er stóllinn sannkölluð íslensk klassík.

Sveinn Kjarval, innanhúss- og húsgagnaarkitekt, fæddist í Danmörku árið 1919. Foreldrar hans voru Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari og k.h., Tove Kjarval, f. Merrild, þekktur rithöfundur, af listamannaættum.

Sveinn var frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun hér á landi og í húsgagnahönnun innleiddi hann hina hreinu og léttu dönsku línu sem m.a. má sjá í borðstofu- og ruggustólum hans frá þeim tíma. Hann hannaði auk þess innréttingar fyrir Þjóðminjasafnið, bókhlöðuna á Bessastöðum, veitingahúsið Naustið og kaffistofuna Tröð í Austurstræti.

Kjarvalsstóllinn fæst í Epal.

TILBOÐ : MISSION SÓFAR FRÁ EILERSEN

Við kynnum frábært tilboð á Mission sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. desember 2018.

Mission sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Mission sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

NÝTT: SKANDINAVISK ILMOLÍUR

SKANDINAVISK hefur nú bætt við enn einni rósinni í hnappagatið með þremur ilmolíum fyrir líkamann innblásnum af norrænni náttúru. SKANDINAVISK eru þekktust fyrir hágæða ilmkerti sín og heimilisilmi sem njóta mikilla vinsælda þeirra sem kunna að meta góða hönnun og vel ilmandi heimili.

ESCAPE TO NATURE línan samanstendur af þremur ilmolíum fyrir líkamann, þróaðar undir áhrifum norrænnar náttúru. Ilmolíurnar koma í stílhreinu og elegant glasi með roll-on sem hentar vel fólki á ferð og flugi.

Ilmolíurnar HEIA, LYSNING OG ROSENHAVE eru fágaðar, mjúkar, mildar og endast vel. Verð 4.500 kr. –

GEORG JENSEN JÓLAÓRÓINN 2018

Jólaóróinn í ár frá Georg Jensen er mættur í Epal.

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2018 er kominn í Epal og kostar 6.500 kr. og er hannaður af Monica Förster. Óróanum fylgir bæði sérstakur dökkgrænn borði ásamt klassíska rauða borðanum.

 

VERÐLAUNAHÖNNUN : FROST RUSLATUNNAN

FROST Denmark var stofnað árið 2002 af Hans Jørgen Frost og er í dag þekktast fyrir margverðlaunuðu ruslatunnuna Frost Pedal bin. Ruslatunnan hefur hlotið bæði iF hönnunarverðlaunin 2018 ásamt Red Dot verðlaunin 2018 sem mætti líkja við það að hafa unnið Óskarinn í flokki hönnunar.

Epal er söluaðili FROST á Íslandi, og bjóðum við upp á frábært úrval af fallegri hönnun fyrir heimilið, þá sérstaklega fyrir baðherbergi.

FROST Pedal bin er minimalísk og klassísk í útliti, gerð úr ryðfríu stáli með mattri lakkaðri áferð. Lokið kemur með sex ólíkum áferðum til að passa vel við þitt heimili.

 

GLÆSILEGUR TIKI SÓFI FRÁ FOGIA

Tiki sófinn er glæsilegur 3 sæta sófi frá Fogia sem býður upp á mikil þægindi og stílhreint útlit. Tiki er hannaður af verðlaunahönnuðinum Andreas Engesvik einum fremsta norska hönnuðinum í dag, sem hefur m.a. hannað vörur fyrir Georg Jensen, Iittala, Hay, Muuto og Menu.

Fogia er sænskur húsgagnaframleiðandi sem hefur síðustu þrjátíu ár í samstarfi við vel valda Skandinavíska hönnuði framleitt húsgögn fyrir heimili og opinber rými um allan heim.

Létt yfirbragð sófans er einkenni hans, með háar og grannar stálfætur og passar hann vel inn á hvert heimili.