Nýtt í Epal! Íslensk hönnun frá Salún

Salún er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilistextíl. Salún er óður til hins einstaka, íslenska salúnavefnaðar en djörf munstrin byggja á hefðum og reglum sem salúnvefnaðurinn krefst. Menningararfur er Salún mikilvægur og við hönnun og framleiðslu á vörunum er lögð áhersla á að upphefja og sameina íslenskan menningararf sem samtvinnast í textíl-og sundlaugamenningu þjóðar.

Check box handklæði

Check box munstrið er óður til köflótts salúnvefnaðar. Köflóttan salúnvefnað má í dag helst finna á minjasöfnum, í Bústaðakirkju eða á nytjamörkuðum víðsvegar um landið. Litir handklæðanna eru innblásnir af íslenskum vetri, líkt og hrímuð sina við fjallsrót á köldum, björtum vetrardegi.

Handklæðin eru tilvalin til daglegra nota, hvort sem það er fyrir sundlaugina, ferðalög eða ströndina þar sem þau eru létt, rakadræg, þorna fljótt og pakkast vel.

Handklæðin eru framleidd í Tyrklandi að hætti hinna tyrknesku Pestemal og Perskir handklæða. Slík handklæði eru notuð í Hammam böðum, aldagamalli baðhefð sem hefur varðveist frá tímum Ottómanveldisins til dagsins í dag.

Stóra handklæðið, einnig þekkt sem Pestemal, var upphaflega notað í Hammam böð, aldalanga hefð sem hefur varðveist frá tímum Ottómanaveldis til dagsins í dag. Þetta handklæði er líka dásamlegt sem teppi eða trefil.

Perskir handklæðin eru upprunalega ætluð fyrir hárið en Pestemal fyrir líkamann. Perskir handklæðin eru einnig tilvalin sem gestahandklæði eða viskastykki.

Smelltu á hlekkinn til að skoða vöruúrval Salún í vefverslun

30% afsláttur af J39 stólum

J39 stóllinn var hannaður árið 1947 af Børge Mogensen og er í dag eitt þekktasta húsgagn úr danskri hönnunarsögu. Stóllinn er úr gegnheilli eik og sætið handofið úr 133 metra sterkum pappírsþræði. Einföld hönnunin og efnisval gera stólinn að tímalausri klassík sem hentar öllum heimilum.

Tilboðsverðið gildir af J39 í eik / ljós olía, sápuð eik, olíuborin eik.

Verð áður 115.900 kr. Tilboðsverð 81.130 kr.

20% afsláttur af Mags sófum frá HAY

Nýttu þér 20% afslátt af vinsælu Mags sófunum frá HAY sem gildir til 1. apríl. Mags sófar frá HAY samanstanda af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými. Fáanlegir í úrvali af litum og áklæðum. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið.

Íslensk hönnunarklassík – INKA húsgögn Gunnars Magnússonar

2023 endurútgáfa af INKA húsgögnum Gunnars Magnússonar – íslenskri hönnunarklassík frá 1962, er nú fáanleg í verslunum Epal.
Gunnar Magnússon er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar hönnunarsögu og húsgögn hans hafa vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. Inka línan er ein af tímalausu og klassísku vörulínum hans, og sú fyrsta sem FÓLK endurútgefur.
Inka hönnunin eftir Gunnar Magnússon var upprunalega hönnuð árið 1962 og FÓLK hefur nú hafið endurútgáfu á vörum Gunnars, í samræmi við sjálfbærni- og hringrásaráherslur fyrirtækisins.
Form Inka einkennist af tveim ferningum, tengdum saman með láréttri línu sem skapa form sófans og stólsins. Armarnir eru breiðir, með pláss fyrir olnboga, góða bók eða kaffibolla. Kostur hönnunarinnar er að húsgögnin geta staðið á miðju gólfi og verið falleg frá öllum hliðum.
Gunnar hannaði Inka línuna á meðan hann var við nám og störf í Kaupmannahöfn, þar sem hann starfaði undir handleiðslu og í návígi við nokkra af þekktustu hönnuðum Danmerkur, meðal annars Børge Mogensen.
Húsgögnin eru úr FSC vottaðri eik eða aski og hægt er að velja áklæði í ýmsum litum.

Nýtt tilboð! Uchiwa hægindarstóll frá HAY – frítt skammel

Nýtt tilboð! Kaupir þú Uchiwa hægindarstól fylgir skammel frítt með.*

Uchiwa er glæsilegur og einstaklega þægilegur bólstraður hægindarstóll frá danska hönnunarmerkinu HAY. Uchiwa er fáanlegur í tveimur útfærslum og til 31. mars 2024 fylgir skammel frítt með hverjum keyptum stól.

Hægindarstóllinn Uchiwa var hannaður af hönnunartvíeikinu Doshi Levien fyrir HAY og sóttu þau sér innblástur fyrir fallega lögun stólsins í hefðbundna japanska Uchiwa blævængi.

“Þegar við byrjuðum að hanna, það sem í dag er Uchiwa stóllinn, vildum við hanna stól sem væri veglegur og væri mjúkur, og við vorum að horfa á lögun japanska Uchiwa blævængsins. Uchiwa blævængurinn er flatt, tvívítt form, og okkur tókst að breyta forminu í þennan umvefjandi stól.” Doshi Levien.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu faglega ráðgjöf við valið.

*Tilboð gildir til 31. mars 2024. Verð frá 255.900 kr. 

20% afsláttur af Auping rúmum dagana 22. – 24. febrúar

Dagana 22. – 24. febrúar bjóðum við 20% afslátt af öllum pöntunum frá Auping. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Sérfræðingur frá Auping verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 22. – 24. febrúar og í tilefni þess veitum við 20% afslátt af öllum pöntunum frá Auping. Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár og er útkoman bæði nútímaleg og klassísk gæða rúm sem hægt er að sérsníða fyrir hvern og einn viðskiptavin, með ótal möguleikum varðandi dýnur, áklæði og liti, sem gerir það að verkum að Auping rúm passar hvaða heimili sem er.

Auping var stofnað árið 1888 í Hollandi og með yfirgripsmikilli þekkingu ásamt nýjustu tækniþróun tekst þeim að veita þér besta mögulega nætursvefninn í fallegu og nútímalegu rúmi sem tryggir góðan stuðning, góða loftun og frábæra endingu. Auping hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í gegnum árin og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og vottanir á sviði sjálfbærni, áreiðanleika, gæða og hönnunar, m.a. Red Dot, IF hönnunarverðlaunin og fl. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi, með virðingu fyrir umhverfinu.

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku!

Jafnlaunastefna Epal

Stefna Epal er að vera vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna og þar sem allt starfsfólk nýtur sömu tækifæra til starfsþróunar og fræðslu ásamt því að greidd skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum.

Epal hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun sem hefur það meginmarkmið að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks Epal og er órjúfanlegur hluti af launastefnu þess. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.

 

Love lakkrísinn er kominn!

LOVE lakkrísinn er mættur í Epal. Peaches er ný bragðtegund frá Lakrids by Bülow, sem sameinar sætt bragðið af safaríkum ferskjum við lakkrís sem hjúpaður er með hvítu súkkulaði. Alveg ómótstæðilega gott!

Strawberry & Cream er sætur súkkulaðihjúpaður lakkrís með hvítu súkkulaði ásamt bragði af jarðarberjum og rjóma. LOVE lakkrísinn er ómótstæðilegur og við mælum með að smakka báðar tegundir.

Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu tækifærisgjöf handa ástinni þinni þá er LOVE lakkrísinn sjálfur frá Lakrids by Bülow ómótstæðilega góður og ekki skemmir fyrir hversu fallega hannaðar umbúðirnar eru. LOVE lakkrísinn er tilvalinn til að deila með ástinni sinni.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal 

Humdakin: Einfalt ráð til að halda heimilinu hreinu og snyrtilegu

Vinkonur okkar hjá Humdakin mæla með að nýta 10-15 mínútur á hverjum degi til að halda heimilinu hreinu í stað þess að taka frá heilan dag fyrir þrif og tiltekt.

„Eitt af mínum bestu ráðum er að sameina þrif með einhverju sem þér þykir skemmtilegt eða notalegt. Hlustaðu á hljóðbók á meðan eða þurrkaðu af á meðan það hellist uppá kaffið. Það þarf ekki meira en það.“ Segir Camilla, stofnandi Humdakin.

Eitt af þeim skrefum sem Humdakin hefur tekið til að auðvelda þrifin var að kynna hina fullkomnu tvennu sem hjálpar þér að halda heimilinu hreinu og vel ilmandi. Um er að ræða alhliða hreinsir og spreybrúsa. Varan virkar þannig að þú blandar um 5 ml af Universal Cleaner í spreybrúsann og fyllir upp með vatni. Í hverj­um brúsa nærðu um 200 áfyll­ing­um og þú getur notað efnið á allt yfirborð, gler, við, marmara og allt annað sem þarf að þurrka af og ilmurinn er dásamlegur.

Smelltu hér til að skoða Humdakin í vefverslun Epal.  Athugið að vörurnar eru seldar í sitthvoru lagi, spreybrúsi og Universal cleaner.

Epal er stoltur söluaðili Humdakin sem er danskt vörumerki sem býður m.a. upp á úrval af hágæða og nútímalegum húð- og hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar. Umbúðirnar eru einnig sérstaklega smekklegar og gera þrifin örlítið fallegri og auðveldari.
Humdakin gerir út á gæði, notagildi, einfaldleika og skandinavíska hönnun og við erum viss um að þið eigið eftir að elska Humdakin jafn mikið og við.

Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna.

Kynntu þér Humdakin vöruúrvalið í vefverslun Epal.is
www.epal.is/vorumerki/humdakin

 

Hugdetta : hönnun sem breytir lífi fólks

Vörulína Hugdettu er hönnuð af hjónunum Róshildi Jónsdóttur og Snæbirni Stefánssyni. Hugdetta var fengin af íslenska velgerðarsjóðnum Aurora í Sierra Leone til að hanna vörur sem framleiddar yrðu þar í landi . Allur iðnaður og viðurværi fólks brast í landinu þegar mikil og löng borgarastyrjöld geisaði árum saman og Ebólu faraldurinn fylgdi í kjölfarið. Með því að endurvekja handverk og finna markað á alþjóðavísu fær fjöldi heimamanna atvinnu á ný ásamt kennslu og búnað til að byggja upp nýjan iðnað og nýtt líf. Vörulínan er handunnin úr 100% náttúrulegum hráefnum og er hver hlutur því einstakur. Milliliðalaus ágóði af sölu hverrar vöru fer því bæði til þeirra fjölmörgu aðila sem vinna efniviðinn úr jörðu og nýrrar kynslóðar handverksfólks í Sierra Leone.

Skoðaðu úrvalið í vefverslun Epal.is