MÚMÍN HÚSIÐ & SETUSTOFAN

Við kynnum spennandi nýjar Múmín vörur frá Arabia, þar sem Múmínhúsið er í aðalhlutverki!

Hið hringlaga Múmínhús og hin hlýlega og notalega stofa þess eru myndefni nýju Múmínkannanna. Stærri kannan (Moominhouse) sýnir Múmínhúsið að utan og með henni fylgir sniðugt keramík lok. Minni kannan (Afternoon in parlor) sýnir Múmínhúsið að innan og hentar vel til að bera fram mjólk með kaffinu eða sósur, t.d. með eftirréttinum.

Múmínpabbi byggði Múmínhúsið alveg sjálfur og er hann þar af leiðandi einstaklega stoltur af því, en húsið hefur staðið bæði óveðursstorma og jarðskjálfta. Í húsinu búa Múmínpabbi, Múmínmamma og Múmínsnáðinn. Það er mikill gestagangur á heimili Múmínfjölskyldunnar og eru allir velkomnir. Húsið er á þremur hæðum og stofan notalega er á jarðhæðinni. Þar koma gestir og heimilisfólk saman til að njóta góðgætisins sem Múmínmamma ber fram.

Verð: Kanna (húsið 1l) 7.500 kr. og Kanna 0,35l er 3.950 kr.

SIKA DESIGN : KLASSÍSK DÖNSK HÖNNUN

SIKA DESIGN

Saga húsgagnaframleiðandans Sika Design nær aftur til fimmta áratugarins og er Sika Design í dag einn elsti “rattan” og “wicker” húsgagnaframleiðandinn í Skandinavíu.

Sika Design framleiðir handgerð húsgögn með þægindi, gæði og umhverfisvernd að leiðarljósi í allri hönnun sinni og framleiðslu. Sika Design framleiðir húsgögn eftir nokkra þekktustu og mikilvægustu hönnuði og arkitekta sem uppi hafa verið. Arne Jacobsen, Nanna og Jørgen Ditzel, Viggo Boesen og Franco Albini sem öll voru frumkvöðlar á sínum tíma fyrir formtilraunir sínar með sterka og krefjandi efnið “rattan” og “wicker”.

HANGANDI EGG

Hangandi eggið var hannað árið 1959 af Nönnu Ditzel og Jørgen Ditzel og hefur hlotið verðskuldaða athygli og viðurkenningu. Auðþekkjanlegt formið hefur síðan þá margoft verið leikið eftir, en gullöld “rattan” efniviðsins var á sjöunda áratugnum þegar hæfileikaríkir vefarar og arkitektar gerðu ýmis formfögur húsgögn úr þessum krefjandi efnivið.

PARÍSAR STÓLL

Parísar stóllinn var hannaður af engum öðrum en Arne Jacobsen og var jafnframt hans fyrsta húsgagnahönnun.

Parísar stóllinn hlaut silfurverðlaun á Art Deco sýningunni í París árið 1925 og var gerður úr “rattan”. Sika Design hóf endurframleiðslu á þessum klassíska stól árið 2014

Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér Sika design.

CORONA STÓLL Á TILBOÐSVERÐI

Corona stólinn var hannaður af danska húsgagnahönnuðinum Paul Volther árið 1964, og hlaut samstundis mikla athygli. Svo mikla athygli hlaut stóllinn að hann sást iðulega bregða fyrir í kvikmyndum, tískusýningum og auglýsingum og gerði stólinn samstundis af hönnunartákni. Upphafleg útgáfa stólsins var með eikarfótum en ári síðar var stóllinn endurútgefinn með stálfótum. Corona stóllinn og skemill eru í dag vinsælt val þeirra sem kjósa framúrskarandi gæði, mikil þægindi og fallega hönnun.

Við kynnum frábært tilboð af Corona stól sem áhugasamir um þessa fallegu hönnun eru hvattir til að kynna sér.

 

SUMAROPNUN EPAL 2018

– SUMAROPNUN EPAL –
Sumarið er frábær tími, uppfullt af óvæntum boðum, afmælum, brúðkaupum og öðrum veislum. Því er betra að hafa opnunartíma EPAL á hreinu.

// Epal Skeifan
Mánudaga-föstudaga 10-18
Laugardaga LOKAÐ til 11 ágúst

// Epal Harpa
Mánudaga-föstudaga 10-18
Laugardaga 11-16
Sunnudaga 12-16

// Epal Kringlan
Mánudaga-miðvikudaga 10-18.30
Fimmtudaga 10-21
Laugardaga 10-18
Sunnudaga 13-18

// Epal Laugavegi
Opið alla daga frá 10-19

BRÚÐARGJAFALISTAR & BRÚÐARGJAFALEIKUR EPAL

Er brúðkaup í vændum?
Skráðu brúðargjafalistann í EPAL og við drögum út mánaðarlega í sumar heppin brúðhjón sem vinna glæsilega brúðargjöf.
PH5 ljós frá Louis Poulsen, Sjöa frá Fritz Hansen eða 50.000 kr. úttekt í by Lassen vörum.

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Skráðu brúðargjafalistann í Epal og við gefum væntanlegum brúðhjónum fyrstu gjöfina ásamt afsláttarkóða sem gildir í vefverslun Epal.

 

 

HAMMERSHØI FRÁ KÄHLER : TÍMALAUS KLASSÍK

Hammershøi

Hammershøi línan frá Kähler er í uppáhaldi hjá fjölda viðskiptavina þegar kemur að kaupum fyrir borðhaldið og skrautmuni fyrir heimilið.

Glæsilegar rákir sem einkenna línuna eru innblásnar af upprunalegum verkum þekkta sænska listamannsins Svend Hammershøi sem gerð voru í upphafi 20. aldar á verkstæði Kähler í danska bænum, Næstved.

Sérhver vara í Hammershøi línunni er niðurstaða vandlegra athugana um notagildi hlutanna, staðsetningu ráka, val á réttum litum ásamt heildar jafnvægi á hönnuninni. Á hverjum degi á verkstæði Kähler eru þessi grundvallaratriði samtvinnuð framúrskarandi handverki og góðum gæðum.

Hönnuðurinn á bakvið Hammershøi línuna, Hans-Christian Bauer, tekst meistaralega að hanna nýjar vörur fyrir línuna, og er hver ný vara ítarlega skoðuð með notagildi í huga, staðsetningu ráka og síðast en ekki síst jafnvægi og heildarútlit hönnunarinnar. Þessar sígildu og vandlega hugsuðu rákir mynda andstæðu við mjúkar útlínurnar, sem gefa hönnuninni lífræna eiginleika og jafnvægi sem gerir Hammershøi línunni kleift að samtvinnast annari hönnun einstaklega vel á nútíma heimili.

24 BOTTLES – MARGNOTA OG UMHVERFISVÆNAR FLÖSKUR

24 bottles eru umhverfisvænar, endingargóðar og margnota flöskur úr ryðfríu stáli. Flöskurnar koma í mörgum litum svo hver og einn ætti að geta fundið lit við sitt hæfi. Flöskurnar eru góðar í ræktina, í ferðalagið, í vinnuna og í bílinn. Ásamt litríku og flottu vatnsflöskunum þá eru einnig til minni stálflöskur sem henta vel undir krydd og ólífuolíu en ryðfrítt stál er besta efnið til að viðhalda gæðum kryddsins og olíunnar. Við eigum til frábært úrval af 24 bottles – kíktu við á úrvalið.

 

 

HEIMSÓKN UM HELGINA : FRITZ HANSEN, CARL HANSEN, MONTANA OG JENSEN

Við fáum til okkar góða gesti um helgina, 31. maí – 2. júní. Fritz Hansen, Montana og Carl Hansen og í tilefni þess verður 15% afsláttur af öllum vörum og pöntunum frá þessum söluaðilum um helgina.

Sérfræðingur frá Jensen verður einnig hjá okkur veittur verður 10% afsláttur af öllum pöntunum á Jensen rúmum.

HEIMSÓKN FRÁ JENSEN UM HELGINA & AFSLÁTTUR

Við fáum til okkar góða gesti um helgina, 31. maí – 2. júní. Fritz Hansen, Montana, Carl Hansen og Jensen. 10-15% afsláttur af öllum vörum og pöntunum frá þessum söluaðilum um helgina.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.