STUÐNINGUR Í VINNUNNI : SKRIFBORÐSSTÓLAR Á GÓÐU VERÐI

Loksins færðu stuðning í vinnunni!

Við bjóðum nú upp á frábært tilboð af Chadwick stólnum frá Knoll ásamt Quarterback frá Sedus.

Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Don Chadwick hannaði skrifborðsstólinn Chadwick árið 2005 sem framleiddur er af Knoll. Chadwick hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun stólsins sem er bæði góður funda- og skrifborðstóll. Chadwick stóllinn sameinar falleg form og hámarksþægindi og veitir einstaklega góðan stuðning við bak og fætur. Með einu handtaki er hægt að stilla hæð og bak stólsins, ásamt því að hækka/lækka arma eftir því hverslags verkefni er verið að vinna.

Við bjóðum núna upp á frábært tilboð á Chadwick stólnum –

Quarterback skrifborðsstóllinn frá Sedus er elegant stóll hannaður af Markus  Dörner. Stóllinn veitir góðan stuðning við bak og er góður funda og skrifborðsstóll.

VORHREINGERNING : 6 RÁÐ FRÁ HUMDAKIN

Vorið er loksins komið og þá er tilvalið að taka vorhreingerningu. Humdakin lumar á nokkrum góðum ráðum til að gera hreingerninguna sem einfaldasta.

Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar Umbúðirnar eru einnig sérstaklega smekklegar og gera þrifin örlítið fallegri og auðveldari. Humdakin er einnig með fallegar textílvörur fyrir eldhús og baðherbergi.

  1. Gerðu vorhreingerninguna ánægjulegri með því að fá fjölskylduna til að taka þátt, því fleiri – því auðveldara. Skipulegðu verkin eftir hverju rými fyrir sig. Best er að kveikja á uppáhalds tónlistinni á meðan.
  2. Hreinsaðu út – best er að ganga frá hverjum hlut á sinn stað til að auðvelda aðgengi fyrir þrifin. Byrjaðu á því að ryksuga allt vel og opnaðu út á meðan fyrir ferskt og hreint loft.
  3. Notaðu Humdakin Universal hreinsinn á gólf og öll yfirborð, ilmurinn er eins og draumur! Notaðu 30 ml af hreinsinum í 5 lítra af volgu vatni. Humdakin vörurnar eru góðar fyrir umhverfið og án aukaefna ásamt parabena.
  4. Þvoðu rúmföt með Humdakin uppþvottasápunni og mýkingarefninu – fyrir hreinan, mildan og ferskan ilm. Þú hreinlega verður að prófa þessa! Best er að leyfa þeim að þorna úti á snúru fyrir brakandi fersk rúmföt og ljúfan nætursvefn.
  5. Verðlaun! Fyrir vel heppnaða hreingerningu áttu skilið eitthvað fyrir þig sjálfa/nn. Í lok hreingerningarinnar er gott að kaupa nýja pottaplöntu eða afskorin blóm í vasa sem ásamt hreina heimilinu færir þér vellíðan og jafnvægi.
  6. Nýjar og fallegar handsápur og handáburður. Humdakin sápurnar og handáburðir eiga það sameiginlegt að vera í fallega hönnuðum umbúðum sem setja punktinn yfir i-ið á baðherberginu eða í eldhúsinu. Hendurnar verða mjúkar og ilmandi.

Humdakin gerir út á gæði, notagildi, einfaldleika og skandinavíska hönnun og við erum viss um að Humdakin eigi eftir að njóta velgengni á Íslandi.

Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi.

Humdakin línan inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur og handáburð ásamt gæða hekluðum viskastykkjum og borðtuskum gerðum úr 100% lífrænum bómull. Humdakin eru einfaldar fallegar vörur sem skreyta heimilið, kíktu á úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

BRÚÐKAUP: EPAL GEFUR FYRSTU GJÖFINA

Epal gefur fyrstu gjöfina –

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Á heimasíðu okkar hér að ofan er hægt að setja saman gjafalista á auðveldan hátt en einnig er hægt að koma við í verslunum okkar og fá aðstoð starfsmanns við valið. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl brúðargjöf.

Skráðu brúðargjafalistann í Epal og við gefum væntanlegum brúðhjónum fyrstu gjöfina.

Allar vörur frá okkur eru merktar Epal og auðvelt er að skipta þeim ef þess þarf.

Við fengum til liðs við okkur stílistann Elvu Hrund Ágústsdóttur sem dekkaði fyrir okkur borð með brúðkaupsþema og er útkoman glæsileg. Elva notaði Hammershøi stell, blómavasa ásamt hnífapörum frá Kähler og eru glösin frá iittala.

Hammershøi

Hammershøi línan frá Kähler er í uppáhaldi hjá fjölda viðskiptavina þegar kemur að kaupum fyrir borðhaldið og skrautmuni fyrir heimilið.

Glæsilegar rákir sem einkenna línuna eru innblásnar af upprunalegum verkum þekkta sænska listamannsins Svend Hammershøi sem gerð voru í upphafi 20. aldar á verkstæði Kähler í danska bænum, Næstved.

Sérhver vara í Hammershøi línunni er niðurstaða vandlegra athugana um notagildi hlutanna, staðsetningu ráka, val á réttum litum ásamt heildar jafnvægi á hönnuninni. Á hverjum degi á verkstæði Kähler eru þessi grundvallaratriði samtvinnuð framúrskarandi handverki og góðum gæðum.

Hönnuðurinn á bakvið Hammershøi línuna, Hans-Christian Bauer, tekst meistaralega að hanna nýjar vörur fyrir línuna, og er hver ný vara ítarlega skoðuð með notagildi í huga, staðsetningu ráka og síðast en ekki síst jafnvægi og heildarútlit hönnunarinnar. Þessar sígildu og vandlega hugsuðu rákir mynda andstæðu við mjúkar útlínurnar, sem gefa hönnuninni lífræna eiginleika og jafnvægi sem gerir Hammershøi línunni kleift að samtvinnast annari hönnun einstaklega vel á nútíma heimili.

75 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA SEBRA RÚMSINS

Í tilefni þess að 75 ár eru frá því að Juno rúmið var hannað kynnir Sebra Interior, einkaréttshafi á þessari klassísku hönnun, fallega afmælisútgáfu úr beyki – Sebra Bed – Wooden Edition. Fyrstu 200 rúmin eru sérstakar útgáfur með álétrun.

Fræga Juno rúmið var hannað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt á árunum 1942-43. Hönnunin var tímalaus og byggð á þeirri hugmynd að rúmið ætti að vaxa með barninu og vera öruggt. Hönnun rúmsins var mjög sérstök og auðþekkjanleg og þótti einnig á þeim tíma mjög sérstakt að áherslan væri á öryggi fyrir barnið. Þetta fallega rúm varð fljótlega mjög vinsælt og er í dag talið vera danskt hönnunartákn.

Sebra Interiør eignaðist síðar einkaréttinn á upprunalega Juno rúminu og kynnti uppfærða útgáfu af klassíska og fallega rúminu undir nafninu Sebra rúm – rúmið sem vex með barninu.

Í Danmörku er klassíska Juno rúmið einnig þekkt úr fjölda fjölskyldubíómynda, þar sem að aðalsöguhetjan átti eitt slíkt. Myndirnar voru 8 talsins og allar teknar upp á árunum 1953-1961 og eru í dag partur af dönskum menningararfi í flokki fjölskylduskemmtunar. Juno rúmið hefur haldið vinsældum sínum í áratugi og klassísk hönnun þess er enn jafn falleg og nútímaleg og þegar það var hannað á fimmta áratugnum.

“Í gegnum árin hafa margar kynslóðir keypt upprunalega Juno rúmið í nýju eða notuðu ástandi í Danmörku, og margar kynslóðir barna hafa sofið í þessu rúmi. Það er vegna þess að í dag hafa foreldrar, ömmur og afar og langömmur og langafar einstaka tengingu við þessa klassísku hönnun. Erfingjar þessa menningarlega fjársjóðs hafa valið að leyfa Sebra að halda áfram með Juno rúmið og danska hönnunararfleið, og við erum mjög stolt og þakklát fyrir það”, segir stofnandi og eigandi Sebra Interiør, Mia Dela.

Sebra fæst í Epal.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal // Sjá hér. 

FALLEGAR LUKTIR FRÁ HOLMEGAARD

Design with light luktirnar frá Holmegaard eru glæsilegar og nýlega bættist við línuna luktir í gráum lit. Luktirnar eru hannaðar af Maria Berntsen og eru þær fullkomnar fyrir hlý sumarkvöld út á pallinum jafnt sem innandyra sem stofupunt. Luktirnar má nota allan ársins hring og hefur verið vinsælt yfir jólahátíðirnar að skeyta þær með nokkrum grenigreinum og kanilstöngum í botninn.

Eigum einnig til glærar luktir frá Holmegaard. Verð er frá 7.300 kr. 

NÝTT FRÁ SVEINBJÖRGU: THERMO BOLLAR

Nýju thermo bollarnir frá íslenska hönnunarmerkinu Sveinbjörgu by Vorhus living eru loksins komnir til okkar og vekja strax mikla eftirtekt. Bollarnir eru sérstaklega fallegir og fást nú í fjórum gerðum, allir með silfri í tilefni af 10 ára afmæli Vorhús og Sveinbjörg.
Þessi útgáfa er með hátíðlegum blæ en rímar engu að síður við fyrri útgáfur af bollunum.
Bollarnir koma í tveimur týpum í Krumma og tveimur týpum í Garðveislu – allir með silfri. -Bollarnir mega fara í uppþvottavél.

Verð : 2.900 kr.

 

TAKTU VORHREINGERNINGUNA MEÐ HUMDAKIN

Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar Umbúðirnar eru einnig sérstaklega smekklegar og gera þrifin örlítið fallegri og auðveldari. Humdakin er einnig með fallegar textílvörur fyrir eldhús og baðherbergi.

Humdakin gerir út á gæði, notagildi, einfaldleika og skandinavíska hönnun og við erum viss um að Humdakin eigi eftir að njóta velgengni á Íslandi.

Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi.

Humdakin línan inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur og handáburð ásamt gæða hekluðum viskastykkjum og borðtuskum gerðum úr 100% lífrænum bómull. Humdakin eru einfaldar fallegar vörur sem skreyta heimilið, kíktu á úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

NÝTT Í EPAL : RO PIECES

Ro er nýtt og spennandi danskt vörumerki í Epal sem leggur áherslu á gæði og handverk. Ro var stofnað árið 2013 og hefur notið mikillar velgengni síðan, línan þeirra samanstendur af glæsilegum glervösum, kertaluktum, viðarbrettum og ofnheldum leirskálum sem eru sérstaklega fallegar og eru vörurnar einnig á góðu verði.

Kíktu við á okkur í Epal og sjáðu úrvalið,

 

NÝTT Í EPAL : HIMNESKIR HERSKARAR

Himneskir herskarar eru handverkstæði Páls Garðarssonar þar sem tálgað er í tré og unnið með pappír og vír.  Þar má finna fígúrur af ýmsu tagi. Epal hefur hafið framleiðslu á hreindýrum Himneskra herskara sem hönnuð voru árið 2005.

“Hvít hreindýrin spretta úr jarðvegi íslensks handverks þar sem alúð er lögð við hvert smáatriði. Þau eiga uppruna sinn að rekja í hugarheim Páls Garðarssonar, urðu til við eldhúsborðið og þangað sóttu þeir sem kynntust þeim fyrst. Hreindýrin eru brot af stærri heimi þar sem einfaldleiki og lágstemmd kímni eru leiðarstef. Seinna tók kliðmjúkur bjölluhljómur hreindýranna á móti þeim sem rötuðu á verkstæði Páls.”

Og nú hefst nýr kafli í ferðalagi hvítu hreindýranna, og eru þau fyrsta varan sem gefin er út af Hönnunarsjóði Epal.

Einstök árituð afmælisútgáfa CH24 stólsins

Í tilefni 104 ára afmælisdegi Hans J. Wegner þann 2. apríl, hefur Carl Hansen & Søn afhjúpað einn þekktasta stól hönnuðarins, glæsilegan CH24 stól í Ancient eikar útgáfu.

Í fyrsta sinn í sögu stólsins er hann kynntur í Ancient eik. Þökk sé sérstakri meðferð hefur eikartréð fengið einstakan dökkbrúnan glóa sem einkennir þessa sérstaklega eftirsóttu og sjaldæfu, þúsund ára gömlu eik.

Sérstakar afmælisútfágur Y – stólsins eru sérstaklega eftirsóttar hjá söfnurum og hönnunar aðdáendum sem fá nú tækifæri að eignast einstaka áritaða Ancient eikar útgáfu af elegant Y – stól Hans J. Wegner dagana 3. – 4. apríl.

Afmælisútgáfan verður eingöngu til sölu 3. og 4. apríl.