Ótrúlegur árangur íslenskrar hönnunar

Hönnunarsýning í Epal í tilefni 10 ára afmælis HönnunarMars:

Í tilefni af 10 ára afmæli HönnunarMars opnaði Epal hönnunarsýningu í Skeifunni 6 undir yfirskriftinni Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd.

Á sýningunni í ár, er íslensk hönnun í kastljósinu sem náð hefur hæstu hæðum varðandi sölu og verðmætasköpun, bæði hér heima og erlendis. Jafnframt er hulunni svipt af nýjum áhugaverðum hönnunarvörum sem bundnar eru vonir við að verði einnig eftirsóttar.

Af áhugaverðum nýjum vörum á sýningunni nefnir Eyjólfur útskorin hreindýr eftir Pál Garðarsson, sem ganga undir nafninu Himneskir herskarar, og Epal hefur nú hafið framleiðslu á.

„Við fórum í samstarf við hann um framleiðslu á þessum vörum með tilstyrk Hönnunarsjóðs Epals, sem settur var á laggirnar á 40 ára afmæli Epal, m.a. með framlögum frá okkar viðskiptavinum. Þetta er fyrsta verkefni sjóðsins sem borgar framleiðslukostnaðinn. Eftir því sem varan selst skila svo fjármunirnir sér aftur inn í þennan ágæta sjóð sem aldrei tæmist,“ segir Eyjólfur.

Hönnunarvörur eftir hátt í 20 íslenska hönnuði eru á sýningunni í Epal, ásamt nemendasýningu frá Myndlistaskóla Reykjavíkur, undir stjórn Rögnu Fróðadóttur, sem ber heitið Úr böndunum.

gagn er lítið fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Sauðárkróki. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Magnúsi Frey Gíslasyni og Kolbrúnu Dögg Sigurðardóttur. Magnús er arkitekt og húsgagnasmiður. Kolbrún er kennari. Saman þróa þau vörurnar og framleiða á verkstæðinu sínu.

Útgangspunkturinn er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni. Þau reyna að horfa á hluti í umhverfi sínu sem að gætu notið góðs af því að verða strípaðir niður í sín grunn element. Þegar þangað er komið reyna þau að gera einfaldleikann fallegan með hlutföllum og efnisvali.

FÓLK frumsýnir nýja vörulínu á Hönnunarmars 2018 Lifandi hlutir. Línan er afrakstur úr samstarfi FÓLKs við Ólínu Rögnudóttur vöruhönnuð. Verkefnið fólst í að skapa abstrakt hluti fyrir heimilið sem hver um sig hefur fleiri en einn notkunarmöguleika. Í vörulínunni er hreinum hráefnum teflt saman við hrein form.

FÓLK sýnir einnig vörulínuna Urban Nomad Collection eftir Jón Helga Hólmgeirsson vöruhönnuð. Urban Nomad eru vegghillur sem vísa í líf hirðingjans, sem þarf ekki mikið til að hefja líf á nýjum stað. Nomad hillan er einn af þeim hlutum sem þú getur flutt með þér frá heimili til heimilis, þar sem hún getur gegnt mismunandi hlutverkum. Hún er hönnuð til að vera fjölnota, og við hana er hægt að kaupa fylgihluti sem auka notkunarmöguleika hennar.

Vorhús kynnir fyrsta matar-og kaffistell sinnar tegundar á Íslandi sem hannað er af listamanninum Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur.

Sveinbjörg hefur um árabil starfað sem hönnuður undir eigin nafni en fyrirtæki hennar Vorhús er nú á HönnunarMars að frumsýna fullbúið matar-og kaffistell í Epal í Skeifunni. Stellið er veglegt og samanstendur af matardiskum, djúpum diskum, kökudiskum, kaffi- og tebollum, tekatli, steikarfati, tertufati, sósukönnu, rjómakönnu og fylgiskálum í mismunandi stærðum. Það er því heildstætt og uppfyllir þarfir bæði stórra og lítilla heimila. Stellið er unnið úr hágæða hvítu postulíni og því endingargott og notendavænt í daglegri notkun sem og á hátíðisdögum. Fallegt og stílhreint yfirbragð mynstursins gefur stellinu klassískan blæ sem er í senn norrænn og með sterkum persónuleika hönnuðar.

Himneskir herskarar eru handverkstæði Páls Guðmundssonar þar sem tálgað er í tré og unnið með pappír og vír.  Þar má finna  fígúrur af ýmsu tagi, engla og hreindýr, elgi og fugla ásamt fleiru. Hreindýrin eru fyrsta vara sem gefin er út af Hönnunarsjóði Epal.

Hvít hreindýrin spretta úr jarðvegi íslensks handverks þar sem alúð er lögð við hvert smáatriði. Þau eiga uppruna sinn að rekja í hugarheim Páls Garðarssonar, urðu til við eldhúsborðið og þangað sóttu þeir sem kynntust þeim fyrst. Hreindýrin eru brot af stærri heimi þar sem einfaldleiki og lágstemmd kímni eru leiðarstef. Seinna tók kliðmjúkur bjölluhljómur hreindýranna á móti þeim sem rötuðu á verkstæði Páls. Og nú hefst nýr kafli í ferðalagi hvítu hreindýranna, og eru þau fyrsta varan sem gefin er út af Hönnunarsjóði Epal.

Ásamt nemendasýningu frá Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur: Úr böndunum undir stjórn Rögnu Fróðadóttur. Sýningin „Úr böndunum“ er sýning á prjónavöru hönnun lokaársnema í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Nemendur hanna sérstaka innanhús vörulínu fyrir Epal sem framleidd er hjá prjónaverksmiðjunni Varma. Verkefnið er unnið í samstarfi við Epal, Varma, Ístex og Icelandic lamb.

Sýnendur:
Fólk Reykjavík
Ísak Winther
Gagn
Hring eftir Hring
Sveinbjörg by Vorhus living
Páll Garðarsson
Hanna Dís Whitehead
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Katrín Ólína
Sigurjón Pálsson
Þórunn Árnadóttir
Tulipop
Umemi
Helga Sigurbjarnadóttir
Chuck Mack
Sveinn Kjarval
Guðmundur Lúðvík
Vík Prjónsdóttir

Ásamt nemendasýningu frá Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur: Úr böndunum undir stjórn Rögnu Fróðadóttur.

HÖNNUNARMARS Í EPAL 2018

Ekki missa af sýningunni Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á Hönnunarmars í Epal Skeifunni. Sýningin stendur yfir dagana 15.-18. mars.

Með þátttöku EPAL í tíunda sinn á HönnunarMars verður meðal annars farið yfir þekkta hönnunargripi sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á alþjóðlegum vettvangi og skapað miklar tekjur. Ásamt því verða kynntar spennandi nýjungar frá fjölbreyttum hópi hönnuða.

Mikilvægi og gildi góðrar hönnunar verður sífellt skýrari og með áframhaldandi stuðningi er hægt að nýta hönnun sem verðmæta auðlind.

EPAL hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi EPAL hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.

Sýnendur:

Fólk Reykjavík
Gagn 
Hring eftir Hring
Sveinbjörg by Vorhus living
Ísak Winther
Páll Garðarsson
Hanna Dís Whitehead
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Katrín Ólína
Sigurjón Pálsson
Þórunn Árnadóttir
Tulipop
Umemi
Helga Sigurbjarnadóttir
Chuck Mack
Sveinn Kjarval
Guðmundur Lúðvík
Vík Prjónsdóttir

// Ásamt nemendasýningu frá Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur: Úr böndunum undir stjórn Rögnu Fróðadóttur.

Sýningin „Úr böndunum“ er sýning á prjónavöru hönnun lokaársnema í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Nemendur hanna sérstaka innanhús vörulínu fyrir Epal sem framleidd er hjá prjónaverksmiðjunni Varma. Verkefnið er unnið í samstarfi við Epal, Varma, Ístex og Icelandic lamb.

NÝTT MÚMÍN

Galdrakarlinn fær loks sína eigin borðbúnaðarlínu …og Þöngull og Þrasi fá nýja línu!

Eftir tveggja ára hönnunarferli hefur Arabia gefið út tvær nýjar Múmín línur, Hobgoblin og Thingumy & Bob.
Hönnuðurinn, Tove Slotte byggir teikningar sínar á upprunalegum Teikningum Tove Jansson. Myndirnar sýna íbúa Múmíndals í hinum ýmsu verkefnum en bakgrunnsliturinn endurspeglar persónuleika þeirra.

Fyrsti söludagur á Íslandi er föstudagurinn 9. mars.

Galdrakarlinn, Þöngull og Þrasi

Galdrakarlinn (Hobgoblin) kemur einungis fram í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins eftir Tove Jansson frá árinu 1948. Hann hefur nú loks fengið sinn eigin borðbúnað. Þöngull og Þrasi (Thingumy & Bob) fengu einnig nýja borðbúnaðarlínu þar sem myndefnið tengist sömu sögu.

Galdrakarlinn dularfulli býr á fjallstoppi nálægt Múmíndal. Snabbi, Múmínsnáðinn og Snúður finna pípuhatt Galdrakarlsins á fjallstoppinum. Hatturinn er ekki eins og hver annar hattur, en þegar eggjaskurni er hent ofan í hattinn þá breytist hann í ský og Múmínfígúrurnar fara á flug í skýjunum. Ævintýrið hefst á því að Galdrakarlinn kemur í Múmíndal á svarta pardusinum sínum til að leita að hinum heimsins stærsta og fallegasta rúbínstein, Konungsrúbínsteininum. Þöngull og Þrasi flýja með stóra rúbínsteininn í ferðatöskunni sinni. Rúbínsteininn er tákn um samband Þönguls og Þrasa og er það sagt endurspegla samband Tove Jansson við leikstjórann Vivicu Bandler.

FERMINGAR 2018

Nú styttist í fermingar og í því tilefni tókum við saman nokkrar hugmyndir að fermingargjöfum í öllum verðflokkum, stórar og smáar. Vinsælt hefur verið að gefa fermingarbörnum eigulega hluti fyrir unglingaherbergið, Við bjóðum upp á mikið úrval af gjafavöru á breiðu verðbili sem henta bæði fyrir stráka og stelpur.

Við tókum saman nokkrar hugmyndir af gjöfum og tökum vel á móti ykkur í verslunum okkar í Skeifunni, Kringlunni, Laugavegi og í Hörpu.

120 eða 140 x 200 cm ( sama verð )

Softline l yfirdýna. Val um þrjá liti á áklæði og val um fætur / eik eða stál.

Verð 229.000.-

 

SE:JOY FRÁ SEDUS Á FRÁBÆRU VERÐI

Við bjóðum upp á frábært verð á skrifborðsstólnum se:joy frá Sedus sem er leiðandi framleiðandi skrifstofuhúsgagna í Evrópu. se:joy sameinar góða hönnun, fallegar línur ásamt ótrúlega þægilegri upplifun fyrir sitjandan(n).
Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér se:joy.

EINSTÖK 60 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA FRÁ FRITZ HANSEN

TÍMALAUS KLASSÍK Á RÉTTUM TÍMA

Við fögnum 60 árum með Egginu™, Svaninum™ og Dropanum™.

Til þess að fagna 60 ára afmæli nokkra þekktustu hönnuna Arne Jacobsen, vinnur Fritz Hansen með einstök efni þar sem áherslan er ekki eingöngu lögð á útlit heldur einnig snertingu, lykt og aldur. Til viðbótar við að enduspegla munaðinn sem fylgir þessum klassísku hönnunum munu nýju efnin ýta undir persónuleika hvers stóls frá toppi til táar.

 

60 ára afmælisútgáfan stendur saman af Egginu™ og Svaninum™ í PURE leðri, og Dropanum™ í Sera efni ásamt því eru allir stólarnir á 24 karata gylltum fótum. Lykilorðið er “hreinleiki” þar sem hrein efnin munu öðlast sinn persónuleika með tímanum.

60 ára Afmælislínan inniheldur einnig klassíska KAISER idell™ gólflampann ásamt leðurskemli hönnuðum af Cecilie Manz.

Verið velkomin í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku safngripi.

VILTU VINNA URBAN NOMAD HILLU FRÁ FÓLK REYKJAVÍK?

FÓLK Reykjavík er nýtt íslenskt hönnunarmerki sem vakið hefur mikla athygli og sýndi á dögunum hilluna Urban Nomad á Formex sýningunni í Stokkhólmi við góðan orðstýr.

Urban Nomad hillurnar eru hannaðar af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum. Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti með fjölmarga notkunarmöguleika.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Kíktu yfir á Facebook síðu Epal þar sem einn heppinn getur unnið Urban Nomad hillu að eigin vali.

Stílisti: Theodóra Alfreðsdóttir / ljósmyndari: Baldur Kristjánsson

NÝTT Í EPAL : EERO AARNIO BUBBLE & BALL CHAIR

Eero Aarnio er finnskur hönnuður og frumkvöðull sem hannað hefur sum þekktustu og ástsælustu húsgögn samtímans. Við fengum til okkar á dögunum þekktu stólana Ball chair og Bubble chair sem notið hafa gífulegra vinsælda um heim allan.

Ball chair var hannaður árið 1963 og kynntur árið 1966 á Cologne húsgagnasýningunni og er í dag ein þekktasta finnska hönnunin og kom Eero Aarnio á kortið. Bubble stóllinn var hinsvegar hannaður árið 1968, og er hengdur í loftið ólíkt Ball stólnum ein eru þó nokkuð áþekkir í útliti.

 

 

 

KJARVALSSTÓLLINN – SVEINN KJARVAL

Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval hannaði Kjarvalstólinn árið 1954 fyrir Kaffi Tröð sem staðsett var á Austurstræti. Kjarvalstóllinn var upphaflega framleiddur af Nývirki hf. úr eik með kálfskinni. Segja má að Sveinn Kjarval hafi verið fulltrúi hugmynda danskrar hönnunar og hugvits á Íslandi.

Kjarvalstóllinn er í dag framleiddur af One Collection fyrir Epal og er gerður úr eik og hægt er að velja um tauáklæði, leður eða kálfskinn.