FERMINGAR 2018

Nú styttist í fermingar og í því tilefni tókum við saman nokkrar hugmyndir að fermingargjöfum í öllum verðflokkum, stórar og smáar. Vinsælt hefur verið að gefa fermingarbörnum eigulega hluti fyrir unglingaherbergið, Við bjóðum upp á mikið úrval af gjafavöru á breiðu verðbili sem henta bæði fyrir stráka og stelpur.

Við tókum saman nokkrar hugmyndir af gjöfum og tökum vel á móti ykkur í verslunum okkar í Skeifunni, Kringlunni, Laugavegi og í Hörpu.

120 eða 140 x 200 cm ( sama verð )

Softline l yfirdýna. Val um þrjá liti á áklæði og val um fætur / eik eða stál.

Verð 229.000.-

 

SE:JOY FRÁ SEDUS Á FRÁBÆRU VERÐI

Við bjóðum upp á frábært verð á skrifborðsstólnum se:joy frá Sedus sem er leiðandi framleiðandi skrifstofuhúsgagna í Evrópu. se:joy sameinar góða hönnun, fallegar línur ásamt ótrúlega þægilegri upplifun fyrir sitjandan(n).
Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér se:joy.

EINSTÖK 60 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA FRÁ FRITZ HANSEN

TÍMALAUS KLASSÍK Á RÉTTUM TÍMA

Við fögnum 60 árum með Egginu™, Svaninum™ og Dropanum™.

Til þess að fagna 60 ára afmæli nokkra þekktustu hönnuna Arne Jacobsen, vinnur Fritz Hansen með einstök efni þar sem áherslan er ekki eingöngu lögð á útlit heldur einnig snertingu, lykt og aldur. Til viðbótar við að enduspegla munaðinn sem fylgir þessum klassísku hönnunum munu nýju efnin ýta undir persónuleika hvers stóls frá toppi til táar.

 

60 ára afmælisútgáfan stendur saman af Egginu™ og Svaninum™ í PURE leðri, og Dropanum™ í Sera efni ásamt því eru allir stólarnir á 24 karata gylltum fótum. Lykilorðið er “hreinleiki” þar sem hrein efnin munu öðlast sinn persónuleika með tímanum.

60 ára Afmælislínan inniheldur einnig klassíska KAISER idell™ gólflampann ásamt leðurskemli hönnuðum af Cecilie Manz.

Verið velkomin í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku safngripi.

VILTU VINNA URBAN NOMAD HILLU FRÁ FÓLK REYKJAVÍK?

FÓLK Reykjavík er nýtt íslenskt hönnunarmerki sem vakið hefur mikla athygli og sýndi á dögunum hilluna Urban Nomad á Formex sýningunni í Stokkhólmi við góðan orðstýr.

Urban Nomad hillurnar eru hannaðar af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum. Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti með fjölmarga notkunarmöguleika.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Kíktu yfir á Facebook síðu Epal þar sem einn heppinn getur unnið Urban Nomad hillu að eigin vali.

Stílisti: Theodóra Alfreðsdóttir / ljósmyndari: Baldur Kristjánsson

NÝTT Í EPAL : EERO AARNIO BUBBLE & BALL CHAIR

Eero Aarnio er finnskur hönnuður og frumkvöðull sem hannað hefur sum þekktustu og ástsælustu húsgögn samtímans. Við fengum til okkar á dögunum þekktu stólana Ball chair og Bubble chair sem notið hafa gífulegra vinsælda um heim allan.

Ball chair var hannaður árið 1963 og kynntur árið 1966 á Cologne húsgagnasýningunni og er í dag ein þekktasta finnska hönnunin og kom Eero Aarnio á kortið. Bubble stóllinn var hinsvegar hannaður árið 1968, og er hengdur í loftið ólíkt Ball stólnum ein eru þó nokkuð áþekkir í útliti.

 

 

 

KJARVALSSTÓLLINN – SVEINN KJARVAL

Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval hannaði Kjarvalstólinn árið 1954 fyrir Kaffi Tröð sem staðsett var á Austurstræti. Kjarvalstóllinn var upphaflega framleiddur af Nývirki hf. úr eik með kálfskinni. Segja má að Sveinn Kjarval hafi verið fulltrúi hugmynda danskrar hönnunar og hugvits á Íslandi.

Kjarvalstóllinn er í dag framleiddur af One Collection fyrir Epal og er gerður úr eik og hægt er að velja um tauáklæði, leður eða kálfskinn.

JÓLAGJÖFIN FÆST Í EPAL – JÓLAOPNUNARTÍMAR

Hjá Epal finnið þið úrval af jólagjöfum fyrir alla fjölskylduna. Þú finnur verslanir okkar í Skeifunni 6, Laugavegi 70, Kringlunni og í Hörpu ásamt því að nýlega opnuðum við glæsilegt útibú Epal á Keflavíkurflugvelli.

 

Verslarnir okkar á Laugavegi og í Kringlunni eru opnar til 22:00 öll kvöld fram til jóla og til 23:00 á Þorláksmessu.

 

FALLEG HÖNNUN VÍK PRJÓNSDÓTTUR Í JÓLAPAKKANN

Trefill eða fallegt ullarteppi er hin fullkomna jólagjöf að okkar mati og er eitthvað sem allir þurfa að eiga. Við bjóðum upp á gott úrval af fallegri hönnun frá Vík Prjónsdóttur, Verndarhendurnar vinsælu ásamt Vængjateppum til að hlýja sér með á köldum kvöldum.

Verð á Verndarhöndum er 19.900 kr.

Vík Prjónsdóttir er án efa eitt af þeim spotafyrirtækjum í íslenskri hönnun sem best hafa ávaxtað sitt pund. Fyrirtækið varð til árið 2005 sem samvinnuverkefni um ullariðnað, tengt Víkurprjóni, mikilvirkri prjónastofu í Mýrdal. Upphaflega voru aðstandendur fimm talsins, en nú er fyrirtækið rekið af hönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur.

 

Frá upphafi einsetti Vík Prjónsdóttir sér að hanna og framleiða óhefðbundnar gæðavörur úr bestu íslensku ull sem fáanleg er hverju sinni, í samvinnu við helstu framleiðendur í ullariðnaði á landinu. Hefur samstarf fyrirtækissins við prjónastofuna Glófa ehf. við Ármúla verið sérstaklega farsælt. Í seinni tíð hefur fyrirtækið einnig unnið náið með erlendum aðilum, bæði hátæknivæddum prjónastofum og framsæknum textílhönnuðum. Þar má nefna japanska hönnuðinn Eley Kishimoto og sænsku listakonuna Petra Lilja. Afrakstur þeirra samvinnu hefur reglulega komið fyrir augu almennings á Hönnunarmarsi í Reykjavík.

Sérstaða Víkur Prjónsdóttur felst ekki einasta í staðföstum trúnaði fyrirtækisins við það sjálfbæra og einstaka hráefni sem íslenska ullin er, heldur í því hvernig hönnuðir þess hafa notað bæði náttúru landsins og þjóðsagnaarf í þróun ullarvöru af ýmsu tagi, vöru sem er allt í senn þénug, litrík og smellin. Flestir landsmenn þekkja nú værðarvoðir fyrirtækisins sem hægt er að íklæðast, lambhúshetturnar með yfirskegginu, vettlinga sem byggðir eru á selshreifum og slár í formi fuglsvængja.

Vörur Víkur Prjónsdóttur hafa vakið athygli á hönnunartengdum samkomum víða um lönd og hér heima hafa þær hlotið margar viðurkenningar.

Sjáðu úrvalið í vefverslun okkar. 

NÝTT Í EPAL : FÓLK REYKJAVÍK

Við vorum að fá til okkar nýtt og spennandi íslenskt vörumerki, FÓLK Reykjavík sem verður spennandi að fylgjast með á næstunni.

Fyrsta varan sem við fáum að kynnast eru hillurnar Urban Nomad sem hannaðar eru af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum.

Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti og eru án efa eftir að prýða mörg íslensk heimili.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.