EINSTÖK 60 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA FRÁ FRITZ HANSEN

TÍMALAUS KLASSÍK Á RÉTTUM TÍMA

Við fögnum 60 árum með Egginu™, Svaninum™ og Dropanum™.

Til þess að fagna 60 ára afmæli nokkra þekktustu hönnuna Arne Jacobsen, vinnur Fritz Hansen með einstök efni þar sem áherslan er ekki eingöngu lögð á útlit heldur einnig snertingu, lykt og aldur. Til viðbótar við að enduspegla munaðinn sem fylgir þessum klassísku hönnunum munu nýju efnin ýta undir persónuleika hvers stóls frá toppi til táar.

 

60 ára afmælisútgáfan stendur saman af Egginu™ og Svaninum™ í PURE leðri, og Dropanum™ í Sera efni ásamt því eru allir stólarnir á 24 karata gylltum fótum. Lykilorðið er “hreinleiki” þar sem hrein efnin munu öðlast sinn persónuleika með tímanum.

60 ára Afmælislínan inniheldur einnig klassíska KAISER idell™ gólflampann ásamt leðurskemli hönnuðum af Cecilie Manz.

Verið velkomin í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku safngripi.

VILTU VINNA URBAN NOMAD HILLU FRÁ FÓLK REYKJAVÍK?

FÓLK Reykjavík er nýtt íslenskt hönnunarmerki sem vakið hefur mikla athygli og sýndi á dögunum hilluna Urban Nomad á Formex sýningunni í Stokkhólmi við góðan orðstýr.

Urban Nomad hillurnar eru hannaðar af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum. Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti með fjölmarga notkunarmöguleika.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Kíktu yfir á Facebook síðu Epal þar sem einn heppinn getur unnið Urban Nomad hillu að eigin vali.

Stílisti: Theodóra Alfreðsdóttir / ljósmyndari: Baldur Kristjánsson

NÝTT Í EPAL : EERO AARNIO BUBBLE & BALL CHAIR

Eero Aarnio er finnskur hönnuður og frumkvöðull sem hannað hefur sum þekktustu og ástsælustu húsgögn samtímans. Við fengum til okkar á dögunum þekktu stólana Ball chair og Bubble chair sem notið hafa gífulegra vinsælda um heim allan.

Ball chair var hannaður árið 1963 og kynntur árið 1966 á Cologne húsgagnasýningunni og er í dag ein þekktasta finnska hönnunin og kom Eero Aarnio á kortið. Bubble stóllinn var hinsvegar hannaður árið 1968, og er hengdur í loftið ólíkt Ball stólnum ein eru þó nokkuð áþekkir í útliti.

 

 

 

KJARVALSSTÓLLINN – SVEINN KJARVAL

Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval hannaði Kjarvalstólinn árið 1954 fyrir Kaffi Tröð sem staðsett var á Austurstræti. Kjarvalstóllinn var upphaflega framleiddur af Nývirki hf. úr eik með kálfskinni. Segja má að Sveinn Kjarval hafi verið fulltrúi hugmynda danskrar hönnunar og hugvits á Íslandi.

Kjarvalstóllinn er í dag framleiddur af One Collection fyrir Epal og er gerður úr eik og hægt er að velja um tauáklæði, leður eða kálfskinn.

JÓLAGJÖFIN FÆST Í EPAL – JÓLAOPNUNARTÍMAR

Hjá Epal finnið þið úrval af jólagjöfum fyrir alla fjölskylduna. Þú finnur verslanir okkar í Skeifunni 6, Laugavegi 70, Kringlunni og í Hörpu ásamt því að nýlega opnuðum við glæsilegt útibú Epal á Keflavíkurflugvelli.

 

Verslarnir okkar á Laugavegi og í Kringlunni eru opnar til 22:00 öll kvöld fram til jóla og til 23:00 á Þorláksmessu.

 

FALLEG HÖNNUN VÍK PRJÓNSDÓTTUR Í JÓLAPAKKANN

Trefill eða fallegt ullarteppi er hin fullkomna jólagjöf að okkar mati og er eitthvað sem allir þurfa að eiga. Við bjóðum upp á gott úrval af fallegri hönnun frá Vík Prjónsdóttur, Verndarhendurnar vinsælu ásamt Vængjateppum til að hlýja sér með á köldum kvöldum.

Verð á Verndarhöndum er 19.900 kr.

Vík Prjónsdóttir er án efa eitt af þeim spotafyrirtækjum í íslenskri hönnun sem best hafa ávaxtað sitt pund. Fyrirtækið varð til árið 2005 sem samvinnuverkefni um ullariðnað, tengt Víkurprjóni, mikilvirkri prjónastofu í Mýrdal. Upphaflega voru aðstandendur fimm talsins, en nú er fyrirtækið rekið af hönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur.

 

Frá upphafi einsetti Vík Prjónsdóttir sér að hanna og framleiða óhefðbundnar gæðavörur úr bestu íslensku ull sem fáanleg er hverju sinni, í samvinnu við helstu framleiðendur í ullariðnaði á landinu. Hefur samstarf fyrirtækissins við prjónastofuna Glófa ehf. við Ármúla verið sérstaklega farsælt. Í seinni tíð hefur fyrirtækið einnig unnið náið með erlendum aðilum, bæði hátæknivæddum prjónastofum og framsæknum textílhönnuðum. Þar má nefna japanska hönnuðinn Eley Kishimoto og sænsku listakonuna Petra Lilja. Afrakstur þeirra samvinnu hefur reglulega komið fyrir augu almennings á Hönnunarmarsi í Reykjavík.

Sérstaða Víkur Prjónsdóttur felst ekki einasta í staðföstum trúnaði fyrirtækisins við það sjálfbæra og einstaka hráefni sem íslenska ullin er, heldur í því hvernig hönnuðir þess hafa notað bæði náttúru landsins og þjóðsagnaarf í þróun ullarvöru af ýmsu tagi, vöru sem er allt í senn þénug, litrík og smellin. Flestir landsmenn þekkja nú værðarvoðir fyrirtækisins sem hægt er að íklæðast, lambhúshetturnar með yfirskegginu, vettlinga sem byggðir eru á selshreifum og slár í formi fuglsvængja.

Vörur Víkur Prjónsdóttur hafa vakið athygli á hönnunartengdum samkomum víða um lönd og hér heima hafa þær hlotið margar viðurkenningar.

Sjáðu úrvalið í vefverslun okkar. 

NÝTT Í EPAL : FÓLK REYKJAVÍK

Við vorum að fá til okkar nýtt og spennandi íslenskt vörumerki, FÓLK Reykjavík sem verður spennandi að fylgjast með á næstunni.

Fyrsta varan sem við fáum að kynnast eru hillurnar Urban Nomad sem hannaðar eru af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum.

Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti og eru án efa eftir að prýða mörg íslensk heimili.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

JÓLAÓRÓINN 2017 FRÁ GEORG JENSEN

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2017 er kominn í Epal og kostar 6.300 kr. og aðeins 5.200 kr. í Epal Design á Keflavíkurflugvelli.

Við hvetjum ykkur til að næla ykkur í þennan einstaka óróa fyrir jólin.

VIÐTAL VIÐ FORSTJÓRA CARL HANSEN & SØN

Fyrir stuttu síðan héldum við í Epal Skeifunni veglegt hönnunarkvöld í tilefni þess að í heimsókn hjá okkur var forstjóri Carl Hansen & Søn, Knud Erik Hansen. Við settumst niður með Knud Erik og spjölluðum við hann um hönnun, sögu fyrirtækisins og framtíð Carl Hansen & Søn með hann við stýrið eftir langa búsetu í Austurlöndum fjær.

Það hefur vakið heimsathygli hversu miklum árangri viðskiptamaðurinn Knud Erik Hansen hefur náð með fjölskylduarfleiðina, Carl Hansen & Søn. Knud Erik Hansen er barnabarn Carl Hansen sem stofnaði fyrirtækið árið 1908 þegar hann opnaði sitt fyrsta verkstæði. Árið 1934 tók faðir Knud Erik, Holger Hansen við rekstri fyrirtækisins sem hafði þá átt í fjárhagserfiðleikum vegna heimskreppunnar. Holger Hansen náði þá samningi við Singer saumavélaframleiðandann um framleiðslu á saumavélaboxum sem hjálpaði Carl Hansen að komast í gegnum þessa erfiðu tíma ásamt því að framleiða mikið af Windsor eikarstólum. Eftir seinni heimstyrjöldina kom fram ný kynslóð af dönskum húsgagnahönnuðum og má þar nefna Finn Juhl, Hans J. Wegner og Børge Mogensen.

Holger Hansen kom á fót samstarfi við ungan húsgagnaarkitekt að nafni Hans J. Wegner sem átti eftir að verða afar farsælt. “Þeir voru báðir mjög færir húsgagnasmiðir og gátu rætt saman endalaust. Þeir deildu þó ekki sömu sýn á framleiðsluaðferðum og kynnti faðir minn, Wegner fyrir hugmyndum sínum um fjöldaframleiðslu og hvernig Wegner gæti haft tekjur af hönnun sinni sem eiginkonu Wegners leist sérstaklega vel á sem hvatti eiginmann sinn til að taka þessu samstarfi.“ segir Knud Erik.

 

“Árið 1949 kom Wegner í fyrstu heimsókn sína í verksmiðjuna, og hafði þá með sér teikningar af CH22, 23, 24, 25 stólunum ásamt CH26 stólnum sem þótti alltof flókinn fyrir framleiðslu, og Wegner með sitt skap henti teikningunni krumpaðri saman í ruslið og CH26 stóllinn gleymdist í mörg ár. Hinir stólarnir fóru þó allir í framleiðslu og átti CH26 eftir að slá í gegn seinna meir.”

Carl Hansen stofnandinn sjálfur var þó hrifnari af þungum og miklum húsgögnum á meðan að Wegner var mjög framúrstefnulegur og var lofaður af öllum dagblöðum og tímaritum. Carl Hansen þótti húsgögn Wegners helst líkjast garðhúsgögnum og var stuttu síðar sendur á eftirlaun.

“Ég komst þó ekki inn í fyrirtækið eins og bróðir minn”, segir Knud Erik um bróðir sinn sem stýrði fyrirtækinu frá árinu 1988. “Hann er 5 árum eldri, lærði húsgagnasmíði og fyrirtækið var því eyrnamerkt honum og tók hann við sem forstjóri. Ég vissi snemma að við gætum ekki unnið saman, við erum eins og nótt og dagur en þó erum við bræðurnir góðir vinir. Við deilum ólíkri sýn á viðskipti, hann vildi ekki stækka og fjárfesta, og ég fór því í ólíka átt.

Ég starfaði við skipaviðskipti í mörg ár og var árið 1973 sendur til Suður Afríku þar sem ég átti eftir að vera í 4 ár, svo kom Singapore í 4 ár og að lokum var ég sendur til Hong Kong þar sem ég var í 10 ár áður en ég snéri aftur til Danmörku. Ég bauð þá bróður mínum að kaupa minn hlut í Carl Hansen & Søn svo ég gæti byrjað upp á nýtt í Danmörku en hann neitaði og bauð mér í staðinn að kaupa sig út úr fyrirtækinu því hann vildi hætta að vinna snemma. Ég tók þá óvænt við sem eigandi og forstjóri Carl Hansen & Søn árið 2002, með gjörólíkann bakgrunn en þeir sem áður höfðu stýrt fyrirtækinu sem er það sem breytti öllu varðandi velgengni okkar í dag.”

Carl Hansen & Søn hefur að mestu leyti aðeins framleitt klassíska hönnun eftir hönnuði sem eru látnir í dag. Hvernig lítur framtíðin út fyrir Carl Hansen & Søn?

“Við þurfum jú einnig að vinna með einhverjum sem er enn á lífi – sem við getum átt við samræður og fengið innblástur frá. Við leituðum fyrir stuttu út fyrir Danmörku varðandi hönnun á stól, við skoðuðum bestu hönnuðina og höfðum svo samband við japanska heimsþekkta arkitektinn Tadao Ando í gegnum tölvupóst sem hringdi strax tilbaka í okkur. Hann var þá orðinn 76 ára gamall og hafði aldrei áður hannað húsgagn. Við þurftum að útskýra fyrir honum hvernig ætti að vinna með við þar sem Tadao Ando hefur notast mest við steypu í sín verk. Eftir hálft ár var okkur boðið að koma út til Japan og skoða stólinn sem hann hafði hannað en það var ómögulegt að framleiða hann úr við. Það tók okkur þá eitt og hálft ár að þróa stólinn svo hægt væri að framleiða hann og þannig að Ando samþykkti hann. Húsgögnin sem við framleiðum þurfa að endast lífstíð og tekur þetta ferli því alltaf langan tíma. Útkoman var stórkostlegur stóll, Dream Chair sem mun lifa um ókomna tíð.”

Hvernig er samstarfi ykkar við hönnuði háttað í dag?

“Það er mikill munur á ungum hönnuðum í dag og gömlu meisturunum. Munurinn er sá að það halda margir hönnuðir í dag að það sé lýðræði, að við setjumst niður með hönnuðinum og ræðum hlutina og breytum hönnuninni til að henta okkur. Alvöru hönnuður kemur með hönnunina tilbúna og búið að prófa hana fyrir framleiðslu og segir við okkur “svona er þetta. Og annahvort viljum við hana eða ekki. “

Hvað er svo á döfinni hjá Carl Hansen & Søn?

“Við erum núna að vinna í fylgihlutahlínu þó ég megi ekki strax segja frá því hvaða hlutir það eru. Konan mín hætti að vinna sem læknir nýlega og til að henni leiddist ekki þá fékk ég hana til að taka yfir heimilisvörulínuna, og hún hefur aldrei unnið jafn mikið áður…” bætir Knud Erik Hansen við hlægjandi.

Áttu þér þinn uppáhaldshlut?

“Það er Wishbone stóllinn, en þó get ég eiginlega ekki valið á milli barnanna minna.

Við byggjum á þeirri hefð að við smíðum góð húsgögn sem gerð eru úr miklum gæðum. Carl Hansen & Søn keppir eingöngu í gæðum. Að sjálfsögðu eigum við hjá okkur nokkur húsgögn sem slegið hafa í gegn eins og sérstaklega Wishbone stóllinn, en fyrir mér eru gæðin öllu framar, það verður að vera þannig. Annars myndum við detta út af markaðnum á stuttum tíma.”