Kæru viðskiptavinir, nettilboðið s.l. helgi fór fram úr okkar björtustu vonum og fengum við hundruðir fleiri pantanir en við bjuggumst við. Við erum að gera okkar besta að koma öllum pöntunum úr húsi og gæti því orðið smá töf á að pantanir berist fólki.
Við vonumst til að allir sýni því skilning og þökkum ykkur jafnframt fyrir þolinmæðina.
Fyrir þau ykkar sem eruð með skipulagið á hreinu þá vorum við að fá til okkar 2018 dagatalið vinsæla frá Sanö Reykjavík, annarsvegar 12 mánaða “kvóts” dagatöl og hinsvegar 365 daga “kvóts” eða heilræða dagatal með uppbyggjandi skilaboðum fyrir hvern dag.
Sniðugt í jólapakkann fyrir þann sem á allt!
Við kynnum ný og spennandi íslensk veggspjöld í Epal, Art of Már.
Hönnuður Art of Már er arkitekinn Magnús Már sem elskar að skapa og hanna í sínum frítíma. Fyrsta hönnunarlína Art of Már eru Kennileitin, þar túlkar hönnuður á sinn hátt kennileiti Íslands. Í línunni eru 12 verk.
Á Instagram síðu Epal @epaldesign má finna gjafaleik þar sem einn heppinn fylgjandi fær veggspjald að eigin vali í gjöf.
Komdu þér vel fyrir um helgina og kláraðu jólagjafirnar heima í stofu og fáðu þær svo sendar heim. Við bjóðum upp á nettilboð dagana 17.-19. nóvember, 15% afsláttur af allri gjafavöru* ekki missa af þessu.
Við vonumst til þess að gera biðina ykkar eftir jólunum eins gleðilega og sæta og hægt er, með jólalakkrísnum okkar í ár frá Lakrids By Johan Bülow.
Klassíski brons lakkrísinn með saltkaramellu, Hindberja með hvítu súkkulaði, Hvítar snjókúlur með engifer lakkrís og mjólkursúkkulaði ásamt Svörtum snjókúlum sem gerðar eru með svörtum pipar! Megi jólin ykkar verða hvít.
Nú er tími ljósanna og bjóðum við upp á 15% afslátt af öllu ljósum dagana 9. – 18. nóvember 2017.
*10% afsláttur er veittur af pöntunum.
Við fengum nýlega til okkar glæsileg gróðurhús frá Design House Stockholm, hannað af Atelier 2+. Gróðurhúsið er nógu lítið til að geta verið innandyra en á sama tíma nógu stórt til að rækta í lítinn garð. Gróðurhúsið nýtur sín vel á heimilium jafnt sem á opinberum svæðum, svosem á veitingarstöðum og á hótelum. Líklega draumaeign fyrir þá sem eru með græna fingur og áhuga á plöntum.
Sjá meira um þessi glæsilegu gróðurhús á vefsíðu DHS.
Við eigum einnig til lítil gróðurhús frá Design House Stockholm sem pláss er fyrir á öllum heimilum.
Einstaki JWDA concrete lampinn kemur úr smiðju Menu, sem er eitt fremsta hönnunarmerki dana. JWDA er með dimmi og gefur góða en milda birtu og er fullkomið stofustáss eða við náttborðið fyrir kvöldlesturinn.
Fullt verð: 28.800 kr. / Tilboðsverð til 30. nóvember, 21.440 kr.
Sofðu vel um jólin í rúmi frá Jensen.
Sérfræðingur frá Jensen verður hjá okkur í Epal Skeifunni föstudag og laugardag 3. – 4. nóvember. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér. 10% afsláttur er veittur af pöntunum.
Nú fer hver að verða síðastur til að leggja inn pöntun fyrir nýju hágæðarúmi frá Jensen fyrir þá sem vilja fá afhent fyrir jól, lokadagur til að leggja inn pöntun fyrir jól er 20. nóvember. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur og fá aðstoð sérfræðings.
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.
Halloween lakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er ómissandi í hrekkjavökupartýið en við vörum ykkur við! Lakkrísinn er hættulega saltur og hjúpaður ljúffengu mjólkursúkkulaði og stökkri sykurskel skreyttur “blóð” slettum. Lakkrísinn er 100% glútenlaus og er því tilvalinn fyrir þá sem vilja gera vel við sig. / Takmarkað upplag.
Verð: 1.900 kr.-