NÝTT OG SPENNANDI MERKI Á ÍSLANDI : HUMDAKIN

Við kynnum nýtt og spennandi merki í Epal, Humdakin sem er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar Umbúðirnar eru einnig sérstaklega smekklegar og gera þrifin örlítið fallegri og auðveldari. Humdakin er einnig með fallegar textílvörur fyrir eldhús og baðherbergi.

Humdakin gerir út á gæði, notagildi, einfaldleika og skandinavíska hönnun og við erum viss um að Humdakin eigi eftir að njóta velgengni á Íslandi.

Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi.

Humdakin línan inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur og handáburð ásamt gæða hekluðum viskastykkjum og borðtuskum gerðum úr 100% lífrænum bómull. Humdakin eru einfaldar fallegar vörur sem skreyta heimilið, kíktu á úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

NÝTT FRÁ LOUIS POULSEN: PH5 MINI

Núna í fyrsta sinn kynnir Louis Poulsen PH5 mini sem er ný og minni útgáfa af klassíska ljósinu sem allir þekkja. PH5 mini ljósin koma í 8 litum, og ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.

90 ár eru liðin síðan byltingarkennda hönnunin frá Louis Poulsen, þriggja skerma ljósið leit dagsins ljós og hefur hún svo sannarlega staðist tímans tönn. Poul Henningsen hannaði svo PH5 ljósið árið 1958 sem hefur staðið af sér allar tískubylgjur og hefur selst í milljónum eintaka. PH5 mini koma í 8 ólíkum litum sem voru sérvaldir í samstarfi við litasérfræðinginn Louise Sass.

Kynningarverð á PH5 mini, 59.500 kr. gildir til 1. desember 2017.

 

 

 

NÝ ÚTGÁFA AF PANTON WIRE HILLUM FRÁ MONTANA

Montana kynnir nýja útgáfu af Wire hillunum sem hannaðar voru af danska hönnuðinum Verner Panton árið 1971. Núna er hægt að fá Wire hillurnar í tveimur dýptum, nýjum litum ásamt því að hægt er að bæta við toppum í ólíkum útgáfum eins og gleri, marmara og í lituðu MDF.

Panton Wire er hægt að setja saman á ólíka vegu og hentar ekki aðeins sem bókahilla heldur einnig sem náttborð, hliðarborð, skilrými og hægt að raða nokkrum saman sem sófaborð.

Myndirnar hér að neðan gefa hugmyndir hvernig hægt er að stilla upp Panton Wire á þínu heimili. Verð á Pantone hillu er frá 18.110 kr. (20 cm dýpt).

HANN ER KOMINN – KUBUS Í BRENNDUM KOPAR

Kubus kertastjakann fræga hannaði arkitektinn Mogens Lassen upphaflega árið 1962. Síðan þá hefur Kubus línan stækkað töluvert og er hægt að fá kertastjaka í mörgum stærðum ásamt Kubus skálum. Vegna þess hve einföld Kubus línan er þá passar hún inná flest öll heimili og er flott gjafahugmynd fyrir hönnunarunnendur.

Núna hefur Kubus línan stækkað og fást nú kertastjakarnir og skálarnar í brenndum kopar / burnised copper sem vekur mikla athygli. Við erum spennt að sjá hvernig viðtökur Burnised copper línan fær sem er einstaklega falleg.

SPENNANDI VÖRUR FRÁ HOLLENSKA PUIK DESIGN

Hollenska hönnunarmerkið Puik Design framleiðir húsgögn og smávörur eftir þekkta hollenska hönnuði. Puik býður upp á einstaka hönnun eftir hönnuði á borð við Frederik Roijé, Lex Pott, Ilias Ernst ásamt fleirum og listrænn stjórnandi er hin þekkta Tineke Beunders úr Ontwerpduo hönnunarteyminu.

Puik velur vandlega þær vörur sem þau framleiða og leggja þau áherslu á frumleika, sjálbærni og gæði og eru sífellt að bæta við vöruúrvalið spennandi og vönduðum vörum fyrir heimilið.

Í Epal seljum við valdar vörur frá Puik, en einnig er alltaf hægt að sérpanta vörur. Smelltu hér til að skoða vörurnar í vefverslun.

 

 

COLONIAL CHAIR Á 20% AFSLÆTTI

Colonial chair 149 frá Carl Hansen & Søn er einstalega fallegur hægindarstóll og mikil meistarasmíði. Colonial stóllinn er einfaldur og elegant og mjög stöðugur þrátt fyrir fíngert útlit. Hannaður árið 1949 af Ole Wanscher og er nú á 20% tilboðsverði til 1. nóvember. Colonial chair 149 er klassísk og tímalaus dönsk hönnun.

Horfðu á þetta stutta video hér að neðan og sjáðu hvernig stóllinn er smíðaður,

Joseph Joseph kynnir TITAN : Heimilisruslatunnu sem þjappar ruslinu

TITAN er byltingarkennd hönnun frá Joseph Joseph fyrir heimilið þar sem einföld og elegant ruslatunna hefur innbyggðan þjöppunareiginleika fyrir heimilissrusl. Það gerir ruslatunninni kleift að taka við þrisvar sinnum meira magni en hefðbundnar ruslatunnur. Með því að þjappa ruslinu þarf að tæma ruslið sjaldnar og fækkar einnig notkun á plastpokum.

TITAN ruslaþjappan er einnig hönnuð til þess að rífa hvorki né teygja pokann og hægt er að skipta um filter sem kemur í veg fyrir alla lykt.

TITAN ruslaþjapparinn ásamt fótstigi hafa verið prófuð yfir 100.000 sinnum til að tryggja hágæða virkni, og margra ára þjónustu. Joseph Joseph er svo sannfært um gæði TITAN að með henni fylgir 10 ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum.

 

Við eigum einnig til frábæra flokkunartunnu frá Joseph Joseph, 

Það var sá tími sem öllu rusli var hent í sömu ruslafötu án umhugsunar. Gömul dagblöð? Í ruslið. Tómar flöskur? Líka í ruslið. Matarleifar? Já, allt þetta fór í sömu ruslatunnu. Með aukinni vitundarvakningu um umhverfisvernd og endurvinnslu (og þörfin að flokka rusl til að endurvinna almennilega), hefur notkun á einni ruslafötu á hverju heimili orðið eitthvað sem virkar hreinlega ekki lengur.

Þessvegna hannaði breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph Totem sem er margnota eldhúsruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundnari ruslatunna gerir.

Totem er í raun framúrstefnulegt flokkunarkerfi sem sameinar allt heimilisrusl og endurflokkun í einni og sömu ruslatunnunni. Efsta hólfið er undir almennt rusl og hægt er að fjarlægja hólfið á einfaldan hátt. Inni í lokinu er bæði loftop og kolefnissía sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ólykt og því þarf ekki að losa hálffullan poka einungis útaf lykt. Margnota skúffa er neðst í tunnunni með færanlegum hólfaskiptingum sem er fullkomið til að aðskilja endurvinnsluna.

Totem kemur í nokkrum gerðum og kostar frá 32.500 kr. 

SOFÐU VEL Í RÚMI FRÁ JENSEN

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

Diplomat-Kontinental-Modell-453_svart_kub

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "5b589da67a1a25bd" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) MM4.blue (half) MM4.green (half) MM4.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "3ab97de0cf28f014" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "dc7e93cc03b6dd34" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "c300eb901dfb7791" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

VIÐ FRUMSÝNUM UXANN – HÖNNUN EFTIR ARNE JACOBSEN FRÁ 1966

Upplifðu upprunalega og klassíska danska hönnun með Uxanum, hægindarstól sem gengur kynslóða á milli og eldist með reisn. Uxinn er einstakt hönnunartákn sem var aðeins í framleiðslu í 4 ár og núna tæpum 50 árum síðar kynnir Republic of Fritz Hansen hann aftur til sögunnar til heiðurs Arne Jacobsen.

Ólíkur flestum öðrum hönnunum eftir Arne Jacobsen var Uxinn ekki hannaður fyrir sérstakt verkefni á sviði arkitektúrs. Það tók Jacobsen hinsvegar 4 ár að þróa hönnun Uxans þar til loka útgáfan var kynnt árið 1966.

Arne Jacobsen var þekktur fyrir mjúkar línur sem einkenndu hans þekktustu verk eins og Svaninn og Maurinn og kom hann því mörgum á óvart þegar hann kynnti Uxann, sem einkennist af skarpara formi. Stóllinn er talinn vera mjög einstakt hönnunartákn, vegna þess hve stutt hann var í framleiðslu, glæsilegur í útliti og hefur hann einnig nánast verið nánast ófáanlegur.

Við fögnum þessu glæsilega framtaki Republic of Fritz Hansen að vekja aftur til lífsins klassíska hönnun Arne Jacobsen honum til heiðurs.

HEIMSÓKN UM HELGINA: FRITZ HANSEN & MONTANA

Sérfræðingar frá Fritz Hansen og Montana verða hjá okkur um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag, 21.-23. september.

15% afsláttur af öllum vörum og pöntunum* frá Montana og Fritz Hansen um helgina. Einnig eru í boði sérvaldar einingar með meiri afslætti. (Ekki er veittur afsláttur af svörtum og hvítum Sjöum).