Enn á ný bætir Arabia við glæsilegum Múmínbolla í safnið og í þetta sinn er það bolli sem ber heitið True to its Origins eða Trúr uppruna sínum sem skreyttur er fallegum og mestmegnis svarthvítum teikningum Tove Jansson. Við höfum opnað fyrir forpantanir á bollanum sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi og því um að gera að tryggja sér eintak af þessum safngrip. Pantanir skulu sendast á thorey@epal.is
True to its Origins línan byggir á sögunum Moominvalley in November og Moominpappa at Sea. Í sögunum flytur Múmínfjölskyldan í vita á lítilli eyju. Veðrið við vitann er óútreiknanlegt og fjölskyldumeðlimirnir upplifa nýja heimilið á mismunandi hátt. Múmínsnáðinn er mikið einn, Múmínmamma saknar Múmíndals og Múmínpabbi reynir að skilja og læra á umhverfi sitt. Mía litla er sú eina sem kippir sér ekkert upp við breyttar aðstæður.
Á sama tíma eru aðrir íbúar í Múmíndal að leita að fjölskyldunni og sakna hennar mikið. Hemúlarnir, Snúður og fleiri flytja inn í hús Múmínfjölskyldunnar og reyna að lifa eins og fjölskyldan sem þau líta svo mikið upp til.
True to its origins línan einkennist af mildum, mestmegnis svarthvítum myndum. Vörurnar eru klassískar og fara vel með öðrum vörum úr Múmín línunni.