ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Ertu klár í skólann? Skólarnir hefjast innan skamms og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við bjóðum núna upp á betra úrval en nokkru sinni fyrr af vörum sem henta fyrir fyrir skólann, þar má meðal annars nefna fallegar stílabækur frá ýmsum merkjum, skemmtileg og litrík nestisbox, drykkjarílát, skissubækur og margt fleira frá bæði íslenskum og erlendum merkjum.

Núna er Epal á fjórum stöðum, í Skeifunni, Kringlunni, Laugavegi og í Hörpu.

Verið velkomin til okkar, við tökum vel á móti ykkur.

NÝTT FRÁ SKANDINAVISK : THE ESCAPES COLLECTION

Gæðakertin frá danska merkinu Skandinavisk heilla alla þá sem kynnast þessum dásamlegu ilmkertum. The Escapes collection er ný lína af ilmkertum frá Skandinavisk í nýjum umbúðum sem eru einnig stærri en hefðbundnu kertin. Línan inniheldur þrjá ilmi, HEIA, LYSNING OG ROSENHAVE sem sækja hver um sig innblástur í norræna náttúru.

Verð, 8.800 kr. 

 

HEIA:  The rough, exposed terrain in the higher altitude fells of Norway and Sweden offers a colourful home to hardy shrubs, wild herbs and berries, and fragrant hills of heather.

LYSNING: 

The dense boreal forest canopy occasionally reveals glades and clearings, hidden escapes where the sunlight touches the ground and the flora responds in abundance.

ROSENHAVE: 

Nordic rose gardens are precious places. Exposed to the raw climate only the hardiest varieties, and most careful owners, can expect their fragile fragrance blushes to survive and prosper after the long, frozen winters.

 

DREYMIR ÞIG UM NÝTT BAÐHERBERGI?

Fáðu innblástur frá þessum glæsilega innréttuðu baðherbergjum frá Montana.

Óendanlegir möguleikar, fjölbreytni, frábær virkni og falleg smáatriði er það sem einkennir nýja baðherbergjalínu Montana sem auðveldlega er hægt að sérsníða að þínum óskum og útkoman verður einstakt og persónulegt baðherbergi. Innrétting, vaskur og spegill koma mörgum ólíkum stærðum og hentar því bæði fyrir stór og lítil baðherbergi. Hægt er að velja um 12 stærðir á baðvaska einingum, 10 geymsluhirslur og 9 spegla sem öll fást í 42 ólíkum litum og því ættu allir að geta eignast sitt drauma baðherbergi.

 

NÝTT FRÁ IHANNA HOME : HEIMILISKÖRFUR

Heimiliskörfurnar frá Ihanna home eru loksins komnar í sölu og erum við sérstaklega spennt fyrir þessari nýjung. Körfurnar sem eru með leðurhöldum koma í þremur ólíkum stærðum og mynstrum og hægt er að nota þær á margar vegu. Heimiliskörfurnar eru úr efni sem unnið er úr endurunnum plastflöskum og eru því umhverfisvænar. Verðin eru 3.800 / 4.400 / 4.900 kr.

Heimiliskörfurnar fást í Epal Skeifunni og í Epal Kringlunni.

BLÓMASTANDUR FYRIR DESIGN LETTERS BOLLA

Við erum alltaf að bæta við vöruúrvalið okkar og tökum upp spennandi nýjungar. Við vorum að fá til okkar skemmtilega blómastanda frá vinsæla Design Letters merkinu sem hægt er að setja í postulíns bollana frá þeim. Blómastandurinn umbreytir bollanum því í flottan vasa sem hægt er að stinga í allt frá 1 – 10 blómum.

Verð á blómastandinum er 1.950 kr.

// Við minnum einnig á sumaropnun í Epal Skeifunni. Lokað verður á laugardögum til 12. ágúst þegar við opnum aftur. Þangað til þá verður að sjálfsögðu opið í verslunum okkar um helgar í Kringlunni, Laugavegi og í Hörpu.

I JUST WANTED TO TELL YOU : SKILABOÐAKERTI

Skilaboðakertin frá íslenska hönnunarmerkinu 54Celsius sem þekktast er fyrir vinsælu Pyropet kertin eru frábær tækifærisgjöf. Það eru þau Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Dan Koval markaðsérfræðingur sem standa að baki 54Celsius en Pyropet dýrakertin hafa notið gífulegra vinsælda undanfarin ár og fást víða um heim.

Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur “I Just Wanted To Tell You”. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Kertin koma í fallegum pakkningum og skilaboðin eru einnig sýnileg á límmiða utan á pakkningunum sem auðvelt er að fjarlægja áður en kertið er gefið. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Láttu “I Just Wanted To Tell You” kertin sjá um að varpa ljósi á málið.

 

 

LUNDAR SIGURJÓNS PÁLSSONAR

Epal og Sigurjón Pálsson hafa í samvinnu látið gera lunda sem er hannaður af Sigurjóni.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt – en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Lundarnir fást í verslunum Epal í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni og í Hörpu.

NÝTT FRÁ VORHUS LIVING BY SVEINBJÖRG

Við vorum að fá til okkar glæsileg og vönduð rúmföt frá íslenska hönnunarmerkinu Vorhus living by Sveinbjörg. Rúmfötin koma í þremur litum, bleikum, bláum og gráum og kosta þau 15.900 kr.

Vorhus living er hönnunarhús sem vinnur náið með völdum hönnuðum að vöruþróun, framleiðslu og sölu á fallegum vörum sem hafa gott notagildi og eru framleiddar úr hágæða efniviði hverju sinni. Fyrirtækið er upprunalega stofnað í lok árs 2007 af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og hefur um árabil selt hönnunarvörur undir nafni Sveinbjargar með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og áhuga hönnuða á starfsemi fyrirtækisins var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús og breyta nafni fyrirtækisins í Vorhus living.

Vorhus living dregur nafn sitt af gömlu bæjarnafni húss á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti og hét Vorhús. Nafnið vísar til vorsins þegar ungar fæðast, gróður grænkar og líf færist í móana. Litrík náttúran og fjölbreytileiki hennar er okkar fyrirmynd. Það er því stefna fyrirtækisins að skapa líflegar vörur úr fjölbreyttum efnivið og að vera staður þar sem fólk kemur saman og skapar framtíðina.

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er myndlistamaður og einn af hönnuðum Vorhus living. Hún er jafnframt stofnandi fyrirtækisins og annar eigandi þess. Vörulína hennar einkennist af munstrum úr náttúrunni sem eru litrík og lifandi. Fjölbreytt vöruúrval og fjölbreyttir efniviðir eru ríkjandi og því ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sveinbjörg hefur starfað sem myndlistamaður og myndlistarkennari á árum áður, þó einna helst vann hún í grafík og þá aðallega í tréristur og kopar. Þaðan koma mynstur hennar og hönnun og á þeim verkum byggir vörulína hennar. Það er íslenska náttúran sem er henni hvað mest hugleikin og veitir henni sterkan innblástur og er rauði þráðurinn í hönnun hennar.

 

Ásamt rúmfötunum bjóðum við í Epal upp á frábært vöruúrval frá Voruhus living by Sveinbjörg.

FRÁBÆRT TILBOÐ Á MONTANA EININGUM

Við bjóðum upp á frábært afmælistilboð á vinsælu Montana einingunum í stærð 70×70 cm / dýpt 30cm og kosta þær núna aðeins 44.900 kr. *litir white, new white og grátt

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982 og fagnar fyrirtækið því í ár 35 ára afmæli sínu. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.