Bookman – nauðsyn til að sjást í myrkrinu

Bookman hentar fyrir alla sem vilja sjá og sjást í myrkri! Bookman býður upp á úrval af smart endurskinsvörum fyrir hjólreiðafólk, göngufólk, hlaupara og alla aðra sem kunna vel að meta útivist og vilja sjást í myrkrinu. Með mikla áherslu á smáatriði, gæði og öryggi hefur Bookman eitt markmið: Að láta alla sjást í umferðinni og koma í veg fyrir slys. Öryggi þarf ekki að vera óspennandi!

Kynntu þér frábært úrval af endurskinsmerkjum fyrir bæði börn og fullorðna eða jafnvel dýr í vefverslun Epal.is

Íslensk-dönsk hönnun frá Cane-line vinnur þýsku hönnunarverðlaunin

Það gleður okkur að tilkynna að Choice stóllinn sem hannaður er af íslensk-danska hönnunarteyminu Welling/Ludvik hefur unnið þýsku hönnunarverðlaunin fyrir framúrskarandi húsgagn.
Choice stóllinn vekur athygli sem fjölhæfur stóll sem hannaður er með glæsileika og sjálfbærni í huga. Skelin er framleidd úr 98% endurunnu PP plastefni og auðvelt er að skipta um áklæði og fætur þar sem ekkert lím er notað, og því hægt að aðlaga Choice að hvaða umhverfi sem er. 

Kynntu þér betur Choice stólinn hér: www.cane-line.com/collections/choice

Jólahreingerning með Humdakin

Jólin eiga að vera uppfull af góðri samveru og ljúffengum mat. Það er eitthvað töfrandi við jólin, en fyrir marga geta þau líka verið stressandi tími. Jólahreingerningin er enn fastur liður í jólaundirbúningi marga, þó misjafnt sé hvaða merkingu sú athöfn hefur fyrir hvern og einn. Að gera allsherjar hreingerningu korter í jól er þó vonandi liðin tíð hjá flestum og við getum átt gleðileg jól án þess að heimilið sé endilega skínandi hreint.

Camilla frá Humdakin lumar þó alltaf á góðum ráðum til að gera þrifin bæði einföld og skemmtilegri.

„Besta ráðið er að gera heimilisþrif sem hluta af okkar daglega lífi. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu frekar en að þrífa allt heimilið í einu því þannig verður verkefnið oft óviðráðanlegra heldur en ef þú heldur heimilinu hreinlegu og snyrtilegu á hverjum degi.“

Vörurnar frá Humdakin eru hannaðar með það í huga að þær séu til sýnis á heimilinu, t.d. við hliðina á eldhúsvaskinum. Þannig virka þær sem dagleg áminning að taka jafnvel snögg eldhúsþrif á meðan maturinn er í ofninum með því að strjúka af yfirborðum.

  • Gerðu jólahreingerninguna ánægjulegri með því að fá fjölskylduna til að taka þátt, því fleiri – því auðveldara. Skipulegðu verkin eftir hverju rými fyrir sig. Best er að kveikja á uppáhalds tónlistinni á meðan.
  • Hreinsaðu út – best er að ganga frá hverjum hlut á sinn stað til að auðvelda aðgengi fyrir þrifin. Byrjaðu á því að ryksuga allt vel og opnaðu út á meðan fyrir ferskt og hreint loft.
  • Ryksugaðu alltaf áður en þú þurrkar af. Ryksugan þyrlar upp ryki þannig að gott er að lofta út á meðan og eftir að þú hefur ryksugað.
  • Haltu heimilinu hreinu með því að þurrka létt af öllu yfirborði 1-2 sinnum í viku.
  • Notaðu Humdakin Universal hreinsinn á gólf og öll yfirborð, ilmurinn er eins og draumur! Notaðu 30 ml af hreinsinum í 5 lítra af volgu vatni. Humdakin vörurnar eru góðar fyrir umhverfið og án aukaefna ásamt parabena.
  • Þvoðu rúmfötin með Humdakin þvottaefni og mýkingarefni – fyrir hreinan, mildan og ferskan ilm. Þú hreinlega verður að prófa þessa! Skiptu um rúmföt að minnsta kosti einu sinni á 14 daga fresti og þvoðu rúmfötin að lágmarki við 60°.
  • Nýjar og fallegar handsápur og handáburður. Humdakin sápurnar og handáburðir eiga það sameiginlegt að vera í fallega hönnuðum umbúðum sem setja punktinn yfir i-ið á baðherberginu eða í eldhúsinu. Hendurnar verða mjúkar og ilmandi.

„Við trúum því að snyrtilegt heimili veiti hugarró og þessvegna hvetjum við frekar til að halda hreinu í stað þess að þrífa.“

Smelltu hér til að skoða vöruúrval Humdakin

Snilldar flokkunartunnur frá Joseph Joseph

Joseph Joseph er eitt af okkar uppáhalds vörumerkjum og hafa þau hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína þar sem þeim hefur tekist á snilldarlegan hátt að sameina notagildi og góða hönnun.

Hér er enn ein snilldin frá Joseph Joseph hönnunarmerkinu sívinsæla en það eru Tota þvottaflokkunarkörfur. Það er bæði auðvelt að flokka þvott og auðvelt að tæma með Tota þvottaflokkunarkörfunni sem til er með tveimur eða þremur hólfum til að aðskilja þvottinn, og er með fjarlægjanlegum taupokum til að tæma þvottinn á áreynslulausan hátt.

Kíktu á úrvalið í vefverslun Epal.is. 

Tæklaðu einnig endurvinnsluna með Totem flokkunartunninni frá Joseph Joseph!

Totem er margnota eldhúsruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundin ruslafata gerir. Efsta hólfið er undir almennt rusl og hægt er að fjarlægja hólfið á einfaldan hátt. Inni í lokinu er bæði loftop og kolefnissía sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ólykt og því þarf ekki að losa hálffullan poka einungis útaf lykt. Margnota skúffa er neðst með færanlegum hólfaskiptingum sem er fullkomið til að aðskilja endurvinnsluna. Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal. 

Nýtt – Bókin „Myndlist á heimilum“

Bókin „Myndlist á heimilum“ sýnir yfir 450 myndlistarverk á 21 heimili á Íslandi. Bókin sem er í stóru broti inniheldur ljósmyndir af listaverkum sem hafa endað á heimilum safnara, listamanna og áhugafólks um myndlist. Hún er hluti af seríu fyrri bóka sem Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir hafa gefið út og byggja á hugmyndinni um heimilið og þeirri persónulegu sköpun sem þar fer fram þegar fólk setur saman umhverfi sitt. Í þessari bók er sjónum beint að heimilinu og myndlistinni og hversu sterk áhrif hún hefur í því að segja sögu fólksins sem þar býr. Í starfi Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurðar Atla Sigurðssonar hjá Y gallery, hafa þau orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast mörgu af þessu fólki og tengja það við myndlistarmenn, en þannig uppgötvuðu þau mörg þeirra einkasafna sem birtast í bókinni.

Nældu þér í eintak í vefverslun Epal eða komdu við í verslunum okkar.

Jólagjafir fyrir börnin frá NoFred

Gefðu gjöf sem endist.

Danska hönnunarmerkið NoFred býður upp á úrval af einstaklega fallegum og vönduðum húsgögnum og smávörum fyrir börn sem hvetja til samveru fjölskyldunnar. Hver vara er hönnuð með það í huga að heilla jafnt fullorðna sem börn og hefur þann eiginleika að falla vel að innréttingum heimilisins, og gerir það að verkum að vörurnar fá sín notið í fleiri rýmum en barnaherberginu einu. Með tímalausa hönnun, óaðfinnanleg gæði og framúrskarandi handverk munu NoFred vörurnar ganga kynslóða á milli.

NoFred fæst í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is

 

Jólaóróinn 2023 frá Georg Jensen

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2023 er fáanlegur í verslunum Epal og kostar 8.350 kr. og er hannaður af Sanne Lund Traberg. Óróanum fylgir bæði hvítur borði ásamt klassískum rauðum borða. Við viljum einnig vekja athygli á því að hægt er að versla jólaóróann tollfrjálst í verslun Epal á Keflavíkurflugvelli.

Smelltu hér til að versla í vefverslun Epal.is

Jólaóróinn 2023

Sofandi dádýr sem hjúfrar sig undir trjágreinar er jólaórói Georg Jensen 2023. Hannaður af Sanne Lund Traberg sem sótti innblástur í töfra árstíðanna. Jólaóróinn er húðaður 18 karata gulli og kemur með tveimur borðum, einum rauðum og öðrum grænum.

30 ára afmælisútgáfa

Á hverju ári gefur Georg Jensen út 30 ára afmælisútgáfu jólaóróans og í ár er endurútgefinn glæsilegur gullhúðaður órói frá árinu 1993 eftir listamanninn Flemming Eskildsen. 30 ára afmælisútgáfan kemur með sérmerktum rauðum borða.

 

 

Nýtt í sælkeradeildinni! Gridelli er girnilegt ítalskt sælkeramerki

Saga þekkta ítalska sælkeramerkisins Gridelli hófst í litla þorpinu San Mauro Pascoli á Ítalíu fyrir um þrjátíu árum síðan.
Gridelli fangar kjarna ósvikinnar ítalskrar matargerðar með áherslu á gæða handvalið hráefni og ekta bragð þar sem hver vara er unnin af ást. Gridelli er frábært sælkeramerki með úrvals lífrænar vörur sem bæði er hægt að nota í matseld og bakstur.
Kannaðu heim Gridelli og dekraðu við þig með sinfóníu bragðtegunda sem mun flytja þig til hjarta Ítalíu.
Buon appetito! Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is

Heimsókn frá Fredericia dagana 16. – 18. nóvember

Dagana 16. – 18. nóvember bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Fredericia.

Ein þekktasta hönnun Børge Mogensen er spænski stóllinn sem hann hannaði fyrir Fredericia árið 1958. Á ferðalagi um Spán kom Børge Mogensen auga á klassískan spænskan stól. Einkennandi voru breiðir armar. Þau einkenni yfirfærði hann síðan á eigin hönnun og þaðan dregur stóllinn nafn sitt. Lág sethæð og breiðir armar eru hugsaðir til þess að ná fram sem bestri hvíld, helst með drykk við hönd.

”My goal is to create items that serve people and give them the leading role. Instead of forcing them to adapt to the items”. – Børge Mogensen.

Einn þekktasti borðstofustóllinn frá Fredericia er J39, eða ,,Folkestolen” sem var fyrst kynntur til sögunnar árið 1947. ,,Einfaldleiki, notagildi og gæði” voru einkunnarorð Børge Mogensen við hönnun J39.

Einn glæsilegasti hægindarstóll frá Fredericia er OX Chair / Uxinn sem hannaður var af Hans J. Wegner árið 1960. Wegner sótti innblástur í abstrakt verk Picasso við hönnun stólsins. Wegner hannaði yfir 500 stóla á starfsævi sinni og var Uxinn einn af hans uppáhaldsstólum.  ”A chair should have no back side. It should be beautiful from all sides and angles”. – Hans J. Wegner.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér heim Fredericia.

Sjáðu jólagjafahandbók Epal – yfir 200 hugmyndir

Hjá Epal finnur þú úrval af jólagjöfum fyrir þá sem standa þér nærri. Skoðaðu jólagjafahandbókina okkar og fáðu hugmyndir að jólagjöfum sem hitta í mark, sjáðu heillandi jólaskreytingar og hver veit nema sitthvað leynist á næstu blaðsíðum sem mun enda undir jólatrénu þínu í ár.

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og bjóðum við upp á hátíðlega jóladagskrá vikurnar fram að jólum, má þar nefna ljúfa jólatóna, bakstur og innblástur að jólaskreytingum. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.

Smelltu á hlekkinn til að skoða jólagjafahandbókina 

 

Þetta og svo miklu meira í Jólagjafahandbók Epal.