NÝTT FRÁ AYTM

Við vorum að taka upp glæsilega sendingu frá AYTM.
AYTM er spennandi danskt vörumerki sem slegið hefur rækilega í gegn frá fyrstu kynningu. AYTM leggur áherslu á glæsilega fylgihluti fyrir heimilið úr góðum gæðum, stíllinn er einfaldur og gler og málmar einkenna vörurnar sem gefur þeim lúxus yfirbragð.
Við fengum fallega gyllta blaðagrind, dásamlega flauel og leðurpúða og margt fleira – kíktu við og sjáðu úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

VIÐHALD HÚSGAGNA: GUARDIAN

Guardian ver húsgögnin þín og viðheldur fegurð þeirra og verðgildi með vörulínum sem eru sérstaklega hannaðar til að verja leður, textíl, við og fleira. Náttúruleg efni eins og leður og við þarf að hugsa vel um og með því að hreinsa og bera á húsgögnin haldast þau falleg um ókomna tíð.

 

Við vorum að bæta við hreinsivörunum frá Guardian og hvetjum ykkur til að kynna ykkur betur þessar gæða vörur. Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf við valið.

Sjá einnig í vefverslun Epal : https://www.epal.is/vorur/husgogn/vidhald-husgagna/

Við mælum einnig með að skoða þetta myndband hér að neðan frá Fritz Hansen sem leiðbeinir varðandi umhirðu á leðurhúsgögnum.

ÁRITUÐ ÚTGÁFA Y-STÓLSINS Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI ÚR ÁLM

Ekki missa af einstöku tækifæri til að eignast áritaða útgáfu Y-stólsins úr álmi sem framleiddur var í takmörkuðu upplagi.

Carl Hansen & Søn fögnuðu afmælisdegi Hans J. Wegner 2. apríl með árituðum Y-stól í takmörkuðu upplagi úr álm. Þetta er í fyrsta sinn sem Y-stóllinn er framleiddur í þessari sterku og fallegu viðartegund.

Allir stólarnir eru áritaðir með undirskrift Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi og með fylgir upprunavottorð.

Þessi einstaka útgáfa af Y stólnum kostar 85.000 kr.-

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

HAMMERSHØI FRÁ KÄHLER

 

Á innan við tveimur árum, hefur Hammershøi línan okkar orðið að nýrri klassík ásamt því að vera í uppáhaldi hjá fjölda viðskiptavina þegar kemur að kaupum fyrir borðhaldið og skrautmuni fyrir heimilið.

Glæsilegar rákir sem einkenna línuna eru innblásnar af upprunalegum verkum þekkta sænska listamannsins Svend Hammershøi sem gerð voru í upphafi 20. aldar á verkstæði Kähler í danska bænum, Næstved.

Sérhver vara í Hammershøi línunni er niðurstaða vandlegra athugana um notagildi hlutanna, staðsetningu ráka, val á réttum litum ásamt heildar jafnvægi á hönnuninni. Á hverjum degi á verkstæði Kähler eru þessi grundvallaratriði samtvinnuð framúrskarandi handverki og góðum gæðum.

Hönnuðurinn á bakvið Hammershøi línuna, Hans-Christian Bauer, tekst meistaralega að hanna nýjar vörur fyrir línuna, og er hver ný vara ítarlega skoðuð með notagildi í huga, staðsetningu ráka og síðast en ekki síst jafnvægi og heildarútlit hönnunarinnar. Þessar sígildu og vandlega hugsuðu rákir mynda andstæðu við mjúkar útlínurnar, sem gefa hönnuninni lífræna eiginleika og jafnvægi sem gerir Hammershøi línunni kleift að samtvinnast annari hönnun einstaklega vel á nútíma heimili.

BRÚÐARGJAFALISTAR Í EPAL

Epal gefur fyrstu gjöfina –

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Á heimasíðu okkar hér að ofan er hægt að setja saman gjafalista á auðveldan hátt en einnig er hægt að koma við í verslunum okkar og fá aðstoð starfsmanns við valið. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl brúðargjöf.

Skráðu brúðargjafalistann í Epal og við gefum væntanlegum brúðhjónum fyrstu gjöfina.

  • Allar vörur frá okkur eru merktar Epal og auðvelt er að skipta þeim ef þess þarf.

OPNUNARTÍMAR UM PÁSKANA

Opnunartímar um páskana eru eftirfarandi,

Skeifan 

13/4       Skírdagur Lokað

14/4       Föstudagurinn langi Lokað

15/4       Laugardagur Lokað

16/4       Páskadagur Lokað

17/4       Annar í páskum Lokað

 

Kringlan

13/4       Opið 13-18

14/4       Föstudagurinn langi Lokað

15/4       Opið 10-18

16/4       Páskadagur Lokað

17/4       Annar í páskum Lokað

 

Laugavegur

13/4       Skírdagur Lokað

14/4       Opið 12-16

15/4       Opið 10-18

16/4       Páskadagur Lokað

17/4       Opið 12-16

 

Harpa

13/4       Opið 12-16

14/4       Föstudagurinn langi Lokað

15/4       Opið 11-16

16/4       Páskadagur Lokað

17/4       Opið 12-16

PÁSKARNIR MEÐ LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW

Páskalakkrísinn 2017 frá Lakrids by Johan Bülow er einstaklega ljúffengur og er eitthvað sem lakkrísunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Í ár kemur páskalakkrísinn í tveimur ólíkum tegundum, EGG inniheldur mjúkan lakkrís, silkimjúkt svissneskt ‘dulce de leche’ súkkulaði og lakkrísduft sem kitlar bragðlaukana. EASTER inniheldur sætan og mjúkan lakkrís sem velt hefur verið upp úr dökku lúxus súkkulaði og súru ástaraldin dufti. Einstaklega ljúffengur og bragðgóður lakkrís.

EGG og EASTER fást í hefðbundum umbúðum ásamt sérstökum páskaeggjum sem við hvetjum áhugasama um að hafa hraðar hendur enda aðeins örfá eintök eftir.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.

 

NÝTT FRÁ MONTANA FYRIR BAÐHERBERGI & ANDDYRI

Nýtt frá Montana, 

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982 og fagnar fyrirtækið því í ár 35 ára afmæli sínu. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

Við vorum að setja upp glæsilegar sýningareiningar í verslun okkar í Epal Skeifunni þar sem hægt er að skoða nýjungar frá Montana fyrir baðherbergi og anddyri.

Baðherbergjalína Montana:

Óendanlegir möguleikar, fjölbreytni, frábær virkni og falleg smáatriði er það sem einkennir nýja baðherbergjalínu Montana sem auðveldlega er hægt að sérsníða að þínum óskum og útkoman verður einstakt og persónulegt baðherbergi. Innrétting, vaskur og spegill koma mörgum ólíkum stærðum og hentar því bæði fyrir stór og lítil baðherbergi. Hægt er að velja um 12 stærðir á baðvaska einingum, 10 geymsluhirslur og 9 spegla sem öll fást í 42 ólíkum litum og því ættu allir að geta eignast sitt drauma baðherbergi.

Endalaust úrval af Montana fyrir anddyri

Innréttaðu fallegt og persónulegt anddyri sem tekur hlýlega á móti öllum þínum gestum. Speglar, bekkir, hillur, skúffur, snagar og fleira sem skapar afslappað umhverfi þegar að öll fjölskyldan þarf að koma sér út á morgnanna og einnig sem tekur vel vel á móti þér eftir langan dag. Montana innréttingar er hægt að sérsníða eftir þínum óskum og þörfum svo það passi fullkomnlega fyrir þitt heimili.


Vertu velkomin til okkar í Epal Skeifunni og skoðaðu glæsilegan Montana sýningarsal og fáðu ráðgjöf.

Við minnum einnig á frábær afmælistilboð á vinsælum Montana einingum, sjá meira á Epal blogginu hér.

HÖNNUNARMARS Í EPAL: ÍSLENSK SAMTÍMAHÖNNUN VIII – Textílhönnun

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Meðal þess sem er til sýnis er áttunda sería frímerkjanna “íslensk samtímahönnun” eftir Örn Smára sem fjallar í ár um íslenska textílhönnun. Frímerkin sýna hönnun eftir þær Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur. Höfundar textílsins hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningur fyrir hönnun sína í gegnum tíðina.

BRYNDÍS BOLLADÓTTIR

Auga/Kúla – Hljóðlausn

Bryndís útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 1999 og hefur sérhæft sig frá árinu 2009 í að byggja upp skúlptúrform sem jafnframt hafa notagildi og hefur í þeim tilgangi fengið alþjóðlegar vottanir fyrir hljóðdempandi virkni verka sinna. Bryndís hefur sýnt og selt verk sín til allra Norðurlandanna sem og fjölmargra Evrópulanda.

RAGNA FRÓÐA

Fjallgarður – Heimilistextíll

Ragna lærði fata- og textílhönnun í París og á Íslandi og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og styrki fyrir hönnun sína. Undanfarin ár vann Ragna í New York hjá einu þekktasta tískuspádómsfyrirtæki heims. Ragna býr núna á Íslandi og vinnur að eigin hönnun, auk þess sem hún er deildarstjóri Textíldeildar Myndlistarskólans í Reykjavík.

VÍK PRJÓNSDÓTTIR

Verndarhönd – Trefill

Vík Prjónsdóttir er samstarfsverkefni hönnuða en markmið þess er að efla vöruþróun á sviði ullar- og prjónaiðnar. Hönnuðirnir heillast af sagnahefð og hegðun náttúrunnar.
Þeir eru Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Fyrirtækið hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar og vörurnar verið sýndar á sýningum erlendis.

ANÍTA HIRLEKAR

Vor/Sumar 2016 – Tískulína

Anita útskrifaðist með MA-gráðu í fatahönnun 2014 frá Central Saint Martins listaháskólanum í London. Hugmyndafræði Anítu snýst um að sameina handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Hún var valin sem ein af fjórum mest framúrskarandi alþjóðlegum hönnuðum árið 2015 í Bretlandi. Aníta hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir hönnun sína.

 

HÖNNUNARMARS Í EPAL: IHANNA HOME

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman.

HOME BAGS er ný vörulína sem samanstendur af 3 stærðum af fjölnota körfum í mismunandi útfærslum. Körfurnar eru unnar úr 100% endurunnu plasti og með leður handföngum. Þessi vörulína er samstarfsverkefni IHANNA HOME og finnska fyrirtækisins Vilikkala en eigendur þessara fyrirtækja hafa verið vinir síðan á unglingsárum og hefur lengi dreymt um að vinna að sameiginlegu verkefni.

Home bag er m.a. gagnlegt fyrir:

  • Leikföng
  • Prjónadót
  • Plöntur
  • Tau
  • Eldivið
  • Handlkæði

Og margt margt fleira,

 

BUBBLES mynstrið er nýtt og nýjar vörur sem falla undir það eru viskustykki og servíettur sem verður fáanlegt hvort í sínu lagi en einnig sem gjafasett. Hugmynd að mynstrinu er fengin út frá sápukúlumynstri sem myndast við uppvask.


Barnarúmföt er nýjung frá IHANNA HOME og verður fáanlegt í 3 útfærslum; Dots mynstrinu í hvítum með svörtum doppum og Mountains mynstrinu í bleikri og blárri útfærslu. Barnarúmfötin koma í sætum “leikfimipokum.” Stærðin er 100×140 cm ásamt koddaveri 45×40 cm. Sængurverunum er lokað með rennilás.

 

 

SENTIMENT værðarvoð er viðbót við værðarvoðalínuna sem er nú þegar fáanleg frá IHANNA HOME. Værðarvoðin er 130 cm x 180 cm að stærð og framleitt úr 88% ull og 12% bómll sem gerir hana hlýja en mjúka í senn.

Hugmyndin að munstrinu Sentiment kemur út frá því tilfinningalega gildi sem fólk myndar til sumra hluta sem fylgja þeim í gegnum lífið.