HÖNNUNARMARS Í EPAL : MARGRETHE ODGAARD

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hönnuðurinn Margrethe Odgaard notar vefnað sem grundvöll í sína hönnun. Með því að hugsa með höndunum er nálgun hennar á sama tíma listræn, áþreifanleg og vel úthugsuð. Odgaard notast bæði við ljóðræn og samræmd mynstur og liti og er hún stöðugt í leit að ferskum leiðum til að nýta lit og mynstur í vefnað sem er einkennandi fyrir öll hennar verk. Hennar listræna sýn er knúin áfram af þrá hennar fyrir sköpun þar sem þekking, hugmyndir og kunnátta eru í forgrunni.

 „Mitt íslenska verk samanstendur af tveimur vörum, sem hvort um sig er nefnt eftir stöfum úr stafrófinu. Púðinn heitir Ástvin, sem er íslenskt karlmannsnafn og merking þess er „kær vinur“. Teppið heitir eftir kvenmanns nafninu Brynja, það er þykkt, mjúkt og notalegt til að kúra með og halda á sér hita. Þetta er samstarfsverkefni mitt með EPAL og er hugmynd þeirra að kynna reglulega nýjar vörur sem gerðar eru úr íslenskri ull. Næsta vara mun byrja á stafnum C.“

HÖNNUNARMARS Í EPAL: ANNA ÞÓRUNN

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Sýnendur eru: Anna Thorunn, Ihanna Home, Margrethe Odgaard, Marý, Hring eftir hring, Sigurjón Pálsson og Vík Prjónsdóttir.
Ásamt sýningunni Íslensk samtímahönnun á frímerkjum. Textílhönnun eftir Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur er viðfangsefni áttundu frímerkjaútgáfu Póstsins í seríunni Íslensk samtímahönnun. Frímerkin sem eru hönnuð af Erni Smára verða sýnd í stækkaðri mynd ásamt hlutunum sem prýða þau.

 

Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður frumsýnir stóllinn By 2 sem gerður var í samvinnu við eiginmann hennar Gian Franco Pitzalis. Ásamt blómavasanum Prosper sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa, og borðspegli og skartgripahirslunni Insight sem gerður er úr grænum marmara.

INSIGHT : “Þríhyrningsformið á sér víðtaka merkingu í hinum efnislega sem og andlega heimi.Formið gefur frá sér innra rými óendanleikans sem kallar á að við skoðum okkur sjálf og gefum okkur rými til að vera.”

PROSPER : “Er blómavasi sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa. Lok með fáeinum götum þekur yfirboð vasans og gefur með því tilfinningu líkt og blóm sé að vaxa upp úr moldinni.Frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann sem gefur blóminu styrk að standa eitt og sér. Einnig er hægt að nota vasann á loks og verður hann þar af leiðandi eins og hver annar vasi.”

Myndir : Kristinn Magnússon

HÖNNUNARMARS Í EPAL: MARÝ

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Marý Ólafsdóttir vöruhönnuður býr og starfar í Stokkhólmi. Aðaláherslur Marý sem hönnuður er að hvetja fólk til umhugsunar á umhverfinu og sýna því aukna virðingu. Þar af leiðandi er hver vara hönnuð með það í huga og með áherslu á sjálfbærni, náttúrlegan efnivið og hefur hver vara sögu að segja. Sjá nánar:​ ​www.mary.is

Keilir er handgerð skopparakringla sem hvetur til leiks hjá ungnum sem öldnum. Hún minnir á náttúruna, ýtir undir einfaldleikann og kyrrðina sem felst í að njóta augnabliksins. Einkenni skopparakringlunnar er að börkur trésins er skilinn eftir á ystu rönd hennar. Handverkið og uppruni efnisins verður áberandi fyrir vikið og nálægðin eða tilfinningin fyrir efninu verður sterkari. Skopparakringlan er rennd úr íslensku birki frá Kjarnaskógi og Hallormsstaðarskógi af 79 ára gömlum handverksmanni vestur af fjörðum.

Keilir er fyrsta verkefnið úr nýrri línu sem ber heitið Heima, en verkefnið gengur út á samstarf hönnuða, handverksfólks og lítilla framleiðsluaðila á Íslandi. Allar vörurnar eru unnar úr íslenskum náttúrulegum hráefnum. Hvert verkefni sækir innblástur í Íslenska náttúru og lifnaðarhætti með ferskri nálgun.

HÖNNUNARMARS Í EPAL: SIGURJÓN PÁLSSON

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

EPAL kynnti Hænuna eftir Sigurjón Pálsson.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole– en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „Shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.

Um Hænuna segir:

„Frá því að maðurinn hóf akuryrkju hefur hænan fylgt honum og verið ómissandi þáttur í lífi hans. Ómögulegt er að hugsa sér lífið án hennar, því þótt mildilegt gaggið heyrist ekki í þéttbýli lengur, né ábúðarfullt gal hanans á morgnana, þá finnum við fyrir notalegri návist hennar með því sem hún leggur okkur til dag hvern.

Þessi huggulegi fugl sem áður fyrr einkenndi hvert heimili með nærveru sinni og iðjusemi: taktöstu goggi eftir æti í næsta umhverfi þess, launaði öryggið sem vinskapurinn við fjölskylduna veitti henni, með fæðuöryggi. Enn þann dag í dag gætir nærveru hennar í híbýlum okkar og veitir sömu notalegu hughrifin.

Hænan fæst í Epal og kostar 5.900 kr.-

 

HÖNNUNARMARS Í EPAL: HRING EFTIR HRING

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hring eftir hring er íslenskt skartgripafyrirtæki sem var stofnað árið 2009 í kjölfar þess að Steinunn Vala, einn af eigendum Hring eftir hring, skapaði Laufahringinn sem naut mikilla vinsælda hér heima. Frá þeim tíma hafa fleiri skartgripalínur litið dagsins ljós, hannaðar af Steinunni Völu sem og öðrum hönnuðum, listamönnum og handverksfólki. Þennan HönnunarMars sýnir Hring eftir hring Flugur sem eru hugarsmíði Steinunnar Völu og Helgu Páleyjar myndlistakonu. Þar á meðal má finna hálsmen úr glerperlum, fjöðrum og þræði sem eru innblásin af þeim gjörningi þegar manneskja veiðir fisk. Einhverjir gætu séð móta fyrir gapandi munni fisksins og beitu veiðimannsins í hálsmenunum.

Skartgripalínan sem nú er sýnd í Epal er í raun viðbót og spuni upp úr skartgripalínu sem Hring eftir hring hefur þegar kynnt til leiks og sett á markað og heitir Flugur. Flugurnar eru handhnýttar á sama hátt og veiðiflugur og bera hver um sig eigið nafn og sinn eiginleika, enda einstakar hver og ein, eins og hver og einn.

HÖNNUNARMARS Í EPAL: VÍK PRJÓNSDÓTTIR

Hönnunarmars í Epal hefst í dag, miðvikudaginn 22.mars með opnunarhófi á milli kl.17-19 í verslun okkar í Skeifunni.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Sýnendur eru: Anna Thorunn, Ihanna Home, Margrethe Odgaard, Marý, Hring eftir hring, Sigurjón Pálsson og Vík Prjónsdóttir.
Ásamt sýningunni Íslensk samtímahönnun á frímerkjum. Textílhönnun eftir Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur er viðfangsefni áttundu frímerkjaútgáfu Póstsins í seríunni Íslensk samtímahönnun. Frímerkin sem eru hönnuð af Erni Smára verða sýnd í stækkaðri mynd ásamt hlutunum sem prýða þau.

 

´Við kynnum stolt samstarfsverkefni EPAL og Vík Prjónsdóttur

Vík Prjónsdóttir er án efa eitt af þeim spotafyrirtækjum í íslenskri hönnun sem best hafa ávaxtað sitt pund. Fyrirtækið varð til árið 2005 sem samvinnuverkefni um ullariðnað, tengt Víkurprjóni, mikilvirkri prjónastofu í Mýrdal. Upphaflega voru aðstandendur fimm talsins, en nú er fyrirtækið rekið af hönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur.

Frá upphafi einsetti Vík Prjónsdóttir sér að hanna og framleiða óhefðbundnar gæðavörur úr bestu íslensku ull sem fáanleg er hverju sinni, í samvinnu við helstu framleiðendur í ullariðnaði á landinu. Hefur samstarf fyrirtækissins við prjónastofuna Glófa ehf. við Ármúla verið sérstaklega farsælt. Í seinni tíð hefur fyrirtækið einnig unnið náið með erlendum aðilum, bæði hátæknivæddum prjónastofum og framsæknum textílhönnuðum. Þar má nefna japanska hönnuðinn Eley Kishimoto og sænsku listakonuna Petra Lilja. Afrakstur þeirra samvinnu hefur reglulega komið fyrir augu almennings á Hönnunarmarsi í Reykjavík.

Sérstaða Víkur Prjónsdóttur felst ekki einasta í staðföstum trúnaði fyrirtækisins við það sjálfbæra og einstaka hráefni sem íslenska ullin er, heldur í því hvernig hönnuðir þess hafa notað bæði náttúru landsins og þjóðsagnaarf í þróun ullarvöru af ýmsu tagi, vöru sem er allt í senn þénug, litrík og smellin. Flestir landsmenn þekkja nú værðarvoðir fyrirtækisins sem hægt er að íklæðast, lambhúshetturnar með yfirskegginu, vettlinga sem byggðir eru á selshreifum og slár í formi fuglsvængja.

 

Vörur Víkur Prjónsdóttur hafa vakið athygli á hönnunartengdum samkomum víða um lönd og hér heima hafa þær hlotið margar viðurkenningar.

Nú hafa orðið nokkur tímamót á tiltölulega stuttum æviferli Víkur Prjónsdóttur, því EPAL hefur ákveðið að styðja við þá þróunarvinnu sem unnin er innan vébanda fyrirtækisins og framtíðaráform þess, ekki með eignarhaldi eða beinum fjárhagsstuðningi, heldur með því að gerast sérstakur bakhjarl þess.

Í því felst að EPAL mun búa Vík Prjónsdóttur fast sess í öllum verslunum sínum, auglýsa það til jafns við helstu vörur sem það hefur umboð fyrir, og halda merki þess sérstaklega á lofti í öllum kynningum á íslenskri hönnun, heima og erlendis.

Á HönnunarMars í Epal verða kynntar Verndarhendur í splunkunýjum litum ásamt því að Verndarhendur prýða eitt af fjórum frímerkjum í seríunni Íslensk samtímahönnun á frímerkjum:


FALLEG HÖNNUN MENU Í EPAL

Menu er danskt hönnunarmerki sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1979 og er það í dag eitt fremsta hönnunarmerki dana. MENU vinnur með sumum af hæfileikaríkustu hönnuðum heims í dag og leggur MENU áherslu á að framleiða hönnun í miklum gæðum. Menu framleiðir bæði klassíska og nútímalega hönnun og njóta vörur þeirra mikilla vinsælda á skandinavískum heimilum og fer þar fremst í flokki POV kertastjakarnir frægu. Í ár eru væntanlegar margar nýjungar, vörurnar eru eins og áður í minimalískum stíl og eru náttúruleg efni í forgrunni.
Við vorum að fá nýja lampa frá MENU sem heita JWDA og er hannaður af sænska arkitektnum og hönnuðinum Jonas Wagell.
Carrie er einnig nýr lampi frá MENU sem hannaður er af NORM arkitektum.

Hér að neðan má sjá brot af vöruúrvali MENU,


Hægt er að sérpanta allar vörur frá MENU, kíktu á úrvalið á vefsíðu þeirra MENU.AS

LOKSINS Á ÍSLANDI – NOMI BARNASTÓLLINN!

Loksins á Íslandi, Nomi!

Eftirsótti Nomi stóllinn er hannaður af engum öðrum en Peter Opsvik sem þekktastur er fyrir hönnun sína á einum þekktasta barnastól í heiminum í dag, Tripp Trapp.

Tripp Trapp stólinn hannaði Opsvik fyrir dóttur sína árið 1972 en Nomi stólinn hannaði hann hinsvegar fyrir barnabarn sitt og byggði þá á áratuga reynslu, þekkingu og prófunum á Tripp Trapp með það í huga að hanna besta og öruggasta barnastól í heimi, jafnt í útliti sem notagildi. Svo virðist sem ætlun hans hafi tekist því Nomi stóllinn er dásamaður af öllum sem hann prófa og hefur stóllinn hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar.

Nomi stólinn er hægt að nota strax frá fæðingu barns með sérstöku ungbarnasæti sem dugar til ca. 6 mánaða aldurs. Því er síðan skipt út fyrir barnasæti þar til barnið er orðið nægilega stórt að það þurfi ekki auka stuðning og geti klifrað í og úr stólnum án hjálpar. Nomi stóllinn hentar án aukahluta fyrir barnið fram yfir unglingsárin.

Nomi hefur verið prófaður samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og kemur best út af öllum öðrum barnastólum. Viðurinn í stólnum er samkvæmt alþjóðlegum FSC stöðlum á meðan að plast partarnir eru gerðir úr endurunnu plasti (polypropylene) án parabena og þala sem talin eru geta verið skaðleg ungum börnum.

Margverðlaunaður stóll

Nomi hlaut virtu RED DOT hönnunarverðlaunin árið 2014 í flokknum “Best of the best”. Niðurstöðu dómara má lesa hér að neðan,

»In the world of children’s furniture, Nomi is an exception. The simplicity and aesthetic appeal of this high chair are impressive. It demonstrates a completely new use of form, free of the usual clichés of shape. Based on a well thought-out functional concept, this chair is easy to adjust and grows along with the children. In addition to its thorough flexibility it also offers a high level of safety

Foreldravænn stóll

Nomi er einnig góðar fréttir fyrir foreldra! Stóllinn er léttur og vegur ekki nema 5 kg sem gerir auðvelt fyrir að færa hann til um heimilið. Eða hengja hann á borðið þegar gólfið er þrifið. Litlir gúmmí hnappar undir stólnum koma í veg fyrir að borðið rispist og það er einfalt og fljótlegt að þrífa Nomi með rökum klút.

Hægt er að hanna þinn stól frá grunni, – velja úr mörgum litum fyrir bak og sessu, uppistöðu er hægt að fá svarta, hvíta, natur og hnotu, ásamt því að bæta við ungbarnasæti, bólstri, bakka og beisli. Allt til að Nomi stóllinn passi vel við heimilið og henti stíl fjölskyldunnar.

Verð er frá 29.300 kr. án aukahluta.

Sjá enn fleiri upplýsingar hjá Evomove framleiðanda Nomi.





NÝTT & LJÚFFENGT: MALLOWS SYKURPÚÐAR

Við kynnum nýja og spennandi vörulínu í Epal sem ber heitið The Mallows, ljúffengir sykurpúðar sem koma í 6 ólíkum bragðtegundum. Við þekkjum öll gæða lakkrísvörurnar frá Lakrids by Johan Bülow sem við í Epal keppumst við að dásama og núna fetar systir Johan Bülow, hún Emma Bülow í hans fótspor og kynnir á markað The Mallows sykurpúðana.

The Mallows gefa bragðlaukunum þínum einstaka upplifun, þeir eru dúnmjúkir að bíta í, lífrænir og gerðir úr besta mögulega hráefninu. Af 6 ólíkum bragðtegundum koma 3 hjúpaðir í lúxus súkkulaði og eru sykurpúðarnir einnig ljúffengir grillaðir sem kemur líklega fáum á óvart.

Bragðtegundirnar eru: Vanillu, Berjabragð, “Súr” með límónum og sítrónu, og þeir súkkulaðihúðuðu eru: banana og súkkulaði, lakkrís með súkkulaði, vanillu og karamellu ásamt mjólkursúkkulaði.

Hver bragðtegund eru myndskreytt skemmtilegum fígúrum sem öll hafa sinn karakter og deila mikilli ást á sykurpúðum. Þær heita The Mallows og eiga að lýsa sögunni og tilfinningunni sem er á bakvið hverja tegund af sykurpúðum. Hittu “The Mallows” hér.

Mallows sykurpúðarnir kosta 1.200 kr. venjulegir, og 1.700 kr. með súkkulaði.


 



Emma Bülow er ekki nema 23 ára gömul og hefur nú þegar stofnað stórveldi ef henni tekst að feta í fótspor bróður síns sem við höfum mikla trú á. Sykurpúðarnir eru einstaklega bragðgóðir og spennandi sælgæti sem erfitt er að standast.

MONTANA EININGAR Á TILBOÐI

Við bjóðum núna upp á frábært afmælistilboð á vinsælu Montana einingunum í stærð 70×70 cm / dýpt 30cm og kosta þær núna aðeins 44.900 kr.

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982 og fagnar fyrirtækið því í ár 35 ára afmæli sínu. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.