LOKSINS Á ÍSLANDI – NOMI BARNASTÓLLINN!

Loksins á Íslandi, Nomi!

Eftirsótti Nomi stóllinn er hannaður af engum öðrum en Peter Opsvik sem þekktastur er fyrir hönnun sína á einum þekktasta barnastól í heiminum í dag, Tripp Trapp.

Tripp Trapp stólinn hannaði Opsvik fyrir dóttur sína árið 1972 en Nomi stólinn hannaði hann hinsvegar fyrir barnabarn sitt og byggði þá á áratuga reynslu, þekkingu og prófunum á Tripp Trapp með það í huga að hanna besta og öruggasta barnastól í heimi, jafnt í útliti sem notagildi. Svo virðist sem ætlun hans hafi tekist því Nomi stóllinn er dásamaður af öllum sem hann prófa og hefur stóllinn hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar.

Nomi stólinn er hægt að nota strax frá fæðingu barns með sérstöku ungbarnasæti sem dugar til ca. 6 mánaða aldurs. Því er síðan skipt út fyrir barnasæti þar til barnið er orðið nægilega stórt að það þurfi ekki auka stuðning og geti klifrað í og úr stólnum án hjálpar. Nomi stóllinn hentar án aukahluta fyrir barnið fram yfir unglingsárin.

Nomi hefur verið prófaður samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og kemur best út af öllum öðrum barnastólum. Viðurinn í stólnum er samkvæmt alþjóðlegum FSC stöðlum á meðan að plast partarnir eru gerðir úr endurunnu plasti (polypropylene) án parabena og þala sem talin eru geta verið skaðleg ungum börnum.

Margverðlaunaður stóll

Nomi hlaut virtu RED DOT hönnunarverðlaunin árið 2014 í flokknum “Best of the best”. Niðurstöðu dómara má lesa hér að neðan,

»In the world of children’s furniture, Nomi is an exception. The simplicity and aesthetic appeal of this high chair are impressive. It demonstrates a completely new use of form, free of the usual clichés of shape. Based on a well thought-out functional concept, this chair is easy to adjust and grows along with the children. In addition to its thorough flexibility it also offers a high level of safety

Foreldravænn stóll

Nomi er einnig góðar fréttir fyrir foreldra! Stóllinn er léttur og vegur ekki nema 5 kg sem gerir auðvelt fyrir að færa hann til um heimilið. Eða hengja hann á borðið þegar gólfið er þrifið. Litlir gúmmí hnappar undir stólnum koma í veg fyrir að borðið rispist og það er einfalt og fljótlegt að þrífa Nomi með rökum klút.

Hægt er að hanna þinn stól frá grunni, – velja úr mörgum litum fyrir bak og sessu, uppistöðu er hægt að fá svarta, hvíta, natur og hnotu, ásamt því að bæta við ungbarnasæti, bólstri, bakka og beisli. Allt til að Nomi stóllinn passi vel við heimilið og henti stíl fjölskyldunnar.

Verð er frá 29.300 kr. án aukahluta.

Sjá enn fleiri upplýsingar hjá Evomove framleiðanda Nomi.





NÝTT & LJÚFFENGT: MALLOWS SYKURPÚÐAR

Við kynnum nýja og spennandi vörulínu í Epal sem ber heitið The Mallows, ljúffengir sykurpúðar sem koma í 6 ólíkum bragðtegundum. Við þekkjum öll gæða lakkrísvörurnar frá Lakrids by Johan Bülow sem við í Epal keppumst við að dásama og núna fetar systir Johan Bülow, hún Emma Bülow í hans fótspor og kynnir á markað The Mallows sykurpúðana.

The Mallows gefa bragðlaukunum þínum einstaka upplifun, þeir eru dúnmjúkir að bíta í, lífrænir og gerðir úr besta mögulega hráefninu. Af 6 ólíkum bragðtegundum koma 3 hjúpaðir í lúxus súkkulaði og eru sykurpúðarnir einnig ljúffengir grillaðir sem kemur líklega fáum á óvart.

Bragðtegundirnar eru: Vanillu, Berjabragð, “Súr” með límónum og sítrónu, og þeir súkkulaðihúðuðu eru: banana og súkkulaði, lakkrís með súkkulaði, vanillu og karamellu ásamt mjólkursúkkulaði.

Hver bragðtegund eru myndskreytt skemmtilegum fígúrum sem öll hafa sinn karakter og deila mikilli ást á sykurpúðum. Þær heita The Mallows og eiga að lýsa sögunni og tilfinningunni sem er á bakvið hverja tegund af sykurpúðum. Hittu “The Mallows” hér.

Mallows sykurpúðarnir kosta 1.200 kr. venjulegir, og 1.700 kr. með súkkulaði.


 



Emma Bülow er ekki nema 23 ára gömul og hefur nú þegar stofnað stórveldi ef henni tekst að feta í fótspor bróður síns sem við höfum mikla trú á. Sykurpúðarnir eru einstaklega bragðgóðir og spennandi sælgæti sem erfitt er að standast.

MONTANA EININGAR Á TILBOÐI

Við bjóðum núna upp á frábært afmælistilboð á vinsælu Montana einingunum í stærð 70×70 cm / dýpt 30cm og kosta þær núna aðeins 44.900 kr.

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982 og fagnar fyrirtækið því í ár 35 ára afmæli sínu. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.


VALDAR MOTTUR FRÁ LINIE DESIGN Á 30-50% AFSLÆTTI

Við vorum að setja valdar mottur frá Linie Design á 30-50% afslátt og er verð á mottunum frá 14.000 kr.-
Mottan sem sjá má á mynd er ein vinsælasta mottan frá Linie Design, Century og er nú á 50% afslætti og kostar nú frá 62.500 kr. (140×200).
Kíktu á úrvalið í Epal Skeifunni.

Linie Design er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 1980 og sérhæfir sig í hönnun, þróun og heildsölu á handgerðum mottum úr hágæða efnum. Í dag er Linie Design stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Norður-Evrópu.

Linie Design vinna mikið með hefðir, bæði þegar kemur að norrænni hönnun en einnig þegar kemur að einstöku handverki. Allar motturnar eru hannaðar af hæfileikaríkum Skandinavískum hönnuðum og handgerðar af Indverskum handverskmeisturum sem hafa fullkomnað sitt handverk í gegnum margar kynslóðir.

Við bjóðum upp á gott úrval af mottum frá Linie Design og einnig er hægt að sérpanta. Allt úrvalið má sjá á vefsíðu þeirra liniedesign.com ásamt því að hægt er að skoða gott úrval í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni 6.

NÝTT Í EPAL: ANGAN HÚÐVÖRUR

Við vorum að taka inn nýtt merki hjá okkur í Epal, ANGAN sem er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki.

“Markmiðið er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan angan. Fyrstu tvær vörurnar frá ANGAN eru byggðar á íslensku sjávarsalti sem fellur út í sjálfbærri saltframleiðslu og er einstaklega steinefnaríkt.”

Vörumerkið er skapað af vinkonum, arkitekt og vöruhönnuði sem deila sýn á fullnýtingu náttúrulegra hráefna ásamt því að hvetja til vitundarvakningar á eiginleikum þeirra. Markmið þeirra er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan ilm og trúa þær því að náttúran hafi allt það sem þarf til að búa til bestu húðvörur sem völ er á.

Íris Ósk Laxdal og Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack stofnendur ANGAN.

Myndir: Gunnar Sverrisson

Fyrstu vörurnar frá ANGAN eru þarabaðsalt og saltskrúbbur og verða báðar vörur til sölu í Epal.

ÞARABAÐSALT – 300 gr

“Í þarabaðsaltinu notum við sjálfbært og steinefnaríkt sjávarsalt ásamt handtýntu bóluþangi sem er þurrkað með jarðvarma. Bóluþangið inniheldur mikið af andoxunar- efnum, steinefnum og slímefnum sem mýkja húðina. Saltið dregu úr bólgum, eykur blóðflæðið og er djúphreinsandi.

Bætið handfylli af baðsalti í heitt bað og látið leysast upp. Njóttu einstakrar slökunar fyrir bæði líkama og sál.”

 

SALTSKRÚBBUR með fjallagrösum – 300gr

“Í saltskrúbbnum notum við sjálfbært íslenskt sjávarsalt ásamt fjallagrösum sem eru handtýnd víðs vegar um landið. Fjallagrösin hafa bakteríudrepandi eiginleika, eru mýkjandi og græðandi. Einnig eru lífrænar olíur gefa húðinni einstaka mýkt og raka.

Notið handfylli og nuddið blöndunni varlega inn í húðina með hringlaga hreyfingu í átt að hjarta. Forðast sár. Skolið af með volgu vatni.”

SNILLDAR GARDÍNUKERFI EFTIR BOUROULLEC BRÆÐUR

Tilbúnu gardínurnar “Ready made curtain” frá Kvadrat hannaðar af heimsþekktu bræðrunum Ronan og Erwan Bouroullec gerir auðveldara að setja upp fallegar gardínur án mikils umstangs. Gardínurnar fást í 16 ólíkum hágæðatextíl frá Kvadrat í nokkrum litum og hægt er að velja um milli festinga í fjórum ólíkum litum. Þú velur þína samsetningu sem hentar þínum persónulega smekk.

Það hefur aldrei verið auðveldara að setja upp gardínur, þær eru einfaldlega klemmdar upp og þarf ekki að falda!

Verð er frá 30.500 kr, kíktu við á úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

Einfaldar og hrikalega flottar!

TILBOÐ Á EJ 220 SÓFUM & HANS J. WEGNER RUGGUSTÓL

Við bjóðum reglulega upp á góð tilboð á vinsælum húsgögnum og að þessu sinni eru m.a. í gangi tilboð á sófa frá Erik Jørgensen ásamt J16 ruggustól Hans J. Wegner.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6.áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda.

 

J16 ruggustóllinn er algjör klassík á meðal margra ruggustóla sem Hans J. Wegner hannaði á sínum ferli. Ruggustóllinn var kynntur af FDB Furniture húsgagnaframleiðandanum árið 1944 og hefur verið í framleiðslu síðan þá en í dag er hann framleiddur af Fredericia.

 

 

Verið velkomin í verslun okkar í Epal Skeifunni 6 og sjáið úrvalið.

VINSÆLASTA VARAN: POPPSKÁLIN

Ein af okkar uppáhaldsvörum þessa dagana og jafnframt ein sú vinsælasta er poppskálin frá Joseph Joseph sem kostar aðeins 3.100 kr.

Ef þig hefur langað til að prófa þig áfram með heimatilbúið poppkorn og nýjar bragðtegundir þá er þessi poppskál tilvalin! Skálin sem er gerð úr sílikoni þolir vel háan hita og er gerð fyrir örbylgjuofna og kemur með loki sem er notað til að hrista út poppbaunir sem gætu hafa orðið eftir.

Það er ekki aðeins orðið einfaldara að bæta við innihaldsefnum að eigin vali heldur er það einnig hollara en popp sem keypt var í búð þar sem ekki þarf að bæta við olíu eða smjöri.

 

Klárlega hin fullkomna skál fyrir sjónvarpskvöldin með fjölskyldunni!

INNBLÁSTUR FRÁ DESIGN LETTERS

Danska merkið Design Letters sendir reglulega frá sér fallegar myndir af vöruúrvali sínu sem gefa góðar hugmyndir. Epal er stoltur söluaðili Design Letters sem slegið hafa rækilega í gegn á Íslandi.

Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal með því að smella HÉR.

VALENTÍNUSARDAGURINN 2017

Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu Valentínusargjöf handa ástinni þinni þá eigum við til mikið úrval af fallegum tækifærisgjöfum. Fyrst og fremst er það LOVE lakkrísinn sjálfur frá Lakrids by Johan Bülow sem er ómótstæðilega góður og ekki skemmir fyrir hversu fallega hannaðar umbúðirnar eru. Í ár er lakkrísinn til í hefðbundnu stærðunum, stór og lítill ásamt fallegri öskju “20 kisses” sem inniheldur 20 litla poka sem fylltir eru með sitthvorum LOVE lakkrís molanum, tilvalið til að deila með ástinni sinni.

LOVE lakkrísinn er í ár annarsvegar súkkulaði og hindberjahúðaður chili lakkrís (dökkt súkkulaði) og hinsvegar sólberja og súkkulaðihúðaður sætur lakkrís (hvítt súkkulaði). Báðir eru einfaldlega ómótstæðilega góðir og við mælum með að smakka báðar tegundir, þú verður ekki svikin/n!