LOUIS POULSEN KYNNIR NÝTT LJÓS: ABOVE

Louis Poulsen kynnir Above sem er nýtt ljós hannað af danska hönnuðinum Mads Odgård.

Above veitir þægilega birtu og keilulaga form þess ásamt möttu hvítlökkuðu innvolsi hjálpar til við að dreifa birtunni jafnt. Above er einfalt og elegant ljós sem mun njóta sín vel á heimilum sem og í opinberum rýmum.

NÝTT FRÁ MONTANA: PANTON WIRE GOLD

Verner Panton hannaði Panton Wire hilluna árið 1971. Danski hönnunarframleiðandinn Montana heiðrar núna heimsþekkta danska hönnuðinn og framleiðir Wire í takmarkaðri gylltri útgáfu. Gyllta útgáfan hefði án efa glatt mikið einn litríkasta hönnuð allra tíma, Verner Panton.

Náinn vinskapur þeirra Verner Panton og Peter J. Lassen stofnanda Montana er mörgum kunnur, og kemur því ekki á óvart að Montana vilji heiðra hönnuðinn með því að bæta við enn einum litnum í litaheim Panton, gylltum.

Panton Wire hillan í gylltu er falleg sem stök eining en einnig nokkrar saman á gólfi eða upphengdar á vegg. Útbúðu einfalda bókahillu, notaðu staka Wire hillu sem náttborð eða settu saman fjórar Wire hillur og notaðu sem sófaboð.

Verð 36.700 kr.

Panton Wire njóta nú þegar vinsælda og hægt er að nota þær jafnt sem hillur, náttborð eða hliðarborð í stofunni. Ótal möguleikar með þessari skemmtilegu hönnun.

GYLLT AFMÆLISÚTGÁFA AF TOLOMEO LAMPANUM FRÆGA

Tolomeo lampinn var hannaður af Michele De Lucchi og Giancarlo Fassina árið 1986 fyrir ítalska hönnunarframleiðandann Artemide. Tolomeo lampinn er ítalskt hönnunartákn, einstaklega fallegur og stenst tímans tönn. Í tilefni af 30 ára afmæli Tolomeo lampans kynnum við sérstaka afmælisútgáfu í gylltu!

Þennan glæsilega safngrip er hægt að skoða í verslun okkar í Skeifunni 6.

Verð: 25.800 kr. / 37×46 cm.

Hér að neðan má sjá upprunalega Tolomeo lampann í gráu.

NÝTT: HÆNAN EFTIR SIGURJÓN PÁLSSON

Við kynnum nýja hönnun eftir Sigurjón Pálsson, Hænuna.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole– en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „Shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.

Um Hænuna segir:

“Frá því að maðurinn hóf akuryrkju hefur hænan fylgt honum og verið ómissandi þáttur í lífi hans. Ómögulegt er að hugsa sér lífið án hennar, því þótt mildilegt gaggið heyrist ekki í þéttbýli lengur, né ábúðarfullt gal hanans á morgnana, þá finnum við fyrir notalegri návist hennar með því sem hún leggur okkur til dag hvern.

Þessi huggulegi fugl sem áður fyrr einkenndi hvert heimili með nærveru sinni og iðjusemi: taktöstu goggi eftir æti í næsta umhverfi þess, launaði öryggið sem vinskapurinn við fjölskylduna veitti henni, með fæðuöryggi. Enn þann dag í dag gætir nærveru hennar í híbýlum okkar og veitir sömu notalegu hughrifin.

Hænan fæst í Epal og kostar 5.900 kr.-

NÝTT FRÁ STRING

Núna á dögunum komu út nýjar og glæsilegar myndir frá String sem sýna nokkrar spennandi nýjungar sem bætast núna við vöruúrval þeirra ásamt því að gefa margar góðar hugmyndir að uppröðunum. String hillukerfið nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda en það var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning. Hillurnar hafa síðan þá orðið að nokkurskonar hönnunartákni en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er þekktasta útgáfan String með umgjörð úr málmi ásamt litlum String Pocket vegghillum.

2.-740x1006 9-740x546 10-740x987 14-740x987 29-740x987 31-740x555 Hall-740x986

Myndir: String

MENU VOR/SUMAR 2017

Menu á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1979 og er það í dag eitt fremsta danska hönnunarmerkið. Menu framleiðir bæði klassíska og nútímalega hönnun og njóta vörur þeirra mikilla vinsælda á skandinavískum heimilum og fer þar fremst í flokki POV kertastjakarnir frægu. Í ár eru væntanlegar margar nýjungar, vörurnar eru eins og áður í minimalískum stíl og eru náttúruleg efni í forgrunni. Við erum spennt fyrir komandi ári með Menu og hlökkum til að bæta við þessum fallegu vörum frá þeim við okkar vöruúrval. // Vörurnar eru væntanlegar með vorinu.

pepe-marble-mirror_location_2016_11 menu_soft-packs_nov16_68 menu_soft-packs_nov16_51 wire-top_location_01 tray_table7754-medium meet-bench_location_02 afteroom-counter-table_location_03 vedbaek_2016_08

STELTON VOR/SUMAR 2017

Væntanleg vor og sumarlína frá Stelton er glæsileg að vanda og eigum við von á nýjum litum á áður þekktum vörum ásamt splunkunýrri viðbót við annars frábært vöruúrval þeirra. Klassíska EM77 hitakannan kemur í nýjum litum með vorinu sem munu eflaust gleðja marga hönnunaðdáendur ásamt því að vinsælu “to go” hitamálin koma í nýjum og ferskum litum.

img_3191-640x427 ls_220_x-650_1140_circle_peak_core ls_440_441_x-636_x-632_twin_theo ls_570-12_-13_-14_-15_580-12_-13_-14_-15_1140-1_togo_click_core ls_570-15_580-11_602-1_togo_click_my_keychain ls_816_917_918_919_964_em_press_em77 ls_816_1140_1140-2_x-140_em_press_core_concave ls_1140-1_1140-2_919_964_core_em77 ls_x-140_x-141_concave_vases ls_x-140_x-216_1141_701-2-4_concave_emma_core_simply unspecified-2-640x959

JÓLABORÐIÐ : ÓLÖF JAKOBÍNA

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Ólöf Jakobína Ernudóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 16. desember – 24. desember og er hún fremsti stílisti landsins.

Ólöf Jakobína lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og hefur unnið við margvísleg verkefni í hönnunarbransanum. Árið 2011 stofnaði hún ásamt Guðbjörgu Káradóttur hönnunartvíeykið Postulínu en þær hanna og framleiða muni úr postulíni sem njóta í dag mikilla vinsælda. Ólöf Jakobína vinnur einnig í dag sem stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því nokkuð æfð í að leggja á borð.

Matur á Mbl.is tók stutt viðtal við Ólöfu Jakobínu og fáum við að birta textann hér. Myndir: Epal.

Við þökkum Ólöfu Jakobínu kærlega fyrir að dekka þetta glæsilega borð sem skoða má betur í verslun okkar í Skeifunni 6.

15631181_10155564687593332_277561555_o

Hvaðan fékkstu hug­mynd­ir í ár?
Hug­mynd­irn­ar koma alltaf úr öll­um átt­um. Nú langaði mig að út­búa kósí og huggu­lega stemmn­ingu en um leið hátíðlega. Ég valdi dökk­grá­an dúk sem er að vísu rúm­teppi en mér fannst bæði lit­ur­inn og vefnaður­inn svo fal­leg­ur að ég ég skellti tepp­inu á borðið. Mér finnst gam­an að nota fín­lega hluti með gróf­um – spila með and­stæður. Stilla upp stór­um og veg­leg­um glervasa frá Georg Jen­sen og þar við hliðina gróf­um leirpotti, nota fín­leg­ar Euca­lypt­us-grein­ar með gróf­um lauk­um, amaryll­is og hý­asint­um. Litlu gulldisk­arn­ir koma svo með hátíðleik­ann og jóla­trén má ekki vanta.

Hvaða hlut­ir eru á borðinu? 
Mat­ar­disk­arn­ir eru frá Al­essi
Litlu gylltu disk­arn­ir eru frá Tom Dixon
Hnífa­pör­in eru hönn­un Louise Camp­bell, frá Georg Jen­sen
Glös­in eru frá Muuto
Brettið á miðju borði er frá Ferm Li­ving
Stóri kerta­stjak­inn er Ku­bus frá By Lassen og á borðinu eru líka vör­ur frá Postu­línu, hvítu postu­lín­sjó­la­trén, svart­ir blóma­pott­ar og blóma­vas­ar.
Ef þú ætlaðir að kaupa þér einn hlut á hátíðar­borðið hvað væri það?
Ég myndi kaupa mér Al­fredo-blóma­vas­ann frá Georg Jen­sen – ég elska græna glervasa og þessi er al­gjör lúx­usút­gáfa, virki­lega hátíðleg­ur.
 
Er mat­ur skraut?
Já, það má kannski segja það. Fal­leg­ur mat­ur vel sett­ur upp á disk get­ur verið al­gjört lista­verk og því vissu­lega skraut. Það er því oft gott að nota ein­falda diska fyr­ir fal­lega rétti, eitt­hvað sem stel­ur ekki at­hygl­inni frá matn­um.
Hvaða skreyt­ing­ar­ráðum lum­ar þú á?
Þegar lagt er á jóla­borðið er til­valið að nota eitt­hvað per­sónu­legt, jóla­fönd­ur frá börn­un­um eða fal­leg­ar jóla­kúl­ur sem fylgt hafa fjöl­skyld­unni. Oft er best að hafa grunn­inn ein­fald­an, ein­lit­an dúk ef nota á dúk og reyna þannig að tóna borðið niður. Greni og köngl­ar er klass­ískt skraut á jóla­borðið og alltaf fal­legt – munið að ein­fald­leik­inn er oft­ast best­ur.
 
Hvað not­ar þú yf­ir­leitt marga liti?
Sem fæsta, er ekki mjög litaglöð. Grunn­ur­inn er oft­ast hvít­ur, svart­ur, grár eða beige en mér finnst fal­legt að blanda ein­um eða tveim­ur lit­um við, svona við hátíðleg tæki­færi. Ann­ars finnst mér fal­leg­ast að nota lit­ina úr nátt­úr­unni, brúna liti frá mis­mun­andi viðar­teg­und­um, græna liti frá plönt­um og skær­ari liti frá af­skorn­um blóm­um og ávöxt­um.

15631118_10155564685313332_18934837_o 15658119_10155564686883332_84401415_o 15658240_10155564684603332_1261199500_o 15658243_10155564684733332_93221886_o 15631229_10155564687683332_1301562049_o15659042_10155564687293332_1108610955_o 15681928_10155564686268332_995142444_o 15682391_10155564686998332_355893453_o115631497_10155564684463332_455187299_o