FALLEG JÓLALJÓS FRÁ LE KLINT

Jólaljósin frá danska hönnunarframleiðandanum Le Klint koma svo sannarlega með jólaandann inn á heimilið og gefa þau frá sér milda og fallega birtu. Jólaljósin eru sérstaklega falleg og lýsa upp skammdegið og koma þau einstaklega vel út sem jólaskraut í glugga. Við eigum ljósin til í verslun okkar í Epal Skeifunni, kíktu við og sjáðu frábært úrval af fallegum jólavörum.
le-klint-hearts-white le-klint-stars_2 le-klint-starsle-klint-hearts-color-mix

Jólaljósin frá Le Klint fást í Epal Skeifunni. Verð frá 14.900 kr, sjá hér.

Fylgist endilega með Epal á snapchat og á instagram til að sjá á bakvið tjöldin. Þið finnið okkur undir nafninu: epaldesign.

FRÁBÆR TILBOÐ Á KVADRAT EFNUM

Ekki missa af frábæru tiboði af völdum gardínuefnum frá Kvadrat á aðeins 2.000 kr. metrinn. Kíktu við í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni og sjáðu úrvalið.

Kvadrat er heimsþekktur og leiðandi textílframleiðandi í Evrópu sem framleiðir hágæða og nútímalegan textíl fyrir heimili og opinberar byggingar til að mynda áklæði á húsgögn og í gardínur.

Hönnun Kvadrat endurspeglar sérstaka áherslu þeirra að ýta við fagurfræðilegum, tæknilegum og listrænum mörkum í þeirra geira og einkennist hönnun þeirra af einfaldleika, litum og nýsköpun

Textíll frá Kvadrat spilar stórt hlutverk í mörgum þekktustu byggingum heims eins og Swiss Re í London, MoMa í New York, Walt Disney tónlistarhöllin í Los Angeles, Reichstag í Berlín, Guggenheim í Bilbao og Guangzhou Óperu húsið í China. Ásamt því vinnur Kvadrat reglulega með leiðandi hönnuðum, arkitektum og listamönnum, og má þar nefna Alfredo Häberli,  Akira Minagawa, Tord Boontje, Patricia Urquiola, Ólafur Elíasson og Ronan og Erwan Bouroullec.

kvadratdrizzle_1254_c0141_narrowwindow_blackchair
15008102_10155409514918332_960240573_o 15045496_10155409515283332_7210588_o

 

10 MILLJÓNIR AF TRIPP TRAPP: HÁTÍÐARÚTGÁFA

Barnavöruframleiðandinn Stokke fagnar því um þessar mundir að 10 milljón eintök af klassíska og heimsþekkta stólnum Tripp Trapp hafa verið framleidd. Til að fagna þessum merka áfanga kynnir Stokke hátíðarútgáfu af Tripp Trapp í mattri eik, með áletrun hönnnuðarins ásamt fallegum smáatriðum. Svartur eikarstóllinn er með rósagylltum festingum og stöng á meðan að hvíta eikin er með festingum og stöng með málmáferð.

Stóllinn sem hannaður var árið 1972 af Peter Opsvik er einstakur fyrir þær sakir að hann er fyrsti stóllinn sem hannaður var með það í huga að geta vaxið með barninu. Þegar að Peter Opsvik hóf að hanna Tripp Trapp stólinn var hans markmið að hanna stól sem börn á öllum aldri gætu setið á við matarborðið með olnboga í borðhæð.

Sæti og fótskemil stólsins er hægt að stilla á þann hátt að hann vex með barninu og gengur stóllinn kynslóða á milli. Tripp Trapp stólinn geta fullorðnir einnig notað og þolir hann allt að 85 kg.

lg_ms22504ba_1 lg_ms22504ba_2 lg_ms22504ba_3 lg_ms22504ba lg_ms22504oak_1 lg_ms22504oak_2 lg_ms22504oak_4 lg_ms22504oak screen-shot-2016-11-09-at-12-32-06

tripp-trapp-anniversary-2016-black-oak_160630-195a5293-800x445

 

Tripp Trapp ásamt aukahlutum fæst í Epal.

NÝTT FRÁ IHANNA HOME: VÆRÐARVOÐ

Við vorum að fá falleg ullarværðarvoð frá IHANNA HOME sem eru dásamlega mjúk og hlý.

Værðarvoðirnar WATER og LOOPS er nýjung frá IHANNA HOME sem ylja vel á köldum stundum. Þær eru framleiddar úr 88% ull og 12% bómull og koma í tveim litasamsetningum hvor. Værðarvoðin WATER er innblásin af því þegar kyrrð spegilslétts vatnsflatar er raskað og gárur á yfirborði hans vakna til lífsins. Mynstrið í Loops værðarvoðinni er hannað útfrá prjónalykkjum.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir gæðavörur með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 þegar Krummi herðatré leit dagsins ljós. Vörur IHANNA HOME eru seldar í fjölda fallegra verslana á íslandi auk þess að vera til sölu víða um heim.

loops3waterblanket2 waterblanket1 loopsblanket2 loopsblanket1

“Benny the Weaver” kemur í Epal & tilboð á Montana!

Við erum stolt að geta kynnt ykkur fyrir “Benny the Weaver” sem er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Benny er einn allra færasti vefari þó víða væri leitað og verður hann staddur í Epal Skeifunni frá fimmtudegi til föstudags, 3. – 4. nóvember og sýnir okkur ótrúlegu tæknina sem er að baki þess að vefa sæti í Y-stólinn fræga.

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

Við bjóðum Benny Hammer Larsen velkominn í Epal frá 3.-5. nóvember. Benny hefur unnið fyrir Carl Hansen & Son í yfir 20 ár og sérhæfir sig eingöngu í að vefa sæti í Y-stóla og tekur það hann ekki nema um klukkustund að klára einn stól. Benny kemur til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal og mun vera hægt að kaupa þá stóla.

Sjón er sögu ríkari!

Ásamt Benny verða hjá okkur staddir tveir sérfræðingar frá Montana og Carl Hansen & Son og verður tilboð á Montana einingum um helgina ásamt því að sérstök tilboð eru í gangi á Black Editions línunni. Sjá betur hér að neðan,

 

2serfr benny-vefari

 

NÝTT FRÁ MUUTO: DOTS METAL

Þessa dagana má sjá Muuto Dots hankana á fjölmörgum heimilum enda ótrúlega vinsæl hönnun. Dots hankarnir koma vel út í anddyrum, svefnherbergjum, skrifstofunni og jafnvel í eldhúsinu sem skápahöldur (sjá hjá Faye Toogood). Við kynnum því með gleði splunkunýja Dots hanka úr látún (brass), áli, svörtu áli og ryðfríu stáli.

Hrikalega flottir!

muuto-dot-coat-hooks-metal-1 muuto-design-the-dots-metal muuto-dot-coat-hooks-metal-3

 

 

image014 image015 image016

 

Carl Hansen & Son Black Editions

Carl Hansen & Son Black Editions er glæsileg lína sem gefin er út í takmörkuðu upplagi. Danski hönnunarframleiðandinn Carl Hansen & Son kynna nokkur af  þekktustu húsgögnum Hans J. Wegner í svartri útgáfu í samstarfi við Mourne Textiles sem útbjó áklæði úr leðri og ull sérstaklega fyrir Black Editions línuna.

Í takmarkaðan tíma verður hægt að kaupa svartar útgáfur úr Black Edition línunni á tilboðsverði og má þar nefna klassíska Y stólinn, Wing stólinn, Shell stólinn og C-33 stólinn fræga. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að eignast fallegan safngrip sem stenst tímans tönn. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og kynnið ykkur Black Editions línuna betur.

 

a-a2

a-b2-2

mourne_textiles_chs_black_edition_4dba3d9f-59da-4b43-b573-96d110d8a1a8_large carlhansen_ch445_blackedition_thor301_lifestyle_2048x2048

carlhansen_ch07_blackedition_thor301_large carlhansen_ch07_blackedition_silvergrey_large carl_hansen_ch33_oak_black_angle_ce51bca2-5334-42e4-bcdf-18c04c10244b_large carl_hansen_ch24_black_black_96c31f7a-a2ce-4822-ba02-c356e0dff0c1_large carl_hansen_ch07_lifestyle_1_08635af0-39b5-4a8a-ace0-b819e5d12b79_2048x2048 7d3cb232598f121d0c4c3b63c5d3d0c4 black-y-stor-min
black-wing-stor-min
black-shell-stor-min

LÚXUS JÓLADAGATAL FRÁ LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW

28508183206_f7493b656f_k

Lúxus jóladagatal frá Lakrids by Johan Bülow

Uppáhalds tími okkar allra er framundan og erum við hjá Epal þegar byrjuð að huga að jólunum. Jóladagatalið frá Lakrids by Johan Bülow er tilvalið til að telja niður dagana til jóla og gera smá vel við sig í leiðinni.

Í ár kemur út í fyrsta sinn lúxus útgáfa af vinsæla jóladagatalinu sem aðeins er framleitt í 990 eintökum á heimsvísu. Lúxus dagatalið hefur meðal annars að geyma lakkrís sem var sérútbúinn aðeins fyrir þetta dagatal og hefur hver gluggi einnig að geyma nægt magn svo hægt er að deila ljúffengum jólalakkrís með vinum eða fjölskyldu.

Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Þú munt finna súkkulaði, saltkaramellu, kaffi og fleiri brögð sem pöruð hafa verið saman við lakkrís sem er á heimsmælikvarða.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

*Aðeins eru í boði 5 einstök af lúxusdagatalinu og gildir því reglan fyrstur kemur – fyrstur fær. Verð á lúxusdagatalinu er 27.000 kr.- / 1450 g

Eins og áður verður einnig til sölu hefðbundna jóladagatalið 2016 sem fjölmargir bíða alltaf með eftirvæntingu. Verð: 4.950 kr. –

28007607964_7e8bf5afda_z

LISTAVERK ESKE KATH TIL SÖLU

Eske Kath er heimsfrægur danskur listamaður sem við fengum til liðs við okkur til að gera innsetningu í verslun okkar í tilefni 40 ára afmælis Epal og var útkoman stórkostleg. Listaverkið samanstendur af sérlituðum Sjöum frá Fritz Hansen, sérlituðum ljósum frá Light Years, púðum frá Kvadrat og sérlituðum hillum frá Montana. Núna seljum við listaverkið og munu allir sem kaupa hlut úr því einnig fá print af listaverkinu.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið verkið með eigin augum. Sjón er sögu ríkari.

screen-shot-2016-10-20-at-10-04-14

image