NÝTT FRÁ DESIGN LETTERS: HOOK2

Við vorum að fá spennandi nýjung frá sívinsæla hönnunarmerkinu Design Letters, en það eru vegghankarnir Hook2.

Hankarnir koma bæði skreyttir leturgerð Arne Jacobesen og geta þá flestir fengið sinn staf en einnig er hægt að fá hankana í nokkrum litum. Hook2 henta vel í eldhúsið, baðherbergið, í anddyrið eða í barnaherbergið – G fyrir gestahandklæðið eða nokkrir stafir saman til að mynda nafn eða orð.

Verð: 3.950 kr. –
design-letters-hook2-letter-wandhaken-von-a-z-situation design-letters-hook2-colour-wandhaken-gruen-rosa-blaugrau-schwarz-situation d_l_19_210bahne_design_letters_hook2_3-1471953555 design-letters-hook2-colour-wandhaken-rosa-schraeg
design-letters-hook2-colour-wandhaken-schwarz-schraeg

NÝTT FRÁ TULIPOP

Tulipop kynnir með stolti nýtt og umhverfisvænt bambus matarstell fyrir börnin!

“Bambus borðbúnaðurinn er að mestu gerður úr bambus trefjum. Bambus trefjar eru umhverfisvænt efni sem auðvelt að endurvinna. Borðbúnaðurinn er komin með nýtt og ferskt útlit sem er mun litríkara og með meiri glans en vanalegt er fyrir bambus vörur. Borðbúnaðurinn hefur fengið vottun frá öllum helstu vottunaraðilum og hefur hann staðist allar hæfniskröfur.”

Tulipop borðbúnaðurinn verður í boði sem gjafasett sem inniheldur skál, disk og glas en einnig verður hægt að kaupa þessar vörur í stöku.

tulipop0264 tulipop0239 tulipop0258 tulipop0261

NÝTT Í EPAL: 8000c

Við kynnum nýtt fyrirtæki í Epal, 8000c. 

8000c framleiðir hágæða og nútímaleg húsgögn í nánu samstarfi við arkitekta og hönnuði og er fyrirtækið í stanslausri þróun og koma þeir reglulega með nýjar og spennandi línur. 8000c var stofnað árið 2007 og er staðsett í Aarhus í Danmörku og selja þeir nú þegar víða um Evrópu.

8000c bjóða upp á falleg húsgögn með gott notagildi fyrir veitingarstaði, hótel, fyrirtæki, söfn, verslanir ásamt heimilum um alla Evrópu. 8000c eru þekktastir fyrir Nam Nam stólinn sem hannaður var af hönnunarteyminu HolmbäckNordentoft og hefur notið vinsælda.

Hér að neðan má sjá brot af vöruúrvali 8000c.

8000c_03_skaerm_478x319px bondtable-_02_577x408px_crop_ change_table_2_544x408px_crop hvid_02_478x717px_crop namnam_14_black478x747crop namnam_pink_black_crop namnam02_miljo_rod_crop ocho_1crop twist_ref_2_478x715px_ twist_table_51_478x478px_crop

 

 

TILBOÐ Á HIGH BOX SÓFUM FRÁ EILERSEN

Við kynnum frábær tilboð á High box sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem gildir til 31. desember.

High box sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. High box sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niels Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. Þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn sem í dag þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

bb3890b39c323b145fddb4e7d06968fb_grande

tilbod-highbox2

“COMEBACK” ÁRSINS: CH22

Dönsku hönnunarverðlaunin voru kynnt á dögunum og hlutu fjölmargar vörur sem fást í Epal viðurkenningu fyrri framúrskarandi hönnun. Þeir sem standa að baki hönnunarverðlaunanna eru dönsku hönnunartímaritin Bo Bedre, Bolig Magasinet og Costume living.

CH22 stóllinn hlaut til að mynda verðlaun semÅrets Comeback” eða endurkoma ársins en stóllinn var nýlega settur aftur í framleiðslu af húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn.

CH22 stóllinn var einn af fyrstu stólunum sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og var fyrst kynntur til sögunnar árið 1950 ásamt heimsþekkta CH24 sem betur er þekktur sem Wishbone chair / Y-stóllinn. Fyrr á árinu hóf Carl Hansen & Søn endurframleiðslu á þessum einstaka stól og bjóðum við nú upp á hann á frábæru tilboðsverði, aðeins 200.000 kr. í stað 320.000 kr.


carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_4 carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_6-871x1024 wegner_ch22-oak-walnut-mix_detail_armrest_600x828wegner_ch22-oak_detail_wedge_600x800afmtilbod-ch22-758x1024

 

PH 3½-2½ GÓLFLAMPI Í KOPAR ÚTGÁFU

90 ár eru liðin síðan byltingarkennda hönnunin frá Louis Poulsen– þriggja skerma ljósið – leit dagsins ljós og hefur hún svo sannarlega staðist tímans tönn.

Í tilefni þess kynnir Louis Poulsen PH 3½-2½ gólflampa í sérstakri kopar útgáfu. Lampinn verður framleiddur í takmörkuðu upplagi og verður aðeins í sölu frá 1. október til 31. desember 2016.

Með lampanum fylgja tveir topp skermar, annar úr kopar sem veitir mjúka og beina lýsingu, og annarsvegar opal glerskermur sem veitir mjúka og dreifða lýsingu.

Með tilliti til takmarkaðs upplags er hér á ferð sannkallað söfnunareintak.

image003

NÝTT Í EPAL: GEJST DESIGN

Við vorum að bæta við úrvalið okkar vörum frá glæsilega danska hönnunarmerkinu Gejst. 

Gejst var stofnað árið 2013 af hönnuðunum Søren Nielsen og Niels Grubak Iversen. Hugmyndin var að ögra hefðbundinni hugsun um nútíma hönnun og í kjölfarið þróa vörur sem standast tímans tönn – bæði hvað varðar efni og hönnun.

Gejst er þó meira en aðeins nafn, á dönsku þýðir orðið að vera áhugasamur og ákafur og var það einmitt eitt af grunngildum stofnunar fyrirtækisins að sögn Søren og Niels, og síast það inn í hverja hugsun og hverja vöru sem þeir framleiða.

Gejst framleiðir fallegar og endingargóðar vörur fyrir heimilið og má þar nefna viðar eldhúsrúllustanda, viðarbakka, skipulagshillur og fleira.

Verið velkomin verslun okkar í Skeifunni og sjáið úrvalið.

gejst_transmission_black

SONY DSC

gejst_flex_white_04 gejst_flex_black_03 gejst_flex_black_01 gejst_underground_black_400-1 gejst_transmission_kitchenrollholder_white_02_313 gejst_transmission_kitchenrollholder_black_01_307 gejst_transmission_cutting_board_30x40black_01_310 gejst_transmission_cutting_board_20x30brown_01_304

LJÓS ÁRSINS: PATERA FRÁ LOUIS POULSEN

Dönsku hönnunarverðlaunin voru kynnt á dögunum og hlutu fjölmargar vörur sem fást í Epal viðurkenningu fyrri framúrskarandi hönnun. Þeir sem standa að baki hönnunarverðlaunanna eru dönsku hönnunartímaritin Bo Bedre, Bolig Magasinet og Costume living.

Ljósið Patera hlaut til að mynda verðlaun sem ljós ársins en það var hannað af eftirsótta danska hönnuðinum Øivind Slaatto árið 2015 fyrir Louis Poulsen. Innblástur Patera sótti hönnuðurinn í Fibonacci talnarunu sem finna má víða í náttúrunni – í könglum og í myndun fræja í sólblómum til dæmis – og hefur áður veitt Leonardo da Vinci, Johan Sebastian Bach innblástur ásamt fleiri frábærum listamönnum í gegnum söguna.

Patera er 600 mm í þvermál og er til sýnis í verslun okkar í Skeifunni 6.

ikast_heidi_01 patera-13 patera-btb-interior_44louis-poulsen-ambiente-patera-01_zoom

 

PANTHELLA MINI : LOUIS POULSEN

Panthella er klassískur lampi hannaður af Verner Panton árið 1971 fyrir Louis Poulsen.  Panthella er ein vinsælasta hönnun Verner Panton og fæst bæði sem gólflampi og borðlampi.

Núna kynnir Louis Poulsen nýja útgáfu af lampanum eftir upprunalegum teikningum Verner Panton, Panthella mini sem kemur í fjölmörgum nýjum og spennandi litum, með nýjustu LED tækni og með skerm úr áli sem var upphafleg hugmynd hönnuðarins. Upprunalegi Panthella lampinn er með akrýl skermi sem hleypir birtunni fallega í gegn en vegna tæknilegra takmarkana var ekki hægt á þeim tíma að framleiða lampann með ál skermi sem var ósk Verner Panton.

Á meðan að flestir danskir arkitektar á sjötta og sjöunda áratugnum unnu mest með við og önnur náttúruleg efni skar Verner Panton sig úr hópnum og dálæti hans fyrir nýjum efnum gerði hann að sérfræðing í notkun á stáli, plasti, trefjagleri og plexígleri. Verner Panton var frumkvöðull og var einnig langt á undan sinni samtíð með hönnun sinni sem einkenndist af hringlaga og lífrænum formum.

Panthella mini fæst því núna í 8 litum sem allir eru valdir útfrá litahugmyndum Verner Panton úr síðasta verkinu hans áður en hann lést árið 1998, það var sýningin “Lyset og Farven” í Trapholt nútímalistasafninu í Kolding, Damörku. Litirnir eru gulur, rauður, fjólublár, rauður, bleikur, blár ásamt tveimur grænum litum. Panthella mini er einnig til í hvítu, svörtu ásamt hvítu með akrýl skermi.

Panthella mini er 250 mm á hæð á meðan að upprunalegi borðlampinn frá árinu 1971 er 400 mm á hæð.

Kynningarverð er 39.800 kr. – 
0628louis2_666


110916_02-900x1350 orange-panthella-mini-by-louis-poulsen panthella-mini-bord panthella-mini-designed-by-verner-panton-for-louis-poulsen panthella-mini-verner-panton-louis-poulsen-lamp-lighting-design-furniture_dezeen_1568_3 panthella-table-lamp-5_grande

 

FYRIRTÆKJAGJAFIR

Við hjá Epal hjálpum þér að velja réttu jólagjöfina fyrir þig og þitt starfsfólk.

Við bjóðum upp á sérsniðnar og vandaðar jólagjafir af öllum stærðum og gerðum, mikið úrval, gott verð, faglega ráðgjöf og fría innpökkun. 

Gefðu starfsfólkinu þínu gjöf frá frægustu hönnuðum heims. Nánari upplýsingar veitir Arna í síma 568 7733 eða : arna@epal.is

fyrirtaekjagjafirj