Forsalan er hafin!
Núna er hægt að forpanta sívinsæla og ljúffenga jóladagatalið 2016 frá Lakrids by Johan Bülow. Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.
Haft verður samband við þig þegar dagatalið kemur til landsins.
Smelltu HÉR til að panta þér jóladagatalið.
Við vorum að fá til okkar glæsilega viðarbakka úr smiðju vöruhönnuðarins Önnu Þórunnar Hauksdóttur sem bera heitið Sunrise. Beðið hefur verið eftir bökkunum með mikilli eftirvæntingu en langan tíma tók að finna rétta framleiðendur og því eru það gleðifréttir að fá að kynna fyrir ykkur þessa glæsilegu viðbót í sístækkandi vöruúrval Önnu Þórunnar.
Um bakkana segir Anna Þórunn;
“Viđ erum umkringd formum hvort sem þau eru manngerđ eđa úr náttúrunni en hvert og eitt okkar les ólíkt úr þeim. Ég var að vinna með geómetrísk form og fannst mér spennandi hvað við upplifun hvert og eitt okkar form á mismunandi hátt hvort sem þau eru manngerð eða úti í náttúrunni eins og með skýin. Það sem ég les t.d. út úr bakkanum er hús sem stendur undir fjalli og sólin er að koma upp…”
Sunrise bakkann er hægt að nota á marga vegu, meðal annars undir skartgripi, ilmvötn og fallega smáhluti ásamt því að bakkinn er tilvalinn til að bera fram morgunkaffið, kvöldsnarlið eða undir kertastjaka á stofuborðið.
Sunrise kostar 19.900 kr. – og fæst hjá okkur í Epal.
Sebra Interiør hefur eignast einkaréttinn á upprunalega Juno rúminu og kynnir nú uppfærða útgáfu af klassíska og fallega rúminu undir nafninu Sebra rúm – rúmið sem vex með barninu.
Fræga Juno rúmið var hannað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt á árunum 1942-43. Hönnunin var tímalaus og byggð á þeirri hugmynd að rúmið ætti að vaxa með barninu og vera öruggt. Hönnun rúmsins var mjög sérstök og auðþekkjanleg og þótti einnig á þeim tíma mjög sérstakt að áherslan væri á öryggi fyrir barnið. Þetta fallega rúm varð fljótlega mjög vinsælt og er í dag talið vera danskt hönnunartákn.
Í Danmörku er klassíska Juno rúmið einnig þekkt úr fjölda fjölskyldubíómynda, þar sem að aðalsöguhetjan átti eitt slíkt. Myndirnar voru 8 talsins og allar teknar upp á árunum 1953-1961 og eru í dag partur af dönskum menningararfi í flokki fjölskylduskemmtunar. Juno rúmið hefur haldið vinsældum sínum í áratugi og klassísk hönnun þess er enn jafn falleg og nútímaleg og þegar það var hannað á fimmta áratugnum.
“Í gegnum árin hafa margar kynslóðir keypt upprunalega Juno rúmið í nýju eða notuðu ástandi í Danmörku, og margar kynslóðir barna hafa sofið í þessu rúmi. Það er vegna þess að í dag hafa foreldrar, ömmur og afar og langömmur og langafar einstaka tengingu við þessa klassísku hönnun. Erfingjar þessa menningarlega fjársjóðs hafa valið að leyfa Sebra að halda áfram með Juno rúmið og danska hönnunararfleið, og við erum mjög stolt og þakklát fyrir það”, segir stofnandi og eigandi Sebra Interiør, Mia Dela.
Ný útgáfa af rúminu felur í sér uppfærslu á ýmsum atriðum til að mæta núverandi öryggiskröfum barnarúma. Ásamt því var virkni rúmsins aðlöguð til að mæta núverandi kröfum foreldra.
Það styttist í að hillurnar í verslunum okkar fyllist af glænýjum og spennandi haust og vetrarlínum. By Lassen fagnar í ár 115 ára afmæli hönnuðarins Mogens Lassen með viðhafnarútgáfu af klassíska Kubus kertastjakanum í fallegum gráum lit í takmörkuðu upplagi.
Kubus í gráu er væntanlegur um miðjan september í takmörkuðu upplagi og gildir þá reglan, -fyrstur kemur fyrstur fær.
By Lassen framleiðir hönnun eftir tvo þekktustu arkitekta dana, bræðurna Mogens Lassen og Flemming Lassen. Lassen bræðurnir voru einstaklega hæfileikaríkir og hlutu þeir fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína og arkitektúr. By Lassen er fjölskyldufyrirtæki og er þekktast fyrir að framleiða Kubus kertastjakann sem hannaður var af Mogens Lassen árið 1962.
Við erum spennt að sýna ykkur myndir úr haust og vetrarlínu Ferm Living sem er væntanleg í Epal síðar í haust.
Danska hönnunarmerkið Ferm Living var stofnað árið 2005 af grafíska hönnuðinum Trine Anderson. Ferm Living hannar og framleiðir líflegar og fallegar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi. Í vöruúrvali þeirra má meðal annars finna úrval af fallegum púðum, eldhúsáhöldum, veggfóðrum og hönnun fyrir barnaherbergi.
Nýja línan er einstaklega falleg og margar spennandi nýjungar þar að finna bæði húsgögn og smávörur fyrir heimilið. Smelltu HÉR til að skoða F/W bæklinginn í heild sinni.
Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum og fáðu að vita um leið og línan kemur. Instagram: epaldesign, Snapchat: epaldesign, og við erum einnig á facebook.
Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.
Vörurnar frá Design Letters setja skemmtilegan svip á heimilið og eigum við til frábært úrval í verslunum okkar.
Kíktu við í vefverslun okkar hér og skoðaðu úrvalið.
TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin. Hugmyndafræði okkar sem stöndum að fyrirtækinu er að skapa gæðavörur fyrir heimilið með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnun okkar er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki erum við undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem við höfum upplifað á ferðalögum okkar.
Fyrsta vörulína TAKK Home eru Tyrknesk handklæði öðru nafni Pesthemal eða Haman. Tyrknesk handklæði hafa verið stór hluti af baðmenningu Tyrkja í aldaraðir en þau hafa þá eiginleika að vera sérstaklega rakadræg, fyrirferðarlítil og þorna fljótt. Handklæðin eru hönnuð af TAKK Home og framleidd í Tyrklandi eftir hefðbundnum vefnaðaraðferðum. Þau eru úr 100% tyrkneskum bómul, með handhnýttu kögri.
Tyrknesku handklæðin eru tilvalin í ferðalagið, líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða til notkunar heimavið í stað hefðbundinna handklæða. Einnig hægt að nota sem hálsklút eða ungbarnateppi.
Takk Home vörurnar eru væntanlegar í Epal –
Takk Home vörurnar eru væntanlegar í Epal –
Handklæðin fást í fimm litum:
- Svart/hvítt röndótt
- Grátt/hvítt röndótt
- 3 lita, bleikt, blátt og hvítt
- 3 lita, mintugrænn, blátt og hvítt
- Grátóna munstrað
Stærðir:
- 100 x 180 cm
- 60 x 90 cm
Í tilefni þess að skólarnir séu að hefjast aftur eftir ljúft og gott sumarfrí efnum við til spennandi gjafaleiks á facebook síðu okkar í samstarfi við íslenska barnavörumerkið Tulipop.
Ævintýraheimur Tulipop er svo sannarlega skemmtilegur og með þátttöku í gjafaleiknum verður hægt að næla sér í frábærar vörur fyrir hressa skólakrakka og þar má nefna fallegar og litríkar skólatöskur, sundpoka, pennaveski, nestisbox, stílabækur og fleira.
Til að taka þátt í leiknum smelltu á facebook síðu Epal og skrifaðu athugasemd undir Tulipop myndina hvaða vöru þú vilt vinna. Sjá allt vöruúrval Tulipop í vefverslun Epal hér.
Dregið verður út föstudaginn 19.ágúst.
Tulipop skólatöskur
- Vandaðar skólatöskur sem henta yngri skólakrökkunum, upp í 12 ára aldur.
- Úr efni sem hrindir frá sér vatni.
- Með endurskini á hliðum og á axlarólum. .
- Með bólstruðu baki, stillanlegum axlarólum og ól yfir bringu.
- Hafa fengið vottun iðjuþjálfa.
- Með fjölmörgum innri vösum, hólfi fyrir möppu, klemmu fyrir lykla og sérstöku plasthólfi fyrir nesti.
- Hægt að festa sundpoka framan á töskuna.