ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Ertu klár í skólann? Skólarnir hefjast innan skamms og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við bjóðum núna upp á betra úrval en nokkru sinni fyrr af vörum sem henta fyrir fyrir skólann, þar má meðal annars nefna fallegar stílabækur frá ýmsum merkjum, skemmtileg og litrík nestisbox, drykkjarílát, skissubækur og margt fleira.

Við bættum einnig nýlega við glæsilegu vörulínunni My Daily Fiction frá Normann Copenhagen og mælum með að allir sem stefna á nám í haust líti við hjá okkur og skoði úrvalið, yfir 200 smávörur fyrir fagurkera sem kunna vel að meta fallegar stílabækur, ritföng og fleira.

Bungalow5_Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_11 DailyFiction_1_ dailyfiction5

Vörurnar frá My Daily Fiction eru ómótstæðilegar.

lego-lunch

Frá Room Copenhagen koma stórskemmtilegu LEGO vörurnar sem eru einnig á frábæru verði. Drykkjarmál og Lego nestisbox, einnig eru til Lego skipulagsbox í mörgum stærðum og gerðum sem hægt er að nota fyrir skipulagið á skrifborðinu.
13692489_1214198098592779_3455133639268024636_n

Íslenska merkið Tulipop er með fallegt úrval af nestisboxum, stílabókum, bakpokum, drykkjarmálum og fleira.
Design-Letters-Friends-17

VOSGESPARIS DESIGN LETTERS 1

Design Letters er vörulína sem skreytt er leturgerð eftir Arne Jacobsen, stílabækur, blíantar og stafaglösin hafa t.d. notið mikilla vinsælda.
thumb-1-16571_2012-1-12_21-15-17

Danska merkið HAY þekkið þið flest og bjóða þau upp á úrval af fallegum vörum sem henta vel í skólann, skipulagsmöppur, stílabækur, fjaðrapennar og annað smekklegt.

Group-Shot

Tímaglösin frá HAY njóta sín vel á skrifborðinu.

kaleido-tray-hay-2Skipulagsbakkarnir Kaleido frá HAY eru fallegir á skrifborðið til að halda röð og reglu.

thumb-2-Spine-Notebook-02_2014-2-17_9-32-11
24-Bottles-Trinkflaschen

 

Þetta og svo mikið meira í verslunum okkar, kíktu í heimsókn og græjaðu þig fyrir skólann.´

Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag

Þann 22.júlí opnar glæsilega sýningin Öld barnsins í Norræna húsinu sem við mælum með að sem flestir kynni sér.

apinn-cropx1500-1-1220x550

Á sýningunni Öld barnsins er í fyrsta skipti tekin saman norræn hönnun fyrir börn frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag. Titillinn er fenginn að láni frá bók með sama nafni, skrifuð af einum framsæknasta hugsuði Svía, Ellen Key, sem þegar árið 1900 lýsti því yfir að 20. öldin skyldi verða „öld barnsins“.

Norðurlöndin hafa um langt skeið verið í fararbroddi hvað varðar hönnun fyrir börn. Norrænir hönnuðir, arkitektar og listamenn hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja vitsmunalegan, tilfinningalegan og líkamslegan þroska barna gjörvalla 20. öldina. Sýningin samanstendur af valinni hönnun af ýmsum toga, s.s. húsgögnum, leikföngum, bókum, fatnaði, skólahúsnæði, leikvöllum og opinberu rými, veggspjöldum og auglýsingum, heilbrigðis- og öryggisvörum, listaviðburðum og hjálpartækjum fyrir börn. Í stuttu máli kynnir sýningin efnisheim barna og barnamenningar.

Sýningin inniheldur mörg þekktustu verk norrænnar hönnunar, þar með talið marga einstaka safngripi. Á sýningunni eru þekkt verk eftir Alvar Aalto, Ólaf Elíasson, Arne Jacobsen, Kay Bojesen, Carl og Karin Larsson, Peter Opsvik og Tove Jansson – og nokkur af vinsælustu vörumerkjum heims á borð við BRIO, LEGO og Marimekko.

Heill heimur fyrir börn í Norræna húsinu

Í tilefni af sýningunni mun Norræna húsið opna nýtt og endurgert barnabókasafn og íslenskan viðauka við norrænu sýninguna þar sem efni hefur verið valið af Norræna húsinu í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Elísabetu V. Ingvarsdóttur hönnuð og hönnunarsagnfræðing.
Í maí opnaði Norræna húsið jafnframt klifur-leiksvæði fyrir framan húsið í samstarfi við íslenska leiktækjaframleiðandann Krumma. Klifurklettarnir eru úr línunni FLOW frá Krumma, sem bæði er hönnuð og framleidd á Íslandi.

Sýningin mun teygja sig inn í nýja árið 2017. Á sýningartímanum býður Norræna húsið upp á margvíslegar vinnustofur, fyrirlestra og málstofur. Oftar en ekki verða viðburðirnir sérsniðnir fyrir börn. Fylgstu með á www.nordichouse.is eða www.facebook.com/norraenahusid.

Tilurð sýningarinnar

Sýningarstjórar Öld barnsins eru Aidan O´Connor og Elna Svelne og sýningin er framleidd af Vandalorum í Svíþjóð í samstarfi við Designmuseum Danmark og Designmuseo Helsinki. Öld barnsins er sprottin upp af sýningunni Century of the Child: Growing by Design, 1900-2000, sem haldin var á The Museum of Modern Art í New York árið 2012, undir stjórn Juliet Kinchin og aðstoðarkonu hennar Aidan O’Connor á arkitekta- og hönnunardeild MoMA.

Öld barnsins hefur hlotið fádæma góðar viðtökur í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, þar sem hún hefur verið sýnd undanfarin tvö ár.
Sýningarhönnun og -stjórn í Norræna húsinu annast Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt.
TVG Zimsen styrkir Öld Barnsins á Íslandi.

MY DAILY FICTION FRÁ NORMANN COPENHAGEN

My Daily fiction er falleg og spennandi vörulína frá Normann Copenhagen sem inniheldur fallegar stílabækur, yddara, skæri, allskyns skriffæri og margt fleira sem gleður augað. Normann Copenhagen í samstarfi við hina rómuðu hönnunarstofu Femmes Régionales hafa hannað línu af litlum „dagsdaglegum“ hlutum sem hægt er að raða saman á endalausa vegu. Í línunni má finna fleiri en 200 spennandi smáhluti sem henta sérstaklega fyrir á skrifborð eða í skólatöskuna.

Fallegar litasamsetningar og mynstur einkenna My Daily Fiction línuna sem er nánast eins og sælgæti fyrir augun. Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið úvalið.

7884F3B217E04C4A83CA9294E91ADE5A.ashx

normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_1 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_2 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_3 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_4 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_5 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_6 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_7 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_8 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_10 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_11 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_12 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_13 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_15 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_16 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_17 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_18 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_19 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_20 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_21 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_22

Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_07.ashx Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_06.ashx combo1.ashx 4461F0D6B2F14A41ADB858136BB35566.ashx

KOPAR BORÐLAMPI LOUIS POULSEN – TAKMARKAÐ UPPLAG

Louis Poulsen kynnti á síðasta ári koparlampann Ph 3½-2½ í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen en fyrir það höfðu þeir einnig gefið út koparútgáfu af ljósinu PH 3½ -3. Bæði lampinn og loftljósið hafa hlotið gífurlega góðar viðtökur enda um að ræða einstaka hönnunarvöru sem aðeins var framleidd í takmörkuðu upplagi.

Með koparlampanum fylgja tveir skermar, einn úr gleri og annar úr kopar svo hægt er að skipta um og breyta útliti lampans á auðveldan hátt. Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar.

Enn eigum við til örfá eintök af lampanum og látum við nokkrar myndir fylgja af þessum glæsilega grip, -sjón er sögu ríkari!

PH_203_20kobber_20bord-m2media-21999179-ph-35-25-kobber-bord-int-19media-21999188-ph-35-3-copper-table_detail_copper-top_03-mkamedia-21999173-ph-35-25-kobber-bord-int-02media-21999176-ph-35-25-kobber-bord-int-11 PH_203_20kobber_20bord-m3 PH_203_20kobber_20bord-m4 PH_203_20kobber_20bord-m5media-21999181-ph-35-25-kobber-bord-int-20 ph_copper_tablepdf-14-620x436

Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og kynnið ykkur betur þessa fallegu hönnun.

AFMÆLISTILBOÐ: Y-STÓLL HANS J. WEGNER

Eitt þekktasta húsgagn Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er nú á sérstöku tilboðsverði í tilefni af 40 ára afmæli Epal. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

afm-Ystóll-724x1024Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-2-Wegner-600x600 d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

SUMARIÐ MEÐ DESIGN LETTERS

Sívinsælu Design Letters vörurnar eru tilvaldar til að grípa með í fríið. Drykkjarflöskurnar þeirra sem nýlega komu á markað hafa slegið rækilega í gegn en hægt er að fá flöskuna með upphafsstaf þínum, einnig eru til stórskemmtilegar stílabækur frá Design Letters t.d. Travel Journal þar sem hægt er að skrifa hjá sér hápunkta frísins. Vörurnar frá Design Letters er einnig hin fullkomna tækifærisgjöf að okkar mati.

July 4_2016_SoMe3July 4_2016_SoMe4July 4_2016_SoMe1 July 4_2016_SoMe2 July 4_2016_SoMe5

NÝTT FRÁ JOSEPH JOSEPH: FYRIR ÞÁ UMHVERFISVÆNU

Það var sá tími sem öllu rusli var hent í sömu ruslafötu án umhugsunar. Gömul dagblöð? Í ruslið. Tómar flöskur? Líka í ruslið. Matarleifar? Já, allt þetta fór í sömu ruslatunnu. Með aukinni vitundarvakningu um umhverfisvernd og endurvinnslu (og þörfin að flokka rusl til að endurvinna almennilega), hefur notkun á einni ruslafötu á hverju heimili orðið eitthvað sem virkar hreinlega ekki lengur.

Þessvegna hannaði breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph Totem sem er margnota eldhúsruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundnari ruslatunna gerir.

Totem er í raun framúrstefnulegt flokkunarkerfi sem sameinar allt heimilisrusl og endurflokkun í einni og sömu ruslatunnunni. Efsta hólfið er undir almennt rusl og hægt er að fjarlægja hólfið á einfaldan hátt. Inni í lokinu er bæði loftop og kolefnissía sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ólykt og því þarf ekki að losa hálffullan poka einungis útaf lykt. Margnota skúffa er neðst í tunnunni með færanlegum hólfaskiptingum sem er fullkomið til að aðskilja endurvinnsluna.

Totem kemur í nokkrum gerðum og kostar frá 32.500 kr. (Totem 48 kr. 32.500, Totem 58 kr. 39.900, Totem 60 kr. 49.700 (ryðfrítt stál)).

totem_60_steel_is1_1

18910-157233925460alt1234662487alt4 joseph-joseph-totem-intelligent-waste-bin-3001651105alt10 jj_totem_food_large_multi_drawer_ joseph-joseph-kosz-na-smieci-totem-intelligent-waste-60-l__30002-5 joseph-joseph-kosz-na-smieci-totem-intelligent-waste-60-l-stalowy__30022-2 joseph-joseph-totem-intelligent-waste-bin-1
maxresdefault-1 totem_60_stone_co3 001651105alt4TOTEM-01-1486-x-10001

Epal er söluaðili Joseph joseph á Íslandi.

PH ljósið 90 ára – ljósið sem átti að fegra heimili og fólk

Við megum til með að deila áfram þessari frábæru grein um PH ljósið sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 3.júlí 2016. Greinin er skrifuð af Borgþóri Arngrímssyni. 

Sjá grein á Kjarnanum, hér

Í nýlegri danskri könnun þar sem lands­menn voru beðnir að nefna tíu þjóð­ar­ger­semar kenndi ýmissa grasa. Meðal ger­sem­anna var PH ljósið svo­nefnda. PH er eig­in­lega sam­nefni yfir fleiri en eitt ljós sem byggj­ast öll á sömu hug­mynd­inni. Níu­tíu ár eru síðan arki­tekt­inn og hug­mynda­smið­ur­inn Poul Henn­ings­en, PH, fékk hug­mynd­ina og smíð­aði sitt fyrsta ljós, en þessi hönnun hefur staðið af sér allar tísku­bylgjur og ljósin selj­ast enn eins og heitar lumm­ur, kannski jafn­vel hrað­ar!

media-17989031-lp_ph5_rosa.width-900

Poul Henn­ingsen var fæddur 1894 í Ordrup norðan við Kaup­manna­höfn. Hann var í opin­berum skjölum skráður sonur rit­höf­und­ar­ins Agn­esar og skóla­stjór­ans Mads Henn­ingsen. Fað­ir­inn var hins vegar rit­höf­und­ur­inn Carl Edwald, sem móðir Pouls átti í ást­ar­sam­bandi við. Að loknu barna­skóla­námi hóf hann nám í múr­verki en 1911 – 1917 stund­aði hann nám við Det tekniske Selskabs Skole og jafn­framt um tveggja ára skeið í Polyt­eknisk Lær­ean­stalt, Tækni­skól­an­um. PH hafði mik­inn áhuga fyrir mál­ara­list og stund­aði um skeið nám hjá list­mál­ar­anum Johannes Larsen. PH stund­aði ekki, frekar en margir þekktir danskir hönn­uðir og arki­tekt­ar, ekki nám við Arki­tekta­deild Lista­há­skól­ans, Kun­staka­demi­et. Bak­grunn­ur­inn var iðn- og tækni­nám.

Snemma áber­andi í menn­ing­ar­líf­inu

PH hafði snemma mörg járn í eld­in­um. Hann setti á fót teikni­stofu í eigin nafni árið 1919, sem hann starf­rækti árum sam­an. Vann meðal ann­ars mikið fyrir skemmti­garð­inn Tívolí, var eins­konar hirð­arki­tekt þar eins og hann orð­aði það ein­hvern tíma. Hann hafði alla tíð mik­inn áhuga fyrir þjóð­fé­lags­mál­um, skrif­aði árum saman fyrir dag­blaðið Politi­ken og síðar Information. Hann samdi jafn­framt fjöl­margar revíur og á árunum 1926 – 1928 gaf hann út tíma­ritið Kritisk Revy, þar var fjallað á gagn­rýn­inn hátt um þjóð­fé­lags­mál. 1935 fékk utan­rík­is­ráðu­neytið hann til að gera kvik­mynd um dag­legt líf í Dan­mörku, myndin var hugsuð sem kynn­ing á landi og þjóð. Myndin fékk mis­jafna dóma og var síðar stytt og er nú til í tveimur útgáf­um. PH var frá upp­hafi mjög gagn­rýn­inn á nas­is­mann og eftir að Þjóð­verjar her­námu Dan­mörku 1943 voru öll skrif hans rit­skoð­uð. 

Flýði til Sví­þjóðar undan nas­istum

30. sept­em­ber 1943 flýði PH ásamt eig­in­kon­unni Inger á ára­bát yfir Eyr­ar­sund til Sví­þjóð­ar. Um borð í ára­bátnum var líka arki­tekt­inn Arne Jac­ob­sen ásamt unn­ustu sinni og ungum verk­fræð­ingi, Her­bert Marcus, sem lagði stund á kapp­róðra. Þeir Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus voru gyð­ingar og ótt­uð­ust um líf sitt. Það gerði PH líka og eftir að stríð­inu lauk komst upp að danskir nas­istar ætl­uðu sér að drepa PH og fjöl­skyldu hans með því að kveikja í rað­húsi fjöl­skyld­unnar í Ordr­up. Eftir að stríð­inu lauk flutti PH með fjöl­skyldu sinni til baka til Dan­merkur og það gerðu líka Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus. Eftir heim­kom­una hélt PH áfram að skrifa, ásamt vinn­unni á arki­tekta­stof­unni. Arki­tekta- og rit­störfin verða ekki frekar rakin hér en list­inn er lang­ur: ein­býl­is­hús, fjöl­margar og ólíkar opin­berar bygg­ing­ar, Tívolí (sem áður var get­ið) söngv­ar, skrif í dag­blöð og tíma­rit. Enn­fremur skrif­aði hann nokkrar bækur og var áber­andi per­sóna í dönsku þjóð­líf­i. 

En það er þó fyrst og fremst eitt sem heldur nafni hans á lofti.  

ph5.width-800
PH 5 ljósið er til í ýmsum útgáfum og litum í dag.

 

PH ljósin

Strax á náms­ár­unum fékk PH mik­inn áhuga fyrir ljósum og lýs­ingu. Ljósa­per­urnar voru að hans mati ljót­ar, og birtan frá þeim ann­að­hvort allt of skær eða dauf. Hann ein­setti sér að útbúa ljós, eða skerm eins og hann kall­aði það, sem kastaði birt­unni frá sér án þess að peran sjálf væri sýni­leg. Hann gerði ótal til­raunir heima í rað­hús­inu í Ordrup og á teikni­stof­unni. Árið 1924 hófst sam­vinna PH við fyr­ir­tækið Louis Poul­sen. Það fyr­ir­tæki var stofnað 1874 í kringum inn­flutn­ing á víni, sá rekstur gekk ekki vel en 1891 hóf fyr­ir­tækið rekstur raf­magns­verk­stæðis og opn­aði jafn­framt verslun með verk­færi og járn­vörur af ýmsu tagi ásamt litlu járn­smíða­verk­stæði. Þegar PH leit­aði eftir sam­vinnu við Louis Poul­sen 1924 var ætlun hans að taka þátt í alþjóð­legri sýn­ingu í París árið 1925 og sýna þar nýju upp­finn­ing­una, þriggja skerma ljós­ið. ­Skemmst er frá því að segja að ljósið, sem var loft­ljós úr málmi, vakti mikla athygli og hlaut fyrstu verð­laun sýn­ing­ar­inn­ar. Ári síð­ar, 1926, vann PH í sam­vinnu við Louis Poul­sen sam­keppni um lýs­ingu í nýja sýn­ing­ar­höll, For­um, á Frið­riks­bergi við Kaup­manna­höfn. Í dag­blaði frá þessum tíma segir að ljós­in, skerm­arnir úr opal gleri, hafi verið eins og hvítir fuglar í sýn­ing­ar­saln­um. 

Ein­stök hönnun 

Bæði PH og for­svars­mönnum Louis Poul­sen var ljóst að upp­finn­ing PH, þriggja skerma ljósið, var ein­stök og Louis Poul­sen náði brátt samn­ingum við umboðs­menn í mörgum löndum og lét úbúa kynn­ing­ar­efn­i.  Nýjar útfærslur af þriggja skerma ljós­inu komu á mark­að­inn, loft­ljós, borð­lampar, og salan jókst stöðugt. Í blaða­við­tali frá þessum tíma sagð­ist for­stjóri Louis Poul­sen hand­viss um að PH ljósin ættu eftir að verða vin­sæl og eft­ir­sótt í fram­tíð­inni og þriggja skerma hönn­unin myndi stand­ast tím­ans tönn. Hann reyn­ist sann­spár.

Margt í gangi hjá PH 

Þótt ljósin seld­ust vel og mögu­leik­arnir á útfærslum hug­myndar PH væru langt frá því að vera tæmdir hafði hönn­uð­ur­inn fleiri járn í eld­in­um. Tekj­urnar af ljósa­söl­unni gerðu honum kleift að sinna öðrum áhuga­mál­um, þar voru rit­störfin fyr­ir­ferð­ar­mest. Svo var það arki­tekta­stof­an, þar var nóg að gera. Louis Poul­sen þrýsti mjög á PH að koma með fleiri ljós og nýjar útfærsl­ur. Árin liðu, PH var orð­inn mold­ríkur (eins og hann orð­aði það sjálf­ur) en hann hélt þó alltaf áfram að sinna öllum sínum fjöl­mörgu áhuga­mál­um. Skyndi­lega var komið árið 1958.

PH 5

Mörg af ljósum PH bera ekki sér­stök heiti. Þau hafa ein­fald­lega tölu­staf fyrir aftan staf­ina PH, til aðgrein­ingar hvert frá öðru. Þótt til séu nokkur hund­ruð mis­mun­andi ljós og útfærslur af ljósum Poul Henn­ingsen er ljósið sem fékk nafnið PH 5 lang þekkt­ast og hefur orðið eins konar sam­nefn­ari fyrir verk hans. PH 5 kom á mark­að­inn 1958 og talan 5 merkir að stærsti skerm­ur­inn er 50 senti­metrar í þver­mál. Þetta ljós, PH 5, féll strax í kramið hjá almenn­ingi og hefur selst í millj­ón­a­tali. Í verk­smiðju Louis Poul­sen í Vejen á Jót­landi eru 130 starfs­menn og þar eru árlega fram­leidd að minnsta kosti 230 þús­und ljós en nákvæm tala fæst ekki gefin upp. Lang stærsti hluti fram­leiðsl­unnar er PH ljós og lampar, þar vegur hlutur PH 5 þyngst.   Efnið í PH 5 er matt­lakkað ál, aðal­lit­ur­inn í upp­hafi hvítur en einnig blár litur og rauður til að skapa jafn­vægi í dreif­ingu birtunn­ar. Síðar hafa komið fleiri litir og sífellt bætist við úrval­ið. Sér­stök útgáfa, kölluð PH 50 kom á mark­að­inn 2008, í til­efni þess að þá var hálf öld síðan PH 5 var fyrst fram­leitt. Poul Henn­ingsen hefur lík­lega ekki órað fyrir vin­sældum ára­tuga vin­sældum ljóss­ins en hann lést 1967.

Hver er ástæða þess að þetta ljós sem hefur verið á mark­aðnum í tæpa sex ára­tugi er svo vin­sælt? Margir vildu geta svarað þess­ari spurn­ingu en eng­inn veit svar­ið. Ljósið er fyrir löngu orðið sígilt og hefur staðið af sér alla tísku­strauma. Salan helst stöðug milli ára, eykst þó held­ur. Án þess að tölu­legar stað­reyndir liggi fyrir verður að telja lík­legt að hlut­falls­lega séu PH 5 ljósin algeng­ust í Dan­mörku en þau hafa í gegnum árin selst vel í nágranna­lönd­unum og hafa lengi verið vin­sæl á Íslandi. Jap­anir eru líka hrifnir af ljós­un­um. Sú saga er sögð af Jap­ana sem kom til Dan­merkur uppúr 1960 að hann hafi keypt PH 5 ljós og haft með sér heim. Hann hafi svo sagt frá því þegar heim kom að sér hefði verið sagt að danska ríkið gæfi öllum brúð­hjónum í Dan­mörku svona ljós. Þetta ku hafa þótt tíð­indi þar eystra. Tak­mörkuð tungu­mála­kunn­átta veldur iðu­lega mis­skiln­ingi.