Í dag var tilkynnt að íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hafi hlotið verðlaun í flokki vöruhönnunar á stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, Cooper Hewitt National Design Awards 2023.
Verðlaunin eru veitt árlega af Cooper Hewitt hönnunarsafninu, hönnunarhluta Smithsonian stofnunarinnar, og voru stofnuð í samstarfi við Hvíta húsið. Í kjölfar tilkynningar á vinningshöfum hefst þétt kynningardagskrá tengd vinningshöfum sem ætlað er að auka vitund almennings í Bandaríkjunum um áhrif hönnunar í daglegu lífi. Sú dagskrá nær hámarki í Hönnunarviku (e. National Design Week) í október en þá fer formleg afhending verðlaunanna fram við mikla athöfn.
Íslensk hönnun í New York
Atlason Studio var stofnuð í NY árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni með nýstárlega og frumlega nálgun að markmiði: „Við erum í skýjunum með þessar fréttir. Þetta er auðvitað einstakur heiður en hönnunarverðlaunin eru þau virtustu og þekktustu hér í Bandaríkjunum, og þó víðar væri leitað. Þá er sérstaklega ánægjulegt að fá viðurkenningu frá öðrum fagaðilum,“ segir Hlynur sem flutti upphaflega til Bandaríkjana til að stunda nám við Parsons School of Design í New York.
Óhætt er að segja að Atlason Studio hafi vaxið og dafnað frá stofnun þess árið 2004 en stofan hefur átt í samstarfi við mörg af þekktustu fyrirtækjum og vörumerkjum heims, t.d. Design Within Reach, Museum of Modern Art, Heller, L.Ercolani, Johnson & Johnson, L‘Oreal, Microsoft, IKEA, X-box og Stella Artois.
Atlason loks til Íslands
Hingað til hafa vörur Atlason Studio ekki fengist á Íslandi en það stendur nú til bóta þegar húsgögn hans verða hluti af vöruúrvali í Epal: „Ég hef þekkt Hlyn lengi og fylgst náið með hans magnaða ferli frá því hann tók sín fyrstu skref á hönnunarbrautinni í Parsons þar til í dag, þegar það má segja að hann hafi sigrað hönnunarheiminn í Bandaríkjunum! Við höfum haft þann heiður að sýna vörur hans í Epal á HönnunarMars og nú er það okkur sönn ánægja að ganga skrefinu lengra og bjóða vörur eftir hann til sölu hér í Epal í haust,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal.
Á Menningarnótt verður skemmtileg dagskrá í Epal á Laugavegi og því tilvalið tækifæri að heimsækja glæsilega verslun okkar í hjarta miðborgarinnar. Vinsæli pappamyndakassi teiknarans Lindu Ólafsdóttur verður á staðnum ásamt því opnar ljósmyndasýningin UNDUR þar sem sýndar verða glæsilegar landslagsmyndir Brynjars Ágústssonar ljósmyndara.. Snyrtivörukynning frá Iceland Skincare frá 15-17 og falleg íslensk hönnun á Menningarnótt í Epal á Laugavegi 7. Sjáumst!
Á Menningarnótt verður starfræktur einstakur passamyndakassi, þar sem gestir geta setið fyrir og keypt handteiknaðar portrettmyndir. Linda Ólafsdóttir, teiknari, situr í kassanum í anddyri verslunarinnar og hraðteiknar portrett sem svo renna sjóðheit út um litla lúgu líkt og í hefðbundum passamyndakassa. Passamyndakassinn er ekki bara maskína sem framleiðir ódauðleg listaverk, heldur líka spjallkassi þar sem tækifæri gefst til að ræða við teiknarann um veðrið og tilfinningar svo eitthvað sé nefnt.
Af hverju seldu portretti renna 1000kr. til Bergsins – Headspace. Kassinn verður opinn frá klukkan 14 til 18.
Iceland Skincare er íslensk vegan húðvörulína í umhverfisvænum pakkningum. Meðal tegunda í línunni má nefna skemmtileg andlitsserum eins og augnserum, liftandi serum, rakaserum ásamt náttúrulegum svitalyktareyðum án hormónatruflandi efna.
Óflokkað
Til hamingju með daginn!
Við eigum öll rétt á að vera við sjálf. Skápar eru hannaðir
fyrir fallega hluti, ekki fallegt fólk. Til hamingju með daginn.
Hinsegin dagar 2023.
Design Choice 2023 vörulínan frá Fritz Hansen heiðrar Arne Jacobsen með sérstakri útgáfu af Egginu og Svaninum í takmörkuðu upplagi. Vandlega valið af hönnunardeild Fritz Hansen er Eggið og Svanurinn kynnt í hágæða Moss áklæði frá Kvadrat skreytt fínlegri leðurlíningu sem gefur húsgögnunum einstakt útlit.
„Með F.H. Choice 2023 fögnum við danskri nútímahönnun,” segir Marie-Louise Høstbo, listrænn hönnunarstjórnandi hjá Fritz Hansen.
Táknræn hönnun Arne Jacobsen tekur hér á sig nýja mynd í sérvöldu Moss áklæði frá Kvadrat skreytt leðurlíningu. Falleg áferð Moss áklæðisins fer vel við lífrænt form stólsins á meðan fínleg leðurlíning leggur áherslu á mjúkar línur stólsins sem gerir þetta takmarkaða upplag að sannkölluðum safngrip.
F.H. Choice 2023 vörulínan er aðeins fáanleg árið 2023. Smelltu hér til að skoða í vefverslun Epal.is
Sumarið er frábær tími, uppfullt af óvæntum boðum, brúðkaupum og öðrum veislum. Því er betra að hafa opnunartíma EPAL á hreinu.
Við tökum vel á móti ykkur í verslunum okkar sem staðsettar eru í Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Laugavegi, Keflavíkurflugvelli ásamt Gróðurhúsinu í Hveragerði.
Við vekjum athygli á að lokað verður alla laugardaga í sumar í Epal Skeifunni, opnum aftur þann 11. ágúst.
Epal Skeifan 6
Mán. – Fös. 10 – 18
LOKAÐ alla laugardaga í sumar. Opnum aftur þann 11. ágúst.
Epal Kringlan
Mán. – Fös. 10 – 18
Lau. 11 – 17
Sun. 12 – 17
Epal Smáralind
Mán. – Fös. 11-19
Lau. 11 – 18
Sun. 12 – 17
Epal Laugavegi 7
Mán. – Fös. 10 – 19
Lau. 10-19
Sun. 10-19
Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli
Opið alla daga frá 05:00 – 17:00
Gróðurhúsið Hveragerði
Mán. – Fös. 10-20
Lau. 10 – 20
Sun. 10 – 20
Við tökum vel á móti þér!
Vipp kynnir nýja ruslafötu í takmörkuðu upplagi, Marie´s Yellow sem innblásin er af 80 ára sögu Vipp. „Holger, mig vantar ruslafötu fyrir stofuna mína. Geturðu búið til eina?“ Þessi orð marka upphaf Vipp þegar Marie bað eiginmann sinn, Holger Nielsen að búa til ruslafötu fyrir hárgreiðslustofuna sína árið 1939.
Sem löggiltur málmsmiður vissi Holger vel hvað gæði voru og með það í huga gerði hann ruslafötu fyrir konuna sína, og nefnir hana Vipp sem þýðir á íslensku að ‘vippa’.
Marie´s Yellow heiðrar konuna á bakvið stofnanda Vipp, Holger Nielssen. Hennar uppáhalds litur, gulur klæðir nú 80 ára afmælisútgáfu ruslafötunnar. „Við höfum stanslaust fagnað föður mínum og ruslafötunni hans hér hjá Vipp. Og ekki að ástæðulausu, þar sem fyrirtækið er byggt á velgengni hennar. En það er kominn tími til að draga fram í sviðsljósið hlutverk mömmu í þessari velgengnissögu”, segir Jette Egelund, dóttir Marie og Holger eigenda Vipp.
Það var aldrei ætlunin að selja Vipp tunnuna en hinsvegar þótti viðskiptavinum á stofunni ruslafata með fótstigi vera hagnýt og byltingarkennd og beiðnir um fleiri ruslafötur varð til þess að Holger hóf framleiðslu.
„Án frumkvöðlahugsunar móður minnar og sýnileika á ruslafötunni á hárgreiðslustofunni hennar, þá væri
Vipp ekki þar sem það er í dag. Hún var smart og alltaf vel til höfð og oft klædd í sínum uppáhalds lit, gulum. Svo það var kominn tími til að tileinka henni vörulínu hjá Vipp, eðlilega klædda í gulan,” bætir Jette Egelund við.