MÆÐRABLÓMIÐ 2016

Mæðrablómið 2016 er fallegur fjölnota poki, hannaður og framleiddur af Tulipop sem gaf vinnu sína við gerð hans. Þegar þú kaupir Mæðrablómið styrkir þú efnalitlar konur til náms og nýrra tækifæra. Árlega hefur blóm í einhverri mynd verið selt í tengslum við mæðradaginn, sem í ár er 8. maí, og allur ágóði af sölunni rennur í Menntunarsjóðinn. Pokinn kostar 2.500 kr. og sölutímabilið er 4. – 19. maí.

“Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu 2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gert yfir 70 tekjulágum konum kleift að stunda nám. ”

Epal er einn af söluaðilum Mæðrablómsins 2016.
Taska og sjór Taska á hvítum bakgrunni Taska á kaffi húsi

HAPPDRÆTTI Í EPAL SKEIFUNNI

Happdrætti!
Í tilefni þess að í dag föstudag og á morgun laugardag 29.-30.apríl eru hjá okkur sérfræðingar frá Montana, Carl Hansen & son ásamt Artemide höldum við veglegt happdrætti í Epal Skeifunni þar sem hægt er að skrá sig í pottinn. Kíktu endilega til okkar í Skeifunni og settu nafnið þitt í pottinn, dregið verður í lok næstu viku.

20% afsláttur af öllum sýningarvörum ásamt pöntunum frá þessum aðilum um helgina. Einnig verður veittur 40% afsláttur af sérvöldum Montana einingum. Opið á laugardag frá kl.11:00-16:00.
Happamiði A4

20% AFSLÁTTUR FRÁ CARL HANSEN, MONTANA OG ARTEMIDE

Um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag verða hjá okkur 3 sérfræðingar frá Montana, Carl Hansen & Søn ásamt Artemide. Í tilefni þess verður veittur 20% afsláttur af öllum sýningarvörum ásamt pöntunum frá þessum aðilum. Einnig verður veittur 40% afsláttur af sérvöldum Montana einingum.

3serfr

 

Eitt þekktasta húsgagnið frá Carl Hansen & Søn er líklega CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda. Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér. Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun.

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4fcarl-hansen2be3f2082165bad8342cec7fbf580025b3867Furniture-from-Carl-Hansen-Son-image4Furniture-from-Carl-Hansen-Son-image6

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

7be205094778937d055167e16de114d4 4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b c29e3d9e69a4f074fc11075db7ab8cca

Artemide er þekktur ítalskur ljósaframleiðandi sem sérhæfir sig í framleiðslu á ljósum eftir hönnuði og arkitekta og eru þeir þekktastir fyrir Tolomeo lampann fræga sem var hannaður af Michele De Lucchi og Giancarlo Fassina árið 1986. Tolomeo lampinn er ítalskt hönnunartákn, einstaklega fallegur og stenst tímans tönn.

7106fb7b5398266d102d91f95171266f 867079ef200fdbae12d021ca9553d05c f80729531e50eca5f4788c0a43b062b8 free-shipping-artemide-tolomeo-mega-terra-floor-lamp

Kíktu við í Epal Skeifuna um helgina og nýttu þér þessi frábæru tilboð!

Um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag verða hjá okkur 3 sérfræðingar frá Montana, Carl Hansen & Søn ásamt Artemide. Í tilefni þess verður veittur 20% afsláttur af öllum sýningarvörum ásamt pöntunum frá þessum aðilum. Einnig verður veittur 40% afsláttur af sérvöldum Montana einingum.

NÝTT Í EPAL : AYTM DESIGN

AYTM er nýtt og spennandi danskt vörumerki sem kynnt var í fyrsta sinn á hönnunarsýningunni North Modern 2015. AYTM var stofnað af þeim Kathrine Gran Hartvigsen and Pe Gran Hartvigsen og hefur slegið rækilega í gegn frá fyrstu kynningu. AYTM leggur áherslu á glæsilega fylgihluti fyrir heimilið úr góðum gæðum, stíllinn er einfaldur og gler og málmar einkenna vörurnar sem gefur þeim lúxus yfirbragð.

AYTM er nýtt vörumerki í Epal, kíktu við og sjáðu úrvalið.

201523 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_2 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_3 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_5 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_6 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_8201520

BRÚÐKAUP 2016

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Á heimasíðu okkar hér að ofan er hægt að setja saman gjafalista á auðveldan hátt. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl.

Smelltu HÉR til að skoða lista yfir vinsælar brúðkaupsgjafir til að fá hugmyndir fyrir þinn gjafalista, eða jafnvel ef þú ert á leið í brúðkaup og ert að leita af réttu gjöfinni.

Epal-bryllup1

PH5 KLASSÍK Á AFMÆLISTILBOÐI

Klassíska PH5 ljósið frá Louis Poulsen er á frábæru afmælistilboði fram til 30.apríl og kostar nú aðeins 79.900 kr. í stað 117.000 kr. (PH5 classic er hvítt með bláum lit).

PH5 ljósið var hannað árið 1958 af arkitektinum Poul Henningsen (1894-1967) fyrir Louis Poulsen og er ljósið í dag heimsþekkt sem hönnunartákn og er líklega eitt vinsælasta ljósið í Skandinavíu. Poul Henningsen nefndi ljósið PH5 vegna þess að þvermálið á efsta skerminum er 50 cm en ljósið var hannað til þess að hanga yfir borði og á sama tíma gefa hóflega birtu í umhverfið í kring.

Poul Henningsen sem í dag er þekktastur fyrir ljósahönnun sína hóf samstarf við danska ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1925 og hélt það samstarf áfram fram á hans dauðadag eftir áralangt og mjög farsælt samstarf en hann hannaði einnig fræga Köngulinn (Archichoke) fyrir Louis Poulsen. Þrátt fyrir að Poul Henningsen sé þekktastur fyrir ljós sín hafði hann þó mikla hæfileika á öðrum sviðum meðal annars sem rithöfundur og gagnrýnandi. Hann starfaði einnig lengi sem arkitekt og teiknaði fjölda húsa ásamt því að hafa teiknað lítinn hluta Tivoli í Kaupmannahöfn.

PH5 ljósið er í senn klassískt og elegant og falleg hönnun þess gefur alveg einstaka birtu inn í hvert rými. PH5 ljósið er fullkomið yfir eldhúsborðið og hentar einnig vel fyrir almenningsrými.

PH_205_20classic__20kira
ph5-classicLouis-Poulsen-PH5-Classic-Whiteafm-PH5

20% AFSLÁTTUR AF EILERSEN SÓFUM

Við bjóðum upp á 20% afslátt af sófum frá Eilersen dagana 14.-23.apríl. Helgina 15.-16.apríl verður sérfræðingur frá Eilersen í Epal og veitir ráðgjöf varðandi hvernig velja eigi rétta sófann.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en saga þeirra rekur aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niels Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. En þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn sem í dag þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Jazz sofa with loose cover 230x120 cm Envir Pool 01 201516664 Gotham_adphoto_WHEN_BUSINESS_IS_AS_USUAL_Business_landscape Gatsby sofa with loose cover 260x95 cm Envir Sand 20 201517030sofassofas-1Eilersen-sérfr

NÝTT FRÁ FRITZ HANSEN: OBJECTS

Hönnunarvikan í Mílanó eða Salone del Mobile hófst í gær þann 12.apríl og stendur hún til 17.apríl. Þar koma saman helstu hönnunarframleiðendur heims og kynna nýjungar sínar ásamt því að fjöldinn allur af þekktum hönnuðum sem og óþekktum nýta sér þennan viðburð til að koma hönnun sinni á framfæri. Helstu fréttirnar frá Mílanó að okkar mati er ný lína frá danska hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen en í fyrsta sinn kynna þeir heila línu af fylgihlutum fyrir heimilið og ber línan heitið Objects. Línan samanstendur af fallegum smávörum, kertastjökum, spegil, bökkum, púðum, vösum, samanbrjótanlegu hliðarborði og kolli. Hönnuðir Objects eru þeir fremstu í heiminum en þar má helst nefna þekkta spænska hönnuðinn Jamie Hayon ásamt því að púðarnir eru skreyttir mynstri sem hannað var af engum öðrum en Arne Jacobsen. Mikil eftirvænting er eftir þessari glæsilegu línu og verður Epal að sjálfsögðu söluaðili hennar. Skráðu þig endilega á póstlistann okkar sem finna má neðst á forsíðunni til að missa ekki af neinu.

12957521_10154451671899316_1556319594943242836_o 12961226_10154451672914316_2883776943571256409_o 12961420_10154451670924316_4537881776690568374_o 12961633_10154451672759316_5349393164492157864_n 12961708_10154451672064316_4308561378593558452_n 12970796_10154451671309316_8697343179943676250_o 12974391_10154451672549316_3048852030181945067_n 12974407_10154451672654316_5396684273106545248_n 12977131_10154451673154316_2010718890853401325_o 12983200_10154451672389316_4419228817082673917_o 12983412_10154451671704316_3473019837110232417_o 12983835_10154451671169316_5926891296479932213_o 12987177_10154451672219316_2829805670395988589_n collage unspecified-1 unspecified-2 unspecified

UNGBARNASÆTI Á TRIPP TRAPP

Tripp trapp stóllinn var hannaður árið 1972 af Peter Opsvik er einstakur fyrir þær sakir að hann er fyrsti stóllinn sem hannaður var með það í huga að geta vaxið með barninu. Þegar að Peter Opsvik hóf að hanna Tripp Trapp stólinn var það hans markmið að hanna stól sem börn á öllum aldri gætu setið á við matarborðið en með olnboga í borðhæð.

Tripp trapp stóllinn nýtur gífurlegra vinsælda og er til í mörgum litum en einnig er hægt er að kaupa ýmsa aukahluti á hann. Við vorum að bæta við úrvalið hjá okkur ungbarnasæti sem fest er við stólinn og hentar vel fyrir ungabörn frá 0-6 mánaða aldurs. Með ungbarnasætinu er barnið komið í borðhæð ólíkt svokölluðum ömmustólum sem getur verið frábært þegar fjölskyldan sest við kvöldverðinn eða til að hafa barnið hjá sér á meðan sinnt er eldamennsku og uppvaski og geta verið í augnsambandi. Við eigum einnig fjölmarga aðra aukahluti svo sem borð sem smellist á Tripp trapp stóla ásamt fallegum bólstuðum sessum til að setja í stólana.

849e0d074ea98b7d9a2f58613dafaac5-675x1024 7668aa3341dc0e21ce0eaa1cbd7b6a23-711x1024
Stokke-Tripp-Trapp

AFMÆLISTILBOÐ

Hér má sjá öll þau afmælistilboð sem eru í gangi og eru þau hver öðru flottari. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur þessi frábæru tilboð. afm-PH5 afm-J-39 afmBorgeNo1 2afm-Ystóllafm-Poeten