NÝTT FRÁ FRITZ HANSEN: OBJECTS

Hönnunarvikan í Mílanó eða Salone del Mobile hófst í gær þann 12.apríl og stendur hún til 17.apríl. Þar koma saman helstu hönnunarframleiðendur heims og kynna nýjungar sínar ásamt því að fjöldinn allur af þekktum hönnuðum sem og óþekktum nýta sér þennan viðburð til að koma hönnun sinni á framfæri. Helstu fréttirnar frá Mílanó að okkar mati er ný lína frá danska hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen en í fyrsta sinn kynna þeir heila línu af fylgihlutum fyrir heimilið og ber línan heitið Objects. Línan samanstendur af fallegum smávörum, kertastjökum, spegil, bökkum, púðum, vösum, samanbrjótanlegu hliðarborði og kolli. Hönnuðir Objects eru þeir fremstu í heiminum en þar má helst nefna þekkta spænska hönnuðinn Jamie Hayon ásamt því að púðarnir eru skreyttir mynstri sem hannað var af engum öðrum en Arne Jacobsen. Mikil eftirvænting er eftir þessari glæsilegu línu og verður Epal að sjálfsögðu söluaðili hennar. Skráðu þig endilega á póstlistann okkar sem finna má neðst á forsíðunni til að missa ekki af neinu.

12957521_10154451671899316_1556319594943242836_o 12961226_10154451672914316_2883776943571256409_o 12961420_10154451670924316_4537881776690568374_o 12961633_10154451672759316_5349393164492157864_n 12961708_10154451672064316_4308561378593558452_n 12970796_10154451671309316_8697343179943676250_o 12974391_10154451672549316_3048852030181945067_n 12974407_10154451672654316_5396684273106545248_n 12977131_10154451673154316_2010718890853401325_o 12983200_10154451672389316_4419228817082673917_o 12983412_10154451671704316_3473019837110232417_o 12983835_10154451671169316_5926891296479932213_o 12987177_10154451672219316_2829805670395988589_n collage unspecified-1 unspecified-2 unspecified

UNGBARNASÆTI Á TRIPP TRAPP

Tripp trapp stóllinn var hannaður árið 1972 af Peter Opsvik er einstakur fyrir þær sakir að hann er fyrsti stóllinn sem hannaður var með það í huga að geta vaxið með barninu. Þegar að Peter Opsvik hóf að hanna Tripp Trapp stólinn var það hans markmið að hanna stól sem börn á öllum aldri gætu setið á við matarborðið en með olnboga í borðhæð.

Tripp trapp stóllinn nýtur gífurlegra vinsælda og er til í mörgum litum en einnig er hægt er að kaupa ýmsa aukahluti á hann. Við vorum að bæta við úrvalið hjá okkur ungbarnasæti sem fest er við stólinn og hentar vel fyrir ungabörn frá 0-6 mánaða aldurs. Með ungbarnasætinu er barnið komið í borðhæð ólíkt svokölluðum ömmustólum sem getur verið frábært þegar fjölskyldan sest við kvöldverðinn eða til að hafa barnið hjá sér á meðan sinnt er eldamennsku og uppvaski og geta verið í augnsambandi. Við eigum einnig fjölmarga aðra aukahluti svo sem borð sem smellist á Tripp trapp stóla ásamt fallegum bólstuðum sessum til að setja í stólana.

849e0d074ea98b7d9a2f58613dafaac5-675x1024 7668aa3341dc0e21ce0eaa1cbd7b6a23-711x1024
Stokke-Tripp-Trapp

AFMÆLISTILBOÐ

Hér má sjá öll þau afmælistilboð sem eru í gangi og eru þau hver öðru flottari. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur þessi frábæru tilboð. afm-PH5 afm-J-39 afmBorgeNo1 2afm-Ystóllafm-Poeten

UMHVERFISVÆN HÖNNUN: MATER

Mater er umhverfisvænt og leiðandi hönnunarframleiðandi á heimsvísu, ásamt því að vera um leið siðferðislega og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.

Það var árið 2007 sem Henrik Marstrand stofnandi Mater kynnti í fyrsta sinn fyrirtæki sitt á hönnunarsýningunni Maison & Objet í París, hans hugsýn var að framleiða framúrskarandi og tímalausa hönnun sem framleidd væri á umhverfisvænan hátt, með virðingu fyrir fólki og handverki.

story_front
bowl_table_serie

Bowl Table eru einstaklega falleg stofuborð sem framleidd eru úr umhverfisvænum mangóvið og smíðuð á Indlandi.
Bowl_xlarge

Barstóllinn High stool er t.d. framleiddur úr FSC vottuðum við en í FCS vottuðum skógi (Forest Stewarship Council) eru engin tré felld nema skógurinn ráði við að framleiða sama magn. Þar að auki tryggir FSC að annar gróður hljóti ekki skaða af ásamt því að fólkið sem starfar í skóginum er tryggt menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org
stolar

Mater fæst í Epal // mater.dk

ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ ARCO : CONTOUR STÓLLINN

Hönnuðurinn Guðmundur Lúðvík hefur náð mjög langt á alþjóðlegum vettvangi og eru húsgögn eftir hann í framleiðslu eftir leiðandi framleiðslufyrirtæki svosem Erik Jorgensen, Caneline og Arco. Nýlega sýndi Guðmundur Lúðvík stólinn Contour á HönnunarMars í Epal og okkur lék forvitni á að vita meira um söguna á bakvið stólinn.

Segðu okkur aðeins frá samstarfi þínu við Arco? Arco er frábær samstarfsaðili og við höfum átt frábært samstarf hingað til. Þeir hafa lengi verið aðili sem ég hef haft stórar mætur á og því sem þeir hafa upp á að bjóða. Þeir eru þekktir fyrir einstakt handverk og stíll þeirra á mjög vel við mig á sama hátt og manneskjurnar á bak við fyrirtækið líkt mér, setja háar kröfur til alls sem þeir senda frá sér.

gudmundur_ludvik

Vörur Arco eru ekki ódýrar sem hangir saman með háum gæðum. Það hefur gert það að verkum að oft þegar þeir selja borð sem er sú vörugrúppa sem þeir eru þekktastir fyrir missa þeir af sölu á stólum í kring um borðið. Þessu óska þeir eftir að breyta og í því samhengi báðu þeir mig að koma með uppkast að stól sem gæti staðist þær háu gæðakröfur sem þeir hafa til handverks, hönnunar og þæginda, Contour er afkoma þessarar óskar. Stóllinn er hannaður með það fyrir augum að nýta nútíma framleiðslumáta án þess að missa útlit og hugmyndina um gott handverk.

Arco skrifar um stólinn á heimasíðu sinni: The Contour is as comfortable as it looks: the round backrest makes for comfortable sitting because it shapes itself around you. Its elegance flows from its beautiful simplicity.

Við erum að vinna að öðrum útgáfum með mismunandi undirstellum og hægindastóls útgáfu. Í Mílanó komum við til með að sýna stólinn með tréstelli, fjögurra arma súlustelli og fjögurra arma súlustelli á hjólum.

Eins og með flesta af mínum og Welling/Lúðvíks samstarfsaðilum vona ég að samstarfið með Arco haldi áfram langt út í framtíðina. Sjaldan hef ég fundið mig eins vel og í samvinnu með Arco.” segir Guðmundur Lúðvík.

Arco-Contour-Gudmundur_Ludvik-HiRes-01unspecified-1

Guðmundur Lúðvík Grétarsson er fæddur árið 1970 í Reykjavík. Hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafnar árið 1999 og hefur verið búsettur í Danmörku síðan.

Bakgrunnur Guðmundar sameinar handverk, list og hönnun. Handverkið ólst hann upp með og vann í mörg ár sem smiður áður en leiðin lá í Myndlistaskóla Íslands þar sem nám í höggmyndlist hófst. Að lokum lá leiðin í Danish Design School þar sem formlegri menntun lauk sem húsgagnahönnuður árið 2002. Þessi vegferð hefur verið honum bæði eðlileg og rökrétt og hefur mótað hæfni hans til þess að vinna á skapandi hátt og nýta tækni- og fagurfræðilegar hliðar hönnunarfagsins.

Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó og er annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Welling/Ludvik Industrial Design.

NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN: NIC NAC

Nicholai Wiig Hansen hannaði Nic Nac skipulagsboxin fyrir Normann Copenhagen sem við vorum að fá. Boxin er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma í sjö fallegum litum og fimm ólíkum stærðum sem passa hver inn í aðra. Notaðu Nic Nac undir lyklana, á skrifborðið, undir snyrtivörur, til að bera fram veitingar, undir ávexti eða sem bakka undir olíur í eldhúsið, þitt er valið.

2016_Normann_Catalogue_Acc_28(3) 2016_Normann_Catalogue_Acc_29(2) 2016_Normann_Catalogue_Acc_63(2) 2016_Normann_Catalogue_Furniture_10(2) 3730_NIC_NAC_ORGANIZER_ALL_1N C

HÖNNUNARMARS Í EPAL

Með þátttöku EPAL í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun.

Epal kynnti á HönnunarMars 2016 nýjar vörur sem var afrakstur samvinnu íslenskra og danskra hönnuða sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í sínu fagi – þessi samvinna fékk nafnið BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum.

“Sex framsæknir hönnuðir voru fengnir í tilefni 40 ára afmæli Epal til að hanna nýjar vörur úr íslensku hráefni og útfrá íslenskum innblæstri sem höfðar til alþjóðamarkaðar. Útkoman var fjölbreytt en þar má nefna gólfmottu, húsgögn, værðarvoð, trefla ásamt fleiru. Hönnuðir verkefnisins voru þau Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Margrethe Odgaard, Christina L. Halstrøm, Ulrik Nordentoft og Sebastian Holmbäck.”

Við sýndum einnig áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Þar má nefna Sigurjón Pálsson, Scintilla, Önnu Þórunni, Ragnheiði Ösp, Guðmund Lúðvík, Elsu Nielsen, Ingibjörgu Hönnu, Sverrir Þór Viðarsson ásamt fleirum. Á Epal blogginu má sjá úttekt um verk hvers og eins hönnuðar sem við mælum svo sannarlega með að skoða, sjá hér. 

Ljósmyndarinn Gunnar Sverrisson tók myndirnar hér að neðan af sýningunni okkar í ár.
_A9T0007 _A9T0009 _A9T0011 _A9T0012 _A9T0017 _A9T0019 _A9T0022 _A9T0025 _A9T0031 _A9T0039 _A9T0043 _A9T0049 _A9T0055 _A9T0059 _A9T0066 _A9T0069 _A9T0072 _A9T0075 _A9T0078 _A9T9991 _A9T9998

HÖNNUNARMARS: GUÐNÝ HAFSTEINSDÓTTIR

Á HönnunarMars í Epal sýndi Guðný Hafsteinsdóttir línuna Baugar.

„Handgerðir hlutir segja sögu sína í hljóði og tjá vinnuna sem er að baki hlutarins. Baugar er í senn skúlptúr, lágmynd á vegg og kertastjaki. Verkið samanstendur af þremur misstórum hringjum sem unnir eru úr svörtum leir og vikri sem gefa því hrátt yfirbragð og hraunáferð. Hringirnir eru með innfelda rauf og er því hægt að raða kertum í þá eins hverjum þykir fara best.”

Guðný Hafsteinsdóttir er keramiker og hönnuður. Hún er fædd í Vestmannaeyjum og ólst upp í návígi við hafið, höfnina, björgin og dýralífið sem einkennir eyjarnar og má glöggt nema áhrif þaðan í verkum hennar. Guðný nam við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og var auk þess við nám í Finnlandi, Danmörku og í Ungverjalandi. Hún er félagi í Leirlistarfélagi Íslands og sat í stjórn Hönnunarmiðstöðvar frá 2011-2015 fyrir hönd félagsins. Hún hefur haldið einkasýningar, tekið þátt í fjölda samsýninga og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín. Guðný hefur tekið þátt í rekstri nokkurra gallería og hefur rekið eigið verkstæði frá 1995.
DSC_1605 l _MG_2062

HÖNNUNARMARS: INGA ELÍN

Á HönnunarMars í Epal sýndi Inga Elín fallega matardiska og vasa. “Það er endalaus leit að skapa tímalausa hönnun, blanda saman góðu formi og skreytingu. Matardiskur er einn af þeim hlutum sem við notum oftast í okkar daglega lífi. Sambland af notagildi og skúlptúr, skreyting, tímalaust, fallegt, óvenjulegt. Hver er galdurinn við þetta allt saman? Leika sér að formum og litum. Vasi þarf að hugsa vel um blómin, umvefja þau. Vasi þarf líka að geta staðið án blóma og glatt umhverfið.”

Inga Elín hefur starfað við myndlist í hart nær þrjá áratugi og haldið fjölmargar sýningar hérna heima og erlendis. Upplýsinga um hana eru á www.ingaelin.com

unspecified-2 unspecified-3