HÖNNUNARMARS: GUÐMUNDUR LÚÐVÍK

Guðmundur Lúðvík sýnir á HönnunarMars í Epal stólinn Contour sem framleiddur er af hollenska fyrirtækinu Arco.

“Í leit eftir möguleikum innan handverks, listsköpun og hönnun hef ég fundið minn eiginn leikvöll. Niðurstaða þessarar leitar er undirstaða mín í rannsóknum og tilraunum með þróun nýrrar hönnunar”

Guðmundur Lúðvík Grétarsson er fæddur árið 1970 í Reykjavík. Hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafnar árið 1999 og hefur verið búsettur í Danmörku síðan.

Bakgrunnur Guðmundar sameinar handverk, list og hönnun. Handverkið ólst hann upp með og vann í mörg ár sem smiður áður en leiðin lá í Myndlistaskóla Íslands þar sem nám í höggmyndlist hófst. Að lokum lá leiðin í Danish Design School þar sem formlegri mentun lauk sem húsgagnahönnuður árið 2002. Þessi vegferð hefur verið honum bæði eðlileg og rökrétt og hefur mótað hæfni hans til þess að vinna á skapandi hátt og nýta tækni- og fagurfræðilegar hliðar hönnunarfagsins.

Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó og er annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Welling/Ludvik Industrial Design.

Arco-Contour-Gudmundur_Ludvik-HiRes-01

HÖNNUNARMARS: EMILÍA BORGÞÓRSDÓTTIR

Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður sýnir á HönnunarMars í Epal kertastjakana Vita.

“Vitar er ný lína kertastjaka úr renndum við sem sækir innblástur til þeirra fjölmörgu vitabygginga sem norpa á annesjum landsins. Vitarnir eru í fimm mismunandi formum sem endurspegla fjölbreyttan byggingarstíl íslenskra vita. Þeir koma í nokkrum stærðum og litum, hvítir, bláir, appelsínugulir og viðarlitaðir. Vitar hafa alltaf veitt mér innblástur, þeir eru traustir en jafnframt sveipaðir dulúð. Þeir vísa sjófarendum veginn og koma þeim öruggum heim í hvaða veðri sem er.”
VITAR-1aEmiliaBorgþórsdóttir

HÖNNUNARMARS: ELSA NIELSEN

Elsa Nielsen grafískur hönnuður sýnir verkefnið #einádag á HönnunarMars í Epal.

“Þann 1. janúar 2015 ákvað ég að skrásetja líf mitt með litlum trélitateikningum og rifja þannig upp gamla trétlitatakta. Ég teiknaði eina litla mynd á dag og deildi þeim á Instagram undir #einádag. Ég náði að klára heilt ár, eða 365 myndir, með hjálp þeirra sem fylgdust með að aðdáun. Ég ákvað í framhaldinu að nýta myndirnar og með því að hanna dagatal úr öllum myndunum sem hægt er að nota líka sem tækifæriskort. Eitt listaverk á dag í eitt ár!

Dagatalið er prentað á gæðapappír og kemur í kassa með 12 blokkum – ein blokk fyrir hvern mánuð. Í kassanum fylgja trönur sem hægt er að setja blokkirnar á. Svo rífur maður einn dag af í einu. Dagatalið er hægt að setja upp hvenær sem er því það er ekki tengt vikudögum né ártali. Dagatal fyrir fagurkera. Dagatalið fæst á íslensku, ensku og dönsku. Danska útgáfan er væntanleg í Illums Bolighus í danmörku í næsta mánuði.

Veggspjöld

Eftir að hafa teiknað allar 365 myndir sá ég að það er auðveldlega hægt að skipta þeim niður í nokkra flokka. Tilvalið að setja á veggspjöld til að fegra heimilið. Flokkarnir eru þessir: Uppáhalds, Heimilið, Leikgleði, Matur, Góðgæti og Náttúra. Til sýnis í Epal á HönnunarMars.

Sængurverasett

Allar 365 teikningarnar passa fullkomlega á eitt sængurver. Fallegt í hjónaherbergið eða barnaherbergið. Í fyrsta skipti til sýnis í Epal á HönnunarMars 2016.

Þetta skemmtilega trélita verkefni #einádag sem byrjaði smátt með einni lítilli mynd á pappírssnepil varð stærra en ég þorði nokkurn tíman að vona. Í janúar á þessu ári var ég útnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016 og voru allar orginal myndirnar til sýnis í Gallerí Gróttu í kjölfarið af útnefningunni. Einnig segji ég stolt frá því að ég átti fund með Illums Bolighus í danmörku sem vill fá dagatalið í verslunina sem fyrst og líklega veggspjöldin líka.”

sængurverasett_2 40144_einadag_nr3 Poster_elsanielsen

HÖNNUNARMARS: BYLGJUR

Í tilefni 40 ára afmæli Epal voru 6 hönnuðir frá Íslandi og Danmörku fengnir til að hanna nýjar vörur útfrá íslenskum innblæstri. Í október 2015 dvöldu hönnuðurnir í fjóra daga á Listasetrinu Bæ þar sem þeir skiptust á hugmyndum, ræddu íslenska menningu og kynntust mismunandi hráefni. Verkefnið hlaut nafnið Bylgjur: undir íslenskum áhrifum og er núna hægt að kynna sér á HönnunarMars í Epal Skeifunni.

Hönnuðir voru þau: Margrethe Odgaard, Chris L. Halstrøm, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Ingibjörg Hanna, Sebastian Holmbäck og Ulrik Nordentoft.

Hér að neðan má sjá brot af verkunum sem sjá má á sýningunni en sjón er sögu ríkari.
Screen Shot 2016-03-12 at 11.23.17 Hofsós duo 1606 Halstrøm-Odgaard 003 kopi IMG_7373Screen Shot 2016-03-12 at 11.32.35Vatn

 

HÖNNUNARMARS: ANNA ÞÓRUNN

Anna Þórunn sýnir línuna COWBOY DREAM /Kúrekadraumur á HönnunarMars í Epal.

“Snemma í æsku átti ég mér þann draum að verða kúreki enda heilluð af þeirri ímynd sem maður upplifði í bandarískum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Sá draumur hélt mér hugfanginni þar til að annar draumur varð yfirsterkari. Leyfum okkur að dreyma! Cowboy Dream Collection er tileinkað föður mínum Hauki Hervinssyni.”

Opnunartími HönnunarMars í Epal:

Föstudagur: 10:00 – 18:00

Laugardagur: 11:00 – 16:00

Sunnudagur: 12:00 – 16:00
20160304_AnnaThorunn_0076 20160304_AnnaThorunn_002720160304_AnnaThorunn_004020160304_AnnaThorunn_0102

FERMINGAR 2016

Nú styttist í fermingar og í því tilefni tókum við saman nokkrar hugmyndir að fermingargjöfum í öllum verðflokkum, stórar og smáar. Vinsælt hefur verið að gefa fermingarbörnum eigulega hluti fyrir unglingaherbergið, við eigum til frábært úrval af fallegri gjafavöru og húsgögnum. Vertu velkomin/n í verslun okkar og fáðu aðstoð við valið.
desk-shelves-cabinets

String hilla með skrifborðsplötu kemur sér vel fyrir fermingarbarnið, ásamt góðum stól til að sitja í.

bellini-chair-blue-front

Acapulco stóll er fallegur hægindarstóll og tilvalinn í unglingaherbergið.

1084697-kartell-bourgie-lamp-a_3

Kartell lampar njóta mikilla vinsælda enda afskaplega fallegir lampar, Kartell Take lampinn er til í mörgum litum og er á góðu verði. 58016214gx_14_f

Componibili hillan er tilvalin sem náttborð og er klassísk hönnun sem eldist vel. Til í nokkrum litum og ólíkum stærðum,

ARE-FSDBB

Demantabox úr við frá Areaware undir skartgripi t.d.

bleik

Sívinsælu String Pocket vegghillurnar eru flottar í unglingaherbergið og koma í mörgum týpum.

DL-10202400

Við eigum til frábært úrval af rúmfötum, þessi hér að ofan eru frá Design Letters.

DL-10203401-S

Einnig er hægt að kaupa stök púðaver frá Design Letters með upphafsstaf fermingabarnsins.

eo_Balloon_1_72dpi-luft-på-top-31

Blöðruspeglar eru stórskemmtileg hönnun!

FER-3065

Vírakörfurnar frá Ferm Living koma í mörgum litum og tveimur stærðum. Einnig er hægt að bæta við þær viðarloki svo þær nýtist sem hliðarborð.


NOR-602400

Við eigum til rúmföt frá fjölmörgum hönnunarfyrirtækjum, þar má nefna Hay, Ferm Living, Normann Copenhagen, Ihanna home, Design Letters og Marimekko.

FER-8063 GJ-3587196

Klassísk og falleg vekjaraklukka frá Georg Jensen.

HAY-500011

Spegill er góð gjöf og “nauðsynleg” eign í mörg unglingaherbergi. Þessi hér að ofan er frá HAY.

HAY-505403

Við eigum einnig til frábært úrval af veggklukkum, þessi hér að ofan er frá HAY. NOR-341005

Hring-Ballerina_necklace-Toes_in_the_sand-HRZ_copy_1024x1024

Íslensk og falleg skartgripahönnun frá Hring eftir hring.

 

Large

ROS-39211

Viðardýrin frá Kay Bojesen eru vinsæl í gjafir.

MEN-3400039

Við eigum til gott úrval af skartgripaboxum og fallegum ílátum. Þetta hér að ofan er frá Menu.

NOR-120957

Brilliant box frá Normann Copenhagen er til í nokkrum litum og tveimur stærðum.

MOU-42615

 

Í Epal í Skeifunni er til frábært úrval af Tinna vörum fyrir alvöru Tinna aðdáendur. Eldflaugin er sérstaklega flott!MU-03191

Muuto Dots snagarnir eru til í nokkrum litum og stærðum.


NOR-380020

Fatahengi frá Normann Copenhagen fyrir þá sem vilja helst henda frá sér flíkunum! 

yellow

DLM hliðarborð frá HAY er flott í unglingherbergið.

ZUN-ZCBV00591

Bókastoðirnar frá Zuny eru sérlega skemmtilegar og til í mörgum ólíkum dýrategundum.

12788402_10154575545303332_1642496723_o

Einnig eigum við til frábær gæðarúm frá Jensen í stærðinni 120×200. Hægt er að velja áklæði og rúmfætur og er verð frá 199.000 kr. –

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "dc7e93cc03b6dd34" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun. Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

FRÁBÆRT TILBOÐ Á CHADWICH SKRIFBORÐSSTÓL

Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Don Chadwick hannaði skrifborðsstólinn Chadwick árið 2005 sem framleiddur er af Knoll. Chadwick hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun stólsins sem er bæði góður funda- og skrifborðstóll. Chadwick stóllinn sameinar falleg form og hámarksþægindi og veitir einstaklega góðan stuðning við bak og fætur. Með einu handtaki er hægt að stilla hæð og bak stólsins, ásamt því að hækka/lækka arma eftir því hverslags verkefni er verið að vinna.

Við bjóðum núna upp á frábært tilboð á Chadwick stólnum –

knoll-risom-lounge-chair-and-chadwick-desk-chair Chadwick H&H 280115

KONUDAGURINN 2016

Nokkrar flottar hugmyndir undir skartgripi ♡
Konudagurinn er á sunnudaginn, komdu ástinni þinni á óvart með fallegri gjöf.
Við eigum til frábært úrval af fallegum tækifærisgjöfum ásamt LOVE lakkrísnum vinsæla.

epal-skart

 

Talið frá vinstri til hægri, ýtið á linkinn til að fara yfir í vefverslun.

  1. Grár Kaleido bakki frá HAY.  
  2. Gylltur bakki frá HAY. 
  3. Bleik krús frá Kahler. 
  4. Kastehelmi krukka frá Iittala. 
  5. Brilliant box frá Normann Copenhagen. 
  6. Mintu grænn bakki frá Design Letters. 
  7. Lítill marmarabakki frá HAY. 

OMAGGIO PEARL: FORSALA

Omaggio vasarnir frægu hafa varla farið framhjá neinum, en þessir glæsilegu vasar sem um ræðir eru frá danska keramíkfyrirtækinu Kähler sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1839. Nú er hægt er að panta Omaggio Pearl vasana frá Kähler. En þeir eru væntanlegir um miðjan mars. Tryggðu þér eintak í dag og við höfum samband þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar. Ýttu á linkinn hér til að panta vasa.

KAH-16053-3 KAH-16053-2 KAH-16051-4 KAH-16051-3 KAH-16051-2 KAH-16050-2 KAH-16050-3

PÁSKALAKKRÍSINN 2016

Páskalakkrísinn 2016 frá Lakrids by Johan Bülow er kominn í Epal, ljúffengur páskalakkrís hjúpaður með belgísku súkkulaði og með stökkri piparmyntuskel. Í ár verður einnig hægt að kaupa Páskaegg sem fyllt er með ljúffengum páskalakkrískúlum með lakkrísdufti ásamt Fuglahúsi fylltu með þremur tegundum af páskalakkrís. Hægt er að versla Páskaeggið og Fuglahúsið núna í forsölu.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig.

LAK-U80300

Páskaeggið er fyllt með ljúffengum páskakúlum. Hver kúla inniheldur mjúkan lakkrís, silkimjúkt svissneskt ‘dulce de leche’ súkkulaði og lakkrísduft sem kitlar bragðlaukana.

Birdhouse-open-liquorice-lakrids-by-johan-bulow_grande Birdhouse-liquorice-lakrids-by-johan-bulow_1024x1024

Fuglahúsið er fyllt með þremur tegundum af páskalakkrís, Easter: ljúffengur páskalakkrís hjúpaður með belgísku súkkulaði og með stökkri piparmyntuskel. Egg: Hver kúla inniheldur mjúkan lakkrís, silkimjúkt svissneskt ‘dulce de leche’ súkkulaði og lakkrísduft. Surprise: Lakkrís sem gerður var í takmörkuðu upplagi og eingöngu fáanlegur í fuglahúsinu. Ljúffengur páskalakkrís hjúpaður hvítu súkkulaði með saltlakkrís. Eitthvað sem lakkrísunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Surprise-liquorice-lakrids-by-johan-bulow_grande Surprise-half-piece-liquorice-lakrids-by-johan-bulow_grande EGG-2016-flowpack-liquorice-lakrids-by-johan-bulow_grande EASTER-EGG-2016-half-piece-liquorice-lakrids-by-johan-bulow_4a07bbce-f9ce-44af-bf53-dc366470d057_grandeEASTER-2016-flowpack-liquorice-lakrids-by-johan-bulow_b6762fe2-676f-4abc-b57d-7868d3ebb8df_grandeScreen Shot 2016-02-16 at 15.05.27



Screen Shot 2016-02-16 at 14.58.36Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.

Páskaeggið er hægt að versla í forsölu -Hér, og Fuglahúsið er hægt að versla í forsölu -Hér.