Við eigum til flott dagatöl sem eru jafnframt íslensk hönnun.
Rifdagatalið eftir Snæfríði Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttur kannast margir við, það kemur út í nýrri útgáfu á hverju ári og er það einnig framleitt í dag af danska hönnunarfyrirtækinu HAY undir línu þeirra Wrong for Hay. Í ár kemur dagatalið út í tveimur útgáfum,
Dagatal 1: “ALMENN ÞEKKING HINNA UPPLÝSTU” –
Teikning á framhlið – texti íslensku á bakhlið um uppgötvanir, uppfinningar og hugmyndir heimssögunnar, unnið í samstarfi við Vísindavef Háskóla Íslands og textaskrif í þeirra höndum. Efnisflokkar spanna hin margbreytilegu svið mannlífsins. Vísindi, stærðfræði, eðlisfræði – sem og listir, heimsspeki, mannfræði og hversdagsmenningu.
Við nálgun í texta og myndrænu útliti var lög áhersla á skapa einstaka heild með léttum og forvitnilegum undirtón sem höfðar til breiðs aldurshóps.Dagatal 2:
Hið hefðbundna “rifgataða dagatal” er í anda liðinna ára – en þó í stærra formati, svo skrifa megi inná það eftir höfði hvers og eins. Texti á íslensku og ensku.
Við eigum einnig til dásamlegt Fagurkera dagatal eftir grafíska hönnuðinn Elsu Nielsen, en hún hefur teiknað eina trélitamynd á dag frá 1.janúar.
Um er að ræða gjafakassa með 12 blokkum með hverjum mánuði og þú „rífur“ einn og einn dag af í einu. Ein lítil trana fylgir í kassanum til að setja blokkirnar á. Hægt er að fylgjast með Elsu Nielsen á Instagram síðu hennar: https://www.instagram.com/elsanielsen/