JÓLASKRAUT FRÁ KÄHLER

Við eigum til frábært úrval af fallegum jólavörum frá Kähler. Jólavörurnar eru einstaklega fallegar en fyrir utan Omaggio línuna frægu eigum við til falleg postulín jólatré, handmálaðar postulínkúlur til að hengja á jólatréð og jólakertastjaka. Danska keramíkfyrirtækið Kähler á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1839 og er fyrirtækið þekkt fyrir framúrskarandi gæði og góða hönnun.

KAH-15349-2KAH-15333-4 KAH-15333-3 KAH-15332-3 KAH-15332-2 KAH-15331-4 KAH-15320-3 KAH-15321-2Kahler_avvento_32omaggio-lille-jpg-1447919947KAH-15349-3kahler-omaggio-candleholder-medium-gold-15346

KUBUS Í JÓLAPAKKANN

Kubus kertastjakann fræga hannaði Mogens Lassen upphaflega árið 1962. Síðan þá hefur Kubus línan stækkað töluvert og er hægt að fá kertastjaka í mörgum stærðum ásamt Kubus skálum. Vegna þess hve einföld Kubus línan er þá passar hún inná flest öll heimili og er flott gjafahugmynd fyrir hönnunarunnendur.
http://www.epal.is/vorur/vorumerki/by-lassen/

Screen Shot 2015-12-18 at 14.05.37Screen Shot 2015-12-18 at 14.07.39 Screen Shot 2015-12-18 at 13.59.38 Screen Shot 2015-12-18 at 14.03.13 Screen Shot 2015-12-18 at 14.03.25 Screen Shot 2015-12-18 at 14.03.37 Screen Shot 2015-12-18 at 14.04.10 Screen Shot 2015-12-18 at 14.04.24 Screen Shot 2015-12-18 at 14.04.42Screen Shot 2015-12-18 at 14.06.14

LJÓSANNÁLL PLAKAT: EITT ÁR AF LJÓSI FRÁ I-LIGHT

I-light.is eða eitt ár af ljósi hófst af einskærri forvitni. Halldór Steinn Steinsen lýsingarhönnuður hafði áhuga á því að fanga Íslenska dagsljósið á kerfisbundinn hátt og miðla því með einhverjum hætti inní hið byggða umhverfi með vöru eða þjónustu. Sumarsólstöður, vetrarsólstöður, haust og vorjafndægur marka þáttaskil innan ársins í dagsljósi. Ljósmyndir voru teknar frá sólarupprás til sólarlags með kerfisbundnum hætti yfir allan daginn. Úr þessu ferli kom aragrúi ljósmynda sem nú hefur verið tekinn saman í geometrískt munstur sem þú getur keypt og notið. Munstið er skipulagt sem fjórar lóðréttar línur, lengst til vinstri er mars frá sólarupprás til sólarlags, næst kemur júní, síðan september og loks desember. Með þessum hætti er hægt að sjá heilt ár af íslensku dagsljósi í einni mynd.

Plakatið er hannað af Einari Gylfasyni, grafískum hönnuði á Leynivopninu

Við mælum með því að horfa á fallegt video frá I-light þar sem farið er yfir innblásturinn á bakvið verkið, sjá hér. 

Halldór Steinn Steinsen. MBA, M.Sc. er menntaður lýsingarhönnuður frá KTH í Svíþjóð. Hann hefur rekið eigið fyrirtæki um árabil og sinnir ljóshugðarefnum í hjáverkum. Hann starfaði fyrir Ljóstæknifélag Íslands í hlutastarfi um 4 ára skeið þar af sem formaður í 2 ár.

Ljósannáll plakatið fæst núna í Epal.

12308636_1685820285008680_5859808353422419031_n 12345615_1685816888342353_5174807931723443022_n 12348084_1685804505010258_1325787425209313508_n ilight_plakat_72dpi_700br

JOSEPH JOSEPH Í JÓLAPAKKANN

Joseph Joseph er eitt af okkar uppáhalds vörumerkjum en þeir einbeita sér að hönnun á nútíma eldhúsvörum. Joseph Joseph hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína þar sem þeim hefur tekist á snilldarlegan hátt að sameina notagildi og góða hönnun.
Við tókum saman nokkrar vinsælar vörur úr frábæru vöruúrvali þeirra, einn listi fyrir stílhreinu týpuna og annar listi fyrir litríku týpuna!

Ef þú ert í vafa með nokkrar jólagjafir þá klikkar Joseph Joseph ekki enda hægt að finna eitthvað fyrir alla. Skoðaðu vöruúrval Joseph Joseph í vefverslun okkar hér. 
JJ-epal2

 

JJ-epal

FAGURKERA DAGATAL

Við vorum að fá til okkar dásamlegt Fagurkera dagatal eftir grafíska hönnuðinn Elsu Nielsen, en hún hefur teiknað eina trélitamynd á dag frá 1.janúar.
Um er að ræða gjafakassa með 12 blokkum með hverjum mánuði og þú “rífur” einn og einn dag af í einu. Ein lítil trana fylgir í kassanum til að setja blokkirnar á.
Hægt er að fylgjast með Elsu Nielsen á Instagram síðu hennar: https://www.instagram.com/elsanielsen/

Verð: 13.500 kr.
12342386_10154399945614447_5030705707984602338_n12279045_10154399945714447_6909082622203500071_n 12321168_10154399945389447_1581960363704182947_n 12321624_10154399945394447_4808183925076828999_n 12341201_10154399945694447_7375239153548942878_n 12341305_10154399945774447_2405599050728912961_n
12347743_10154399945399447_2303613109385317913_n Screen Shot 2015-12-15 at 13.08.49

KÆRLEIKSKÚLAN 2015

LANDSLAG eftir Rögnu Róbertsdóttur er Kærleikskúla ársins 2015.

Verkið kallast á við frumform jarðarinnar og orkumynstur hennar, sköpunar- og tortímingarkraftana og í raun það sem mætti kalla lífskraftinn. Ég nota sjálflýsandi plastagnirnar meðal annars sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna. Ragna Róbertsdóttir.
kula

isl_kaerleikskulan_2_toppur_1122512765

 

 

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003 og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Listamenn Kærleikskúlunnar hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

TILGANGUR

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit – og er verkið í höndum fremstu listamanna þjóðarinnar. Í grunninn er Kærleikskúlan tær eins og kærleikurinn – með borða í rauðum lit, lit jólanna og kærleikans. Kærleikskúlan er blásin og eru því engar tvær kúlur nákvæmlega eins, en allar fallegar hver á sinn hátt. Kærleikskúlan kemur í kassa og fylgir henni bæklingur. Litir bæklinsins eru svartur og silfraður. Svartur táknar árstímann og silfraður birtuna sem er svo lýsandi fyrir boðskap jólanna.

KLASSÍK FRÁ TON: IRONICA STÓLLINN

Tékkneska húsgagnafyrirtækið TON á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1861. TON var stofnað af húsgagnasmiðnum Michael Thonet en nafnið vísar þó ekki aðeins í nafn stofnanda þess heldur í tékknesku orðin Továrna Ohýbaného Nábytku sem stendur fyrir formbeygð-húsgagna-framleiðsla.

Alla tíð vann Thonet að þeirri hugsjón sinni að búa til falleg húsgögn sem allir gætu eignast, og sú hugsjón hans hefur svo sannarlega ræst.

Ironica er einn af fjölmörgum stólum frá TON en einföld hönnun hans, retró stíll, mikil gæði og mjög gott verð gerir hann einn af vinsælustu stólunum þeirra. Ironica stóllinn kemur í nokkrum litum og ættu því allir að geta fundið einn við sitt hæfi.
2068684_orig Momo-Grill-Lithuania-169904.XL22_foto-grand-prix Screen Shot 2015-12-10 at 12.39.12image_3238_3_1580
ironica_9

Í dag bíður TON upp á mjög gott úrval af stólum, borðum og öðrum húsgögnum á góðu verði. Húsgögnin eru tímalaus og gerð úr miklum gæðum. Vörurnar eru allar látnar fara í gegnum strangt gæðapróf til að geta staðist sem best tímans tönn og mikla notkun. Einnig eru allar TON vörur með 5 ára ábyrgð.

TON stendur fyrir gæði og klassík, kynntu þér úrvalið! Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.ton.eu

OMAGGIO JÓLALÍNAN FÆST Í EPAL

Omaggio jólalínan er komin í Epal! Það hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir þessari einstaklega fallegu jólalínu sem er jafnframt nýjasta viðbótin við frábært vöruúrval danska keramíkfyrirtækisins Kähler sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1839. Omaggio línuna þekkið þið flest enda nýtur hún mikilla vinsælda meðal hönnunaráhugafólks um allan heim og er auðþekkjanleg af handmáluðum röndum sem koma í ótalmörgum litum. Jólalínan inniheldur litla vasa, jólakúlur og kertastjaka með silfruðum og gylltum röndum.
design-omaggio-julekugler-guld design-omaggio-lysestage-kahler_2 kahler-lysestage-soelv-omaggio_2 kahler-julekugler-omaggio-stilleben kahler-omaggio-lysestager-guld_2 lysestage-kahler-omaggio-design-soelv_2 omaggio-vaser-miniature-guld-design-kahler

GLÆSILEGAR MOTTUR FRÁ LINIE DESIGN

Linie Design er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 1980 og sérhæfir sig í hönnun, þróun og heildsölu á handgerðum mottum úr hágæða efnum. Í dag er Linie Design stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Norður-Evrópu.

Linie Design vinna mikið með hefðir, bæði þegar kemur að norrænni hönnun en einnig þegar kemur að einstöku handverki. Allar motturnar eru hannaðar af hæfileikaríkum Skandinavískum hönnuðum og handgerðar af Indverskum handverskmeisturum sem hafa fullkomnað sitt handverk í gegnum margar kynslóðir.

Við bjóðum upp á gott úrval af mottum frá Linie Design og einnig er hægt að sérpanta. Allt úrvalið má sjá á vefsíðu þeirra liniedesign.com ásamt því að hægt er að skoða gott úrval í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni 6.

136057_a 254105_a 302706_a 423990_a 481106_a 487206_a 488906_a 590435_a 592814_a 593006_a 966506_a 970215_a combination_yellow_image--N Fade_Grey_01-New LOKE-IN-CHARCOAL---DESIRE-I

2015 JÓLAÓRÓINN FRÁ NOX

NOX jólaóróinn er hannaður af Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni, gullsmið og skartgripahönnuði og er óróinn í ár skreyttur fallegri rjúpu. Óróinn kom út í fyrsta sinn jólin 2014 og var þá jafnframt fyrsti íslenski jólaóróinn á markaðinn og var hann þá skreyttur hreindýri, Íslendingar eru vel kunnir jólaóróum og eru fjölmargir sem safna slíkum og er því einstaklega skemmtilegt að geta boðið upp á íslenska og vandaða jólaóróa.

Óróinn er úr gull eða silfurhúðuðu sinki og kemur í fallegri öskju með svörtum silkiborða sem á stendur Gleðileg jól á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska. Nox jólaóróinn er einstök íslensk hönnun sem gaman er að safna.

12195805_1005163612859732_6456108697003652909_n 12190127_1005163609526399_6943121255008409355_n