Alþjóðlega litakerfið Pantone gaf út á dögunum hver litur ársins 2016 er og í fyrsta skipti urðu fyrir valinu tveir litir, það eru litirnir PANTONE 15-3919 Serenity & PANTONE 13-1520 Rose Quartz. Í tilkynningunni frá Pantone segja þeir litina eiga að færa okkur ró og innri frið, við bíðum því spennt eftir að sjá hvort að fleiri hönnunarfyrirtæki komi til með að færa okkur vörur í þessum litatónum. Room Copenhagen framleiðir vörur undir nafni Pantone og eru þeir þekktastir fyrir bolla og hitamál skreyttum Pantone litum. Við vorum að fá nýjustu viðbótina frá þeim en það eru bollar í litum ársins 2016 og er því önnur hliðin blá og hin hliðin bleik. Bollarnir koma í takmörkuðu upplagi og fást hjá okkur í Epal.
Louis Poulsen er eins og við flest þekkjum, danskur ljósaframleiðandi og var fyrirtækið stofnað árið 1874. Tveir af frægustu hönnuðum Louis Poulsen voru þeir Arne Jacobsen og Poul Henningsen en sá síðarnefndi hannaði einmitt eitt frægasta ljósið frá Louis Poulsen sem framleitt er enn í dag, það er PH ljósið. Louis Poulsen framleiðir þó fjölmörg önnur glæsileg og vönduð ljós og er Epal söluaðili þeirra á Íslandi. Við tókum saman nokkrar myndir sem sýna fjölbreytt úrval fallegra ljósa frá Louis Poulsen sem er jafnframt aðeins brot af vöruúrvali þeirra.
Við höfum framlengt Montana tilboðið fram til áramóta.
Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.
Jólahjörtun eru hönnuð af Isa Dawn Whyte Jensen og eigum við þau til í hvítum lit og koma þau annaðhvort með hvítri eða rauðri snúru. Jólastjörnurnar eru hannaðar af Tine Mouritsen fyrir Le Klint og koma í þremur stærðum í hvítum lit.
Jólaljósin frá Le Klint fást í Epal Skeifunni.
Vegna margra fyrirspurna höfum við ákveðið að framlengja afmælistilboðið á String hillunum fram til áramóta. String hillukerfið nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda en það var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning. Hillurnar hafa síðan þá orðið að nokkurskonar hönnunartákni en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er þekktasta útgáfan String með umgjörð úr málmi ásamt litlum String Pocket vegghillum.
Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur gefið út hver litur ársins 2016 er og í fyrsta sinn eru litirnir tveir en það eru litirnir PANTONE 15-3919 Serenity & PANTONE 13-1520 Rose Quartz. Í næstu viku fáum við sendingu frá Pantone með litum ársins sem fjölmargir safna. Við eigum til fjölmargar vörur í þessum fallegu litum, m.a. þessar fallegu bleik-tóna vörur hér að neðan.
- Kisukerti / Pyropet
- Vírakarfa frá Ferm Living
- Muuto dots hanker
- Vasi frá Muuto
- Rúmteppi frá Hay
- Flowepot ljós í kopar
- Ro hægindarstóll frá Fritz Hanse
- Tray table frá Hay
- Pískur frá Normann Copenhagen
- Dots púði frá Hay
- Favn sófi frá Fritz Hansen
- Dúkur frá Hay
- Design Letter krús með bleiku loki
- Bolling bakkaborð
- PH5 ljós
Omaggio jólalínan frá Kähler er komin í Epal en margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir þessari einstaklega fallegu jólalínu. Omaggio línuna þekkið þið flest enda nýtur hún mikilla vinsælda meðal hönnunaráhugafólks um allan heim, Omaggio línan sem um ræðir eru frá danska keramíkfyrirtækinu Kähler sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1839. Nýjasta viðbótin við frábært vöruúrval Kähler er glæsileg jólalína sem inniheldur litla skrautvasa, kertastjaka og jólakúlur skreytt með gylltum eða silfruðum röndum.
Vá! Við þökkum kærlega fyrir samfylgdina á facebook en í gær urðum við 40.000 sem er sérstaklega skemmtilegt í ljósi þess að í ár fögnum við 40 ára afmæli Epal.
Vegna vonskuveðurs í dag hvetjum við ykkur til að taka því rólega uppí sófa og kíkja við í vefverslun okkar og skoða jólagjafahugmyndir þar: http://www.epal.is
Fylgdu okkur einnig á Instagram: https://www.instagram.com/epaldesign/
Inni er ný bók sem gefur gott yfirlit um hönnun Rutar Káradóttur. Í bókinni er birtur fjöldi mynda af ólíkum verkum sem Rut hefur unnið allt frá árinu 1999. Í texta bókarinnar rekur Rut hvernig hún nálgast verkefni sín, veitir innblástur og miðlar af langri reynslu.
Stærsti kafli bókarinnar er helgaður heildarinnlitum á heimili sem Rut hefur hannað. Þá eru sérkaflar um eldhús, baðherbergi, stofur og fyrirtæki. Í inngangi bókarinnar ræðir Rut um ýmsa þætti sem tengjast hennar hönnun, námið, starfið og áhugann.
Bókin er 224 blaðsíður, innbundin og í stóru broti. Ljósmyndir eru eftir Gunnar Sverrisson en bókin er hönnuð af Ragnhildi Ragnarsdóttur. Um textagerð sá Gerður Harðardóttur en Halla Helgadóttir ritaði formála. Ritstjóri bókarinnar er Kristinn Arnarson og útgefandi er Crymogea.
Rut Káradóttir hefur um árabil verið leiðandi í íslenskri innanhússhönnun og mótað ásýnd fjölda heimila og fyrirtækja innanstokks. Þessi bók er ómissandi fyrir allt áhugafólk um hönnun.
Inni fæst í Epal og kostar 8.900 kr.-