MONTANA HILLUR Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

1c9436d64e404b5c071a4d05ddf1838e-164390f1ff633d17c810e13620b7157494655313e12d4711b2aef0ca142c8456babd65fe60fa269976d7e909fa8332889c29e3d9e69a4f074fc11075db7ab8cca7be205094778937d055167e16de114d4

Við eigum til fallegar Montana einingar á frábæru tilboðsverði, kíktu endilega við og skoðaðu úrvalið.

MontanaAfmaeli

AFMÆLISTILBOÐ Á MONTANA

Við kynnum frábært afmælistilboð á Montana hillueiningum!
Einnig verður veittur 15% afsláttur af öllum pöntunum frá 22 október – 22 nóvember. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur endalausa möguleika Montana.
MontanaAfmaeli

JÓLAGJÖFIN FÆST Í EPAL

Við hjá Epal hjálpum þér að velja réttu gjöfina fyrir þig og þitt starfsfólk.
Epal býður uppá mikið úrval af glæsilegum gjafavörum eftir frægustu hönnuði heims, hafðu samband við okkur og við finnum réttu vöruna fyrir þig í jólapakkann í ár.

image001

EPAL x IHANNA HOME

Ingibjörg Hanna kynnti á Hönnunarmars árið 2014 fallega textíllínu sem innihélt, rúmföt, viskastykki og rúmföt skreytt þremur mismunandi mynstum.

Í tilefni 40 ára afmælis Epal fengum við Ingibjörgu til liðs við okkur og eftir nokkra hugmyndavinnu þá varð niðurstaðan sú að gefa út sérstaka útgáfu af Dots rúmfötunum sem hefur verið vinsælasta mynstrið frá Ingibjörgu Hönnu. Rúmfötin eru með doppum í Epal litnum, rauðum. Rúmfötin eru framleidd úr bómullarsatín og eru því afar mjúk og gerð úr miklum gæðum.
_A9T4099

_A9T4074 _A9T4069 _A9T4065
Rúmfötin fást í Epal.

TILBOÐ: CORONA STÓLL & SKEMILL

Corona stólinn var hannaður af danska húsgagnahönnuðinum Paul Volther árið 1964, og hlaut samstundis mikla athygli. Svo mikla athygli hlaut stóllinn að hann sást iðulega bregða fyrir í kvikmyndum, tískusýningum og auglýsingum og gerði stólinn samstundis af hönnunartákni. Upphafleg útgáfa stólsins var með eikarfótum en ári síðar var stóllinn endurútgefinn með stálfótum. Corona stóllinn og skemill eru í dag vinsælt val þeirra sem kjósa framúrskarandi gæði, mikil þægindi og fallega hönnun.

Í tilefni 40 ára afmælis Epal er frábært tilboð af Corona stól og skemil sem áhugasamir um þessa fallegu hönnun eru hvattir til að kynna sér. 
ej_5_corona_lowres_96dpi_17 ej_5_corona_lowres_96dpi_21 ej_5_corona_lowres_96dpi_23ej_5_corona_lowres_96dpi_13

ej_5_corona_lowres_96dpi_15AfmTilboð Corona

FRÁBÆR AFMÆLISTILBOÐ

Í tilefni 40 ára afmælis Epal bjóðum við upp á fjölmörg frábær afmælistilboð af vinsælum hönnunarvörum. Hér að neðan á sjá spennandi tilboð á Corona stólnum frá Erik Jorgensen ásamt tilboði á sófum Borge Mogensen frá Frederica. Komdu við í Epal Skeifunni og kynntu þér enn fleiri tilboð.
AfmTilboð Corona AfmTilboð Fredericia

JÓLALAKKRÍSINN ER KOMINN!

Jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er kominn, og því um að gera að taka forskot á sæluna og smakka þennan ljúffenga lakkrís. Á hverju ári er gefinn út sérstakur jólalakkrís og í ár verða tegundirnar þrjár, Gull, Silfur og Brons.

Gull inniheldur mjúkan lakkrís hjúpaðan hvítu súkkulaði með hindberjakurli og að lokum er gullögnum stráð yfir kúlurnar fyrir hátíðlegt útlit. Silfur inniheldur sætan lakkrís sem hjúpaður er með dökku belgísku lúxussúkkulaði með piparmyntu og í lokin er silfurögnum stráð yfir kúlurnar. Brons inniheldur mjúkan lakkrís sem hjúpaður er í silkimjúku ‘dulce de leche’ súkkulaði með karamellu og sjávarsalti og í lokin er bronsögnum stráð yfir kúlurnar.

Jólalakkrísinn í ár er því ekki einungis bragðgóður heldur einnig einstaklega glæsilegur sem gaman er að bjóða upp á.

19149796793_217b5dae1e_z
Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

19763298732_bcbdecc11b_z19584033478_30a011d1b3_z19149628923_41cb2f85f7_z 19149673043_8f7b420e50_z
19776778331_a4f726de71_z19582504108_1984c540ab_z 19584033788_abe708ab41_z

19770557915_a0513c00bf_z19149370213_1578387d84_z