EPAL KERTI: HLÝJA

Hlýja ilmkerti er gert í samstarfi við Skandinavisk í tilefni af 40 ára afmæli Epal.

Hlýja færir þér mjúkan samstilltan ilm innblásinn af norrænum heimilum. Ilmurinn samanstendur af mjúkum nótum af raf og jasmínu blandað við framandi mandarin og vanillu. Ilmkertið brennur í að minnsta kosti 45 klukkustundir ef það er ekki látið brenna lengur en 3 klukkustundir í einu og er það gert úr blöndu af ilmefnum, steinefnum og náttúrulegi vaxi með 100% bómullarþræði.

_A9T7768

Fæst í Epal.

NÝTT Í EPAL: ILDHANE KERTASTJAKI

Ildhane kertastjakinn er hannaður af Anderssen & Voll fyrir veitingarstaðinn Nedre Foss Gard árið 2015. Veitingarstaðurinn er staðsettur í Osló en orðin ‘Ild’ og ‘hane’ þýða eldur og hani á norsku en lögun kertastjakans minnir nokkuð á fugl. Kertastjakinn er framleiddur úr steypujárni.

iidhane_candlestick_01_0 iidhane_candlestick_04iidhane_candlestick_03

Það er tilvalið að kveikja á kerti á dimmu vetrarkvöldi og ekki er verra ef kertastjakinn er flottur!

NÝTT MERKI Í EPAL: EO

EO Element Optimal er kraftmikið hönnunarfyrirtæki sem hafa þá stefnu að hanna og framleiða frábærar vörur í takt við danska hönnunarhefð, ásamt því að framleiða vörur eftir hæfileikaríka hönnuði frá öllum heimshornum. Hönnun þeirra er frumleg og með mikinn karakter og gerð úr hágæða efnivið og hún setur svo sannarlega punktinn yfir-ið á heimilinu!

Bambi er vinalegur kollur í barnaherbergið ásamt því að verða skemmtilegt leikfang fyrir barnið. Bamba kollurinn er gerður úr eik og valhnotu og sætið er úr gert úr nælon efni.

a+IMG_6971c+IMG_6823Bambi_0_72dpiEO+Bambi+to+send+3+

Ice cream spegillinn er sniðugur spegill með miklum húmor en á sama tíma elegant. Spegillinn er samsettur úr tvennskonar gleri, rósagylltu, bláu eða grálituðu ásamt venjulegu gleri og neðst er eikar spýta sem gefur speglinum þetta  skemmtilega íspinna útlit.

_MG_0707 _MG_0746ice+cream+b+72+dpi+forsøgeo_Ice+Cream_2_72+luft+på+top+dpi

Balloon eru skemmtilegir blöðrulaga speglar sem setja svo sannarlega svip á heimilið. Speglanir eru samsettir úr hágæða gleri með eikar blöðrustút sem gefur spegilinu karakter ásamt leðurbandi.

_MG_0805
ballon+detalje+72+dpi

eo_Balloon_1_72dpi+luft+på+top+3

Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni 6 og skoðaðu úrvalið!

MONTANA HILLUR Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

1c9436d64e404b5c071a4d05ddf1838e-164390f1ff633d17c810e13620b7157494655313e12d4711b2aef0ca142c8456babd65fe60fa269976d7e909fa8332889c29e3d9e69a4f074fc11075db7ab8cca7be205094778937d055167e16de114d4

Við eigum til fallegar Montana einingar á frábæru tilboðsverði, kíktu endilega við og skoðaðu úrvalið.

MontanaAfmaeli

AFMÆLISTILBOÐ Á MONTANA

Við kynnum frábært afmælistilboð á Montana hillueiningum!
Einnig verður veittur 15% afsláttur af öllum pöntunum frá 22 október – 22 nóvember. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur endalausa möguleika Montana.
MontanaAfmaeli

JÓLAGJÖFIN FÆST Í EPAL

Við hjá Epal hjálpum þér að velja réttu gjöfina fyrir þig og þitt starfsfólk.
Epal býður uppá mikið úrval af glæsilegum gjafavörum eftir frægustu hönnuði heims, hafðu samband við okkur og við finnum réttu vöruna fyrir þig í jólapakkann í ár.

image001

EPAL x IHANNA HOME

Ingibjörg Hanna kynnti á Hönnunarmars árið 2014 fallega textíllínu sem innihélt, rúmföt, viskastykki og rúmföt skreytt þremur mismunandi mynstum.

Í tilefni 40 ára afmælis Epal fengum við Ingibjörgu til liðs við okkur og eftir nokkra hugmyndavinnu þá varð niðurstaðan sú að gefa út sérstaka útgáfu af Dots rúmfötunum sem hefur verið vinsælasta mynstrið frá Ingibjörgu Hönnu. Rúmfötin eru með doppum í Epal litnum, rauðum. Rúmfötin eru framleidd úr bómullarsatín og eru því afar mjúk og gerð úr miklum gæðum.
_A9T4099

_A9T4074 _A9T4069 _A9T4065
Rúmfötin fást í Epal.

TILBOÐ: CORONA STÓLL & SKEMILL

Corona stólinn var hannaður af danska húsgagnahönnuðinum Paul Volther árið 1964, og hlaut samstundis mikla athygli. Svo mikla athygli hlaut stóllinn að hann sást iðulega bregða fyrir í kvikmyndum, tískusýningum og auglýsingum og gerði stólinn samstundis af hönnunartákni. Upphafleg útgáfa stólsins var með eikarfótum en ári síðar var stóllinn endurútgefinn með stálfótum. Corona stóllinn og skemill eru í dag vinsælt val þeirra sem kjósa framúrskarandi gæði, mikil þægindi og fallega hönnun.

Í tilefni 40 ára afmælis Epal er frábært tilboð af Corona stól og skemil sem áhugasamir um þessa fallegu hönnun eru hvattir til að kynna sér. 
ej_5_corona_lowres_96dpi_17 ej_5_corona_lowres_96dpi_21 ej_5_corona_lowres_96dpi_23ej_5_corona_lowres_96dpi_13

ej_5_corona_lowres_96dpi_15AfmTilboð Corona