Sumarið er frábær tími, uppfullt af óvæntum boðum, brúðkaupum og öðrum veislum. Því er betra að hafa opnunartíma EPAL á hreinu.
Við tökum vel á móti ykkur í verslunum okkar sem staðsettar eru í Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Laugavegi, Keflavíkurflugvelli ásamt Gróðurhúsinu í Hveragerði.
Við vekjum athygli á að lokað verður alla laugardaga í sumar í Epal Skeifunni, opnum aftur þann 11. ágúst.
Epal Skeifan 6
Mán. – Fös. 10 – 18
LOKAÐ alla laugardaga í sumar. Opnum aftur þann 11. ágúst.
Epal Kringlan
Mán. – Fös. 10 – 18
Lau. 11 – 17
Sun. 12 – 17
Epal Smáralind
Mán. – Fös. 11-19
Lau. 11 – 18
Sun. 12 – 17
Epal Laugavegi 7
Mán. – Fös. 10 – 19
Lau. 10-19
Sun. 10-19
Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli
Opið alla daga frá 05:00 – 17:00
Gróðurhúsið Hveragerði
Mán. – Fös. 10-20
Lau. 10 – 20
Sun. 10 – 20
Við tökum vel á móti þér!
Vipp kynnir nýja ruslafötu í takmörkuðu upplagi, Marie´s Yellow sem innblásin er af 80 ára sögu Vipp. „Holger, mig vantar ruslafötu fyrir stofuna mína. Geturðu búið til eina?“ Þessi orð marka upphaf Vipp þegar Marie bað eiginmann sinn, Holger Nielsen að búa til ruslafötu fyrir hárgreiðslustofuna sína árið 1939.
Sem löggiltur málmsmiður vissi Holger vel hvað gæði voru og með það í huga gerði hann ruslafötu fyrir konuna sína, og nefnir hana Vipp sem þýðir á íslensku að ‘vippa’.
Marie´s Yellow heiðrar konuna á bakvið stofnanda Vipp, Holger Nielssen. Hennar uppáhalds litur, gulur klæðir nú 80 ára afmælisútgáfu ruslafötunnar. „Við höfum stanslaust fagnað föður mínum og ruslafötunni hans hér hjá Vipp. Og ekki að ástæðulausu, þar sem fyrirtækið er byggt á velgengni hennar. En það er kominn tími til að draga fram í sviðsljósið hlutverk mömmu í þessari velgengnissögu”, segir Jette Egelund, dóttir Marie og Holger eigenda Vipp.
Það var aldrei ætlunin að selja Vipp tunnuna en hinsvegar þótti viðskiptavinum á stofunni ruslafata með fótstigi vera hagnýt og byltingarkennd og beiðnir um fleiri ruslafötur varð til þess að Holger hóf framleiðslu.
„Án frumkvöðlahugsunar móður minnar og sýnileika á ruslafötunni á hárgreiðslustofunni hennar, þá væri
Vipp ekki þar sem það er í dag. Hún var smart og alltaf vel til höfð og oft klædd í sínum uppáhalds lit, gulum. Svo það var kominn tími til að tileinka henni vörulínu hjá Vipp, eðlilega klædda í gulan,” bætir Jette Egelund við.
Það var sá tími sem öllu rusli var hent í sömu ruslafötu án umhugsunar, gömul dagblöð, tómar flöskur, matarleifar… já, allt þetta fór í sömu ruslafötuna. Með aukinni vitundarvakningu um umhverfisvernd og endurvinnslu hefur notkun á einni ruslafötu á hverju heimili orðið eitthvað sem virkar hreinlega ekki lengur.
Þessvegna hannaði breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph Totem sem er margnota eldhúsruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundin ruslafata gerir.
Totem er í raun framúrstefnulegt flokkunarkerfi sem sameinar allt heimilisrusl og endurflokkun í einni og sömu ruslafötunni. Efsta hólfið er undir almennt rusl og hægt er að fjarlægja hólfið á einfaldan hátt. Inni í lokinu er bæði loftop og kolefnissía sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ólykt og því þarf ekki að losa hálffullan poka einungis útaf lykt. Margnota skúffa er neðst með færanlegum hólfaskiptingum sem er fullkomið til að aðskilja endurvinnsluna.
Totem kemur í nokkrum gerðum og kostar frá 29.950 kr. Hægt er að sérpanta allar ruslaföturnar í vefverslun okkar ásamt því að forpanta og skoða úrvalið í verslunum okkar í Skeifunni og Smáralind.
“Breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph hannaði Totem sem er margnota eldhússruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundnari ruslatunna gerir.”
Það gleður okkur að kynna til sögunnar Pale Rose línuna frá Louis Poulsen sem er alveg einstök og inniheldur glæsilegt úrval af þekktri klassískri hönnun nú í nýjum fölbleikum lit, Pale Rose. Falleg hönnunin eftir Poul Henningsen og Vilhelm Lauritzen passar fullkomlega á nútímaheimili og er hver og einn lampi framleiddur í hæsta gæðaflokki. Pale Rose frá Louis Poulsen er einstaklega falleg viðbót við heimilið sem þú munt elska um ókomin ár.
Pale Rose línan verður eingöngu til sölu hjá sérvöldum söluaðilum Louis Poulsen frá og með 1. júlí 2023. Það gleður okkur að segja frá því að Epal var sérvalið sem einn af þessum söluaðilum.
Pale Rose línan er nú fáanleg í forsölu í vefverslun Epal.is og er væntanleg í verslun okkar.
Skoðaðu Pale Rose í vefverslun Epal
Vissir þú að Epal hefur opnað á Keflavíkurflugvelli? Þar getur þú verslað fallega hönnunarvöru á enn betra verði, tollfrjálst. Í verslun Epal verður í boði fjölbreytt úrval hönnunarvara þar sem sérstök áhersla verður á íslenska hönnun, en Epal hefur áður rekið hönnunarverslun í flugstöðinni. Þú finnur okkur í splunkunýju verslunarrými við hliðina á veitingarstaðnum Hjá Höllu.
Sjáumst á Keflavíkurflugvelli!
Ingimar Einarsson er listamaður og hönnuður búsettur í London. Ingimar hannaði teppalínuna Crystal fyrir Moooi Carpets sem upphaflega var kynnt í Stokkhólmi árið 2019 og hefur síðan þá verið til sölu um allan heim og er nú fáanleg í Epal.
Ingimar útskrifaðist frá Chelsea College of Art and Design í London með BA-gráðu í myndlist árið 2011 með stoppi í Hangzhou í Kína árið 2009 í skiptinámi. Það var í Kína þar sem sem Ingimar hóf að ljósmynda arkitektúr með áherslu á að fanga flókin smáatriði og þróaði þar klippimyndastíl sem hefur einkennt mörg verk hans. Að námi loknu stofnaði Ingimar sitt eigið stúdíó og skapaði verkið Capital Series á árunum 2011-1016 þar sem hann ferðaðist til 52 landa á 5 árum þar sem hann myndaði arkitektúr í öllum höfuðborgum Evrópu.
Hvernig kom það til að þú hannaðir teppalínu fyrir Moooi? Moooi hafði samband við mig árið 2018 varðandi hönnun á teppi. Ég lagði undir þá hugmynd af verkinu Crystal sem þeir voru hrifnir af og báðu um fleiri liti. Ég kom þá með tillögu af nokkrum litaútgáfum og þeir völdu að lokum brúna, rauða og fjólubláa. Crystal teppið kemur í tveimur mismunandi formum, í stærð 228×287 cm en einnig fáanlegt sem tepparenningur sem hentar vel fyrir hótel og stærri rými. Samstarfið hefur gengið mjög vel og eru teppin fáanleg í yfir 15 löndum og fengið umfjöllun um allan heim.
Crystal teppið er öðruvísi verk en ég var vanur, ég vinn mest í prentverki og hef verið að vinna verk eftir sérpöntunum og hef þar verið heppinn með að fólk treystir mér og þekkir til þess sem ég hef gert og hefur hvert verkefni oft leitt af sér það næsta. Ég hannaði til dæmis teppi fyrir einkaheimili í Bahrein… sem ég get þó ekki deilt mynd af.
Teppi er áhugavert listform en oft eru allir veggir á heimilum orðnir yfirfullir af listaverkum og getur gólfið því verið enn einn flöturinn undir list sem hentar vel fyrir heimili með takmarkað veggpláss.
Stóð alltaf til að verða myndlistarmaður? Ég ætlaði nú alltaf að verða töframaður… Pabbi minn Einar Ingimarsson er arkitekt og það lá fyrir að ég vildi starfa við eitthvað skapandi. Námið mitt var mjög opið og gat ég valið hvað sem ég vildi gera. Ég heillaðist fyrst af innsetningarlist og hélt ég færi í þá átt en svo fór ég að skoða borgarskipulög sem heilluðu og það var í skiptináminu sem ég hóf að ljósmynda arkitektúr og þróaði þar minn klippimyndastíl.
Myndir að neðan : The Capital Series
Hvernig viðheldur þú sköpuninni? Ég vinn oft í tölvu sem getur stundum verið leiðigjarnt og ég er því oft að skissa til hliðar, eitthvað sem á ekkert að verða að neinu … en þær skissur urðu þó eitt sinn notaðar sem grunnur að nýju verki. Að búa í London býður upp á óendanlega möguleika varðandi innblástur og hvað er hægt að gera, skoða og sjá. Ég og kærastan mín eru dugleg að ferðast og förum á Basel listahátíðina og Feneyjatvíæringinn til dæmis. Mér finnst mikilvægt að vinna ekki heima heldur mæta í stúdíóið og umkringja mig skapandi fólki sem er mikilvægt, það er hvetjandi að sjá aðra vera skapandi.
Anima motta, sérpantað verk fyrir heimili listaverkasafnara í London. Listaverkið samanstendur af 6 skönnuðum blýantsteikningum á pappír sem eru settar saman með orðinu sál á öllum tungumálum sem safnarinn talar.
Hvaða íslensku listamenn heldur þú upp á? Þar má nefna Karl Kvaran, Ragnar Axelsson, Eyborgu Guðmundsdóttur, Guðmundu Andrésdóttur og Ólaf Elíasson sem hefur verið mikill innblástur.
Hvað er svo á döfinni? Núna er það sumarfrí, en svo er ég að endurhugsa stúdíóið mitt ásamt kærustunni minni Rezzan sem er vöruhönnuður, en þær hugmyndir eru enn á grunnstigi og ekki orðið tímabært að segja frá!
Við þökkum Ingimar fyrir spjallið og bendum áhugasömum á að hægt er að skoða Crystal teppið hjá okkur í Epal Skeifunni og fá frekari upplýsingar.
Það gleður okkur að tilkynna nýtt merki, Audo Copenhagen sem sameinar nú okkar fremstu hönnunarmerki, MENU og by Lassen og endurspeglar yfir öld af danskri hönnunarhefð og arfleifð, nútímalegt viðhorf og danska samtímahönnun.
Kynntu þér heim Audo Copenhagen í vefverslun Epal.is
Sumarbæklingur Epal er kominn út!
Yfir 50 blaðsíður um útihúsgögn, útilýsingu og smáhluti sem fegra umhverfið þitt.
Skoðaðu sumarhandbókina okkar í ár og fáðu góðar hugmyndir að þínu drauma útisvæði þar sem þú munt vilja eyða löngum stundum og skapað ljúfar sumarminningar. Á næstu síðum er að finna vönduð útihúsgögn, útilýsingu og aukahluti sem fegra umhverfið þitt. Má þar nefna blómapotta, luktir, sólhlífar og garðverkfæri fyrir fagurkera og svo margt fleira. Sumarið er tíminn til að njóta lífsins og jafnvel bjóða vinum og fjölskyldu í sumarboð á pallinn og nostra svo við garðinn svo úr verði fallegt og notalegt athvarf. Hjá okkur í Epal Skeifunni getur þú kynnt þér úrval af garðhúsgögnum frá okkar fremstu húsgagnaframleiðendum sem eru ekki aðeins falleg og þægileg heldur mega vera undir berum himni allan ársins hring. Skapaðu þér fallegt umhverfi og njóttu sumarsins úti.
Hlýjar sumarkveðjur, Epal