FRÁBÆR AFMÆLISTILBOÐ

Í tilefni 40 ára afmælis Epal bjóðum við upp á fjölmörg frábær afmælistilboð af vinsælum hönnunarvörum. Hér að neðan á sjá spennandi tilboð á Corona stólnum frá Erik Jorgensen ásamt tilboði á sófum Borge Mogensen frá Frederica. Komdu við í Epal Skeifunni og kynntu þér enn fleiri tilboð.
AfmTilboð Corona AfmTilboð Fredericia

JÓLALAKKRÍSINN ER KOMINN!

Jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er kominn, og því um að gera að taka forskot á sæluna og smakka þennan ljúffenga lakkrís. Á hverju ári er gefinn út sérstakur jólalakkrís og í ár verða tegundirnar þrjár, Gull, Silfur og Brons.

Gull inniheldur mjúkan lakkrís hjúpaðan hvítu súkkulaði með hindberjakurli og að lokum er gullögnum stráð yfir kúlurnar fyrir hátíðlegt útlit. Silfur inniheldur sætan lakkrís sem hjúpaður er með dökku belgísku lúxussúkkulaði með piparmyntu og í lokin er silfurögnum stráð yfir kúlurnar. Brons inniheldur mjúkan lakkrís sem hjúpaður er í silkimjúku ‘dulce de leche’ súkkulaði með karamellu og sjávarsalti og í lokin er bronsögnum stráð yfir kúlurnar.

Jólalakkrísinn í ár er því ekki einungis bragðgóður heldur einnig einstaklega glæsilegur sem gaman er að bjóða upp á.

19149796793_217b5dae1e_z
Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

19763298732_bcbdecc11b_z19584033478_30a011d1b3_z19149628923_41cb2f85f7_z 19149673043_8f7b420e50_z
19776778331_a4f726de71_z19582504108_1984c540ab_z 19584033788_abe708ab41_z

19770557915_a0513c00bf_z19149370213_1578387d84_z

 

 

NÝTT Í EPAL: RAANYK PLAKÖT

RAANYK er ungt hönnunarteymi sem fyrst og fremst hannar falleg plaköt sem prýða geta hvert heimili.

Plakötin eru prentuð eftir pöntunum og eru litirnir í plakötunum unnir eftir PANTONE litakerfinu.
REYKJAVÍK serían er fyrsta plakatið sem kom út hjá RAANYK, hverju og einu hverfi Reykjavíkur eru gerð góð skil í seríunni. Plakötin eru unnin að erlendri fyrirmynd en hönnun og framleiðsla er íslensk.

Öll plakötin eru prentuð á 200. gr silk pappír. RAANYK plakötin fást í Epal Hörpu.

19313_857686497599843_9003182627194393247_n 988536_859277417440751_7599804130839191626_n 11193221_857686464266513_2522557162800866442_n 11220817_857686527599840_5729300776587909311_n 11329849_867845136583979_8682097836462592594_n 11742766_890553440979815_7040832257587823129_n

Hér að ofan má sjá brot af plakata úrvalinu sem fæst í Epal Hörpu, kíktu við og sjáðu úrvalið.

NÝTT MERKI Í EPAL: DARØ

Við vorum að bæta spennandi vörumerki við vöruúrval okkar, en það er danski ljósaframleiðandinn Darø.

Darø er danskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur í gegnum þrjár kynslóðir sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á lúxus ljósum fyrir heimilið og vinnustaði. Hvort sem þú ert að leita af borðlampa, gólflampa, hangandi ljósi eða veggljósi, þá er Darø með úrval ljósa til að velja úr. Hönnun Darø er frumleg og falleg og hefur hlotið verðlaun fyrir góða hönnun. Ljósið Bell hlaut þýsku hönnunarverðlaunin 2015 fyrir bestu hönnunina, og erum við spennt að fylgjast með framhaldinu hjá þessu glæsilega hönnunarfyrirtæki sem er á hraðri uppleið.

11902445_450925685079596_4334664860538300440_n1378515_324922411013258_7186593936489747007_n

Ljósið Bell má sjá hér að ofan.

1932286_324948231010676_1423654630148607401_n 10424343_392440697594762_4843928294427522219_n
10576957_324948354343997_3003264785641874677_n 10679492_324948267677339_7717938079998957354_o 10704068_324949274343905_2178028911570845663_n 10955511_408296026009229_3151842658578027961_n 11011188_392425184262980_6514966467114716559_n 11033982_392421000930065_7715976076997408354_n 11071125_389658667872965_8885348784839165149_n 11391327_425620797610085_384755181014134993_n10522646_324922407679925_6712397698442558331_n

 

Komdu við í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar.

VINNINGSHAFINN Í MUUTO STACKED LEIKNUM

Hún Sóley Þorsteinsdóttir var glöð þegar hún kom við í Epal og sótti nýju Muuto Stacked hilluna sína sem hún vann í leik hjá okkur. Það margborgar sig nefnilega að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum, þið finnið okkur einnig á instagram @epaldesign.

Til hamingju Sóley með nýju og glæsilegu hilluna þína frá Muuto.

Epalvinningur

JÓLADAGATALIÐ Í ÁR : FORSALA

Forsala er hafin á ljúffenga lakkrís jóladagatalinu frá Johan Bülow, “24 little black secrets”. Ekki missa af þessu bragðgóða og skemmtilega jóladagatali í ár, tryggðu þér þitt dagatal núna.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.
Haft verður samband við þig þegar dagatalið kemur til landsins, panta -hér. 

 

Joladagatal2015-2 Joladagatal 2015

TULIPOP HLÝTUR VIRT BRESK VERÐLAUN

Í gær var tilkynnt að Tulipop hafi hlotið viðurkenningu frá Smallish Design Awards hönnunarverðlaununum 2015, en verðlaunin eru ein virtustu verðlaun Bretlands á sviði hönnunarvara fyrir börn. Tulipop fékk viðurkenningu í flokknum „Best Newcomer”, eða sem eitt besta nýja barnavörumerkið á breska markaðinum.

Meðal keppenda voru rjómi breskra og alþjóðlegra hönnunarmerkja og verslana. Þar á meðal Harrods, Liberty, Stella McCartney, Petit Bateau og Bonpoint. Yfir 200 vörumerki voru tilnefnd til verðlaunanna og þess vegna er mikill heiður fyrir Tulipop að fá þessa viðurkenningu. Samkvæmt Smallish ritstjórninni hefur aldrei verið eins mikill fjöldi sterkra og flottra vörumerkja sem keppt hafa um viðurkenninguna. Í dómnefnd eru virtir ritstjórar, hönnuðir og stílistar m.a. Leah Wood (dóttir Ronnie Wood í Rolling Stones). Hönnunarvara fyrir börn er ört stækkandi geiri í Bretlandi og markaðurinn gerir sífellt meiri kröfur um framúrskarandi hönnun og gæði.
Tulipop_HelgaSigny_Studio_photagrapherBaldurKristjans_W4B4560 Bubble_Lamp2PhotagrapherAxelSigurdsson

UM TULIPOP

Töfrandi Tulipop ævintýraheimurinn var skapaður af tveimur góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið Signýjar og Helgu með Tulipop er að búa til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri.

Í Tulipop heiminum búa krúttlegar og heillandi persónur, eins og sveppstrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert.

Fyrirtækið Tulipop var stofnað í byrjun árs 2010 og er Tulipop vörulínan í dag seld í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 14 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop. Vörulína Tulipop hefur hlotið lof víða um heim og fengið alþjóðleg hönnunarverðlaun 2014 og 2015.

 

Við óskum Tulipop innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu.