FLOTTAR SKÓLAVÖRUR Í EPAL

Það styttist í að skólarnir byrji aftur!
Við erum með gott úrval af flottum vörum til að hressa upp á skrifborðið eða skólatöskuna. Stílabækur, drykkjarflöskur, skipulagsmöppur, penna, nestisbox og svo margt fleira.
Einnig gott úrval af smart skólavörum fyrir börnin.
Epal-skóli

ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Um helgina verður veittur 15% afsláttur af öllum Tulipop vörum! Tilvalið er að nýta sér afsláttinn fyrir skólakrakkana því Tulipop er með frábært úrval af allskyns skólavörum, töskum, pennaveskjum, nestisboxum, blíantasettum, minnisbókum ásamt mörgu öðru litríku og skemmtilegu.

Afslátturinn gildir frá föstudegi til sunnudags í öllum verslunum Epal og einnig í vefverslun. 
EPAL_Skolatosku_augl_Tulipop2015_2

_W4B5068

_W4B5241_W4B4952_W4B4355
Falleg íslensk hönnun fyrir káta skólakrakka.

Komdu við og sjáðu úrvalið frá Tulipop!

NÝTT & SPENNANDI FRÁ MENU

Danska hönnunarfyrirtækið Menu var stofnað árið 1976 og hefur það hlotið mikla athygli undanfarið fyrir ferskt vöruúrval sitt og samstarf við suma hæfileikaríkustu hönnuði heims. Stíllinn er minimalískur með skandinavísku ívafi og er því ekki að furða hversu mikillar velgengni þau njóta. Við vorum að fá margar nýjar og spennandi vörur frá Menu og hér að neðan má sjá nokkrar þeirra.

round-box-black-oak.jpg round-box-black-oak-1.jpg

Round box er fallegt eikarbox sem hentar vel til að geyma í t.d. skartgripi, lykla og síma

norm-tumbler-alarm-clock-carbon.jpg norm-tumbler-alarm-clock-carbon-1.jpg

Tumbler eru skemmtilegar vekjaraklukkur sem þarf einungis að snúa við til að slökkva á vekjaranum

circular-bowl.jpg circular-bowl-2.jpg

 

Töffaraleg skál úr steypu

spoonless-container-s-ash.jpg

Spoonless eru skemmtilega hönnuð ílát með þann tilgang að leysa skeiðina af í ýmsum tilfellum, t.d. til að hella múslíinu yfir jógúrtið, hella te í tesíu eða sykri í kaffið

spoonless-container-s-ash-1.jpg

 

Menu fæst í Epal.

NÝTT Í EPAL: BJØRN WIINBLAD

Við vorum að bæta við vöruúrval okkar glæsilegri og klassískri hönnun frá Bjørn Wiinblad sem Rosendahl hóf nýlega endurframleiðslu á eftir áratuga langa bið.

Bjørn Wiinblad var danskur listamaður sem fæddist í Kaupmannahöfn árið 1918. Þrátt fyrir að hafa verið danskur þótti stíllinn hans þó vera allt annað en danskur, á meðan að fúnksjónalismi réði ríkjum í Danmörku, þá fór Bjørn Wiinblad allt aðrar leiðir með náttúrulegum formum, björtum litum og rómantískum stíl. Fljótlega færði hann sig úr því að gera “bara” teikningar yfir í að búa til og myndskreyta keramík sem varð svo það sem hann var alla tíð þekktastur fyrir og hafa þeir gripir verið eftirsóttir af söfnurum undanfarna áratugi. Verk eftir hann prýða meðal annars Victoria og Albert safnið í London og MoMa í New York.

Stíll Wiinblad er auðþekkjanlegur af glaðlegum og ævintýralegum myndskreytingum hans og færir línan svo sannarlega gleði inn á heimilið. Línan inniheldur thermo bolla, blómapotta, blómavasa, kökubox, kertastjaka og bakka, allt að sjálfsögðu myndskreytt teikningum eftir Bjørn Wiinblad.

Wiinblad línan var tilnefnd til hönnunarverðlauna sem endurkoma ársins 2014 “comeback of the year” af dönsku tímaritunum Bo bedre, Costume og Bolig Magasinet.

Sjón er sögu ríkari, við spáum þessari línu miklum vinsældum á Íslandi.


BW_58525_03BW_53005_02BW_58501-2
BW_56152BW_59501 BW_58121_01 BW_58531_03 BW_52105 BW_58103_02 BW_58103_04 BW_58530_01
bjorn_500x500.jpg

NÝTT Í EPAL: ANNE BLACK

Anne Black er danskur keramíkhönnuður sem hannar fallegar vörur fyrir heimilið úr postulíni. Hönnun Anne Black er afar eftirsótt í Danmörku og er hver hlutur 100% handgerður úr gæða postulíni. Anne Black er nýtt merki hjá okkur í Epal og inniheldur vörulínan hennar meðal annars hangandi blómapotta, blómavasa, krukkur, bolla og litríka snaga úr postulíni.

Portræt av keramiker Anne Black35631 BLACK_IMAGE_PHOTO_051BLACK_IMAGE_PHOTO_113Bloom300dpi Anne_Black_BlackIsBlue3 Job_0025_0 contain300dpi_1MAT

Copyright: Mette Frandsen

Copyright: Mette Frandsen

Bloom.Contain300dpiDSCF2052

Anne Black er elegant og tímalaus hönnun fyrir heimilið, komdu við í Epal og sjáðu úrvalið.

VILTU VINNA STACKED HILLU FRÁ MUUTO?

Stacked hillurnar frá Muuto eru ein þekktasta hönnunin þeirra en Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun.

Stacked eru hannaðar af Julien De Smedt sem er heimsþekktur arkitekt sem hlotið hefur meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Golden Lion þá aðeins 29 ára gamall en verðlaunin hlaut hann fyrir heimsins bestu tónleikahöll, fleiri verk eftir Julien má sjá hér.

Stacked eru bráðsniðugar hillur sem hægt er að raða saman á óteljandi vegu, hillurnar eru klemmdar saman svo auðvelt er að breyta uppröðuninni en hægt er að nota Stacked sem hefðbunda bókahillu, hliðarborð, jafnvel sem millivegg eða annað sem þér dettur í hug! Í tilefni 40 ára afmælis Epal verður 20% afsláttur af öllum pöntunum af Stacked hillunum í júní og júlí. Einnig verður skemmtileg samkeppni í tilefni afmælisins. Raðaðu saman Stacked hillunum eftir þinni hugmynd og Epal gefur einum aðila þá uppstillingu í gjöf *. Hægt er að útfæra þína hugmynd www.epal.is/samkeppni.

Sendu svo þína hugmynd á sverrir@epal.is *ekki þarf að ganga frá pöntun til að taka þátt í samkeppninni.

Hér að neðan má sjá hugmyndir af flottum uppstillingum af Stacked hillunum.

Creativ BoardsAround_Tables_Muuto_LogoCreativ BoardsCreativ BoardsStacked_Ash_Backboard_exampleCreativ BoardsStacked_CloseupCreativ Boards

Furniture shoot

Furniture shoot

Creativ Boardsimage001 2

EPAL Í FRAMTÍÐINNI

Epal í framtíðinni séð með augum 12 hönnuða og listamanna.

Ég féll strax fyrir þeirri hugmynd að fagna afmælisári Epal með skemmtilegum plakötum. Þar sem við ætlum að halda upp á afmælið í heilt ár varð það úr að við fengum 12 hönnuði og listamenn til liðs við okkur. Hópurinn fékk strax viðurnefnið Postularnir 12, enda samþykktu þau öll að breiða fagnaðarerindið út með okkur. Afraksturinn er 12 skemmtileg veggspjöld sem sýna hvert Epal gæti stefnt í framtíðinni. Hvernig lítur tímalaus hönnun út með tímanum? Nú er niðurstaðan fundin! Um leið og ég þakka Postulunum kærlega fyrir að bregða á leik með okkur 
býð ég ykkur hinum að njóta vel.

Með 40 ára afmæliskveðju,

Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal.epal

 

ÁMUNDI SIGURÐSSON

Þann sextánda júlí 2055, á 80 ára afmælinu, opnar Epal sitt fyrsta útibú í Hong Kong.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.27.56

BJÖRN VALDIMARSSON

Hugmyndin er að í framtíðinni verði hægt að nota snjallsíma til að varpa þrívíðri mynd (hologram) af Epalvörum til að skoða þær í réttu umhverfi. Þannig verður hægt að sjá hluti, húsgögn
og aðrar vörur þar sem þeim er ætlað að vera og prófa liti og útfærslur áður en keypt er.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.27.39

GODDUR

Hugsunin er að veggspjaldið fari á einhvern hátt fjörtíu ár aftur í tímann – sé í nútímanum og sjónaukanum sé beint að blokkaríbúðunum sem leynast í bakgrunni veggspjaldsins og hýsa það sem EPAL stendur fyrir. Nú þarf að að nota ímyndunaraflið, aðaltæki mannsins við að sjá það óorðna, mögulegan raunveruleika
í framtíðinni. Það er bara hægt einn dag í einu og gerist af sjálfu sér.
Framtíðarsýnir í áratugum hafa aldrei reynst nákvæmar – það er enginn einn sem ræður því.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.27.19

HALLDÓR BALDURSSON

Framtíðartryllirinn Epal

Screen Shot 2015-07-22 at 23.26.41

HJALTI KARLSSON

Screen Shot 2015-07-22 at 23.24.33

INGIBJÖRG HANNA

Eftir að hafa velt fyrir mér hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Epal ákvað ég að líta á stjörnukortið / stjörnuspána og þetta var það sem ég sá.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.24.20

ÍSAK WINTHER

AFTUR TIL FRAMTÍÐAR
Epal hefur staðið fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í 40 ár, eða um 14.600 daga. Grunnur sem mun endurspeglast í framtíðinni.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.24.08

JÓN ARI HELGASON

Það er eitt sem við vitum nokkurn veginn með vissu um fjölskyldufyrirtæki eins og Epal – Einhvern tímann í náinni framtíð tekur næsta kynslóð við. Það lá því beinast við að fá fulltrúa af yngstu kynslóðinni til liðs við mig og splæsa í það sem gæti verið dýrasta portrait allra tíma.

Úr Montana hillum.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.23.34

SIGRÚN SIGVALDARDÓTTIR

Hugmyndin vísar í að jákvæð og skapandi verk unnin í dag eru hugsuð til framtíðar.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.22.56

SNÆFRÍÐUR OG HILDIGUNNUR

This way up. That way down. It is all in the mind. Vegferðin á sér einkum stað í huganum

Screen Shot 2015-07-22 at 23.22.18

HALLGRÍMUR HELGASON

Mynd tekin á Samsung-síma í Skeifunni 6 og bláum himni fleytt inn á húsvegginn með s-pennanum. Þannig verður Epal rauð sól á himninum yfir Everest. “Epal for Ever-est”

Screen Shot 2015-07-22 at 23.26.29

 

STEFÁN EINARSSON

Góð hönnun heldur gildi sínu þó tímarnir breytist og mennirnir með.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.22.01

 

Verið velkomin á sýninguna í verslun okkar í Epal Skeifunni.Screen Shot 2015-07-22 at 23.21.44

NÝTT FRÁ TULIPOP: SKÓLAVÖRUR

Við vorum að fá glænýjar og frábærar vörur fyrir skólann sem bætast við sístækkandi ævintýraheim Tulipop. Vörurnar sem um ræðir eru fallegar og litríkar skólatöskur, sundpokar og pennaveski.

_W4B5068

Tulipop skólatöskur

  • Vandaðar skólatöskur sem henta yngri skólakrökkunum, upp í 12 ára aldur.
  • Úr efni sem hrindir frá sér vatni.
  • Með endurskini á hliðum og á axlarólum. .
  • Með bólstruðu baki, stillanlegum axlarólum og ól yfir bringu.
  • Hafa fengið vottun iðjuþjálfa.
  • Með fjölmörgum innri vösum, hólfi fyrir möppu, klemmu fyrir lykla og sérstöku plasthólfi fyrir nesti.
  • Hægt að festa sundpoka framan á töskuna.

Tulipop sundpokar

  • Vandaðir sundpokar úr efni sem hrindir frá sér vatni.
  • Með renndum innri vasa.
  • Hægt að festa framaná Tulipop skólatöskurnar.

Tulipop pennaveski

  • Vandað pennaveski sem er í stíl við Tulipop skólatöskurnar og sundpokana.

_W4B5241 _W4B4952 _W4B4355

MissMaddyDrawstring-2GloomyDrawstring FredDrawstring MissMaddyPencilCase_1FredPencilCase_2 GloomyPencilCase_2

 

Falleg íslensk hönnun fyrir káta skólakrakka.

Komdu við og sjáðu úrvalið frá Tulipop!

NÝTT FRÁ STELTON: STOCKHOLM LÍNAN

Stockholm er fyrsta línan frá Stelton sem er hluti af nýrri og stærri vörulínu frá þeim sem ber heitið Nordic sem er innblásin af norrænni náttúru og hönnunarhefðum. Stockholm línan er hönnuð af sænska hönnunartvíeykinu Bernadotte & Kylberg og inniheldur hún fallega vasa og skálar. Línan er innblásin af Eystrasaltinu og síbreytilegri ásjón hafsins sem var mikil uppspretta innblásturs í hönnunarferlinu.

Línan er framleidd með nýstárlegri framleiðslutækni þar sem hlutirnir eru í grunninn úr áli en með glerungi að utan sem er að lokum handskreyttur með grafík.

Línan er afar elegant og vilja sumir segja að hún hafi konunglegt yfirbragð sem vissulega má tengja við bláa litinn en Carl Philip Bernadotte grafískur hönnuður og annar hönnuður Stockholm línunnar er sænskur prins en hann er yngri bróðir Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar.

Stockholm línunni hefur verið afar vel tekið og vann hún nýlega hin virtu Red Dot verðlaun í flokki “high quality design”. 

AD_Stockholm_aquatic_wide.ashx
AD_Stockholm_aquatic_portrait.ashx AD_Stockholm_aquatic_bowls.ashxOL_450-22_Stockholm_vase_large_aquatic.ashxOL_450-13_Stockholm_bowl_large_aquatic.ashx10418886_1038165206211134_1168031471205859575_n

Stockholm línan inniheldur 4 skálar og 3 vasa í ólíkum stærðum. Komdu við í Epal og heillastu af þessari fallegu og tímalausu hönnun.