NÝTT: BORÐ Á TRIPP TRAPP STÓL

Tripp trapp stóllinn var hannaður árið 1972 af Peter Opsvik er einstakur fyrir þær sakir að hann er fyrsti stóllinn sem hannaður var með það í huga að geta vaxið með barninu. Þegar að Peter Opsvik hóf að hanna Tripp Trapp stólinn var það hans markmið að hanna stól sem börn á öllum aldri gætu setið á við matarborðið en með olnboga í borðhæð.

Tripp trapp stóllinn nýtur gífurlegra vinsælda og er til í mörgum litum en einnig er hægt er að kaupa ýmsa aukahluti á hann. Núna bætist við úrvalið borð sem fest er við stólinn sem getur komið sér vel í fjölmörgum aðstæðum. Borðið er sérstaklega sniðugt til að minnka matarsull sem lendir annars oft á gólfinu og hefur þessari viðbót nú þegar verið tekið afar vel af foreldrum.
STO-428501 STO-428501-2

 


849e0d074ea98b7d9a2f58613dafaac5

7668aa3341dc0e21ce0eaa1cbd7b6a23

e522b2bbd7e2dc8a3f61eb7e74ffeb70

 

Ungbarnasætið er líka einstaklega sniðugt.

Stokke-Tripp-Trapp

Stóllinn er klassísk og tímalaus hönnun sem endist í margar kynslóðir.

Tripp trapp stóllinn, borðið og aðrir fylgihlutir frá Stokke fást í Epal.

NÝTT: PLAKÖT FRÁ PAPER COLLECTIVE

Paper Collective framleiðir plaköt eftir eftirsótta grafíska hönnuði, teiknara og listamenn sem koma frá öllum heimshornum og rennur 15% af hverju seldu plakati til styrktar góðgerða. Paper Collective er með sjálfbæra framleiðslu sem fer öll fram í Danmörku og er aðeins notast við hágæða FSC vottaðan pappír (sjá útskýringu hér) og eru þeir einnig með Svansmerkið (sjá útskýringu hér.) Plakötin frá Paper Collective eru afar fjölbreytt og því ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.

Þess má geta að grafíski hönnuðurinn Siggi Odds hannaði línu fyrir Paper Collective sem sjá má hér að neðan.

Taktu þátt í leik á facebook síðu Epal og þú gætir unnið plakat að eigin vali.

PAP-03007 PAP-04108 PAP-04106-2 PAP-04106 PAP-04110-2 PAP-04110 PAP-04111-2 PAP-04111 PAP-04112-2 PAP-04112 PAP-01013-2 PAP-01013 PAP-04012

Hér má sjá plakötin sem Siggi Odds teiknaði fyrir Paper Collective.

PAP-04011-2 PAP-04010-2 PAP-04010 PAP-04002-2 PAP-04002 PAP-04001-2 PAP-04001 PAP-03010-2 PAP-03010 PAP-03007-2

 

Sjá Paper Collective í vefverslun Epal hér. 

NÝTT FRÁ BY NORD: SÆNGURVERASETT

Við vorum að fá falleg barna sængurverasett frá danska hönnunarmerkin By Nord myndskreytt með sel. Þau koma í tveimur stærðum, 70×100 sem kosta 8.800 kr. og 100×140 sem kosta 9.900 kr. Tilvalin sængur og skírnargjöf.

ss15-by-nord-copenhagen-19_2 5dc2e4786a745a1fee22dde79fb2799c

Einnig fengum við nýja fallega vasa frá By Nord sem sjá má hér að neðan. Vasarnir koma í nokkrum stærðum bæði glærir og gráir.

image_thumb-25255B5-25255D2

By Nord fæst í Epal.

SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL

SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL

Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi.

Sunnudaginn 5. júlí klukkan 15:00 ætlar Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur, að leiða gesti um sýninguna SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL. Ásamt Birgittu Spur er Æsa sýningarstjóri og hefur hún rannsakað áður ókönnuð tengsl milli þessara tveggja listamanna og ritað mjög áhugaverða grein í sýningarskrá.

SP3-skjamynd

Danski arkitektinn Finn Juhl (1912-1989) er einn þekktasti innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður 20. aldar. Höfðingjastóllinn, Pelikan stóllinn, og sófinn Poeten njóta enn og aftur alþjóðlegrar hylli.

Færri vita að Finn Juhl og Sigurjón Ólafsson (1908-1982) myndhöggvari áttu farsælt samstarf í Kaupmannahöfn. Árin 1939, 1940 og 1941 valdi Finn Juhl skúlptúra eftir Sigurjón Ólafsson til að setja hjá húsgögnum sínum á sýningum Snedkerlaugets í Kaupmannahöfn, og önnur verk keypti hann til að hafa á heimili sínu og teiknistofu.

Finn Juhl og Sigurjón Ólafsson áttu margt sameiginlegt. Báðir heilluðust af nýsköpun með form og efni og fóru ótroðnar slóðir í tilraunum sínum sem tengdust dönskum framúrstefnuhópum. Þeir unnu saman að sýningunni 13 Kunstnere i Telt (1941), en sú sýning braut blað í danskri listasögu. Einnig fengust báðir snemma við mikilvæg verkefni, sem tengdust byggingalist; þannig vann Finn Juhl á teiknistofu Vilhelms Lauritzen við hönnun á nýbýggingu danska ríkisútvarpsins (1937-46) og árið 1937 hlaut Sigurjón fyrstu verðlaun í samkeppni um Hús barnanna í Tivoli garðinum ásamt arkitektinum Flemming Teisen og málarinn Egon Mathiesen.

Finn Juhl teiknaði nokkur einbýlishús, fyrst og fremst eigið hús við Kratvænget í Charlottenlund (1941-1942), með eigin innréttingum, húsgögnum og danskri nútímalist, sem nú er safn og alþjóðleg fyrirmynd módern hönnunar. Árið 1940 teiknaði Juhl íbúðarhús fyrir Sigurjón og þáverandi konu hans, myndhöggvarann Tove Ólafsson (1909-1992). Húsið var aldrei byggt, en teikningin, sem hefur varðveist, gefur góða mynd af því hvernig Juhl hugsaði tengsl listsköpunar og byggingarlistar.

SP1-skjamynd

Ljósmyndari: Spessi

Á sýningunni SAMSPIL – SIGURJON ÓLAFSSON & FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, má sjá húsgögn Juhls ásamt verkum eftir Sigurjón Ólafsson, m.a. þeim sem Juhl valdi fyrir heimili sitt og teiknistofu í Kaupmannahöfn.

AFMÆLISTILBOÐ: AXEL SÓFI FRÁ MONTIS

Í tilefni 40 ára afmælis Epal bjóðum við upp á fjölmörg frábær afmælistilboð af vinsælum hönnunarvörum. Eitt af því er tilboð á sívinsæla Axel sófanum frá Montis. Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

image001 3

 

Fallegur og vel hannaður sófi á frábæru tilboðsverði. Komdu endilega við í verslun okkar Epal Skeifunni og kynntu þér öll afmælistilboðin sem í boði eru.