AFMÆLISTILBOÐ: AXEL SÓFI FRÁ MONTIS

Í tilefni 40 ára afmælis Epal bjóðum við upp á fjölmörg frábær afmælistilboð af vinsælum hönnunarvörum. Eitt af því er tilboð á sívinsæla Axel sófanum frá Montis. Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

image001 3

 

Fallegur og vel hannaður sófi á frábæru tilboðsverði. Komdu endilega við í verslun okkar Epal Skeifunni og kynntu þér öll afmælistilboðin sem í boði eru.

HILLUKERFI FRÁ BY LASSEN

Frame hillukerfið frá danska hönnunarfyrirtækinu By Lassen eru einstaklega fallegar hillur og sniðug geymslulausn. Hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða Frame að þínum þörfum. Línan samanstendur af margskonar ferhyrndum boxum og hillum sem hægt er að hengja á vegg eða hafa frístandandi á gólfi. Hillurnar koma í nokkrum litum svo hver ætti að geta fundið sér hentuga lausn. Hér að neðan má sjá nokkrar útgáfur af Frame hillukerfinu, en einnig er hægt að skoða hillurnar í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni. 

9720329327_635bc7b822_k 15105075896_cfbed2f2f9_kFrame-hylder-copy-1-600x3763435p

14708865158_2e6e907739_k 14708854348_33c22c2fa0_k 13216281473_25f6e79a90_k 13216262053_c12d99344c_k 11352713893_7879f4b560_k 9723582652_d6a98ef24a_k 9720350593_9c9c8c7a52_k

Frame er fallegt hillukerfi frá By Lassen sem mun standast tímans tönn.

LOKSINS FÆRÐU STUÐNING Í VINNUNNI!

Við bjóðum núna upp á gott tilboð á skrifborðsstólum frá Sedus og Knoll, einstaklega góðir og klassískir stólar sem veita góðan stuðning.image001

Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Don Chadwick hannaði skrifborðsstólinn Chadwick árið 2005 sem framleiddur er af Knoll. Chadwick hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun stólsins sem er bæði góður funda- og skrifborðstóll. Chadwick stóllinn sameinar falleg form og hámarksþægindi og veitir einstaklega góðan stuðning við bak og fætur. Með einu handtaki er hægt að stilla hæð og bak stólsins, ásamt því að hækka/lækka arma eftir því hverslags verkefni er verið að vinna.

knoll-risom-lounge-chair-and-chadwick-desk-chair

Quarterback skrifborðsstóllinn frá Sedus er elegant stóll hannaður af Markus  Dörner. Stóllinn veitir góðan stuðning við bak og er góður funda og skrifborðsstóll. Stólinn má fá í nokkrum litum og ættu því flestir að geta fundið einn við sitt hæfi.

quarterback-112 quarterback-106


img-zoom-quarterback-2

 

Komdu við í verslun okkar í Skeifunni 6 og fáðu aðstoð við valið.

FLOTT LEGO GEYMSLUBOX FYRIR ALLT HEIMILIÐ

LEGO hirslurnar frá Room Copenhagen eru skemmtileg geymslulausn fyrir heimilið, í stofuna jafnt sem barnaherbergið. Vörulínurnar eru tvær, LEGO geymslubox og LEGO nestisbox, boxin eru öll staflanleg og koma í ýmsum stærðum og litum. Einnig eru til flottir LEGO hausar sem hægt er að geyma ýmislegt í og eru skemmtilegt hilluskraut.
LEGO Lifestyle image09_2015 LEGO Lifestyle image05_2015 LEGO Lifestyle image04_2015

 

Lego boxin fást hjá okkur í mörgum flottum litum og ólíkum stærðum. Skoðaðu úrvalið í vefverslun okkar, sjá hér.