AFMÆLISTILBOÐ: Y-STÓLL HANS J. WEGNER

Eitt þekktasta húsgagn Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er nú á sérstöku tilboðsverði í tilefni 40 ára afmælis Epal. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

image001 2

 

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-2-Wegner-600x600

 

Falleg og klassísk hönnun sem stenst tímans tönn.

LYNGBY GLERVASI KOMINN Í EPAL

Við vorum að fá fallegu Lyngby vasana í gleri. Vasarnir voru upphaflega framleiddir á árunum 1936-1969 af postulínverksmiðjunni Denmark. Vasinn er klassísk hönnun sem hafið var endurframleiðslu á árið 2012 eftir að hafa verið ófáanlegur í 43 ár.

Still-life_lyngby-vases

bbd878624b01ccc393f65b65d7e1a6c1

Falleg og klassísk hönnun.

STACKED HILLUR: ENDALAUSIR MÖGULEIKAR

Stacked hillurnar frá Muuto eru ein þekktasta hönnunin þeirra en Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun.

Stacked eru hannaðar af Julien De Smedt sem er heimsþekktur arkitekt sem hlotið hefur meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Golden Lion þá aðeins 29 ára gamall en verðlaunin hlaut hann fyrir heimsins bestu tónleikahöll, fleiri verk eftir Julien má sjá hér.

Stacked eru bráðsniðugar hillur sem hægt er að raða saman á óteljandi vegu, hillurnar eru klemmdar saman svo auðvelt er að breyta uppröðuninni en hægt er að nota Stacked sem hefðbunda bókahillu, hliðarborð, jafnvel sem millivegg eða annað sem þér dettur í hug! Í tilefni 40 ára afmælis Epal verður 20% afsláttur af öllum pöntunum af Stacked hillunum í júní og júlí. Einnig verður skemmtileg samkeppni í tilefni afmælisins. Raðaðu saman Stacked hillunum eftir þinni hugmynd og Epal gefur einum aðila þá uppstillingu í gjöf *. Hægt er að útfæra þína hugmynd www.epal.is/samkeppni.

Sendu svo þína hugmynd á sverrir@epal.is *ekki þarf að ganga frá pöntun til að taka þátt í samkeppninni.

Hér að neðan má sjá hugmyndir af flottum uppstillingum af Stacked hillunum.

Creativ BoardsAround_Tables_Muuto_LogoCreativ Boards Creativ Boards Stacked_Ash_Backboard_example Creativ Boards Stacked_Closeup Creativ Boards

Furniture shoot

Furniture shoot

Creativ Boards image001 2

NÝTT: ÁSTRÍK POPPKORN

Við vorum að fá til sölu hjá okkur ljúffengt lúxus poppkorn frá Ástrík Gourmet Poppkorn. Karamellupopp með sjávarsalti, karamellupopp með lakkrís og karamellupopp með rósmaríni, þetta verðið þið að smakka.

“Ástrík poppkorn er stofnað af Ásthildi Björgvinsdóttur og kemur það fæstum sem þekkja hana á óvart að hún hafi gert framleiðslu á gourmet snakki að starfi sínu. Um ellefu ára aldur hófst áhugi hennar á eldamennsku og bakstri sem hefur loðað við hana alla tíð síðan.”

10502126_474108296077795_19303798062653397_n

En hvernig datt henni í hug að hefja framleiðslu á gourmet poppi?

“Það þróaðist eigilega svolítið af sjálfu sér. Hugmyndin kviknaði þegar ég var búin að halda árleg hrekkjavökupartí fyrir fjölskyldu og nágranna í nokkur ár að ég ákvað að bjóða upp á karamellupopp í eitt skiptið. Þá var ekki aftur snúið, poppið sló í gegn og eftir að uppskriftinni að poppinu hafði verið deilt nokkrum sinnum, var ljóst að ég hef sérstakt lag á að búa það til. Áður en ég vissi af, voru komnar poppvélar í spilið og framleiðslan hafin.

Þegar maður er með góð íslensk hráefni og engin aukaefni verður bragðið einfaldlega betra og mér finnst að þegar maður fær sér sætindi á annað borð, verði það að vera þess virði fyrir mann.”

11025179_433897040098921_6546734884089628310_n

Íslenska lúxus poppkornið frá Ástrík fæst núna í verslunum Epal í Skeifunni og Kringlunni.

NÝTT FRÁ BY LASSEN: STROPP HANKAR

Við vorum að fá skemmtilega nýjung frá by Lassen, Stropp er sniðugur hanki sem nota má á ótalmarga vegu, meðal annars undir viskastykkin í eldhúsinu, undir trefla og yfirhafnir á ganginum eða undir tímarit í stofunni. Stropp er úr leðri og koma tvö saman í pakka og kostar 9.900 kr. 
bylassen_031214_0183

bylassen_031214_0077

bylassen_031214_0089
bylassen_031214_0188 stropp_naturalcopperstropp_brownbrass stropp_naturalcopper_side

Við eigum til Stropp í brúnu og natur með brass festingum. 

NÝTT FRÁ BY LASSEN: TWIN BORÐ

Við vorum að fá glæsileg borð frá By lassen sem framleiðir hönnun eftir bræðurna Mogens Lassen og Flemming Lassen, tvo þekktustu arkitekta dana. Lassen bræðurnir voru einstaklega hæfileikaríkir og hlutu þeir fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína og arkitektúr. By Lassen er fjölskyldufyrirtæki og er þekktast fyrir að framleiða Kubus kertastjakann sem hannaður var af Mogens Lassen árið 1962.

Twin borðin eru innblásin af hönnun Mogens Lassens sem hreifst alla tíð af hreinum og beinum formum. Borðplötunni á Twin borðunum er hægt að snúa á tvo vegu en á hvorri hlið er ólík áferð eða litur. Borðplöturnar koma í svörtu og kopar, hvítu og eik, grængráu og látúni (misty green and brass). Því er hægt að gjörbreyta útliti borðsins með því að einfaldlega snúa við borðplötunni sem gerð er úr 6 mm þykku stáli.

bylassen_031214_0111 bylassen_031214_0123

Hægt er að nota Twin borðin sem hliðarborð, náttborð eða sem sófaborð með því að raða nokkrum saman.

twin_combiBorðplöturnar koma í svörtu og kopar, hvítu og eik, grængráu og látúni (misty green and brass).

twin_black_copper_combi

 

Auðvelt er að snúa borðplötunni við.

bylassen_0102-p by-lassen-kubus-8-weiss-kupfer-02_3
twintable-start_0

 

Twin borðin er glæsileg hönnun frá einu fremsta hönnunarfyrirtæki dana. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og skoðaðu úrvalið.

NÝTT FRÁ MUUTO

Við vorum að fá mikið af nýjum vörum, meðal annars flotta vasa og marmarabakka frá skandinavíska hönnunarfyrirtækinu Muuto. Balance eru nýjir vasar frá Muuto hannaðir af Hallgeir Holmstvedt. Vasarnir eru fastir á bakka með notkun segla sem gefur þeim skemmtilega notkunarmöguleika.

Balance_3_vase_set_blockcolor_flowers_tilt Balance_vase_set_black_flower-- Balance_vase_set_black_flowers_

Houseboat shoot

Creativ Boards groove_white_largesmall groove_grey_largesmall groove_green_largesmall1

Marmari hefur verið afar vinsæll undanfarið og eigum við til gott úrval af fallegum hönnunarvörum úr marmara. Hitabakkarnir frá Muuto eru nýjasta viðbótin, en við eigum einnig til ýmsa aðra fallega muni, meðal annars marmaraklukku.

BRÚÐKAUPSGJAFALISTAR

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl.

Það er auðvelt að búa til gjafalista fyrir brúðkaupið hjá okkur, þið komið við í verslun okkar í Skeifuna 6 á venjulegum opnunartíma og við hjálpum ykkur að búa til brúðkaupsgjafalista. Einnig er hægt að búa til gjafalista í verslun okkar í Kringlunni en þar má finna brot af því besta sem við bjóðum upp á.


Epal-bryllup

 

 

Einnig er hægt að búa til gjafalista í vefversluninni okkar og senda hann svo í tölvupósti. Starfsmenn okkar hafa ekki aðgang að gjafalistum sem eru búnir til á netinu.