Fallega ljósið Collage var hannað af danska hönnuðinum Louise Campbell fyrir Louis Poulsen ljósaframleiðandann. Collage er eitt af þekktari ljósum frá danska ljósaframleiðandanum og vekur alltaf athygli, en fallegt mynstur ljóssins gerir það einstaklega elegant og aðlaðandi.
Collage er samsett úr þremur skermum sem mynda dýpt og fallegt skuggaspil eins og sjá má úti í skógi þegar sólargeislar brjótast í gegnum tréin, en það er einmitt þaðan sem Louise Campbell sótti innblástur sinn við hönnun ljóssins árið 2005.
Í tilefni af 10 ára afmæli ljóssins valdi Louise Campbell fjóra nýja liti á ljósið sem allir eru með möttu yfirbragði, hvítt, fölbleikt (rose), dökk grænt og blá grátt.
Louise Campbell er einn fremsti danski hönnuðurinn í dag.
Collage kemur í tveimur stærðum og hentar það vel fyrir heimili jafnt sem fundarherbergi fyrirtækja, veitingarhús og biðsali.
Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni og fáðu frekari upplýsingar um afmælisútgáfu Collage ljóssins.