BESTA VERÐIÐ: OMAGGIO SILFURÚTGÁFAN

Omaggio vasarnir frægu hafa varla farið framhjá neinum, en þessir glæsilegu vasar sem um ræðir eru frá danska keramíkfyrirtækinu Kähler sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1839. Nú er hægt er að panta Omaggio silfur vasann frá Kähler. En hann er væntanlegur í fyrstu vikunni í júní. Tryggðu þér eintak í dag og við höfum samband þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar.

omaggio-soelv-lille-mellem5

Omaggio_vase_med_s_lvstriber_ka__776_hler_vase_s_l(1)

KAH-305-3-510x600

KAH-305

 

Smelltu HÉR til að kaupa silfur Omaggio vasa 30,5 cm í vefverslun okkar. Verð 9.950 kr.

omaggio

Smelltu HÉR til að kaupa silfur Omaggio vasa 20 cm í vefverslun okkar. Verð 8.450 kr.

Omaggio vasarnir eru á besta verðinu í bænum í Epal.

NÝTT: UMHVERFISVÆNAR & MARGNOTA FLÖSKUR

24 bottles eru umhverfisvænar, endingargóðar og margnota flöskur úr ryðfríu stáli. Flöskurnar koma í mörgum litum svo hver og einn ætti að geta fundið lit við sitt hæfi. Flöskurnar eru góðar í ræktina, í ferðalagið, í vinnuna og í bílinn. Ásamt litríku og flottu vatnsflöskunum þá eru einnig til minni stálflöskur sem henta vel undir krydd og ólífuolíu en ryðfrítt stál er besta efnið til að viðhalda gæðum kryddsins og olíunnar.

1459938_424984337602882_1245251586_n 10941519_612694768831837_8082178147307375373_n Screen Shot 2015-05-13 at 11.40.04 Screen Shot 2015-05-13 at 11.39.5010256451_478730078894974_6178225692432140344_n

Hægt er að merkja litlu flöskurnar, hér eru flöskur sem geyma kaffi, mjólk, sykur og sýróp.



steel-538x538Screen Shot 2015-05-13 at 11.37.38 1185891_402987209802595_1554802467_n10806363_589007081200606_6162204763386764301_n

24 bottles henta við hvaða tækifæri, kíktu við og sjáðu litaúrvalið. 

Fæst í Epal.

ÁHUGAVERÐUR FYRIRLESTUR 10.MAÍ : DANISH MODERN

Í tengslum við sýninguna SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar, mun Aðalsteinn Ingólfsson halda fyrirlestur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi sunnudaginn 10. maí kl. 15:00.

Heiti fyrirlestrarins er DANISH MODERN: Finn Juhl og gullöld danskrar húsgagnahönnunar. Aðalsteinn ætlar að fjalla um tilurð og þróun nýrrar húsgagnahönnunar í Danmörku á árunum 1930-1960, með sérstakri áherslu á áhrifavalda og aðstæður, og helstu merkisbera þessarar hönnunar, einkum og sérílagi Finn Juhl.

Á sýningunni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar eru meðal annars húsgögnin sem Juhl kynnti fyrst árin 1940 og 1941 ásamt verkum eftir Sigurjón, sem Juhl valdi fyrir heimili sitt og teiknistofu. Núna 75 árum eftir að Pelikan stóllinn var sýndur í fyrsta skipti á húsgagnasýningu Snedkerlaugets í Kaupmannahöfn, ásamt tréskúlptúr eftir Sigurjón, er þessi stóll meðal vinsælustu húsgagna Finns Juhl.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið laugardaga og sunnudaga milli klukkan 14 og 17. Frá 1. júní verður opið alla daga nema mánudaga.

finn_juhl

Við mælum með sýningunni SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar. Á sýningunni eru meðal annars húsgögn sem Finn Juhl sýndi á Snedkerlaugets Møbeludstilling í Kaupmannahöfn 1940 og 1941, stóllinn Pelikanen og sófinn Poeten, ásamt skúlptúrum eftir Sigurjón sem Finn Juhl valdi í samleik við húsgögn sín.

One Collection og Epal styrkja sýninguna.

LOUIS POULSEN : AFMÆLISÚTGÁFA COLLAGE

Fallega ljósið Collage var hannað af danska hönnuðinum Louise Campbell fyrir Louis Poulsen ljósaframleiðandann. Collage er eitt af þekktari ljósum frá danska ljósaframleiðandanum og vekur alltaf athygli, en fallegt mynstur ljóssins gerir það einstaklega elegant og aðlaðandi.

Collage er samsett úr þremur skermum sem mynda dýpt og fallegt skuggaspil eins og sjá má úti í skógi þegar sólargeislar brjótast í gegnum tréin, en það er einmitt þaðan sem Louise Campbell sótti innblástur sinn við hönnun ljóssins árið 2005.

Í tilefni af 10 ára afmæli ljóssins valdi Louise Campbell fjóra nýja liti á ljósið sem allir eru með möttu yfirbragði, hvítt, fölbleikt (rose), dökk grænt og blá grátt.

collage-pendant-lamp-louis-poulsen-4

11150542_10152976853897917_8143309583294189297_n

Screen Shot 2015-05-06 at 14.16.06 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.28 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.58Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.19

Louise Campbell er einn fremsti danski hönnuðurinn í dag.

Collage kemur í tveimur stærðum og hentar það vel fyrir heimili jafnt sem fundarherbergi fyrirtækja, veitingarhús og biðsali.

Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni og fáðu frekari upplýsingar um afmælisútgáfu Collage ljóssins.

 

MÆÐRABLÓMIÐ : TULIPOP

Mæðrablómið er falleg lyklakippa sem Tulipop sá um að hanna og framleiða til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Á mæðradaginn, ár hvert, hefur ,,Mæðrablómið” verið selt sem fjáröflunarleið fyrir Menntunarsjóðinn, en sjóðurinn hefur frá stofnun árið 2012 styrkt um 52 efnalitlar konur til náms. Konurnar hafa verið styrktar til margs konar náms, s.s. við framhaldsskóla, Tækniskólann, háskóla og til að fara á ýmiss hagnýt námskeið. Sumar hafa þegar lokið háskólaprófi eða fagmenntun á ákveðnu sviði, sumar eru í miðjum klíðum og enn aðrar eru að ljúka námi á þessu ári eða í vor. Flestar eða allar þessara kvenna hefðu ekki átt þess kost að fara í nám hefðu þær ekki hlotið styrk úr Menntunarsjóðnum.

Sala á Mæðrablómslyklakippunni hefst nú á laugardag þar sem mæðradagurinn er á sunnudag, 10. maí, og mun halda áfram á meðan birgðir endast enda varan falleg gjöf sem hentar við margvísleg tækifæri.
KrSIjglL35s5QQ89DdIQY8xh6wCUuIVE1haQGkGSRx0

Tjb-K0e-XFTcrdXA1v6PmDyuELfX3LLR9yOr349ImyA
VlVTsqFTD5oIEXxscCZH4GZ1bqNJJSkmJMhPI-2l14g

 

Sala á Mæðrablóminu hefst laugardaginn 9.maí og mun það kosta 2.500 kr.

UP CUP FRÁ DESIGN LETTER

Við vorum að fá Up cup sem er sniðug veggfesting fyrir Design Letter bollana sívinsælu. 
10946699_1413864905578709_1286189884_n

12

Það kemur mjög vel út að setja litla plöntu í bollana og hengja upp á vegg, einnig eru bollarnir tilvaldir til að geyma tannburstana.

Up cup kemur í svörtum og hvítum lit og kostar það 1.950 kr.

BLEIKUR INNBLÁSTUR

Þessar fallegu hönnunarvörur fást allar í Epal.

Epal-bleikt

  1. Kisukerti / Pyropet
  2. Vírakarfa frá Ferm Living
  3. Muuto dots hanker
  4. Vasi frá Muuto
  5. Rúmteppi frá Hay
  6. Flowepot ljós í kopar
  7. Ro hægindarstóll frá Fritz Hanse
  8. Tray table frá Hay
  9. Pískur frá Normann Copenhagen
  10. Dots púði frá Hay
  11. Favn sófi frá Fritz Hansen
  12. Sófateppi frá Ferm Living
  13. Spegill frá Hay
  14. Bolling bakkaborð
  15. PH ljós

FRITZ HANSEN ÍBÚÐ Í MÍLANÓ

Á hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó í vikunni var sýningarrými Fritz Hansen fallega innréttuð íbúð skreytt húsgögnum frá þeim. Í íbúðinni mátti sjá gamlar og vinsælar vörur í blandi við nýjar og spennandi vörur frá fyrirtækinu eins og Fri armstólinn og Sammen borðstofustólinn hannaða af Jamie Hayon, ásamt nýju litavali á Sjöunni sem danski listamaðurinn Tal R valdi.

Sjón er sögu ríkari, kíkjum á þetta fallega innréttaða heimili.
13220_10153487060389316_6958549078486149605_n

1522197_10153487060209316_4807450624822166827_n-1 1535032_10153487060569316_3953185478306624384_n 10174780_10153487060204316_5226502384824682969_n 11034285_10153487060579316_2158528519820076492_n 11150234_10153487061239316_3370916087630848743_n 11156303_10153487060199316_987674452256538311_n

POSTULÍNA ER MÆTT Í EPAL

IMG_3405

DRAUMUR UM VOR

Eftir erfiðan vetur dreymir okkur vor og við þráum græna litinn í tilveruna. Upp í huga Postulínu koma pottaplöntur uppvaxtaráranna þegar slíkar var að finna á hverju heimili. Mikilvægt var að verða sér úti um lífvænlegan afleggjara. Hveragerði reyndist vel, þaðan best að fá græðlingana og þar var líka Eden, ís, páfagaukar, apar og skrautlegustu blómin.

Í unglingshuganum kviknaði áhugi á pottaplöntum, þessum harðgerðu heimilsvinum sem gáfu lífinu lit, jafnvel um miðjan vetur. Þá skipti engu hvort maður ólst upp norðan eða sunnan heiða.

Með vorþránni kviknar líka nostalgían, sem tekur á sig form hengipottar með fallegri plöntu. Plönturnar hreinsuðu heimilisloftið og léttu lund, það er margsannað.

Blómapottar Postulínu eru nýlegir en síðan hafa á síðustu dögum sprottið útúr ofninum þessi litlu krútt – litlir græðlingar af ættlegg stóru pottanna upplagðir fyrir afleggjara, kryddjurtir og smákaktusa.

Eins og allt annað frá Postulínu þá er hver hlutur sérstakur. Allt er handrennt af alúð og hver gripur á sér sinn karakter.

Veldu þér pott undir uppáhalds blómið þitt. Ræktaðu garðinn þinn.

IMG_3181 IMG_3175 IMG_3401 IMG_3411 IMG_3402 IMG_3446 IMG_3444 IMG_3435

Postulína er mætt í Epal Skeifunni og eru blómapottarnir þeirra einnig væntanlegir í Epal Kringlunni í næstu viku (20-26.apríl), kíktu í heimsókn og sjáðu úrvalið.