Í Epal Hörpu verður einnig margt áhugavert að sjá á HönnunarMars,
Ágústa Hera Harðardóttir fatahönnuður sýnir Föðurland skreytt loftmyndum af íslenskri náttúru sem hún hannar í samstarfi við Sigurjón Sigurgeirsson.
Föðurlandið er ýmist hægt að nota sem leggjabuxur eða sem undirfatnað til að halda á sér hita, þær eru úr hágæða bómull og skreyttar fallegum loftmyndum sem teknar eru yfir Landeyjasandi. Þar renna ferskvatnsár og jökulár saman við hafið og framkalla undravert sjónarspil.
Gerður Steinars iðnhönnuður og teiknari sýnir vörulínuna COLUMNAR sem hún hannaði fyrir Format hönnunarstofu.
COLUMNAR er vörulína innblásin af köntuðum formum bergsins sem myndar reglulegar og óreglulegar samsetningar í náttúrunni.
Línan samanstendur af ýmsum vörum, sófaborðum, hillum, skraut-trjám og fleiru.
Hildur Petersen og Anna Bjarnadóttir kynna í ár nýjar vörur frá Hundahólma sem framleiðir vörur sem gleðja og gefa lífinu lit.
Þingvellir – þá, nú og þar á milli er lítið kver með gönguferð um Þingvelli skreytt teikningum eftir svissnesku listakonuna Karin Kurzmeyer. Einnig verða sýnd póstkort og taupokar skreyttir myndum úr kverinu.
Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal Skeifunni og Epal Hörpu.
- Fimmt 10:00 – 18:00
- Föstudag 10:00 – 18:00
- Laugardag 11:00 – 16:00
- Sunnudag 12:00 – 16:00