KOPAR BORÐLAMPI / Ph 3½-2½

Danski ljósaframleiðandinn Louis Poulsen frumsýndi fyrr á árinu á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi í fyrsta sinn fallega koparútgáfu af Ph 3½-2½ borðlampanum. Í fyrra gaf Louis Poulsen einmitt út koparútgáfu af PH 3½ -3 loftljósinu í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen og sló ljósið svoleiðis í gegn að þeir ákváðu að gera slíkt hið sama við borðlampann.

Það gleður okkur að tilkynna það að lampinn er kominn í verslun okkar.

Með lampanum fylgja tveir skermar, einn gler og annar úr kopar og verður lampinn seldur í takmörkuðu upplagi í Epal.

PH_203_20kobber_20bord-m5 PH_203_20kobber_20bord-m2 PH_203_20kobber_20bord-m3 PH_203_20kobber_20bord-m4 ph_copper_tablepdf-14-620x436

Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.

Komdu í heimsókn og skoðaðu þennan gullfallega lampa.

BUBBLE LAMPINN ER KOMINN

Bubble lampinn frá Tulipop er loksins kominn.

Bubble_Lamp1

Töfrandi Tulipop ævintýraheimurinn var skapaður af tveimur góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið Signýjar og Helgu með Tulipop er að búa til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri.

Í Tulipop heiminum búa krúttlegar og heillandi persónur, eins og sveppstrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert.

 

Bubble_Lamp2

Vörulína Tulipop hefur hlotið lof víða um heim og fengið alþjóðleg hönnunarverðlaun.

FERMINGAR 2015

Ert þú á leið í fermingu? Þú finnur fermingargjöfina hjá okkur í Epal.

Við bjóðum upp á mikið úrval af gjafavöru á breiðu verðbili sem hentar bæði fyrir stráka og stelpur. Við tókum saman nokkrar hugmyndir af gjöfum en þar má meðal annars nefna fallega hönnuð gæðarúmföt, rúmteppi, skartgripatré, bókastoðir, hnöttur, íslensk hönnun og fleira skemmtilegt.

Kíktu við og sjáðu úrvalið.

pyro-1

Kisukerti eftir Þórunni Árnadóttur

applicata-varegruppe-blossom

Litríkir kertastjakar frá Applicata

10258319_10152827082089447_2838299125980958085_n

Púði fyrir herbergi fermingarbarnsins,

384493_10150447862472242_181084442241_8919269_1825696024_n

Rúmföt, púðar eða rúmteppi frá Ferm Living

kaleido-set

Fallegir bakkar undir smáhluti, snyrtivörur eða skart frá HAY

Area13

Töff tréstyttur frá Areaware

 

SB-Hay-bed-linens-1

Við erum með mikið úrval af fallegum og einstökum rúmfötum, 

lrg_vision+red+fc7.2a9fa492

Hnettir í ýmsum litum

krummi_hook3

Krumminn er klassísk gjöf

Jewellery-Tree-Large-wEarStuds-StyleShot-product-16x9_jpg_700x394_crop_upscale_q85

Skartgripatré frá MENU

 

hay-pinocchio-confetti

 

Litrík og skemmtileg motta fyrir herbergið frá HAY

design_letters_plant_pot_3

Það má finna ýmislegt skemmtilegt frá Design Letter, t.d. bolla með upphafsstaf barnsins, skissubækur og fleira

10929951_10153560303824447_2835598430002415882_n

Normann Copenhagen er með mikið úrval af gjafavöru, þessa krús má nota undir skartgripi t.d.

562902_10151815804989447_1083689741_n

Smart leðurbókastoðir frá Zuny

480601_10151825691649447_225970979_n

Apinn er klassísk gjöf Screen Shot 2015-03-31 at 12.04.53

Einnig eigum við til gott úrval af snögum og fatahengjum

Þetta er aðeins brot af úrvali okkar, vertu velkomin/n í verslanir okkar í Skeifunni, Hörpu og Kringlunni og við aðstoðum þig við valið.

PÁSKAEGG FRÁ LAKRIDS BY JOHAN BULOW

Páskaeggið í ár er frá Lakrids by Johan Bülow.

Páskaeggið er fyllt með ljúffengum páskakúlum. Hver kúla inniheldur mjúkan lakkrís, silkimjúkt svissneskt ‘dulce de leche’ súkkulaði og lakkrísduft sem kitlar bragðlaukana. Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig.

Screen Shot 2015-03-27 at 11.29.24 Screen Shot 2015-03-27 at 11.29.40Screen Shot 2015-03-27 at 18.38.16

Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.

EPAL OPNAR Í KRINGLUNNI

Epal opnar nýja glæsilega verslun í Kringlunni í dag, fimmtudaginn 26.mars.

Í versluninni í Kringlunni verður í boði frábært úrval af vönduðum hönnunarvörum frá merkjum eins og Ferm Living, HAY, Marimekko, Design Letter, Joseph Joseph, Menu, Iittala og Normann Copenhagen sem öll hafa notið mikilla vinsælda bæði í verslun Epal í Skeifunni ásamt í vefversluninni epal.is.

Epal fagnar einnig í ár 40 ára starfsafmæli sínu en frá upphafi hefur markmið Epal verið að auka skilning og virðingu Íslendinga á góðri hönnun og gæðavörum. Það hefur verið gert með því að kynna góða hönnun og bjóða viðskiptavinum Epal þekktar hönnunarvörur frá Norðurlöndunum og víðar.

Verslunin er staðsett á neðri hæð Kringlunnar hjá Hagkaupum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá undirbúningi opnunarinnar.

IMG_2164 IMG_2152 IMG_2157

Verið velkomin í Epal Kringlunni í dag.

Sigurjón Pálsson áritar fuglana sína og Ingibjörg Hanna kynnir hönnun sína milli kl. 17-19.

Sjáumst.

HÖNNUNARMARS: WELLING/LUDVIK

Epal tekur virkan þátt í HönnunarMars eins og undanfarin ár með því að sýna verk hátt í 30 hönnuða í verslun sinni Skeifunni 6 dagana 12-17 mars. Frá stofnun fyrirtækisins árið 1975 hefur Epal haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini sína. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hee Welling og Guðmundur Lúðvík skapa saman hönnunarstúdíóið Welling/Ludvik sem notið hefur mikillar velgengni í Skandinavíu og er hönnun þeirra í framleiðslu af þekktum hönnunarfyrirtækjum eins og Erik Joergensen, Fredericia og Caneline.

Á HönnunarMars í Epal sýnir Welling/Ludvik vörur sem þeir hafa hannað fyrir áðurnefnd fyrirtæki, þar getur að líta sófa, útihúsgögn, sófaborð, stóla og borð. Sjón er sögu ríkari.

Wellingludvik_Area_C Wellingludvik_Lagoon_B Wellingludvik_Lagoon_C Wellingludvik_Less_A Wellingludvik_Less_B Wellingludvik_Mesa_B Wellingludvik_Mesa_D Wellingludvik_Pato_C Wellingludvik_Pato_E Wellingludvik_Sola_A 27ef868543abf9c4e16439c1aeb8f0bd

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: SNÆBJÖRN STEFÁNSSON

Vöruhönnuðurinn Snæbjörn Stefánsson kynnir á HönnunarMars í Epal keramikvasa sem hann hefur unnið að síðustu 3 ár, ásamt skrifborði sem faðir hans heitinn, Stefán Snæbjörnsson innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður hannaði.

Snæbjörn Stefánsson útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og hefur síðan þá í gegnum hönnunarstúdíó sitt Hugdetta unnið að allskyns hönnunartengdum verkefnum. Ásamt eiginkonu sinni, hönnuðinum Róshildi Jónsdóttur, rekur hann Grettisborg sem er spennandi hönnunar-íbúðarhótel í miðbæ Reykjarvíkur.

Myndirnar hér að neðan eru frá hönnunarferlinu,

2015-02-16 19.14.08 2015-02-16 16.11.15

2015-02-12 13.15.12

Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.

HÖNNUNARMARS: SIGURJÓN PÁLSSON

Sigurjón Pálsson útskrifaðist frá Danmarks Designskole. Hann hefur unnið við hönnun og hönnunartengd störf síðan, hjá öðrum og á eigin vinnustofu. Auk þess að hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir hönnun sína, hefur hann lagt fyrir sig ritstörf og gefið út tvær glæpasögur og fékk Sigurjón Blóðdropann 2012, viðurkenningu fyrir bestu íslensku glæpasöguna, árið áður. Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.

Nýjasta hönnun hans, Shorebirds, sería þriggja vaðfugla er framleidd af Normann Copenhagen.

Á HönnunarMars í Epal í ár kynnir Sigurjón nýtt dýr til sögunnar og er það rostungur.

„Mikilúðugt og tignarlegt fas rostungsbrimils sem vakir yfir kæpum sínum varð mér innblástur að þessu verkefni. Mig langaði til að tjá hið ógnvekjandi vald sem felst í stærðinni er hann reisir sig upp og sýnir skögultennurnar ógnandi og hótar að ráðast gegn hverjum þeim brimli sem vogar sér að gera atlögu að ríki hans.“

612 2

601

602

 

1001_Shorebirds_Group 2

 

Hér að ofan má sjá Vaðfuglana sem upphaflega voru kynntir á HönnunarMars árið 2015 og notið hafa mikilla vinsælda.

 

 

sigurj 3

Á HönnunarMars í Epal í ár má sjá áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Verkin eru allt frá fullmótuðum hlutum sem tilbúnir eru til sölu til hugmynda á frumstigi, þar getur að líta húsgögn, keramík, púða, skartgripi, ljós og aðra áhugaverða hluti.

Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.

HÖNNUNARMARS: HÁR ÚR HALA

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhúss­arkitekts, FHI og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar, FÍT. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti sem gleðja bæði stóra og smáa.

Á HönnunarMars í Epal kynnir Hár í hala Orðaborð.

“Með Orðaborðunum erum við að leika okkur að rýminu, búa til örsögur í vistarverur okkar. Útfærsla borðanna er leikur með letur eða týpógrafía og er vísun í tvívíða framsetningu leturs sem við erum vanari að sjá á prenti. Orðaborðin tengja saman hluti sem við erum umkringd í daglegu lífi okkar og hafa því bæði notagildi og gera umhverfi okkar pínulítið skrítið og skemmtilegt. Í rýminu verða til litlar sögur eða skrítnar samsetningar svo sem: motta er sófi, ljós og bók, hann og hún í svefnherbergi o.s.frv.”

 

Er._web Hun_web Hann_web Og_web Ordabord_oll_web

 

Á HönnunarMars í Epal í ár má sjá áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Verkin eru allt frá fullmótuðum hlutum sem tilbúnir eru til sölu til hugmynda á frumstigi, þar getur að líta húsgögn, keramík, púða, skartgripi, ljós og aðra áhugaverða hluti.

Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.