Það styttist í páskana og því er vel við hæfi að gefa hugmyndir að páskaskreytingum. Í þetta sinn deilum við með ykkur myndum þar sem vörur frá Design Letter hafa verið settar í páskabúning.
Design Letter vörur fást í Epal.
Epal tekur virkan þátt í HönnunarMars eins og undanfarin ár með því að sýna verk hátt í 30 hönnuða í verslun sinni Skeifunni 6 dagana 12-17 mars. Frá stofnun fyrirtækisins árið 1975 hefur Epal haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini sína. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.
Hee Welling og Guðmundur Lúðvík skapa saman hönnunarstúdíóið Welling/Ludvik sem notið hefur mikillar velgengni í Skandinavíu og er hönnun þeirra í framleiðslu af þekktum hönnunarfyrirtækjum eins og Erik Joergensen, Fredericia og Caneline.
Á HönnunarMars í Epal sýnir Welling/Ludvik vörur sem þeir hafa hannað fyrir áðurnefnd fyrirtæki, þar getur að líta sófa, útihúsgögn, sófaborð, stóla og borð. Sjón er sögu ríkari.
Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.
Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.
Vöruhönnuðurinn Snæbjörn Stefánsson kynnir á HönnunarMars í Epal keramikvasa sem hann hefur unnið að síðustu 3 ár, ásamt skrifborði sem faðir hans heitinn, Stefán Snæbjörnsson innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður hannaði.
Snæbjörn Stefánsson útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og hefur síðan þá í gegnum hönnunarstúdíó sitt Hugdetta unnið að allskyns hönnunartengdum verkefnum. Ásamt eiginkonu sinni, hönnuðinum Róshildi Jónsdóttur, rekur hann Grettisborg sem er spennandi hönnunar-íbúðarhótel í miðbæ Reykjarvíkur.
Myndirnar hér að neðan eru frá hönnunarferlinu,
Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.
Sigurjón Pálsson útskrifaðist frá Danmarks Designskole. Hann hefur unnið við hönnun og hönnunartengd störf síðan, hjá öðrum og á eigin vinnustofu. Auk þess að hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir hönnun sína, hefur hann lagt fyrir sig ritstörf og gefið út tvær glæpasögur og fékk Sigurjón Blóðdropann 2012, viðurkenningu fyrir bestu íslensku glæpasöguna, árið áður. Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.
Nýjasta hönnun hans, Shorebirds, sería þriggja vaðfugla er framleidd af Normann Copenhagen.
Á HönnunarMars í Epal í ár kynnir Sigurjón nýtt dýr til sögunnar og er það rostungur.
„Mikilúðugt og tignarlegt fas rostungsbrimils sem vakir yfir kæpum sínum varð mér innblástur að þessu verkefni. Mig langaði til að tjá hið ógnvekjandi vald sem felst í stærðinni er hann reisir sig upp og sýnir skögultennurnar ógnandi og hótar að ráðast gegn hverjum þeim brimli sem vogar sér að gera atlögu að ríki hans.“
Hér að ofan má sjá Vaðfuglana sem upphaflega voru kynntir á HönnunarMars árið 2015 og notið hafa mikilla vinsælda.
Á HönnunarMars í Epal í ár má sjá áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Verkin eru allt frá fullmótuðum hlutum sem tilbúnir eru til sölu til hugmynda á frumstigi, þar getur að líta húsgögn, keramík, púða, skartgripi, ljós og aðra áhugaverða hluti.
Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.
Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts, FHI og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar, FÍT. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti sem gleðja bæði stóra og smáa.
Á HönnunarMars í Epal kynnir Hár í hala Orðaborð.
“Með Orðaborðunum erum við að leika okkur að rýminu, búa til örsögur í vistarverur okkar. Útfærsla borðanna er leikur með letur eða týpógrafía og er vísun í tvívíða framsetningu leturs sem við erum vanari að sjá á prenti. Orðaborðin tengja saman hluti sem við erum umkringd í daglegu lífi okkar og hafa því bæði notagildi og gera umhverfi okkar pínulítið skrítið og skemmtilegt. Í rýminu verða til litlar sögur eða skrítnar samsetningar svo sem: motta er sófi, ljós og bók, hann og hún í svefnherbergi o.s.frv.”
Á HönnunarMars í Epal í ár má sjá áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Verkin eru allt frá fullmótuðum hlutum sem tilbúnir eru til sölu til hugmynda á frumstigi, þar getur að líta húsgögn, keramík, púða, skartgripi, ljós og aðra áhugaverða hluti.
Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.
Þórunn Árnadóttir hönnuður Pyropet Candles kynnir með stolti Bíbí á HönnunarMars.
Bíbí verður fáanlegur um mánaðarmótin mars-apríl.
Í Epal Hörpu verður einnig margt áhugavert að sjá á HönnunarMars,
Ágústa Hera Harðardóttir fatahönnuður sýnir Föðurland skreytt loftmyndum af íslenskri náttúru sem hún hannar í samstarfi við Sigurjón Sigurgeirsson.
Föðurlandið er ýmist hægt að nota sem leggjabuxur eða sem undirfatnað til að halda á sér hita, þær eru úr hágæða bómull og skreyttar fallegum loftmyndum sem teknar eru yfir Landeyjasandi. Þar renna ferskvatnsár og jökulár saman við hafið og framkalla undravert sjónarspil.
Gerður Steinars iðnhönnuður og teiknari sýnir vörulínuna COLUMNAR sem hún hannaði fyrir Format hönnunarstofu.
COLUMNAR er vörulína innblásin af köntuðum formum bergsins sem myndar reglulegar og óreglulegar samsetningar í náttúrunni.
Línan samanstendur af ýmsum vörum, sófaborðum, hillum, skraut-trjám og fleiru.
Hildur Petersen og Anna Bjarnadóttir kynna í ár nýjar vörur frá Hundahólma sem framleiðir vörur sem gleðja og gefa lífinu lit.
Þingvellir – þá, nú og þar á milli er lítið kver með gönguferð um Þingvelli skreytt teikningum eftir svissnesku listakonuna Karin Kurzmeyer. Einnig verða sýnd póstkort og taupokar skreyttir myndum úr kverinu.
Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal Skeifunni og Epal Hörpu.
HAFstudio kynnir á HönnunarMars ljósið Möskvar,
“Í versluninni Epal verður nýtt ljós til sýnis sem þróað er úr íslenskri síldarnót. Ljósið er hannað í samvinnu við þaulreynda íslenska netagerðarmenn og er endurtúlkun á hinni klassísku kristalskrónu. Ljósið hefur þann eiginleika að vera flatpakkanlegt.”
HönnunarMars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.
Vertu velkomin/n.
Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius hefur hannað skrifborð sem ber heitið D01 og verður frumsýnt á Hönnunarmars í Epal. D01-skrifborðið var hannað með vinnuþarfir hönnuðar og listamanns í huga að sögn Hjalta.
„Borðið þurfti að vera einfalt í hönnun, hafa gott geymslupláss í skúffum, og hafa pláss fyrir tvo 23″ skjái, ásamt teiknibretti og fartölvu. Upphaflega ætlaði ég að smíða borðið sjálfur en áttaði mig fljótt á eigin takmörkunum í trésmíði. Ég ákvað að ef ég færi út í að gera borðið yrði það smíðað af fagmanni. TJ Innréttingar í Hafnarfirði hafa tekið það að sér að smíða borðið og kom það betur út en ég hefði nokkurn tímann trúað,“ segir Hjalti. Hann hefur haft nóg að gera síðustu mánuði en hann var síðasta haust ráðinn í að mála risastór málverk í nýjum höfuðstöðvum Alvogen. //Sjá betur viðtal á Smartlandi á mbl.is -hér.
Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.
Vertu velkomin/n.