HÖNNUNARMARS: HAFstudio

HAFstudio kynnir á HönnunarMars ljósið Möskvar,

“Í versluninni Epal verður nýtt ljós til sýnis sem þróað er úr íslenskri síldarnót. Ljósið er hannað í samvinnu við þaulreynda íslenska netagerðarmenn og er endurtúlkun á hinni klassísku kristalskrónu. Ljósið hefur þann eiginleika að vera flatpakkanlegt.”

mösvkar-light-2 mösvkar-light-1

HönnunarMars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.

Vertu velkomin/n.

HÖNNUNARMARS: HJALTI PARELIUS

Mynd­list­armaður­inn Hjalti Par­elius hef­ur hannað skrif­borð sem ber heitið D01 og verður frum­sýnt á Hönn­un­ar­mars í Epal. D01-skrif­borðið var hannað með vinnuþarf­ir hönnuðar og lista­manns í huga að sögn Hjalta.

„Borðið þurfti að vera ein­falt í hönn­un, hafa gott geymslupláss í skúff­um, og hafa pláss fyr­ir tvo 23″ skjái, ásamt teikni­bretti og far­tölvu. Upp­haf­lega ætlaði ég að smíða borðið sjálf­ur en áttaði mig fljótt á eig­in tak­mörk­un­um í tré­smíði. Ég ákvað að ef ég færi út í að gera borðið yrði það smíðað af fag­manni. TJ Inn­rétt­ing­ar í Hafnar­f­irði hafa tekið það að sér að smíða borðið og kom það bet­ur út en ég hefði nokk­urn tím­ann trúað,“ seg­ir Hjalti. Hann hef­ur haft nóg að gera síðustu mánuði en hann var síðasta haust ráðinn í að mála risa­stór mál­verk í nýj­um höfuðstöðvum Al­vo­gen. //Sjá betur viðtal á Smartlandi á mbl.is -hér.

797609 797611 797610

 

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.

Vertu velkomin/n.

HÖNNUNARMARS: TELMA MAGNÚSDÓTTIR

Telma Magnúsdóttir er listakonan á bak við Varpið. Hún sækir innblástur sinn í íslenska náttúru þar sem hún notast við mismunandi tegundir, liti og mynstur fuglseggja. Fyrsta eggið sem hún gerði árið 2011 var upphafið af Kríuvarpinu en síðan þá hefur hún gert þrjár aðrar línur, Rjúpnavarpið, Teistuvarpið og Snjótittlingavarpið. Nýjasta línan verður frumsýnd á sýningu Epal á Hönnunarmars.

„Það er svo margt heillandi við fuglsegg sem hvíla í hreiðri. Fjölbreytileikinn í litunum og mynstrinu sem hafa mótast af náttúrunnar hendi er ótrúlegur og yfir þeim vakir síðan þessi leyndardómsfulla kyrrð. Svo er auðvitað einstaklega fallegt að hugsa til þess að þau eru táknræn fyrir nýtt líf.“

Nýjasta línan, Smyrilsvarpið er óður til Smyrilsins. Þau eru eins og áður handunninn úr leir og handmáluð þar sem lögð er áhersla á hvert smáatriði sem gerir hvert egg einstakt. Litbrigðin og mynstrið í þessari línu eru frábrugðin þeim fyrri, eggin eru í brúnum tón og koma á síðri keðju úr rósagulli.

smyrill1 smyrill2 smyrilleyrnal

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.

Vertu velkomin/n.

HÖNNUNARMARS: BYBIBI

Keramikhönnuðurinn Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir eða Bíbí frumsýnir diskinn Stefni í Epal á Hönnunarmars dagana 12. til15. mars, 2015. Stefnir er ný hönnun frá bybibi sem tengir vangaveltur Bíbíar um það hvernig við umgöngumst og nálgumst mat við form, efni og áferð hlutanna. Varan er hönnuð til að ýta undir meðvitund okkar um næringu, augnablikið og hvernig við getum staldrað við og notið matarins og líðandi stundar.

Bybibi_2

Stefnir býður upp á leik með framreiðslu. Hægt er að raða diskunum saman og mynda þannig stærri fimmhyrndan disk. Nafnið er rammíslenskt og vísar bæði í form disksins og nýja stefnu í nálgun við matarlist. Hægt verður að fá Stefni í mismunandi útfærslum: úr íslensku gabbró, hrauni og tré, marmara eða leir. Diskurinn er framleiddur á Íslandi og í Evrópu. Stefnir hentar bæði fyrir forrétti og eftirrétti heima við og er einnig einstaklega skemmtileg nýjung fyrir veitingahús, kaffihús eða hótel. Hönnun bybibi miðar að því auka virðingu okkar fyrir bæði mat og umhverfi. Með Stefni leggur hún áherslu á að við leyfum okkur að njóta þess að næra okkur og tengjast öðrum í gegnum mat með því að bera hann fram á nýjan og skemmtilegan hátt.

Bybibi_5 Bybibi_3

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.

Vertu velkomin/n.

HÖNNUNARMARS: POSTULÍNA

Draumur um vor.

Eftir erfiðan vetur dreymir okkur vor og við þráum græna litinn í tilveruna. Upp í huga Postulínu koma pottaplöntur uppvaxtaráranna þegar slíkar var að finna á hverju heimili. Mikilvægt var að verða sér úti um lífvænlegan afleggjara. Hveragerði reyndist vel, þaðan best að fá græðlingana og þar var líka Eden, ís, páfagaukar, apar og skrautlegustu blómin.

Í unglingshuganum kviknaði áhugi á pottaplöntum, þessum harðgerðu heimilsvinum sem gáfu lífinu lit, jafnvel um miðjan vetur. Þá skipti engu hvort maður ólst upp norðan eða sunnan heiða.

Með vorþránni kviknar líka nostalgían, sem tekur á sig form hengipottar með fallegri plöntu. Plönturnar hreinsuðu heimilisloftið og léttu lund, það er margsannað.

11061721_10153107180584857_1741324917033460233_n

Blómapottar Postulínu eru nýlegir en síðan hafa á síðustu dögum sprottið út úr ofninum þessi litlu krútt – litlir græðlingar af ættlegg stór pottanna upplagðir fyrir afleggjarana eða kryddjurtir og kaktusa. Eins og allt annað frá Postulínu þá er hver hlutur sérstakur. Allt er handrennt af alúð og hver gripur á sér sinn karakter. Veldu þér pott undir uppáhalds blómið þitt. Ræktaðu garðinn þinn.

12887_10153107180674857_2430728304168157121_n 11045294_10153107180989857_5617098776086296278_n11013094_10153107180319857_5764312903540693434_n

Postulína er samstarfsverkefni Guðbjargar Káradóttur leirkerasmiðs og Ólafar Jakobínu Ernudóttur hönnuðar.

Guðbjörg Káradóttir fæddist í Reykjavík árið 1968.
Lauk námi við keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og kennaranámi við Listaháskóla Íslands árið 2002. Er í dag sjálfstætt starfandi leirkerasmiður og myndmenntakennari við Laugalækjaskóla og Myndlistaskólskólann í Reykjavík.

Ólöf Jakobína Ernudóttir fæddist á Akureyri árið 1969. Fór í hönnunarnám til Ítalíu og útskrifaðist sem innanhússarkitekt frá Istituto superiore di architettura e design í Mílanó árið 1996. Er í dag sjálfstætt starfandi hönnuður en vinnur einnig sem stílisti og blaðamaður hjá tímaritinu Gestgjafanum.

11044606_10153107180169857_6624450511740701247_n

Postulína sýnir á Hönnunarmars í Epal sem hefst með opnunarpartý þann 11. mars. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal

HÖNNUNARMARS: EMBLA SIGURGEIRSDÓTTIR

Embla Sigurgeirsdóttir er keramikhönnuður sem útskrifaðist 2014 með BA(Hons)í Contemporary Applied Art frá the University of Cumbria í Englandi eftir að hafa lokið tveggja ára keramiknámi hér heima frá Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Í haust setti hún á fót vinnustofu ásamt hópi af hönnuðum og listamönnum í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem áður var starfrækt frystihús, en engin starfsemi hafi verið í húsinu um árabil. Þar vinnur hún og leggur megináherslu á að renna verkin sín í postulín.

_MG_3106_EMBLA_

 Embla sækir innblástur að „Terra“-borðbúnaði sínum í ættland sitt og landslag þess og margbrotið samspil lita og litbrigða sem veður og birta töfra fram í fjallahringnum sem við blasir hvert sem litið er. Rákirnar í verkum hennar vísa í mótun náttúruaflanna á dölum og fjallahlíðum og glerungar hennar endurspegla svöl litbrigði náttúrunnar; formgerð hlutanna kallast á við fjölbreytileika heimaslóðanna og býður uppá endurgerð hans í uppröðun þeirra. Hver hlutur hefur mismunandi notagildi og er hægt að raða honum saman með hinum á marga vegu. Leikur er sterkur þáttur sem gengur í gegnum alla línuna og gefur eigandanum tækifæri til að finna fagurkerann í sér.

_MG_2945_EMBLA_

_MG_3005_EMBLA_ _MG_2972_EMBLA_ _MG_2966_EMBLA_ _MG_3098_EMBLA_

_MG_2934_EMBLA_

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: INGA SÓL INGIBJARGARDÓTTIR

Inga Sól Ingibjargardóttir útskrifaðist frá TEKO – school of design and business í Danmörku árið 2012 sem húsgagna og vöruhönnuður. Sem hönnuður fær hún innblástur allt í kringum sig, hún sækir sérstaklega í Skandinavíska sögu og menningu þar sem að hún er rík af hönnun og handverki. Með hönnun sinni leitast hún við að sameina hið gamla með hinu nýja til þess að skapa vörur sem hafa bæði notagildi og fegurð.

Cubo er mjúkur púði fyrir heimilið. Hann er ekki aðeins þægilegur heldur leikur hann með skynjun. Hann virðist vera í þrívídd, sem sagt kassi, en er í raun flatur í tvívídd. Hann er til í ýmsum litum og því tilvalinn til að lífga upp á heimilið. Efnið er 100% bómull og er hver púði handgerður hér á Íslandi.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA IngaSol_Epal_cubo5 IngaSol_Epal_cubo4

 

Inga Sól Ingibjargardóttir sýnir púðann Cubo á Hönnunarmars í Epal sem hefst með opnunarpartý þann 11. mars. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: SIGRÚN JÓNA NORÐDAHL

Sigrún Jóna Norðdahl er nýútskrifaður keramikhönnuður frá University of Cumbria í Englandi en þar áður lauk hún Mótun í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Í ár mun Sigrún taka þátt í sýningu Epal á Hönnunarmars og er hún mjög spennt fyrir þeim viðburði. “Ég lít á þennan viðburð sem alveg frábært tækifæri til þess að koma vöru minni á framfæri í alveg frábærum hópi hönnuða. Innblástur minn kemur að miklu leyti frá mínu daglega umhverfi og því hvernig ég skynja það. Ég er frekar forvitin að eðlisfari og næm á umhverfi mitt og er alltaf eitthvað að spá og spekúlera. Ég hugsa mikið um það samband sem við eigum við hluti í kringum okkur og hvort hlutir geti ekki bæði verið fallega hannaðir en á sama tíma haft eitthvað hlutverk í að tengja okkur betur við umhverfi okkar. Notagildi er mér einnig mjög mikilvægt og hvernig það tvinnast saman við fagurfræði hlutarins, það er ekki endilega svo einfalt að láta þessa tvo eiginleika mætast þannig að útkoman sé góð en þegar vel tekst til er það svo spennandi.”

_DSC4158

Línan sem Sigrún sýnir í Epal nefnist Handle It og samanstendur af skálum, diskum og ílátum úr postulíni sem ætluð eru til framreiðslu á mat. Handföng spila stórt hlutverk á sumum hlutanna og þau ásamt sérstöku útliti kannanna hafa það að markmiði að hleypa samræðunum af stað við matarborðið og hvetja matargesti til þess að eiga meiri samskipti við hvorn annan við matarborðið.

_DSC4224 _DSC4215

Sigrún stefnir ótrauð áfram í þessum geira og er með ýmislegt á prjónunum má þar meðal annars nefna samsýningu á Skriðuklaustri auk þess sem hún er nú þegar farin að leggja drög að nýjum hlutum sem hún byrjar að vinna að um leið og Hönnunarmars líkur.

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG HANNA

Ingibjörg Hanna sýnir í ár á HönnunarMars í Epal ný mynstur í textíllínu sinni frá Ihanna home. Mynstrin heita Woven og Mountains og verða til að byrja með á viskustykkjum og púðum en nú fyrir eru mynstrin, Experience, Dots og Loop.

“Bæði mynstrin eru leikur með línur. Mountains myndar plúsa og mínusa eftir því hvernig sem línurnar mætast og saman mynda plúsarnir og mínusarnir fjöll og dali. Woven línurnar mynda ofið munstur. Í fjarlægð virðist munstrið vera nokkrir heilir fletir úr mis gráum tónum en þegar litið er nær sést að þetta samanstendur af línum sem eru mis stuttar og langar og hvernig þær mætast og vefjast saman eða ná því ekki,” segir Ingibjörg Hanna.

mountains2

Cushion_Woven

Mountains mynstrið var frumsýnt í lok síðasta árs í París á Maison&Objet hönnunarsýningunni en Woven er splunkunýtt mynstur, hvorugt hefur þó verið til sýnis áður á HönnunarMars.

mountains_tea_towel Woven_tea_towelHönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: HJALTI AXELSSON

Hjalti Axelsson lærði vöruhönnun við Listaháskóla Íslands 2006-2009 og lauk Magister gráðu í Iðnhönnun við Universtiat fur angewandte kunst í Vínarborg 2014 þar sem hann býr og starfar sem hönnuður. Á HönnunarMars sýnir hann fjölnota húsgagnið The lazy butler. Það má nota bæði sem stól og borð, hægt er að hengja föt á það sem og geyma í því persónulega muni.

Þegar fólk flutti úr sveitunum til borgarinnar á tímum iðnbyltingarinnar á árunum 1760-1870 tók að fjölga í borgunum og þær stækkuðu óðum. Það er áhugavert að skoða hvaða hluti fólk tók með sér, segir Hjalti.

“Kistillinn er persónulegast hluturinn sem fólkið úr sveitunum átti og hafði með sér og var ein verðmætasta eign þeirra og gegndi líka hlutverki borðs og sætis á löngum ferðalögum eða inni á heimilinu. Ég hanna húsgagn sem innifelur þetta persónulega rými og þá umbreytingu sem verður á einstaklingi við það að koma heim til sín. Þegar hann fer úr borgarlegu fötunum sínum og slakar á.”

kvk model lazy butler

“Ljósastaur The lazy butler er mín tenging við þá framþróun sem fylgdi iðnbyltingunni þegar götur borganna urðu upplýstar sem og tenging við heimkomuna að kveikja ljós og hengja af sér. Bakkinn í húsgagninu er ætlaður fyrir það sem við erum með í vösunum t.d. símann, peningaveskið, smáaura og því um líkt. Stærra hólfið gæti til dæmis geymt höfuðföt og hanska. En hver veit hvað er geymt undir yfirborðinu.”

L.butler12 copy

mcZq7Y2hPh9dzay9HNWzq-IkhwNmjApC80ia91Mqk8o

 

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.