HÖNNUNARMARS: SIGRÚN JÓNA NORÐDAHL

Sigrún Jóna Norðdahl er nýútskrifaður keramikhönnuður frá University of Cumbria í Englandi en þar áður lauk hún Mótun í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Í ár mun Sigrún taka þátt í sýningu Epal á Hönnunarmars og er hún mjög spennt fyrir þeim viðburði. “Ég lít á þennan viðburð sem alveg frábært tækifæri til þess að koma vöru minni á framfæri í alveg frábærum hópi hönnuða. Innblástur minn kemur að miklu leyti frá mínu daglega umhverfi og því hvernig ég skynja það. Ég er frekar forvitin að eðlisfari og næm á umhverfi mitt og er alltaf eitthvað að spá og spekúlera. Ég hugsa mikið um það samband sem við eigum við hluti í kringum okkur og hvort hlutir geti ekki bæði verið fallega hannaðir en á sama tíma haft eitthvað hlutverk í að tengja okkur betur við umhverfi okkar. Notagildi er mér einnig mjög mikilvægt og hvernig það tvinnast saman við fagurfræði hlutarins, það er ekki endilega svo einfalt að láta þessa tvo eiginleika mætast þannig að útkoman sé góð en þegar vel tekst til er það svo spennandi.”

_DSC4158

Línan sem Sigrún sýnir í Epal nefnist Handle It og samanstendur af skálum, diskum og ílátum úr postulíni sem ætluð eru til framreiðslu á mat. Handföng spila stórt hlutverk á sumum hlutanna og þau ásamt sérstöku útliti kannanna hafa það að markmiði að hleypa samræðunum af stað við matarborðið og hvetja matargesti til þess að eiga meiri samskipti við hvorn annan við matarborðið.

_DSC4224 _DSC4215

Sigrún stefnir ótrauð áfram í þessum geira og er með ýmislegt á prjónunum má þar meðal annars nefna samsýningu á Skriðuklaustri auk þess sem hún er nú þegar farin að leggja drög að nýjum hlutum sem hún byrjar að vinna að um leið og Hönnunarmars líkur.

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG HANNA

Ingibjörg Hanna sýnir í ár á HönnunarMars í Epal ný mynstur í textíllínu sinni frá Ihanna home. Mynstrin heita Woven og Mountains og verða til að byrja með á viskustykkjum og púðum en nú fyrir eru mynstrin, Experience, Dots og Loop.

“Bæði mynstrin eru leikur með línur. Mountains myndar plúsa og mínusa eftir því hvernig sem línurnar mætast og saman mynda plúsarnir og mínusarnir fjöll og dali. Woven línurnar mynda ofið munstur. Í fjarlægð virðist munstrið vera nokkrir heilir fletir úr mis gráum tónum en þegar litið er nær sést að þetta samanstendur af línum sem eru mis stuttar og langar og hvernig þær mætast og vefjast saman eða ná því ekki,” segir Ingibjörg Hanna.

mountains2

Cushion_Woven

Mountains mynstrið var frumsýnt í lok síðasta árs í París á Maison&Objet hönnunarsýningunni en Woven er splunkunýtt mynstur, hvorugt hefur þó verið til sýnis áður á HönnunarMars.

mountains_tea_towel Woven_tea_towelHönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: HJALTI AXELSSON

Hjalti Axelsson lærði vöruhönnun við Listaháskóla Íslands 2006-2009 og lauk Magister gráðu í Iðnhönnun við Universtiat fur angewandte kunst í Vínarborg 2014 þar sem hann býr og starfar sem hönnuður. Á HönnunarMars sýnir hann fjölnota húsgagnið The lazy butler. Það má nota bæði sem stól og borð, hægt er að hengja föt á það sem og geyma í því persónulega muni.

Þegar fólk flutti úr sveitunum til borgarinnar á tímum iðnbyltingarinnar á árunum 1760-1870 tók að fjölga í borgunum og þær stækkuðu óðum. Það er áhugavert að skoða hvaða hluti fólk tók með sér, segir Hjalti.

“Kistillinn er persónulegast hluturinn sem fólkið úr sveitunum átti og hafði með sér og var ein verðmætasta eign þeirra og gegndi líka hlutverki borðs og sætis á löngum ferðalögum eða inni á heimilinu. Ég hanna húsgagn sem innifelur þetta persónulega rými og þá umbreytingu sem verður á einstaklingi við það að koma heim til sín. Þegar hann fer úr borgarlegu fötunum sínum og slakar á.”

kvk model lazy butler

“Ljósastaur The lazy butler er mín tenging við þá framþróun sem fylgdi iðnbyltingunni þegar götur borganna urðu upplýstar sem og tenging við heimkomuna að kveikja ljós og hengja af sér. Bakkinn í húsgagninu er ætlaður fyrir það sem við erum með í vösunum t.d. símann, peningaveskið, smáaura og því um líkt. Stærra hólfið gæti til dæmis geymt höfuðföt og hanska. En hver veit hvað er geymt undir yfirborðinu.”

L.butler12 copy

mcZq7Y2hPh9dzay9HNWzq-IkhwNmjApC80ia91Mqk8o

 

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: EYGLÓ BENEDIKTSDÓTTIR

Eygló Benediktsdóttir er myndlistamaður og keramíkhönnuður. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Bergen University of Arts and Design með áherslu á keramík. Þar áður kláraði Eygló diplóma í mótun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Þar fékk hún m.a. góðan tæknilegan grunn. Í Bergen naut Eygló sín í listrænu frelsi og í dag nýtast þessir ólíku skólar henni vel þar sem hún á það til að dansa á línu milli myndlistar og hönnunar. Hvort sem það er í hönnun eða myndlist þá sækir Eygló innblástur sinn í upplifanir sínar, minningar og umhverfi sitt. Hún sækir mikið til náttúrunnar og eru lífræn form einkennandi í verkum hennar. Eftir nám hefur Eygló verið dugleg að taka þátt í sýningum og byggja upp alþjóðlegt tengslanet.

medusa2

floresco1

floresco2
floresco

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: HEKLAÍSLANDI

Hekla Björk Guðmundsdóttir hönnuður og listakona er alin upp á Laugalandi Holtum í Rangárvallasýslu. Hekla hannar og framleiðir undir nafninu Heklaíslandi sem á upphaf sitt að rekja til ársins 1996 þegar Hekla hannaði og framleiddi gjafakort út frá málverkum sínum.

Hekla hefur alla tíð unnið við list og sækir allan sinn innblástur í íslenska náttúru og hefðir. Lóan, kindin og hesturinn hafa einnig spilað stórt hlutverk í sköpun Heklu ásamt villtri flóru Íslands.

gBIJtyWDsZZoIR26gTE1svIDMOAI1RifFOilyBKXPA4

“Á Hönnunarmars 2014 kynntum við meðal annars viskustykki í textíllínunni Lóa og Krummi sem kom svo í verslanir fyrir jólin 2014 ásamt svuntum í stíl.  Á Hönnunarmar 2015 kynnum við svo viðbót við línuna – löbera (40*140 cm), ofnhanska og pottaleppa.”

“Hugmyndin af bakgrunns munstri í lóu og krumma línunni er fengin út frá þúfum nú örlítið stílfærðar með tilvísun í ósnortna náttúru Íslands, þaðan sem innblástur af nær öllum verkum Heklu kemur.”

ycKBL9sktdYCHOfQXV_cCNpet8-WrYX9VPddDocnHGw,Xd2GnmbunerznbikwA4_vvqQb0uFKhChhK2AWXo8b2Q

“Markmið Heklaíslandi er að halda áfram að hanna og framleiða gæða vörur með séríslenskum/norrrænum áhrifum.  Málverkið er sterkt í mest allri hönnun Heklu, listakonan og hönnuðurinn vinna vel saman og útkoman er einstök.”

99BCoRxjYwFFmtEJ7goG2UdempTptA2Dl2xxxX_hEIIoRwncLed-wBuNikz-XJ7BexYweXvgLhAAr4pCihKDEc

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: JULIE GASIGLIA

LÝSA er viðarlampi með mjúkum línum í naumhyggjustíl. Hönnuðurinn losaði sig við það sem ekki er nauðsynlegt og hélt eftir því allra mikilvægasta. Eins eftirtektarverð og LÝSA er, þá hefur hún kallað fram tilfinningar áþekkar “ást við fyrstu sýn”. LÝSA er lampi sem tekur sig ekki of alvarlega í útliti en er samt úthugsuð og sniðug hönnun.

“Þegar ég vann við að hanna tæknilegar vörur sem byggðu á LED-lýsingu þá sá ég fjótlega hversu mikil gæði voru í lýsingunni og ég gerði mér grein fyrir því frelsi sem hún getur veitt hönnuðum. Það var þá sem ég fékk innblásturinn til að skapa skemmtilega og gagnlega vöru sem myndi nýta þessa tækni” segir Julie.

Þegar Julie vann með LED-tækni með föður sínum, sem er ljósatæknir, fékk hún hugmyndina að hönnun LÝSU, frumlegum lampa sem er í senn hagnýtur og fallegur. Julie hefur alltaf þótt krefjandi verk að hanna lampa, því að hennar mati á lampi ekki einungis að vera hagnýtur og tæknilegur, heldur einnig vel hannað augnakonfekt. Með þetta markmið í huga, að viðbættri þekkingu hennar á LED tækni – ásamt mikilli vinnu – fæddist LÝSA.

Flyer lysa islensk -1

Julie Gasiglia er 24 ára franskur hönnuður sem hefur búið á Íslandi í tvö ár. Snemma varð ljóst hvar áhugi hennar lá, þar sem hún varði mestum tíma við að teikna og hanna hluti. Julie útskrifaðist árið 2011 sem innanhússhönnuður frá IPESAA í Montpellier í Frakklandi. Eftir útskrift starfaði hún sem aðstoðarmanneskja fyrir arkitektastofuna Aplus í Montpellier árin 2011-2012 og svo sem vöruhönnuður hjá Escaliers Décors árin 2012-2013. Í mars 2013 flutti hún til Íslands og hefur síðan þá unnið sem verktaki við innanhússhönnun, vöruhönnun og grafíska hönnun, bæði á Íslandi sem og í fjarverkefnum fyrir frönsk fyrirtæki.

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG ÓSK ÞORVALDSDÓTTIR

Á HönnunarMars í Epal sýnir Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir uppáhellingarkönnuna Uppáklædd – All dressed up. Um gripflöt postulínskönnunnar er vafið annað hvort tréperlum eða bandi og dregur hún nafn sitt af klæðningunni. Klæðningin gerir hverja könnu einstaka, gefur gott grip og kemur í veg fyrir bruna.

Grunnhugmyndin að kaffikönnunni Uppáklædd á sér upphaf í snúningi af öllu tagi, snúningi tvinnakeflis, leirrennibekks, hringsnúningi vatnsbununnar þegar hellt er upp á kaffi. Kannan er samsett úr fjórum hlutum, könnu, trekt, disk og loki. Þegar kannan er ekki í notkun þá sómir hún sér vel, tekur líðið pláss þar sem allir hlutir raðast saman og mynda eina heild.

Ingibjorg_PTH0918_WEB

 Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir er fædd í Reykjavík 19.desember 1956. Hún útskrifaðist sem grunnskólakennari frá KHÍ 1981 með sögu og textílmennt í vali og að því loknu bætti hún við sig smíðavali. Ingibjörg hefur aðallega unnið sem umsjónarkennari í meira en 30 ár en oft samhliða þeirri kennslu hefur hún kennt smíði og textíl. Eftir útskrift frá KHÍ var löngun hennar að fara í Myndlista-og handíðaskólann en að stofna fjölskyldu og eignast börn varð yfirsterkara. Þó hvarf löngunin aldrei frá henni og skólaárið 2012 -´13 fékk Ingibjörg námsleyfi og hóf þá nám í Mótun við Myndlistaskólann í Reykjavík. Ákvað hún svo að ljúka diplómanámi en það er tveggja ára nám og lauk hún því síðast liðið vor. Jafnframt kennslunni í vetur hefur Ingibjörg komið sér upp vinnuaðstöðu í Íshúsi Hafnarfjarðar ásamt fleirum.

Ingibjorg_PTH0889_WEB

Ingibjorg_PTH0879_WEB

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR

Guðrún Valdimarsdóttir, vöruhönnuður sýndi í Epal í fyrra skrifborðið Hyl, sem felur rafmagnssnúrur í þar til gerðu hólfi. Síðasta sumar fékk Guðrún styrk frá Hönnunarsjóði til þróunar á fleiri stykkjum í sömu línu. Nýjasta stykkið er kommóða sem, líkt og skrifborðið, er með hvítar línur sem spila á móti dökkri hnotunni.

GudrunVald_Kommóða1GudrunVald_Kommóða3
GudrunVald_Hylur2

 Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

TULIPOP STAFRÓFSAPPIÐ ER NÚ ÓKEYPIS!

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Tulipop stafrófsappið er nú ókeypis í Apple App Store og Google Play.

Tulipop stafrófsappið er skemmtilegur stafrófsleikur fyrir krakka frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop. Leikurinn er í anda hins vinsæla ævintýraheims og persóna sem Tulipop hefur skapað og byggir á Tulipop stafrófsplakötunum sem skreyta nú þegar mikinn fjölda barnaherbergja hér á landi og erlendis.

Tulipop stafrófsleikurinn fékk nýverið viðurkenningu frá hinum virtu Junior Design Awards í Bretlandi en dómarar sögðu meðal annars að app-ið væri ‘A brilliant learning tool’. ‘The only problem, will be getting them off it.’

11022635_930958333583425_6348438994719015276_n

Með því að nota Tulipop leikinn geta krakkar lært nöfn allra stafanna í stafrófinu og hljóð hvers og eins. Auk þess geta þeir leikið sér á sniðugan hátt með hvern staf sem gerir lærdómsferlið enn skemmtilegra.

10505528_930958310250094_5671291925237721083_n

Eiginleikar

  • Inniheldur bæði enska og íslenska starfrófið
  • Kennir bæði heiti stafa og hljóð
  • Hvetjur til lærdóms í gegnum leik
  • Skreytt skemmtilegum og litríkum myndum úr Tulipop heiminum
  • Virkar á iPhone, iPad, iPod Touch og snjalltækjum með Android stýrikerfi

11009084_930958453583413_5570801284386163913_n

SÆKTU LEIKINN
Tulipop stafrófsleikurinn er fáanlegur í Apple App Store fyrir iPhone, iPad og iPod Touch ásamt Google Play og Amazon App Store fyrir Android síma og snjalltæki.

10998665_930958446916747_6002319582080433529_n

Frekari upplýsingar um ævintýraheim Tulipop og persónurnar sem þar búa má finna á vefsíðu þeirra: www.tulipop.is.

Skoðaðu einnig Tulipop vörur í vefverslun okkar, sjá hér.