FALLEG HÖNNUN FRÁ HEM

HEM framleiðir húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið eftir bestu norrænu hönnuðina að hverju sinni, ásamt því framleiða þeir einnig vörur eftir erlenda hönnuði sem þeirra hugmynd um hvað norræn hönnun stendur fyrir. Fyrirtækið hefur stundum verið kallað „lúxus Ikea“ en vörurnar þeirra koma ósamsettar með leiðbeiningum og því er ekki að furða þessa samlíkingu. Þó þarf engin verkfæri né skrúfur og ætti því að vera auðvelt fyrir hvern sem er að setja þau saman og aftur í sundur við flutninga. Það sparar kostnað við flutninga á milli landa og geta þeir því boðið upp á sanngjörn verð miðað við hágæða hönnunarvörur.

HEM er með puttann á púlsinum þegar kemur að trendum í hönnunarheiminum en býður einnig upp á gott úrval af klassískum hönnunarvörum.

Í vöruúrvali þeirra má meðal annars finna sófa, borð, stóla, hillur og aðra fylgihluti fyrir heimilið.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.35.09Screen Shot 2015-02-27 at 15.39.00

Hillan Verso hefur notið mikilla vinsælda og kemur hún í tveimur stærðum.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.40.06

Bento stólar og Bento borð eru falleg og stílhrein húsgögn sem einnig eru til í nokkrum litum og stærðum.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.39.43

Hai hægindarstóll og skemill ásamt Lift hillu og Kuu lampa.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.39.30

Levels lamparnir eru flottir.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.38.20

Verso hilluna er hægt að nota á marga vegu.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.37.59

Bento stólar og borð.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.40.53 Screen Shot 2015-02-27 at 15.37.33Screen Shot 2015-02-27 at 15.40.32

Key kaffiborðið er einstaklega flott.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.37.00

Bento kollar.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.36.44 Screen Shot 2015-02-27 at 15.36.31 Screen Shot 2015-02-27 at 15.36.20 Screen Shot 2015-02-27 at 15.36.04Screen Shot 2015-02-27 at 15.38.44 Screen Shot 2015-02-27 at 15.35.51 Screen Shot 2015-02-27 at 15.35.36 Screen Shot 2015-02-27 at 15.35.27 Screen Shot 2015-02-27 at 15.34.57

Palo sófinn er flottur.

Screen Shot 2015-02-27 at 15.34.42

Grid bókahillurnar koma í nokkrum stærðum og litum.

Þetta og svo margt fleira, skoðið endilega vöruúrval þeirra á Hem.com, hægt er að panta allar þær vörur sem þú sérð þar en brot af þeim má einnig sjá í sýningarsal okkar í Skeifunni 6.

DESIGN HOUSE STOCKHOLM: PLEECE LÍNAN

Design House Stockholm var stofnað árið 1992 af Anders Färdig með það í huga að kynna skandinavíska hönnun um allan heim. Núna rúmlega 20 árum síðar er Design House Stockholm orðið rótgróið hönnunarfyrirtæki í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Fyrirtækið titlar sig sem útgáfufyrirtæki fyrir hönnun og er sífellt í leit af nýjum og spennandi vörum. Vinsælasta vara þeirra frá upphafi er Pleece línan sem inniheldur einstaklega mjúka trefla, yfirhafnir og húfur úr sérstöku flísefni sem er eins og kasmírefni í viðkomu.

img58128770

Pleece línan var hönnuð af textílhönnuðinum Marianne Abelsson árið 1997. Hún kom til Design House Stockholm upphaflega með hugmynd af plíseruðum lampa fyrir þá til að framleiða. Þau heimsóttu saman verksmiðju sem sérhæfði sig í að plísera en þar voru í gangi tilraunir sem starfsfólkið var að gera með flísefni sem var eins og kasmírefni í viðkomu og hætti Marianne þá við framleiðslu á lampanum góða og hannaði línu úr Pleece efni. Í dag lifir Marianne algjörlega á þessari hönnun sem þeim hjá DHS þykir mjög ánægjulegt.

dhs-1099-1200-1

1884-1200

1884-1000

DES-1129-6300

DES-1883-1200

DES-1987-1200

1615-3100

Verslaðu Pleece línuna í vefverslun okkar. 

FERM LIVING Á HÖNNUNARSÝNINGU Í PARÍS

Danski hönnunarframleiðandinn Ferm Living birti þessar myndir á heimasíðu sinni en þær voru teknar á hönnunarsýningunni Maison & Objet í París fyrir nokkru. Þar kynntu þeir nýju vor og sumarlínuna sína sem væntanleg er til okkar í Epal.

DSC01152DSC01162DSC01063 DSC00984 DSC01191 DSC01188 DSC01173 DSC01172 DSC01158

Vor og sumarlínan er spennandi í ár frá Ferm Living.

Myndir: Ferm Living

KYNNINGARTILBOÐ: TOLOMEO LAMPINN FRÁ ARTEMIDE

Tolomeo lampinn var hannaður af Michele De Lucchi og Giancarlo Fassina árið 1986 fyrir ítalska hönnunarframleiðandann Artemide. Tolomeo lampinn er ítalskt hönnunartákn, einstaklega fallegur og stenst tímans tönn. Í tilefni þess að Artemide var að bætast við vöruúrval okkar bjóðum við upp á kynningartilboð á Tolomeo standlömpum. 

867079ef200fdbae12d021ca9553d05c 1aa852a8700de28ac878b0558e7a6d65 02d1537507f21e3dda974de81a40ddbe f80729531e50eca5f4788c0a43b062b884e7fd413f0aefa893fdb37699eb4faf

Tolomeo lamparnir njóta mikilla vinsælda og eru þeir framleiddir í mörgum útfærslum eins og sjá má hér að neðan.

389c907bc57d7c92fe3101cf1073e234

6ca90aed2b97460964b7928f87c7a5cd 7e28c339a7fddb20c742540771bcf9de OLYMPUS DIGITAL CAMERA 761a4541ffa2a80deeccfbe9bdc97d17 7106fb7b5398266d102d91f95171266f 0558642097752a6a4b518ec42daa88f5 c5d268a77d94135305c54d92246857d2 d322093022c81332752761f28337acd8 free-shipping-artemide-tolomeo-mega-terra-floor-lamp tolerno

Kíktu við í verslun okkar og skoðaðu úrvalið.

LUCIE KAAS: KLASSÍSK SKANDINAVÍSK HÖNNUN

Hönnunarmerkið Lucie Kaas var stofnað árið 2012 með það að markmiði að framleiða fallegar og tímalausar hönnunarvörur. Eitt fyrsta verk þeirra var að hefja endurframleiðslu á þekktri Skandinavískri hönnun, þar má nefna Lótus stellið sem hannað var árið 1963 af norska listamanninum Arne Clausen. Í vöruúrvali þeirra má meðal annars finna fallegt keramík og skemmtileg viðardýr til að skreyta heimilið með.

Front-sparrow

Image-AC-2

Image-AC-3

image.resize.php

Lucie_Kaas_004

Nýjasta viðbótin frá Lucie Kaas er fallegt keramík í anda Lyngby postulínsins.

Kíktu við í verslun okkar og skoðaðu úrvalið.

GRAND PRIX & MAURINN Á TILBOÐI

Ekki missa af þessu frábæra tilboði á takmörkuðu magni af Maur og Grand Prix stólunum eftir Arne Jacobsen frá Fritz Hansen. -Stólarnir eru til í mörgum litum.

Það þekkja flestir Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952, en stólinn má finna í mörgum opinberum byggingum um allan heim ásamt því að finnast á fjölmörgum heimilum. Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega fyrir matsal danska lyfjarisans Novo Nordic og var fyrsta útgáfa Maursins 3100 þá með aðeins þremur löppum. Árið 1980 hóf Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu stólsins 3101, þar sem fjórðu löppinni hafði þá verið bætt við. Maurinn er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.

the-Ant-chair-designed-in-1951-by-Arne-Jacobsen-via-Eros-Greatti

Grand Prix stóllinn eftir Arne Jacobsen var fyrst kynntur til sögunnar árið 1957 en þá hét hann Model 3130. Sama ár var stóllinn sýndur á hönnunarsýningu í Mílanó þar sem hann hlaut ‘Grand Prix’ verðlaun sýningarinnar, eða það besta af sýningunni, nafnið festist við stólinn og þekkja nú hann flestir sem Grand Prix. Þrátt fyrir þessa glæstu viðurkenningu þá hefur minna farið fyrir stólnum en bræðrum hans, Sjöunni og Maurnum sem flestir þekkja, en Grand Prix gefur þeim þó ekkert eftir í formfegurð sinni og gæðahönnun. Upphaflega var stóllinn hannaður með viðar og -stálfótum, og var framleiddur í þeim útgáfum í nokkur ár eða þar til Fritz Hansen hætti framleiðslu á stólnum. Árið 1991 hófu þeir aftur framleiðslu á Grand Prix en þá aðeins með viðarfótum sem var þó aftur tekinn úr framleiðslu fjórum árum síðar. Í dag er stóllinn framleiddur með krómhúðuðum stálfótum í beyki, valhnotu og kemur í 9 litum.

d9450f53a354ffe79224416605f9d632 Epal-grandprix

Einstaklega fallegir stólar og klassísk hönnun.

Stólarnir kosta á tilboðsverði 39.800 kr.

NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN: BRILLIANT BOX

Brilliant er lína af litlum fallegum glerboxum frá Normann Copenhagen sem hönnuð eru með það í huga að geyma smáhluti sem við höldum upp á. Boxin eru þó sniðug undir margt annað, í þeim er hægt að geyma bómull, lykla, klink, sykurmola eða jafnvel sælgæti. Brilliant boxin koma í tveimur stærðum og í nokkrum litum.

1209_Brilliant_Box_1.ashx 1209_Brilliant_Box_All_Pattern_1.ashx 201411LakridsEvent1NY.ashx 201411LakridsEvent5NY.ashx norm10_09_14_1914.ashx norm10_09_14_1922.ashx

 Brilliant boxin eru komin í Epal.

FERM LIVING VOR & SUMAR 2015

Það er mikið af fallegum vörum að finna í væntanlegri vor og sumarlínu frá Ferm Living. Danska hönnunarfyrirtækið birti á dögunum nýjan bækling þar sem finna má myndir af línunni en bæklingurinn veitir svo sannarlega innblástur.

Offerings-from-Ferm-Livings-Spring-Summer-2015-CollectionNeu-stoneware-and-brass-spoons-from-Ferm-Living Stamp-Tea-Towels-from-Ferm-Living Geometric-bedding-from-Ferm-Living Cut-Cushions-from-Ferm-Living urbanjunglebloggers-fermlivingSS15-2 urbanjunglebloggers-fermlivingSS15-1 Shelving-and-blocks-from-Ferm-Living fermlivingspring2015-2 5343_3 fermlivingspring2015-3

Vor og sumarlínan frá Ferm Living er mjög falleg en hægt er að skoða bæklinginn í heild sinni hér. 

Vörur sem finna má hér að ofan eru væntanlegar með vorinu, fylgist endilega með á Facebook síðunni okkar en þar birtast tilkynningar varðandi nýjungar og skemmtilega viðburði.