Vorhreingerning með Humdakin

Taktu vorhreingerninguna með Humdakin –

Humdakin lumar á mörgum góðum ráðum til að gera vorhreingerninguna einfalda og skemmtilega.

„Besta ráðið er að gera heimilisþrif sem hluta af okkar daglega lífi. Við verðum að byrja á því að halda hreinu frekar en að þrífa allt heimilið í einu því þannig verður verkefnið oft óviðráðanlegra heldur en ef þú heldur heimilinu hreinu og snyrtilegu á hverjum degi.“

Vörurnar frá Humdakin eru hannaðar með það í huga að þær séu til sýnis á heimilinu, t.d. við hliðina á eldhúsvaskinum. Þannig virka þær sem dagleg áminning að halda heimilinu snyrtilegu.

Camilla Schram, stofnandi og eigandi Humdakin, deilir með okkur sínum bestu venjum til að halda heimilinu hreinu:

  1. Loftaðu út á hverjum degi og fáðu inn hreint og ferskt loft.
  2. Skiptu um tuskur og viskastykki daglega.
  3. Ryksugaðu alltaf áður en þú þurrkar af. Ryksugan þyrlar upp ryki þannig að gott er að lofta út á meðan og eftir að þú hefur ryksugað.
  4. Haltu heimilinu hreinu með því að þurrka létt af öllu yfirborði 1-2 sinnum í viku.
  5. Skiptu um rúmföt að minnsta kosti einu sinni á 14 daga fresti og þvoðu rúmfötin að lágmarki við 60°.
  6. Loftaðu um sængina þína á hverjum degi.
  7. Þrífðu allt heimilið vandlega einu sinni í viku.
  8. Skúraðu gólfið einu sinni í viku – jafnvel þótt gólfið líti ekki út fyrir að vera óhreint. Notaðu Humdakin Universal hreinsinn á gólf og öll yfirborð, ilmurinn er eins og draumur! Notaðu 30 ml af hreinsinum í 5 lítra af volgu vatni.
  9. Tæmdu ísskápinn einu sinni í mánuði og hreinsaðu hann með Universal hreinsinum.
  10. Humdakin vörurnar eru í stílhreinum og fallegum umbúðum sem njóta sín vel uppá borðum og setja sápurnar og handáburðir punktinn yfir i-ið á baðherberginu eða í eldhúsinu. Ásamt því verða hendurnar mjúkar og ilmandi.

Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar ásamt úrvali af vönduðum vörum fyrir heimilið sem hvetja okkur til að halda heimilinu okkar fallegu og snyrtilegu. Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án allra aukaefna með meðvitund um áhrif á umhverfið. Allar textílvörur eru gerðar úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi. Humdakin vöruúrval inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur, handáburði, hárvörur, glæsilegar þvottakörfur, bursta og fallega bakka úr náttúrusteini – það og svo miklu meira.

Smelltu hér til að skoða úrvalið –

 

Heimsókn frá Eilersen & afsláttur

Sérfræðingur frá Eilersen kemur í heimsókn til okkar í Skeifunni 6 og í tilefni þess bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Eilersen dagana 21. – 29. apríl. 

Nýttu þér 15% afslátt af öllum sófum, stólum og borðum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem gildir frá 21. – 29. apríl. Sófarnir frá Eilersen koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Eilersen býður einnig glæsilegt úrval af sófaborðum og hægindarstólum. Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði, þægindi og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895 en í dag er fyrirtækið rekið af fjórðu kynslóð Eilersen fjölskyldunnar.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen.

Þú finnur glæsileg og vönduð útihúsgögn í Epal

Núna er rétti tíminn til að leggja inn pöntun fyrir útihúsgögnum! Nú bjóðum við 10% afslátt af öllum útihúsgögnum sem gildir til 31. maí ásamt 20% afslætti af Skagen frá Skagerak sem gildir til 1. sept og Palissade frá HAY sem gildir til 1. maí.

Hjá okkur í Epal Skeifunni finnur þú úrval af glæsilegum og vönduðum útihúsgögnum sem endast vel, þola íslenskt veðurfar og henta fyrir fjölbreyttar aðstæður. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu ár eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line. En í dag má einnig finna glæsileg og klassísk útihúsgögn frá VIPP og Carl Hansen & søn ásamt nútímalegum útihúsgögnum frá Muuto og HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda ásamt umhverfisvænum og klassískum útihúsgögnum frá Mater. Þú finnur einnig úrval af fallegum smávörum fyrir garðinn og pallinn í Epal.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið.

Open-Air frá VIPP

Open Air collection eru ný og glæsileg vörulína af útihúsgögnum frá danska hönnunarfyrirtækinu Vipp sem samanstendur af fallegu borðstofuborði, stólum, útisófaborði og hægindarstól. Fáguð og falleg húsgögn í anda Vipp.

Skagen frá Skagerak

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfislegri ábyrgð og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína. Útihúsgögnin eru í klassískum skandinavískum stíl og má þar nefna Skagen línuna sem er sérstaklega falleg og er nú með 20% afslætti til 1. september 2023. / Sjá meira frá Skagerak. 

HAY Palissade

Danska hönnunarfyrirtækið HAY býður upp á úrval af vönduðum og nútímalegum útihúsgögnum. Palissade hefur vakið hvað mestu athyglina og nýtur mikilla vinsælda en um er að ræða útihúsgögn hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni.

HAY kynnti einnig fyrr á þessu ári til sögunnar CRATE útihúsgögn úr gegnheilli furu sem upphaflega voru hönnuð árið 1934 af hollenska arkitektnum og hönnuðinum Gerrit Rietveld.

Sjáðu allt úrvalið af útihúsgögnum frá HAY á vefsíðu þeirra hay.dk

AH Outdoor frá Carl Hansen 

AH útihúsgögnin voru hönnuð af danska arkitektnum Alfred Homann árið 2022. Vörulínan samanstendur af 11 húsgögnum úr ómeðhöndluðu FSC vottuðu tekki sem fær á sig fallega áferð með tímanum. Hægt er að bæta við húsgögnin púðum og sessum úr veðurþolnum textíl.

Linear frá Muuto

Linear Steel eru nútímaleg útihúsgögn frá danska hönnunarfyrirtækinu Muuto. Linear útihúsgögnin eru stílhrein og passa vel inn í fjölbreyttar aðstæður, fyrir garðinn, fyrir kaffihús, á svalirnar og á pallinn.

Caneline

Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.

Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg. / Caneline.com

Mater 

Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.

Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf. / Sjá meira frá Mater 

Endurkoma AJ Oxford borðlampans frá Louis Poulsen

Louis Poulsen kynnir endurkomu á glæsilega AJ Oxford borðlampanum sem var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1962. AJ Oxford borðlampinn var hannaður fyrir St Catherine’s háskólann í Oxford þar sem Arne Jacobsen sá einnig um að hanna húsgögnin, lýsinguna og umhverfið og alveg að minnstu smáatriðum eins og hnífapörin.

Lampinn var upphaflega hannaður sem borðlampi í matsalinn þar sem lamparnir virka sem miðpunktur rýmisins við röð glæsilegra eikarborða þar sem 350 manns geta setið. Í dag má enn finna lampann í matsal St Catherine háskólans. AJ Oxford endurspeglar módernískan stíl byggingar St Catherine og grafískar línur lampans og litaval gera lampann fullkominn fyrir nútíma heimili.

Þegar þú skoðar AJ Oxford nánar tekur þú einnig eftir litlum og vönduðum smáatriðum. Lítil koparskrúfa sem heldur skerminum á sínum stað og hvernig snúran er á fágaðan hátt leidd í gegnum stöngina á lampanum. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu AJ Oxford borðlampann.

Smelltu hér til að sjá í vefverslun Epal.is 

Vorlegar blómaskreytingar í Epal Skeifunni þann 30. mars

Ragnhildur Fjeldsted, blómaskreytir verður hjá okkur fimmtudaginn 30. mars milli klukkan 15-18 og mun sýna hvernig hægt er að útbúa einfaldar og fallegar vor og páskaskreytingar. Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða um blómaskreytingar sem flestir ættu að geta nýtt sér. Verið hjartanlega velkomin.

STOFF Nagel er mætt í Epal

Danska hönnunarmerkið Stoff Nagel er þekktast fyrir að draga aftur fram í sviðsljósið klassísku staflanlegu STOFF kertastjakana þegar þeir hófu endurframleiðslu á þeim árið 2015. Kertastjakarnir sem hannaður voru af þýska arkitektinum Werner Stoff nutu mikilla vinsælda á sjöunda áratugnum. Í dag samastendur STOFF Nagel vörulínan af glæsilegum kertastjökum, skálum, vasa og standi svo hver og einn getur sett saman sína eigin einstöku útgáfu af STOFF.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is

Fermingargjafahugmyndir Epal

Er ferming framundan?

Við tókum saman nokkrar góðar gjafahugmyndir fyrir fermingarbarnið. Það er gaman að gleðja fermingarbarnið með tímalausri hönnun sem mun fylgja þeim inn í fullorðinsárin. Fallegur stakur hönnunarstóll í herbergið, hleðslulampar og ljós, String hillur, rúmföt og rúmteppi, hönnunarbækur og önnur vönduð smávara fyrir unglingaherbergið eru dæmi um gjafir sem endast vel og lengi. Leyfðu okkur að aðstoða þig við valið. Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims.

 

– Flettu lengra til að skoða fermingargjafahugmyndirnar – 

 

String hillukerfið býður upp á marga notkunarmöguleika sem henta vel fyrir unglingaherbergið og hægt að velja meðal annars um String skrifborð, vegghillur, hillusamstæður eða náttborð. Smelltu hér til að skoða String í vefverslun.

Klassískir borðlampar í mörgum litum ásamt hleðslulömpum sem njóta mikilla vinsælda í dag er vönduð gjöf sem gleður alla fagurkera. Smelltu hér til að skoða úrvalið af hleðslulömpum.

Vönduð rúmteppi og sængurföt er tilvalin fermingargjöf. Smelltu hér til að sjá úrvalið í vefverslun Epal. 

Smelltu hér til að sjá úrvalið af sængum og koddum. 

Klassískur og stakur stóll nýtur sín vel í herberginu, við eigum til gott úrval á lager af fallegum hönnunarstólum í mörgum litum. Smelltu hér til að sjá brot af úrvalinu frá Fritz Hansen. 

Við eigum til örfá eintök af Jensen 90×200 rúmum í beige lit með olíubornum viðarfótum. Tilboðsverð 119.000 kr. Fullt verð 169.500 kr. Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni til að skoða rúmin.

 

Hjá okkur í Epal finnur þú gott úrval af vönduðum hönnunar og lífstílsbókum ásamt skemmtilegum albúmum. Smelltu hér til að skoða úrvalið. 

Spilin frá Printworks eru ekki bara skemmtileg heldur koma í fallegum umbúðum sem gaman er að hafa uppivið. Tilvalin fermingargjöf! Smelltu til að sjá úrvalið af spilum í vefverslun Epal.

Klassísk viðardýr eftir Kay Bojesen gleðja unga sem aldna. Smelltu hér til að sjá úrvalið. 

 

Smelltu hér til að sjá enn fleiri fermingargjafahugmyndir

CH24 afmælisútgáfa 2023

Carl Hansen & Søn kynna afmælisútgáfu CH24 sem framleidd er í takmörkuðu upplagi í tilefni af afmælisdegi húsgagnahönnuðarins Hans J. Wegner þann 2. apríl.

2023 afmælisútgáfa CH24 stólsins er úr FSCTM vottaðri olíuborinni eik með tvíofinni setu úr náttúrulegum pappírsþræði. Stóllinn er merktur með brass plötu sem grafin er með undirskrift Hans J. Wegner ásamt fæðingardegi.

Afmælisútgáfa CH24 er aðeins til sölu þann 30. mars en forsala stendur yfir frá 20. mars

Verð 139.900,-kr

Innblásturinn á bakvið þessa einstöku sérútgáfu kemur frá THE LAB sem er lærlingaverkstæði Carl Hansen & Søn í Danmörku þar sem 20 upprennandi húsgagnasmiðir fá þjálfun og menntun hvert ár. Lærlingarnar fengu það verkefni að hanna og útfæra hugmynd af nýju sæti í CH24 Wishbone stólinn. Besta tillagan var að lokum prófuð, samþykkt af Hans J. Wegner Tegnestue og þróuð áfram af færustu vefarameisturum Carl Hansen & Søn.

Vor & sumar nýjungar frá Sebra

Sebra er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vönduð húsgögn og smávörur fyrir börn sem njóta mikilla vinsælda. Nú á dögunum fengum við til okkar glæsilegar vor og sumar nýjungar frá Sebra ásamt 80 ára afmælisútgáfu af klassíska Sebra rúminu í litnum Jette Beige sem er hlutlaus og fallegur litur innblásinn af björtum norrænum ströndum.

Barnarúmið frá Sebra er einstaklega fallegt og tímalaus hönnun sem vex með barninu. Rúmið býður uppá tvær lengdir frá 115 cm uppí 155 cm og hentar vel strax frá fæðingu. Hægt er að stilla botinn á rúminu í tvær stillingar og fjarðlægja rimla eftir þörfum.

Komdu við hjá okkur og sjáðu úrvalið eða kynntu þér vöruúrvalið frá Sebra í vefverslun Epal.is

Ungbarnastuðkantur Sebra er fylltur með silkimjúku Kapok, náttúrulegu efni sem hefur bakteríudrepandi eiginleika sem andar og er temprandi.