Sumarbæklingur Epal er kominn út!

Sumarbæklingur Epal er kominn út!

Yfir 50 blaðsíður um útihúsgögn, útilýsingu og smáhluti sem fegra umhverfið þitt.

Skoðaðu sumarhandbókina okkar í ár og fáðu góðar hugmyndir að þínu drauma útisvæði þar sem þú munt vilja eyða löngum stundum og skapað ljúfar sumarminningar. Á næstu síðum er að finna vönduð útihúsgögn, útilýsingu og aukahluti sem fegra umhverfið þitt. Má þar nefna blómapotta, luktir, sólhlífar og garðverkfæri fyrir fagurkera og svo margt fleira. Sumarið er tíminn til að njóta lífsins og jafnvel bjóða vinum og fjölskyldu í sumarboð á pallinn og nostra svo við garðinn svo úr verði fallegt og notalegt athvarf. Hjá okkur í Epal Skeifunni getur þú kynnt þér úrval af garðhúsgögnum frá okkar fremstu húsgagnaframleiðendum sem eru ekki aðeins falleg og þægileg heldur mega vera undir berum himni allan ársins hring. Skapaðu þér fallegt umhverfi og njóttu sumarsins úti.

Hlýjar sumarkveðjur, Epal

 

Múmín sumarlínan 2023 „Garðveisla“ komin í Epal

Múmín sumarlínan 2023 „Garðveisla“ er komin til okkar í Epal. „Garðveisla“ er full af óvæntum kynnum og töfrum vináttunnar.

Á myndskreytingum nýju línunnar hefur Múmíndal verið breytt í frumskóg. Mía litla finnur framandi fræ sem Múmínálfarnir dreifa hér og þar svo Múmíndalur breytist í frumskóg allskyns ávaxtatrjáa á einni nóttu. Pjakkur er í spennuleit og sleppir svöngum tígrum og öðrum villtum dýrum úr dýragarði í nágrenninu, en honum að óvörum, vingast þau við Múmínálfana.

Líflega myndskreytt sumarlínan er fullkomin fyrir öll tilefni hvort sem það er í sumarfögnuði og lautarferðir, hversdagsleg kaffiboð með vinum og fjölskyldu. Línan inniheldur krús (0,3l) og disk (19cm), seld í sitthvoru lagi.

Skoða Moomin í vefverslun Epal.is

20% afsláttur af Auping Essential rúmstæðum dagana 8. maí – 7. júní

Dagana 8. maí til 7. júní bjóðum við 20% afslátt af Essential rúmstæðum frá Auping. Essential rúmið frá Auping er fyrsta endurvinnanlega rúmið í öllum heiminum. Mjúkar línurnar gerir rúmið aðlaðandi og stílhrein hönnunin gerir það að verkum að rúmið passar hvaða heimili sem er. 

Hvert Essential rúm er sérsniðið fyrir hvern og einn viðskiptavin, með ótal möguleikum varðandi dýnur, áklæði, liti og allt útlit rúmsins. Essential rúmið hefur hlotið Red Dot og IF hönnunarverðlaunin. Hægt er að fá rúmið í 10  fallegum litum og hægt að bæta við hefðbundnum eða bólstruðum höfðagafli með val um 95 efni.
Auping eru umhverfisvæn og margverðlaunuð rúm með áherslu á gæði, fallega hönnun og framúrskarandi svefnþægindi. 

Auping var stofnað árið 1888 í Hollandi og með yfirgripsmikilli þekkingu ásamt nýjustu tækniþróun tekst þeim að veita þér besta mögulega nætursvefninn í fallegu og nútímalegu rúmi sem tryggir góðan stuðning, góða loftun og frábæra endingu. Auping hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í gegnum árin og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og vottanir á sviði sjálfbærni, áreiðanleika, gæða og hönnunar, m.a. Red Dot, IF hönnunarverðlaunin og fl. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi, með virðingu fyrir umhverfinu.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.

Tilboð á glæsilegum húsgögnum frá Bruunmunch

Nú bjóðum við 20% afslátt af glæsilegum PLAY Dinner borðstofuborðum, Emo sófum, PLAY round sófaborðum og SWING leðurstólum sem gildir til 1. júní 2023. Vönduð og glæsileg dönsk húsgögn sem framleidd eru með gæði, sjálfbærni og samfélagslega ábyrð að leiðarljósi. Sjáðu úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

Danska hönnunarmerkið Bruunmunch var stofnað árið 2008 af æskuvinunum þeim Jacob Munch og Henrik Bruun með það markmið að skapa sjálfbær og falleg húsgögn sem endast alla ævina – og lengra, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið við framleiðsluna.

Vönduð gæðahúsgögn með virðingu fyrir náttúrunni. Sjáðu úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

Smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun Epal.is

Tilboð: PLAY Dinner Lamé* + 2 stækkanir með 20% afslætti gildir til 1. júní
20% afsláttur
Tilboðsverð: 704.800 kr. eik/olía

Emo sófi 20% afsláttur
Epalverð: 496.800 kr. (Bouclé áklæði) Gildir til 1. júní 2023

Tilboðsverð á Emo leðursófa: 683.200 kr.

Leður: Koníaksbrúnt og svart / Áklæði Bouclé: hvítt og grátt / Fætur: Olíuborin eik, reykt eik

PLAY Swing stóll leður. 20% afsláttur gidlir til 1. júní 2023.
Tilboðsverð með örmum: 98.400 kr. / Tilboðsverð án arma: 79.840 kr.

PLAYROUND sófaborð 20% afsláttur. Verð frá: 64.800 kr.

Vorhreingerning með Humdakin

Taktu vorhreingerninguna með Humdakin –

Humdakin lumar á mörgum góðum ráðum til að gera vorhreingerninguna einfalda og skemmtilega.

„Besta ráðið er að gera heimilisþrif sem hluta af okkar daglega lífi. Við verðum að byrja á því að halda hreinu frekar en að þrífa allt heimilið í einu því þannig verður verkefnið oft óviðráðanlegra heldur en ef þú heldur heimilinu hreinu og snyrtilegu á hverjum degi.“

Vörurnar frá Humdakin eru hannaðar með það í huga að þær séu til sýnis á heimilinu, t.d. við hliðina á eldhúsvaskinum. Þannig virka þær sem dagleg áminning að halda heimilinu snyrtilegu.

Camilla Schram, stofnandi og eigandi Humdakin, deilir með okkur sínum bestu venjum til að halda heimilinu hreinu:

  1. Loftaðu út á hverjum degi og fáðu inn hreint og ferskt loft.
  2. Skiptu um tuskur og viskastykki daglega.
  3. Ryksugaðu alltaf áður en þú þurrkar af. Ryksugan þyrlar upp ryki þannig að gott er að lofta út á meðan og eftir að þú hefur ryksugað.
  4. Haltu heimilinu hreinu með því að þurrka létt af öllu yfirborði 1-2 sinnum í viku.
  5. Skiptu um rúmföt að minnsta kosti einu sinni á 14 daga fresti og þvoðu rúmfötin að lágmarki við 60°.
  6. Loftaðu um sængina þína á hverjum degi.
  7. Þrífðu allt heimilið vandlega einu sinni í viku.
  8. Skúraðu gólfið einu sinni í viku – jafnvel þótt gólfið líti ekki út fyrir að vera óhreint. Notaðu Humdakin Universal hreinsinn á gólf og öll yfirborð, ilmurinn er eins og draumur! Notaðu 30 ml af hreinsinum í 5 lítra af volgu vatni.
  9. Tæmdu ísskápinn einu sinni í mánuði og hreinsaðu hann með Universal hreinsinum.
  10. Humdakin vörurnar eru í stílhreinum og fallegum umbúðum sem njóta sín vel uppá borðum og setja sápurnar og handáburðir punktinn yfir i-ið á baðherberginu eða í eldhúsinu. Ásamt því verða hendurnar mjúkar og ilmandi.

Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar ásamt úrvali af vönduðum vörum fyrir heimilið sem hvetja okkur til að halda heimilinu okkar fallegu og snyrtilegu. Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án allra aukaefna með meðvitund um áhrif á umhverfið. Allar textílvörur eru gerðar úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi. Humdakin vöruúrval inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur, handáburði, hárvörur, glæsilegar þvottakörfur, bursta og fallega bakka úr náttúrusteini – það og svo miklu meira.

Smelltu hér til að skoða úrvalið –

 

Heimsókn frá Eilersen & afsláttur

Sérfræðingur frá Eilersen kemur í heimsókn til okkar í Skeifunni 6 og í tilefni þess bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Eilersen dagana 21. – 29. apríl. 

Nýttu þér 15% afslátt af öllum sófum, stólum og borðum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem gildir frá 21. – 29. apríl. Sófarnir frá Eilersen koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Eilersen býður einnig glæsilegt úrval af sófaborðum og hægindarstólum. Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði, þægindi og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895 en í dag er fyrirtækið rekið af fjórðu kynslóð Eilersen fjölskyldunnar.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen.

Þú finnur glæsileg og vönduð útihúsgögn í Epal

Núna er rétti tíminn til að leggja inn pöntun fyrir útihúsgögnum! Nú bjóðum við 10% afslátt af öllum útihúsgögnum sem gildir til 31. maí ásamt 20% afslætti af Skagen frá Skagerak sem gildir til 1. sept og Palissade frá HAY sem gildir til 1. maí.

Hjá okkur í Epal Skeifunni finnur þú úrval af glæsilegum og vönduðum útihúsgögnum sem endast vel, þola íslenskt veðurfar og henta fyrir fjölbreyttar aðstæður. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu ár eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line. En í dag má einnig finna glæsileg og klassísk útihúsgögn frá VIPP og Carl Hansen & søn ásamt nútímalegum útihúsgögnum frá Muuto og HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda ásamt umhverfisvænum og klassískum útihúsgögnum frá Mater. Þú finnur einnig úrval af fallegum smávörum fyrir garðinn og pallinn í Epal.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið.

Open-Air frá VIPP

Open Air collection eru ný og glæsileg vörulína af útihúsgögnum frá danska hönnunarfyrirtækinu Vipp sem samanstendur af fallegu borðstofuborði, stólum, útisófaborði og hægindarstól. Fáguð og falleg húsgögn í anda Vipp.

Skagen frá Skagerak

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfislegri ábyrgð og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína. Útihúsgögnin eru í klassískum skandinavískum stíl og má þar nefna Skagen línuna sem er sérstaklega falleg og er nú með 20% afslætti til 1. september 2023. / Sjá meira frá Skagerak. 

HAY Palissade

Danska hönnunarfyrirtækið HAY býður upp á úrval af vönduðum og nútímalegum útihúsgögnum. Palissade hefur vakið hvað mestu athyglina og nýtur mikilla vinsælda en um er að ræða útihúsgögn hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni.

HAY kynnti einnig fyrr á þessu ári til sögunnar CRATE útihúsgögn úr gegnheilli furu sem upphaflega voru hönnuð árið 1934 af hollenska arkitektnum og hönnuðinum Gerrit Rietveld.

Sjáðu allt úrvalið af útihúsgögnum frá HAY á vefsíðu þeirra hay.dk

AH Outdoor frá Carl Hansen 

AH útihúsgögnin voru hönnuð af danska arkitektnum Alfred Homann árið 2022. Vörulínan samanstendur af 11 húsgögnum úr ómeðhöndluðu FSC vottuðu tekki sem fær á sig fallega áferð með tímanum. Hægt er að bæta við húsgögnin púðum og sessum úr veðurþolnum textíl.

Linear frá Muuto

Linear Steel eru nútímaleg útihúsgögn frá danska hönnunarfyrirtækinu Muuto. Linear útihúsgögnin eru stílhrein og passa vel inn í fjölbreyttar aðstæður, fyrir garðinn, fyrir kaffihús, á svalirnar og á pallinn.

Caneline

Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.

Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg. / Caneline.com

Mater 

Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.

Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf. / Sjá meira frá Mater 

Endurkoma AJ Oxford borðlampans frá Louis Poulsen

Louis Poulsen kynnir endurkomu á glæsilega AJ Oxford borðlampanum sem var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1962. AJ Oxford borðlampinn var hannaður fyrir St Catherine’s háskólann í Oxford þar sem Arne Jacobsen sá einnig um að hanna húsgögnin, lýsinguna og umhverfið og alveg að minnstu smáatriðum eins og hnífapörin.

Lampinn var upphaflega hannaður sem borðlampi í matsalinn þar sem lamparnir virka sem miðpunktur rýmisins við röð glæsilegra eikarborða þar sem 350 manns geta setið. Í dag má enn finna lampann í matsal St Catherine háskólans. AJ Oxford endurspeglar módernískan stíl byggingar St Catherine og grafískar línur lampans og litaval gera lampann fullkominn fyrir nútíma heimili.

Þegar þú skoðar AJ Oxford nánar tekur þú einnig eftir litlum og vönduðum smáatriðum. Lítil koparskrúfa sem heldur skerminum á sínum stað og hvernig snúran er á fágaðan hátt leidd í gegnum stöngina á lampanum. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu AJ Oxford borðlampann.

Smelltu hér til að sjá í vefverslun Epal.is