Hópur íslenskra hönnuða hefur tekið yfir plássið í Hörpu sem 12 Tónar höfðu áður og ætla að bjóða gestum og gangandi að líta við og sjá helstu nýjungarnar sem komu á markað á árinu í bland við vinsælustu vörur sínar. Þeir hönnuðir sem þátt taka í þessu verkefni eru Steinunn Vala, Ingibjörg Hanna, Marý, Heiða Magnúsdóttir, Hekla og Sveinbjörg í samstarfi við verslun Epals í Hörpu. Á boðstólum eru fallegar gjafavörur á borð við viskustykki, púða, teppi, thermobolla, sængurver, birkibakka, kerti og kertastjaka, servíettur, hálsfestar og hringa svo eitthvað sé nefnt. Það er því ýmislegt þar hægt að skoða og versla fallegar gjafir fyrir jólin. Opnunartími sýningarinnar er alla virka daga frá 10 til 18 og á laugardögum frá 11 til 16 fram að jólum.
Hillan Rigel er fyrsta afurð bimmbamm sem er er samstarfsverkefni milli Guðrúnar Eddu Einarsdóttur og Smára Freys Smárasonar.
“Rigel hillan er einstakur karakter með margar hliðar eins og við flest. Hillan býður upp á áhugaverða möguleika fyrir heimilið og er hugsuð t.d í eldhúsið, stofuna eða forstofuna. Þetta er staður fyrir uppáhaldsbækurnar eða fallega jakkann og í miðju hillunnar, hjarta Rigel, er staður fyrir sérstakan hlut sem snertir hjartað. Það mætti segja að Rigel sé altari uppáhalds hlutanna þinna, hluta sem eru þitt hjartans mál og gleðja þig. Allt í kringum okkur eru hlutir sem skipta okkur máli og þar kemur Rigel inn, hillan heldur utan um uppáhaldshlutina og gerir þá sýnilega á heimilinu.”
Rigel hillurnar eru smíðaðar á vinnustofunni/verkstæði Bimmbamm og er hillan fáanleg í 4 litum, coral, mintu, hvítu og svörtu.
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu bimmbamm, sjá hér.
Innanhússarkitektinn Berglind Berndsen dekkaði jólaborðið í Epal vikuna 3.-10.desember. Borðið er dekkað í hlýlegum stíl með fallegum hönnunarvörum til skrauts ásamt hlutum úr náttúrunni svosem jólatré og könglum.
“Hugmyndin að borðinu var að hafa það sem náttúrlegast þar sem skreytingarnar koma flestar úr umhverfinu í kringum okkur og náttúrunni, sbr, litlu jólatrén, könglarnir, jólatréð úr könglunum og hreindýrið sem er úr við. Einnig fannst mér gaman að sýna hvernig hægt er að blanda mismunandi stílum saman.”
Hvernig er stíllinn á borðinu? Einfaldur, hrár með hlýlegu og náttúrulegu yfirbragði þar sem að efni og dempaðir jarðlitir fá að njóta sín.
Hvað er gott að huga að þegar dekkað er upp hátíðarborð? Að leyfa hverjum hlut að fá að njóta sín sem best, halda einföldu yfirbragði en samt sem áður hlýlegt og notarlegt.
Diskamottur: Chilewich. Borðstell: Alessi. Hnífapör: Alessi. Kertastjakar: Iittala. Glös: Iittala. Jólatré: Magnolia á Laufássveginum. Blómapottar: Hay. Hreindýr: Kristinsson
Við vorum að fá glæsileg rúmföt eftir Ingibjörgu Hönnu sem eru tilvalin í jólapakkann.
Rúmfötin bera heitið Dots og Experience en úr sömu línu er einnig hægt að fá servíettur, viskastykki og púða.
Ingibjörg Hanna kynnti þessar nýju vörur til leiks á Hönnunarmars fyrr á árinu en þá var einnig til sýnis glæsileg hengiróla sem einnig fæst í Epal.
Elva Hrund Ágústsdóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 26.nóvember – 2.desember. Elva Hrund er menntaður innanhússráðgjafi frá Danmörku og starfar sem stílisti og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum.
“Hugmyndin að borðinu kom er ég valdi dúkinn sem er nýr frá Ferm Living. Ég vildi halda í stílhreint yfirbragð með litatónunum hvítum, svörtum og gráum, en það má komast langt á einfaldleikanum með smá „dassi“ af jólarauðum lit. Mér finnst það koma vel út að hafa matarstellið allt í sama lit því þá verður það afgerandi og á sama tíma fær annað skraut að njóta sín fyrir miðju borðsins. Mig langaði einnig til að fanga athygli þeirra sem skoða borðið með því að leika mér með jólakúlurnar og nota þær í öðrum tilgangi en bara sem punt á grein. Þó maður myndi kannski ekki ganga svo langt á aðfangadagskvöldi að brjóta jólakúlur á matardiskana þá má setja þær ofaní blómavasa, á diskana eða jafnvel setja í þær band og hengja aftan á stólbökin.”
Dúkur: Ferm Living. Matarstell: Iittala Hnífapör: Georg Jensen. Glös: Iittala. Servíettur: iHanna Home. Vasar: Muuto. Kertastjaki: Muuto. Hreindýr: Kristinsson.
Kíktu við og fáðu góðar hugmyndir fyrir jólaboðin!
Á föstudag og á laugardag verður Sandra Kristín Jóhannesdóttir stödd í Epal Skeifunni að kynna ljósið Triton sem hún hannaði. Sandra Kristín er uppalin á Akureyri og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2013.
Ljósið Triton er auðvelt í samsetningu og kemur það flatpakkað. Ljósið samanstendur af 16 stykkjum af 3mm þykkum örmum úr áli sem mynda hring þegar sett er saman. Triton kemur í tveimur stærðum og tveimur litum, svörtum og hvítum.
Sandra Kristín verður í Epal á föstudaginn frá kl.15-18 og á laugardaginn frá kl.12-15.
Við minnum einnig á að 15% afsláttur er á öllum ljósum fram til áramóta.
Það eru margar góðar hugmyndir að finna núna á jólaborðinu í Epal sem innanhússarkitektarnir Elísabet Ómarsdóttir og Andrés James Andrésson dekkuðu.
Andrés James útskrifaðist sem innnanhússarkitekt frá IED í Mílanó og starfar hann í dag í Epal ásamt því að starfa sjálfstætt sem innanhússarkitekt. Elísabet Ómarsdóttir útskrifaðist sem innanhússarkitekt frá Paris American Academy ásamt því að leggja stund við lýsingarfræði við Tækniskólann. Í dag starfar Elísabet í Epal ásamt því að starfa sem sjálfstætt starfandi innanhússarkitekt.
Stellið er frá Design House Stockholm og er einstaklega flott, jólakertastjakinn er frá Ferm Living, nýtt og skemmtilegt jóladagatal eftir Gerði Steinars og servíettur frá Ingibjörgu Hönnu. Punkturinn yfir i-ið er svo að sjálfsögðu gylltu jóla lakkrískúlurnar.
Það kemur einstaklega vel út að hafa hvítt í grunninn og skreyta þá með hlutum í sterkari litum svosem rauður jólasveinn frá Rosendahl og grænu greni. Hvíti fallegi dúkurinn er svo frá Hay og kannan frá Georg Jensen.
Um helgina (föstudag og laugardag) mun húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson árita Vaðfugla sem framleiddir eru af Normann Copenhagen en þá undir nafninu Shorebirds.
Fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu fyrir stuttu síðan og er þetta því einstakt tækifæri til að eignast fallega hönnun með mikið söfnunargildi. Sigurjón Pálsson er þriðji íslenski hönnuðurinn til að fá hönnun sína framleidda af hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen en vörur þeirra eru seldar um heim allan og hafa unnið til fjölmargra virtra hönnunarverðlauna.
Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af fuglunum, en þeir koma í þremur stærðum og fjórum mismunandi litum.
Sigurjón verður staddur í Epal Skeifunni á föstudaginn kl.14:00-18:00 og á laugardaginn frá kl.12:00 -15:00.
Áritaður vaðfugl er frábær hugmynd að jólagjöf fyrir þann sem kann vel að meta fallega hönnun!