NÝTT FRÁ INGIBJÖRGU HÖNNU

Við vorum að fá glæsileg rúmföt eftir Ingibjörgu Hönnu sem eru tilvalin í jólapakkann.

bedding_Dot Bedding_experience

Rúmfötin bera heitið Dots og Experience en úr sömu línu er einnig hægt að fá servíettur, viskastykki og púða.

dots experience-1mountains Experience Grey Dots
IHANNA_pillows

hengistoll

Ingibjörg Hanna kynnti þessar nýju vörur til leiks á Hönnunarmars fyrr á árinu en þá var einnig til sýnis glæsileg hengiróla sem einnig fæst í Epal.

JÓLABORÐIÐ: ELVA HRUND ÁGÚSTSDÓTTIR

Elva Hrund Ágústsdóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 26.nóvember – 2.desember. Elva Hrund er menntaður innanhússráðgjafi frá Danmörku og starfar sem stílisti og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum.

“Hugmyndin að borðinu kom er ég valdi dúkinn sem er nýr frá Ferm Living. Ég vildi halda í stílhreint yfirbragð með litatónunum hvítum, svörtum og gráum, en það má komast langt á einfaldleikanum með smá „dassi“ af jólarauðum lit. Mér finnst það koma vel út að hafa matarstellið allt í sama lit því þá verður það afgerandi og á sama tíma fær annað skraut að njóta sín fyrir miðju borðsins. Mig langaði einnig til að fanga athygli þeirra sem skoða borðið með því að leika mér með jólakúlurnar og nota þær í öðrum tilgangi en bara sem punt á grein. Þó maður myndi kannski ekki ganga svo langt á aðfangadagskvöldi að brjóta jólakúlur á matardiskana þá má setja þær ofaní blómavasa, á diskana eða jafnvel setja í þær band og hengja aftan á stólbökin.”

nytt (3)

Dúkur: Ferm Living. Matarstell: Iittala Hnífapör: Georg Jensen. Glös: Iittala. Servíettur: iHanna Home. Vasar: Muuto. Kertastjaki: Muuto. Hreindýr: Kristinsson.

nytt (4) nytt (5) nytt (6) nytt (7) nytt (13)

Kíktu við og fáðu góðar hugmyndir fyrir jólaboðin!

ÍSLENSK HÖNNUN: TRITON

Á föstudag og á laugardag verður Sandra Kristín Jóhannesdóttir stödd í Epal Skeifunni að kynna ljósið Triton sem hún hannaði.  Sandra Kristín er uppalin á Akureyri og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2013.

Ljósið Triton er auðvelt í samsetningu og kemur það flatpakkað. Ljósið samanstendur af 16 stykkjum af 3mm þykkum örmum úr áli sem mynda hring þegar sett er saman. Triton kemur í tveimur stærðum og tveimur litum, svörtum og hvítum.

Sandra Kristín verður í Epal á föstudaginn frá kl.15-18 og á laugardaginn frá kl.12-15.

Við minnum einnig á að 15% afsláttur er á öllum ljósum fram til áramóta.

Sandra Kristín JóhannesdóttirSandra Kristín Jóhannesdóttir Tríton lampi

951f65_90271d1f12ea4fc1b068d8321ed83c50.jpg_srz_374_327_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz

951f65_5545650902b74366920ca32a710dcbe8.jpg_srz_374_327_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz

 

 

JÓLABORÐIÐ: ANDRÉS JAMES ANDRÉSSON & ELÍSABET ÓMARSDÓTTIR

Það eru margar góðar hugmyndir að finna núna á jólaborðinu í Epal sem innanhússarkitektarnir Elísabet Ómarsdóttir og Andrés James Andrésson dekkuðu. 

Andrés James útskrifaðist sem innnanhússarkitekt frá IED í Mílanó og starfar hann í dag í Epal ásamt því að starfa sjálfstætt sem innanhússarkitekt. Elísabet Ómarsdóttir útskrifaðist sem innanhússarkitekt frá Paris American Academy ásamt því að leggja stund við lýsingarfræði við Tækniskólann. Í dag starfar Elísabet í Epal ásamt því að starfa sem sjálfstætt starfandi innanhússarkitekt.

20141120_174112

 Stellið er frá Design House Stockholm og er einstaklega flott, jólakertastjakinn er frá Ferm Living, nýtt og skemmtilegt jóladagatal eftir Gerði Steinars og servíettur frá Ingibjörgu Hönnu. Punkturinn yfir i-ið er svo að sjálfsögðu gylltu jóla lakkrískúlurnar.

20141120_174118

Það kemur einstaklega vel út að hafa hvítt í grunninn og skreyta þá með hlutum í sterkari litum svosem rauður jólasveinn frá Rosendahl og grænu greni. Hvíti fallegi dúkurinn er svo frá Hay og kannan frá Georg Jensen.

20141119_173632 20141119_173706 20141119_173716 20141120_174006 20141120_174122 20141120_174301

 

 

SIGURJÓN PÁLSSON HÖNNUÐUR ÁRITAR VAÐFUGLA

Um helgina (föstudag og laugardag) mun húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson árita Vaðfugla sem framleiddir eru af Normann Copenhagen en þá undir nafninu Shorebirds.

Fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu fyrir stuttu síðan og er þetta því einstakt tækifæri til að eignast fallega hönnun með mikið söfnunargildi. Sigurjón Pálsson er þriðji íslenski hönnuðurinn til að fá hönnun sína framleidda af hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen en vörur þeirra eru seldar um heim allan og hafa unnið til fjölmargra virtra hönnunarverðlauna.

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af fuglunum, en þeir koma í þremur stærðum og fjórum mismunandi litum.

Sigurjón verður staddur í Epal Skeifunni á föstudaginn kl.14:00-18:00 og á laugardaginn frá kl.12:00 -15:00.

ncepal1001_Shorebird_Swan_Ducky_1 1001_Shorebird_Swan_Ducky_2

Screen Shot 2014-11-20 at 3.49.49 PM

 

Áritaður vaðfugl er frábær hugmynd að jólagjöf fyrir þann sem kann vel að meta fallega hönnun!

 

NÝTT FRÁ INGIBJÖRGU HÖNNU

Krummi og Ekki Rúdolf eftir Ingibjörgu Hönnu koma núna í fallegri nýrri útgáfu þar sem að viðurinn nýtur sín einstaklega vel. Krummi og Ekki Rúdolf hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hefur verið fjallað um þá í fjölmörgum hönnunartímaritum.

KRUMMIvidurERvidurNaturKrummi

 Tilvalið í harða jólapakkann:)

VAÐFUGLAR: NORMANN COPENHAGEN

Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði þessa fallegu vaðfugla sem danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen framleiðir. Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling.

Shorebirds koma í þremur stærðum og í fjórum mismunandi litum.

ncepal

DEKKAÐ JÓLABORÐ: STEINUNN VALA

Steinunn Vala Sigfúsdóttir hönnuður hjá Hring eftir hring dekkaði upp jólaborðið að þessu sinni. Fram að jólum munu áhugaverðir hönnuðir koma til okkar í Epal og sýna hugmyndir af uppdekkuðu borði, öll verða þau ólík og ættu því allir að geta fundið innblástur við sitt hæfi.

Jólaborðið dekkaði hún upp í minimalískum stíl og með það í huga að hægt er að raða saman hlutum úr ólíkum stellum sem að þó myndar eina heild. Steinunn Vala segist aðspurð einmitt eiga von á fjölskyldunni sinni í matarboð á aðfangadagskvöld en eigi þó ekki nógu marga hluti úr sama stellinu og því sé þetta góð lausn sem skapi einnig skemmtilega stemmingu. Hægt er að nota ýmsa hluti sem borðskreytingar sem finna má á heimilinu ásamt því er hægt að klippa greinar eða taka jurtir úr garðinum til að setja punktinn yfir i-ið. Á greinarnar má gjarnan vefja rauðum eða gylltum þræði til að setja þær í jólabúninginn. Ódýr og falleg lausn!

20141113_131540

Á miðju borðinu má sjá fallegan kertastjaka frá Georg Jensen sem stendur á bakka eftir Finn Juhl.

20141113_131221

Viðarfuglarnir eru frá Architect made, glösin frá Hay og snapsglösin eru frá Iittala.

20141113_131128

20141113_131150

Stellið er frá Iittala og gylltu skálarnar eru frá Tom Dixon.

20141113_131046
steinunn-1

Ævintýralegir skartgripir Steinunnar Völu hafa verið að gera það gott allt frá því að hún stofnaði skartgripafyrirtæki sitt árið 2009. Skartgripirnir eru allir handgerðir og eru ýmist gerðir úr leir, keramík eða við. Steinunn Vala hannar bæði litrík og falleg hálsmen, hringa og eyrnalokka og er hver gripur einstakur.

VEGGLÍMMIÐAR FRÁ TULIPOP

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop var að senda frá sér þessa ævintýralegu vegglímmiða sem sóma sér vel í herbergjum barnanna.

10679491_873203162692276_9043138052154481246_o

Bats & Ghosts1801182_873203389358920_9090768767370295065_o-1

Cherry Blossom

10005821_873203459358913_529949831930585053_o

Moon & Stars límmiðarnir glóa í myrkri!

10750227_873203046025621_3768765056195216700_o-1

Bubble er litríkur og skemmtilegur

Þetta eru flottir límmiðar til að skreyta barnaherbergið með og einnig eru þeir tilvaldir í jólapakkann!