VAÐFUGLAR: NORMANN COPENHAGEN

Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði þessa fallegu vaðfugla sem danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen framleiðir. Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling.

Shorebirds koma í þremur stærðum og í fjórum mismunandi litum.

ncepal

DEKKAÐ JÓLABORÐ: STEINUNN VALA

Steinunn Vala Sigfúsdóttir hönnuður hjá Hring eftir hring dekkaði upp jólaborðið að þessu sinni. Fram að jólum munu áhugaverðir hönnuðir koma til okkar í Epal og sýna hugmyndir af uppdekkuðu borði, öll verða þau ólík og ættu því allir að geta fundið innblástur við sitt hæfi.

Jólaborðið dekkaði hún upp í minimalískum stíl og með það í huga að hægt er að raða saman hlutum úr ólíkum stellum sem að þó myndar eina heild. Steinunn Vala segist aðspurð einmitt eiga von á fjölskyldunni sinni í matarboð á aðfangadagskvöld en eigi þó ekki nógu marga hluti úr sama stellinu og því sé þetta góð lausn sem skapi einnig skemmtilega stemmingu. Hægt er að nota ýmsa hluti sem borðskreytingar sem finna má á heimilinu ásamt því er hægt að klippa greinar eða taka jurtir úr garðinum til að setja punktinn yfir i-ið. Á greinarnar má gjarnan vefja rauðum eða gylltum þræði til að setja þær í jólabúninginn. Ódýr og falleg lausn!

20141113_131540

Á miðju borðinu má sjá fallegan kertastjaka frá Georg Jensen sem stendur á bakka eftir Finn Juhl.

20141113_131221

Viðarfuglarnir eru frá Architect made, glösin frá Hay og snapsglösin eru frá Iittala.

20141113_131128

20141113_131150

Stellið er frá Iittala og gylltu skálarnar eru frá Tom Dixon.

20141113_131046
steinunn-1

Ævintýralegir skartgripir Steinunnar Völu hafa verið að gera það gott allt frá því að hún stofnaði skartgripafyrirtæki sitt árið 2009. Skartgripirnir eru allir handgerðir og eru ýmist gerðir úr leir, keramík eða við. Steinunn Vala hannar bæði litrík og falleg hálsmen, hringa og eyrnalokka og er hver gripur einstakur.

VEGGLÍMMIÐAR FRÁ TULIPOP

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop var að senda frá sér þessa ævintýralegu vegglímmiða sem sóma sér vel í herbergjum barnanna.

10679491_873203162692276_9043138052154481246_o

Bats & Ghosts1801182_873203389358920_9090768767370295065_o-1

Cherry Blossom

10005821_873203459358913_529949831930585053_o

Moon & Stars límmiðarnir glóa í myrkri!

10750227_873203046025621_3768765056195216700_o-1

Bubble er litríkur og skemmtilegur

Þetta eru flottir límmiðar til að skreyta barnaherbergið með og einnig eru þeir tilvaldir í jólapakkann!

ÍSLENSK HÖNNUN: HYLUR

Eftir fjölmargar fyrirspurnir er borðið Hylur eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur loksins komið í sölu.

Borðið var frumsýnt á Hönnunarmars fyrr á árinu og vakti það mikla athygli. Borðið státar af mjög sterkum og einföldum línum, það er úr hnotu og með hvítum borðplötum, en síðast en ekki síst leynist geymsluhólf aftast á borðplötunni sem felur allar snúrur, hleðslutæki og fjöltengi sem virðast fylgja nútíma lífi.

2014-11-04-15-05-04-1

“Það var fyrir um tveimur árum að ég byrjaði að hanna Hyl því mig vantaði sjálfri skrifborð á heimaskrifsstofuna mína sem er innaf stofunni og ég þurfti því fallegt og nett borð og ég vildi alls ekki hafa snúruflóð hangandi niður á gólf. Ég leitaði vel og lengi að hentugu borði áður en ég ákvað að ráðast í verkefnið sjálf að hanna það og láta framleiða, en það er GKS sem hefur séð um framleiðsluna og gert það mjög vel.” segir Guðrún Valdimarsdóttir um hugmyndina að borðinu.

GudrunVald_Hylur3_web

GudrunVald_Hylur4_web

 Fyrr á árinu hlaut Guðrún styrk frá Hönnunarsjóði fyrir áframhaldandi þróun og hönnunarvinnu að fleiri húsgögnum í sömu línu og Hylur og er því sagan ekki öll.GudrunVald_Hylur2_web

Einstaklega falleg íslensk hönnun sem nú fæst í Epal.

 

ÍSLENSK HÖNNUN: LITRÍK SKVETTA

Haukur Már Hauksson er hönnuðurinn á bakvið litríka snaga sem bera heitið Skvetta. Snagarnir eru skemmtilegir í laginu og koma í fimm litum sem hönnuðurinn kallar vatn, mjólk, súkkulaði, jarðaberjasjeik og slím. Skvetta lífgar svo sannarlega upp á rýmið, hvort sem það sé forstofan, svefnherbergið eða barnaherbergið.

image003 image004 image005 image006

 Skvetta kostar 12.500 kr.

ÍSLENSK HÖNNUN: JÓLASPILIÐ Í ÁR

Spilið Hver stal kökunni úr krúsinni? er jólaspil fyrir alla fjölskylduna sem snýst um að finna hinn alræmda kökuþjóf. Ef þú lendir hins vegar í því að vera kökuþjófurinn og halda á tómu krúsinni er um að gera að koma öllum hinum leikmönnunum sem fyrst úr leik eða þjófkenna einhvern annan með því að lauma tómu krúsinni til hans.

Spilin eru skreytt þjóðlegu bakkelsi, eins og kleinum, laufabrauði og randalínum og síðan koma líka ýmsar lummur við sögu sem breyta gangi leiksins. Leikmenn geta verið 3-7 og hver umferð tekur 1-8 mínútur svo hægt er að spila magar umferðir í röð.

Hver stal kökunni úr krúsinni? er sniðug möndlugjöf og falleg jólagjöf.

Print

Innblásturinn fyrir spilið er barnaklappleikur sem margir kannast við er hljómar svona: Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Númer þrjú stal kökunni úr krúsinni í gær. // Ha, ég? // Já, þú! // Ekki satt! // Hver þá? // Númer fimm stal kökunni úr krúsinni í gær…

Spilin_a_bordi Spilin_hvitur

 

UM HÖNNUÐINN

Embla Vigfúsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í leikjahönnun frá Danmarks Design Skole í janúar 2014. Áður lærði hún vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur unnið að mörgum ólíkum verkum, meðal annars gefið út barnabókina Loðmar árið 2010, hannað spilið WonderWars fyrir UNESCO og síðast í Hönnunarmars starfrækt veitingastaðinn Pantið Áhrifin, þar sem réttir eru pantaðir út frá áhrifum hans á líkamann

Næstu 6 daga stendur yfir söfnun á vefsíðunni Karolina Fund þar sem safnað verður fyrir prentkostnaðinum á spilinu. Við hvetjum ykkur til að styrkja þetta skemmtilega verkefni:)

Hér má finna vefsíðu söfnunarinnar.

KLASSÍK: STRING HILLUR

STRING hillukerfið var hannað árið 1949 af Nils Strinning. Hillurnar hafa síðan þá orðið að nokkurskonar hönnunartákni en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er þekktasta útgáfan String með umgjörð úr málmi en einnig má fá þær með glærri plastumgjörð fyrir látlausara útlit.

String hillurnar eru afar stöðugar og standast tímans tönn.

d426ee139ac19aa801455f0e2059a1df

String Pocket eru litlar og nettar vegghillur sem koma í nokkrum litum og henta vel undir smáhluti.

dee0e186afa5d546458ec45bb86db1aae63cd48efa4b00e95a3aedf187dcf984e96e30277ab2a8963a048fd29ce55c19f3df46ce2f799ab2744b21131675c648f8c95bdef5313cc2d45b331e14b5333fweekdaycarnival blog

02a33517c5ccd5f6f76f33add86abf6140f3aa44e1c119f14d2a60a3c5394036

75a18d784a1f4c9031a89de9e1b1a8c2864a3243e7156f007ee6beb5063e33851148bc072e80289383419c7f5acf6174715463b90a6b888574bb3b72c27eba4c3909865f751236d04b33f9279ef324adbc1d8ad4bddb7d98ceea585f31d2e442

13f58623b2e438e26d8bdc2a3acd5b96 25ac12f3a882c46e8233c6faa0d5e25f 52b952abe2352524ffd8c141992bd0a9

 String hillur með plastumgjörð koma einstaklega vel út.

52debabd202e5dd138b4d81f92cd352a151a4d9bf5f6aa23188ec0c4a0b1ca81

1000a46d9a1a70bf1ea6b3aa2c63d454 3292c7bfe5356c8be1a29f2bcb10435b 3840dd6aa1d6e2643d09601b7cb4ad8fbd0d49e47ef5b49e0613b80b03b3f053 c6c0d5f0d6898866def74bf97ef7c8ae c944e6295b47f679d9f5f5b91048746c

Eins og sjá má er hægt að nýta String hillurnar á ýmsa vegu, sem vinnuaðstöðu, í eldhúsið, í svefnherbergið, í stofuna og einnig í barnaherbergið.

image001 copy

Helgina 6.-8.nóvember verður sérfræðingur frá String í verslun okkar og í tilefni þess veitum við 15% afslátt af öllum String hillum ásamt því að afsláttur verður veittur af öllum pöntunum á String.

IITTALA TAIKA STELLIÐ

Iittala Taika stellið er einstaklega fallegt með ævintýralegum myndskreytingum eftir Klaus Haapaniemi.

51c2400ee25513c5880eb540a1afb1b4-18_max

4727c0c8a1df866a955e94ba5bf03a70

IMG_4452-1

6411923651141_2540f29a411c76_720x600

iittala-taika-blue-tea-towel-6

Screen Shot 2014-11-04 at 5.01.44 PM

series-iittala-taika-1iittala-taika-tuotesarjasivu-2014

Í byrjun árs 2014 var bætt við textílínu og má þá fá t.d. fallega myndskreytt viskastykki og servíettur.

Einnig bendum við á einstaklega smekkleg smákökubox úr línunni fyrir jólin:)

KISUKERTIN ERU KOMIN

Pyropet kisukertin eftir vöruhönnuðinn Þórunni Árnadóttur voru að koma aftur en þau ruku út eins og heitar lummur síðast. Þórunn Árnadóttir er tilnefnd til virtra hönnunarverðlauna Icon Magazine árið 2014 sem mest spennandi hönnunarstúdíóið á uppleið, það verður því gaman að fylgjast með Þórunni í framtíðinni! 

Kertið hannaði Þórunn þegar hún var við nám við Royal College of Art í London fyrir nokkrum árum síðan. Kertið lítur út eins og saklaus kettlingur við fyrstu sýn en inni í vaxinu er falin beinagrind sem birtist óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu.1GPC2QLAO-L-6d-uiwJSZQM1RnBAhZ9LZ5wVdQsiZ5o-620x413

 Kisa er fyrsta dýrið sem fyrirtæki Þórunnar PyroPet gefur út og munu vonandi bætast við fleiri kerti í framtíðinni.

eijIyNoLRHoKmYcADe54n1lrH2sp97uoDBQno1Y-yTQ-620x382 HkABpUKderEBd-C2cNSLaqAwz5-2ZCXhLHwL_RsdOFk-620x382 oKXYqAPVq64w0S4pkQHW68sKtO-6-YD1puVt5qO8Nt0-620x413 Plj-SBA3GCzAzEylJ0d4N-4piviL15Njz-I1UgXRVR4-620x413 xfkeJTKUQCeHWJbyBEq0K_uITYuQk1Tj3en2yirBRtI-620x382

Flott í jólapakkann í ár!